Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 34
FERÐALÖG Öryggisgæsla er enn með mesta móti í París eftirhryðjuverkin síðustu mánuði, eins og sjá mátti þegar kaþólikkar gengu fylktu liði um borgina í vikunni. Ennþá stíf gæsla 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 Ungverjaland er svipað aðstærð og Ísland eða 93.000km2. Íbúafjöldi er þó nokk- uð meiri, eða um 10 milljónir íbúa. Ungverjar urðu aðilar að Evrópu- sambandinu árið 2004, en notast ennþá við eigin mynt, florinta. Dóná skiptir landinu og höfuðborg- inni í tvo hluta. Af 2.850 langri ánni renna 417 km um Ungverjaland. Vestari hluti höfuðborgarinnar kall- ast Búda, en austari hlutinn Pest og af því dregur borgin nafn sitt, Búdapest. Austari hluta landsins má einnig skipta í tvennt eftir farvegi árinnar Tisza. Hún á upptök sín í Úkraínu, en í Ungverjalandi liggja um 596 km af 965 km langri ánni, sem sameinast Dóná áður en hún renn- ur í Svartahafið. Báðar þessar ár hafa skipt miklu máli í lífi og sam- göngum Ungverja í gegnum tíðina. Ungverjar eiga ekki landamæri að sjó heldur umlykja landið sjö önnur ríki. Bæði Dóná og Tisza eru skip- gengar og hefur það skipt sköpum á tímum þegar flutningar á sjó voru auðveldustu flutningaleiðir sem þekktust. Um austurslétturnar rennur fjöldi annarra áa, lækja og fljóta. Landið er mjög flatlent, hæðarmunur á lægsta og hæsta punkti er innan við einn kílómetri, en hæsta fjall landsins er Kékes norðarlega í landinu, eilítið hærra en Esjan okkar eða 1.014 metra hátt. Saga ábúðar á þessum frjósömu svæðum er löng, en Ungverjar líta svo á að þeir hafi numið landið um árið 895 með komu Árpád og hans manna. Konungsríkið Ungverjaland var svo stofnað um árið 1.000, sem kristið kaþólskt ríki, viðurkennt af páfanum í Róm. Síðan þá hefur saga þess verið róstusöm, eins og saga margra Evrópuríkja. Tímabil hafa einkennst af byltingum, stríð- um og sögulegum stórviðburðum auk tímabila þar sem lönd hafa unnist og tapast. Saga Ungverja- lands er því saga mikilla átaka og segja Ungverjar sjálfir að þeir beri þess merki, sem tilfinningaríkir skapmenn, þó að ferðalangur hitti enga nema ljúflinga á ferð sinni um landið. Morgunblaðið/Sölvi Tilfinningarík- ir skapmenn Íslendingum sem ferðast til Ungverjalands hefur fjölgað. Ræður þar mestu að nú er reglulega hægt að fljúga þangað beint frá Íslandi, til dæmis með flugfélaginu Wizz air, til Búdapest. Sölvi Ólafsson solvi@mbl.is Götumynd frá Besenyszög, þorpi með um 3.000 íbúa. Ungmenni frá Besenyszög sýna þjóðdansa á bæjarhátíð. Hátíðir Eitt af því sem ferðamaður þarf að kanna við heimsókn er hvort einhver af bæjum Ungverjalands er með útihátíð eða festi- val. Þetta eru yfirleitt samkomur sem miðaðar eru við áhuga heimamanna og er því líklega besta tækifærið til að kynnast alþýðumenningu þeirra. Á vegi ferða- langs var hátíð í bænum Besenyszög, sem er þorp með rúmlega 3.000 íbúa. Þar voru eldri kynslóðir að kenna yngri hand- verk fyrri tíma. Unnið var úr tré, ull, leðri, leir og fleiru. Á hátíðinni sýndu börn og fullorðnir dansa sveitar sinnar og þjóðar. Einnig fékk ferðalangur að borða mat sem eldaður var yfir eldi, allt að forn- um og nýjum hætti heimamanna. Og allir eru þátttakendur, meira að segja ferða- maður varð að láta sig hafa það að reyna að dansa með heimamönnum og það er erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Þekktasti matur Ungverjalands er án efa ungversk gúllassúpa. Á árum áður þegar smalar fóru um slétturnar var hentugt að kveikja eld, hengja upp pott og elda súpur úr kjöti og bragðmiklu kryddi eins og papriku. Grunnhráefnin í súpuna eru kjöt (má vera nauta-, kálfa-, svína- eða lambakjöt), salt, olía, paprika og vatn sem sett er í pott og allt látið krauma. Síðan hefur súpugerðarmaðurinn bætt við öllu mögulegu sem hann hefur haft við hönd- ina, hvítlauk, kúmeni, grænmeti, selleríi, kart- öflum, tómötum og allskyns kryddi að eigin smekk. Í síðari tíð jafnvel hvítvíni eða rauðvíni og allskonar jukki úr dósum eða túpum, auk ýmissa tegunda af pasta. Mikilvægt er að sjóða súpuna lengi, í það minnsta eina og hálfa klukkustund. Ungverjar halda því fram að melóna sú sem þeir rækta sé sú besta í heimi. Ég hef ekki vit á því, en góð er hún, hafði ekki smakkað aðra betri. Við alla vegkanta í sveitunum eru markaðir með ýmiskon- ar grænmeti og melónur til sölu. Pylsugerðarmenn eru Ungverjar miklir og í hverri sveit framleiða þeir ýmsar tegundir af ostum, bæði reykta og blandaða kryddi, einkum papriku. Það má reyndar segja að paprika sé þjóðarkrydd Ungverja. Hún er til í ýmsum útgáfum, m.a. sæt, reykt og sterk. Þegar Ungverjar koma saman eru gjarnan eldaðar kraft- miklar kjötsúpur undir berum himni, við opinn eld. Matur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.