Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 30
Aleinn í auðninni Ljósmyndir/Friðþjófur Högni Stefánsson Þórólfur Jarl Þórólfsson er eini Íslend- ingurinn sem gengið hefur þvert yfir Ísland fjórum sinnum. Það hefur hann gert annað hvert ár síðan 2010; nú síðast í sumar en þá gekk hann einn síns liðs mestalla leiðina, rúmlega 700 kílómetra. Ferðin tók 45 daga. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is lítið sem ekkert um mannaferðir á hálendinu en einnig sé það kostur að missa af Eurovision. Hann hag- aði ferðinni þannig að hann náði að horfa á nánast alla leiki íslenska landsliðsins á EM, enda mikill fót- boltaáhugamaður. En ferðin í ár var mun erfiðari en áður. „Í þessari ferð var ég tveimur vikum á eftir áætlun,“ segir hann en ferðin tók 45 daga. Á göngunni þurfti Þórólfur að bera allar vistir; bakpoka, tjald og þurrmat. Pokinn vó á bilinu 35 til 40 kíló. Í fyrri ferðum hafði hann skipulagt fyrirfram að fá sendar vistir á nokkra staði á leiðinni. „En síðast var eiginlega ekkert svoleið- is. Frá Fljótsdal var ég með allt á mér,“ segir hann en í upphafi voru þeir tveir sem lögðu af stað. Fé- laginn þurfti að hætta göngu eftir átta daga sökum meiðsla. Í krapi upp að mitti Næsta mánuðinn gekk Þórólfur því aleinn. Blaðamaður getur ekki ímyndað sér hvernig það er, sú til- finning. „Það er fínt!“ segir Þór- ólfur. „Ég fæ ekkert leiða á þessu en það var svolítið erfitt núna því færið var svo hrikalega þungt og svo mikill snjór. Það var svo hlýtt að það fraus ekki á nóttunni þannig að maður gat ekki snúið sólar- hringnum við og labbað á nótt- unni,“ segir hann og útskýrir að betra sé að ganga á frosnum næt- ursnjó. „Þá er stífara undir. En það gerðist ekki núna og maður sökk í hverju einasta skrefi. Í krapi upp í mitti, það var frekar þungt.“ Blaðamaður furðar sig á þessu og spyr hvort þetta sé einhvers konar sjálfspíning. „Nei, kannski fyrir suma,“ segir hann brosandi. Spurður um undirbúning segist hann ekki æfa sérstaklega fyrir gönguna. „Ég geri ekkert líkam- lega, horfi bara á fótbolta,“ segir sinnar þegar hann er aleinn í auðn- inni. Þrátt fyrir einveruna leiðist honum aldrei og finnur ekki til hræðslu. Með 40 kíló á bakinu Fyrsti leiðangurinn var farinn árið 2010 en nú eru þeir orðnir fjórir. Þórólfur hefur aldrei gengið sömu leiðina en hann hefur þverað landið frá öllum hornum, svo að segja. Ferðin í sumar var farin frá aust- asta tanga Íslands til hins vestasta. Þórólfur lagði af stað í maí, eins og í fyrri ferðum. Hann segir þá Hann er síðhærður ogskeggjaður og alveg einsog maður gæti ímyndað sér að íslenskur karlmaður líti út sem gerir sér lítið fyrir og gengur yfir Ísland. Maður sem leggur á sig að ganga um ósnortna náttúru, aleinn og yfirgefinn. Einhver sem þarf ekkert pjatt eða prjál. Maður sem stendur af sér veður og vind og veður krap og snjó upp í mitti án þess að væla. Að ögra sjálfum sér Þórólfur Jarl heitir hann og er yfir- vegaður í háttum og hógvær um af- rek sín. Ég spyr hann: af hverju að ganga þvert yfir landið? „Af því bara,“ svarar hann. „Ég er engin sérstök fjallageit, þetta er eiginlega bara áskorun, að ögra sjálfum sér,“ segir hann. Þórólfur nýtur kyrrð- arinnar og fegurðarinnar á hálend- inu. „Það eru engin ummerki eftir manninn neins staðar. Það er svo fallegt. Og þessi tilfinning að vera aleinn, að vera fyrsta manneskjan sem hefur nokkurn tímann gengið þarna. Það er geggjað,“ segir Þór- ólfur sem segist finna til smæðar hann kíminn. „Pokinn léttist eftir því sem maður gengur lengra. Það tekur svona viku, tíu daga að detta inn í gönguform,“ segir Þórólfur sem er með sterkt bak. Hann gengur alltaf með göngustafi. „Það „lúkkar“ ekkert rosa vel en tekur þyngdina af.“ Leið næstum yfir mömmu Baðmál ber á góma. Þórólfur segir hvergi hægt að komast í bað á leið- inni. „Ég fór í fótabað í Laugafelli. Það er fullt af laugum á leiðinni en þær eru aldrei á leiðinni minni,“ segir hann. „Þegar ég kemst niður á malbik kemst ég í sturtu. En lyktin er ekki mjög góð. Maður hættir sjálfur að finna hana eftir nokkra daga, það er mjög jákvætt,“ segir Þórólfur. „Mamma og pabbi komu og hittu mig þegar ég kom niður í Hrútafjörð. Það leið næst- um yfir mömmu, það var svo vond lykt af mér. Þá var ég rekinn í sturtu,“ segir hann brosandi. Vöðlur í átján daga Þórólfur hefur lært ýmislegt nyt- samlegt á fyrri ferðum sínum yfir landið og gengur nú gjarnan í vöðl- um. „Ég var í þeim í átján daga í röð. Það er svo blautt. Í fyrstu ferðinni vissum við ekkert hvað við vorum að gera og fórum alltaf úr skóm, sokkum og buxum og óðum ísköld vöð. En nú tek ég bara vöðl- ur með og get þá farið beint af augum,“ segir hann. Þess má geta að þegar hann er í vöðlunum geng- ur hann í Converse-strigaskóm. Spurður hvers vegna í ósköpunum svarar hann: „Það er bara svo töff. Alveg eins og ég fer alltaf í skyrtu og bindi á föstudögum.“ Holuhraun seinfarið Leiðin lá oft beint yfir jökla og grýtt hraun. Hætturnar eru víða; bæði geta veður verið válynd og Þórólfur Jarl þekkir lík- lega hálendið betur en flestir. Enginn annar Ís- lendingur hefur gengið fjórum sinnum yfir landið en ný leið var valin í hvert skipti. HEILSA Talið er að 0,2% barna á Íslandi séu með bráðaofnæmi fyrir jarð-hnetum. Mikilvægt er að allir sem umgangast barnið sniðgangi hnetur að öllu leyti. Minnsta snerting við hnetur getur endað í ofnæmislosti. Bráðaofnæmi fyrir hnetum 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 SILKIMJÚKAR hendur SJÁ ÚTSÖLUSTAÐI Á WWW.HEGGIS.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.