Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 29
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Þessi forréttur er alltaf á matseðl- inum á Red Rooster. Hver einasti bandaríski gestgjafi kann að útbúa þessi egg sem hér er poppuð upp með ljúffengum árangri. Fyrir 4 EGGIN 12 egg 250 g majónes 1 tsk. cayenne-pipar 2 msk. Dijon-sinnep Salt og pipar Sjóðið eggin í 12 mín. og kælið síð- an alveg í gegn. Skerið hvert egg í sundur á lengdina og takið rauð- una úr. Setjið rauðurnar í mat- vinnsluvél ásamt piparnum, majó- nesinu og sinnepinu. Smakkið til með salti og pipar. Fyllið eggja- hvíturnar með blöndunni. KJÚKLINGASKINNSMAJÓNES 4 steiktir kjúklingaleggir, kjöt og skinn – saxaðir 1 tsk. salt ½ tsk. hvítur pipar 1 kg majónes Blandið öllu saman. Dreifið majó- nesinu á disk og raðið eggjunum ofan á. Skreytið með brauð- mylsnu. Djöflaegg Rauða hanans Ljósmynd/Food Network Marcus Samuels- son hefur gert góða hluti í eld- húsinu sem og í samfélaginu. Udon-þorskurinn minn Samuelsson notar fisk mikið í matargerð sinni, sem hann segir áhrif frá skandinavísku uppeldi sínu. Hér setur hann þorskinn út í grænmetis Udon-súpu, en hann rak einmitt japanskan veit- ingastað, Riingo, áður en hann opnaði Red Rooster. Fyrir 4 Safi úr einni sítrónu Safi úr einni límónu ½ msk. mísó 2 vorlaukar, saxaðir 225 g þorskur, skorinn í 2 cm bita 225 g Udon-núðlur 3 tsk. ólífuolía 1 stilkur sítrónugras, hörð ytri blöð fjarlægð 5 cm engifer, afhýdd og söxuð 2 skalotlaukar, fínt saxaðir 2 rauð chili, söxuð 125 ml sake 1 tsk. sykur 1 þynna kombu-þari 125 ml sojasósa 2 baby bok choy, skorið þunnt á ská 115 g tófú, í kubbum 4 egg 1) Blandið sítrónusafanum, lím- ónusafanum, mísóinu og vor- lauknum saman í skál. Marínerið þorskinn í blöndunni í 30 mín. Sjóðið 12 dl af söltu vatni. Setjið Udon-núðlurnar út í þar til þær eru orðnar mjúkar, í u.þ.b. 4-6 mín. Hellið vatninu af og setjið núðlurnar til hliðar. 2) Hitið 2 msk. olífuolíu í stórum potti yfir meðalhita. Bæt- ið út í sítrónugrasi, engifer, skalot- lauk og chilium og léttsteikið í 2-3 mín. Bætið út í sake, sykri, þara, sojasósu og einum lítra af vatni. Náið upp suðu og lækkið síðan hit- ann og látið krauma í opnum potti í 20 mínútur. Hellið í gegnum fínt sigti og geymið bara soðið sem þið haldið svo áfram að sjóða. Bætið út í það bok choy, maríner- aða þorskinum og núðlunum og sjóðið í um tvær mínútur. Takið af hitanum og bætið tófúinu út í. 3) Hitið 1 msk. ólífuolíu á steikarpönnu yfir meðalhita. Spælið eggin öðru megin í um þrjár mínútur. Hellið soðinu og núðlunum í súpuskálar og setjið eggið ofan á. Ljósmynd/OiMax Í Addis Ababa eru bakaríin full af girnilegum súkkulaðikökum. Samuelsson segir þessa uppskrift innblásna af þeim og kryddbýli sem hann heimsótti á eyjunni Zanzibar þar sem hann smakkaði ferskan kanil í fyrsta sinn. 120 g millidökkt súkkulaði - gróft saxað 340 g ósaltað smjör - skorið í bita 125 ml sterkt kaffi 125 ml dökkt romm 680 g sykur 3 stór egg 680 g hveiti 1 tsk. kanilduft ½ tsk. negulnagladuft 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 125 ml súrmjólk Kanilrjómi 1 tsk. kanilduft 235 ml rjómi 1⁄4 tsk. vanilludropar 2 msk. dökkt romm 1) Hitið ofninn við 175°. Smyrjið tvö 20 cm kringlótt kökuform, sáldrið hveiti yfir og geymið. 2) Bræðið saman súkkulaði og smjör í hitaþolinni skál yfir kraum- andi vatni. Hrærið þar til allt er bráðið og takið af hitanum. Bland- ið kaffinu, romminu og sykrinum út í og hrærið þar til sykurinn hef- ur leyst upp. 3) Færið yfir í stærri skál, hrær- ið eggjunum saman við, svo hveit- inu, kanilnum, negulnöglunum, lyftiduftinu og matarsódanum. Bætið svo súrmjólk og vanillu út í og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman. 4) Hellið deiginu í kökuformin og bakið í um 30 mín. Takið út og kælið í 20 mín., áður en þið takið kökuna úr forminu. 5) Þurrristið kanilinn yfir með- alhita þar til hann tekur að ilma, eða í um 30-60 sek. Takið af hit- anum og kælið. 6) Blandið rjóma og vanillu í skál og þeytið. Blandið kanilnum og rommi varlega saman við þeytta rjómann. Súkkulaðirommkaka með kanilrjóma Ljósmynd/Alpha Þessi nautakjötsréttur er í eþí- ópskum anda, kryddaður með rauðu chili og afrískum kryddum sem við þekkjum vel – og smá rauðvínsslettu til að dýpka bragðið. Réttinn tekur ekki nema 25 mín. að elda og er upp- lagt að bera hann fram með kús- kúsi eða góðu brauði. Fyrir 6 60 ml jarðhnetuolía 340 g þunnt skorinn rauðlaukur 700 g gott nautakjöt – skorið í 2 cm ferninga 1 tsk. salt 1 msk. milt chili-duft 1/2 tsk. kardemommuduft 1/2 tsk. engiferduft 1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar 3 hvítlauksrif – skorin í 4 báta 3 tómatar – saxaðir, eða 500 g saxaðir tómatar í dós 2 jalapeño chili – fínt skorin eftir að fræ hafa verið fjarlægð 125 ml þurrt rauðvín 2 rauðlaukar – sneiddir 175 g jarðhnetur - gróft saxaðar 500 g spínat Blandið þurrkryddum og kjöti saman í skál og blandið vel sam- an. Hitið olíuna á stórri pönnu yfir háum hita. Bætið rauðlauk og hvítlauk á pönnuna, steikið og hrærið stöðugt í um 2 mín. eða þar til laukurinn fer að brúnast á brúnunum. Bætið kjöti og salti út á, steikið og hrærið þar til kjötið er brúnað á öllum hliðum, í um 3 mín. á hvorri hlið. Varið ykkur á hitanum sem getur stig- ið upp af pönnunni. Bætið var- lega við tómötum, jalapeños, jarðhnetum og víni. Látið malla í 1 mín, saltið ef nauðsyn þykir. Setjið spínatið út á og eldið í um 2 mín. eða þar til það er gegn- umsteikt. Saltið. Eþíópískur kjötréttur Ljósmynd/marcussamuelsson.com Það er hipphopp stemning á Street Bird Rotisserie. Ginny’s Supper Club er í stíl þriðja áratugar síðustu aldar. Ljósmynd/hildurl Ljósmynd/hildurl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.