Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 20
SKOP 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 Kristinn Pálsson teiknaði sína fyrstu skopmynd íMorgunblaðið árið 2010 og hafa myndir eftir hannbirst reglulega síðan, aðallega í Sunnudags- blaðinu. Þá hefur hann einnig gert tvær forsíður fyrir blaðið og eina stóra opnumynd í tilefni áramóta. Kristinn er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en fluttist til Reykjavíkur í nám við Verzlunarskóla Íslands 2008. Að loknu stúdentsprófi fór hann beint í Listaháskóla Íslands og kláraði þar BA í arkitektúr árið 2015. Sótti svo kennslu við Háskóla Íslands í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Nú er Kristinn kominn til Þrándheims í Noregi og stefnir á að klára master í arkitektúr við Norwegian University of Science and Technology, NTNU. Vegna þess náms hverf- ur hann nú frá störfum hjá Morgunblaðinu. Kristinn hóf störf eftir samkeppni sem haldin var á veg- um Morgunblaðsins þegar blaðið skorti teiknara. Hátt í 30 tóku þátt og tveir urðu fyrir valinu, Kristinn og Helgi Sig- urðsson. „Vegna anna óskaði ég eftir að færa mig á Sunnu- dagsblaðið en þá tók Ívar Valgarðsson við mínum virku dögum. Hafa mínar myndir að mestu borist lesendum um helgar. Ég fékk boð um starf á 18 ára afmælisdaginn minn, daginn sem ég fékk rétt til þess að kjósa fulltrúana sem ég átti að fara gera grín að í teikningu. Þetta vissi dómnefnd eða ritstjórn ekki fyrir,“ segir Kristinn. Hann hefur alla tíð haft gaman af menningu og listum. Sótt leikhús mikið og dáðst að myndlist. „Síðan ég man eftir mér hef ég teiknað mikið og oft leikið blýantur um hönd,“ segir Kristinn. „Eins og mörg börn var ég sjónvarps- og teiknimyndasjúkur og útskýrir það eflaust að hluta til áhugann á að gera nú teiknimyndir fyrir fullorðna. Teiknistíll klassískra Disney-mynda hefur alltaf heillað mig og finnst mér gam- an að setja barnalega kómík í myndirnar mínar. Einnig man ég eftir því að hafa skoðað Sigmund oft og reglulega í Morgunblaðinu sem krakki og ekki ósennilegt að það hafi haft sín áhrif.“ Að lokum langar Kristin að þakka lesendum blaðsins ánægjulegar stundir með morgunkaffinu og ritstjórn fyrir það mikla frelsi og traust í starfi sem teiknurum Morg- unblaðsins er sýnt. Gaman að setja barnalega kómík í myndirnar Kristinn Pálsson sem glatt hefur lesendur Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins undanfarin sex ár hefur teiknað sína seinustu skopmynd fyrir blaðið – all- tént í bili. Af því tilefni rifjum við upp fáeinar velvaldar myndir eftir Kristin. Kristinn Pálsson teiknari með eigin augum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.