Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 35
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Í suðurhluta landsins er Ópusztaszer-
þjóðgarðurinn. Garðurinn er umgjörð
um sögu og minningar Ungverja, en í
Ópusztaszer er talið að sé vagga
byggðar Ungverjalands. Þar settu
höfðinginn Árpád og hans menn nið-
ur tjöld sín árið 896 og settu saman
lög fyrir þetta nýja land. Þjóðgarður
þessi minnir um margt á stað sem
sameinar Árbæjarsafn, Þjóðminja-
safnið og Þingvelli. Þarna koma Ung-
verjar með nesti og teppi og njóta úti-
veru, börn leika sér, kynnast gömlu
handverki og rifja upp sögu sína,
menningu og hefðir.
Í aðalbyggingu garðsins er m.a.
fræg panoramamynd eftir Árpád
Feszty (en hann og höfðinginn Árpád
eru nafnar). Myndin sýnir þá sögu-
legu tíma þegar þjóðflokkur Árpád
settist að í Ungverjalandi. Á mynd-
inni situr Árpád hvítan hest sinn og
horfir yfir þá velli sem hann átti eftir
að velja sér til búsetu, ásamt mönn-
um sínum, eftir margra ára flakk
miklu austar. Myndin sýnir viðburði
úr lífshlaupi Ungverja á þeim tíma,
stríðsmanna, kvenna og barna. Lista-
verkið heitir einfaldlega „Koma Ung-
verjanna“ og er málað í hring sem er
38 metrar í þvermál. Áhorfendur
ganga í hring um listaverkið að innan
og hlusta um leið á umhverfishljóð,
tónlist og skýringar. Fyrir framan
málverkið eru smíðaðir ýmsir hlutir
og verkfæri frumbyggjanna sem gefa
áhorfanda tilfinningu fyrir þrívídd.
Myndin er 15 metra há, 120 metra
löng og er stærsta verk frá róm-
antíska tímabilinu í Ungverjalandi.
Hún var fyrst sýnd árið 1894 í Búda-
pest þegar Ungverjar héldu upp á
1.000 ára byggð í landinu.
Í þjóðgarðinum fræðast ferðamenn
einnig um lifnaðarhætti hirðingja
ungverskra ættkvísla. Þar er m.a. úti-
safn sem lýsir lífi og byggingum
bænda og bæja í Suður-Ungverja-
landi á ýmsum tímum. Þannig geta
gestir séð útlit húsa á fyrri tímum
ásamt því hvernig umhorfs var inn-
anstokks.
Í söguþjóðgarðinum Ópusztaszer fá ungmenni undirstöðuþjálfun að skjóta af boga.
Söguþjóðgarðurinn
Það þarf ekki mikið til að halda til fiskveiða í Ungverja-
landi. Yfirleitt bara veiðistöng og agn, hvort sem það er
beita eða fluga, og veiðileyfi sem yfirleitt er auðvelt að
verða sér úti um. Þar sem veiðimenn eru við árbakka er
eins og tíminn standi kyrr. Þeir hvíla afslappaðir við
vatnsbakkann, vopnaðir tólum sínum og láta eins og
heimsins skarkali komi þeim ekki við. Um alla ung-
versku sléttuna er fjöldi áa, lækja og vatna sem geyma
fisk. Það er auðvelt að komast í veiðar á stöng og algengt
til sveita. Það er svo annað mál hvort lónbúinn er tilbú-
inn að taka þátt í leiknum, það er eins og víðar. Vatnið
geymir ýmsar tegundir af fiskum, bæði stórum og
smáum, þó ekki rekumst við á lax eða silung.
Veiðimenn á sléttum Ungverjalands hafa ekki alltaf verið
eins afslappaðir og þessi sem hefur kastað fyrir fisk og
virðist vera í öðrum heimi.
Kastað fyrir fisk
Ungverjar sem vilja fara í frí og
komast í náið samband við náttúru
í friðsælu umhverfi fara margir að
Tisza-vatni.Vatnið er uppistöðulón,
sem sér raforkuverinu við borgina
Kisköre fyrir hráefni, en þar var
byggð stífla árið 1973.
Á árbakkanum við grunnt vatnið
er fyrirtaks aðstaða til að stunda
sólböð á meðan börnin leika sér.
Hægt er að leigja þar báta, með og
án mótors, auk þess fara á sjóskíði
og veiða í vatninu svo fátt eitt sé
nefnt.Vegna vinsælda svæðisins
meðal Ungverja er auðvelt að
verða sér úti um gistingu við vatn-
ið. Við vatnið er m.a. borgin Po-
roszló. Þar er yndislegt að heim-
sækja dýra- og skemmtigarðinn. Í
þessum 7 hektara garði finna börn
og fullorðnir fjölmargt við sitt hæfi.
Þar er m.a. að finna stærsta fersk-
vatnsfiskabúr í Evrópu. Einnig er
þar að finna ýmis dýr sem eru okkur
Íslendingum ekki kunnug, eins og
pelikana, storka, skjaldbökur og dá-
dýr svo fátt eitt sé talið. Auk þess
sem börn á öllum aldri fá útrás fyrir
hreyfingu og fjör á leikvöllum og í
litlum grunnum tjörnum garðsins.
Í skemmtigarðinum við Poroszló gefst ferðalöngum möguleiki á því að fara um
á litlum flekum í grunnum tjörnum.
Tisza-vatnið
Það er varla hægt að hugsa sér hentugri stað fyrir
óvana að hjóla á en sléttur Ungverjalands. Hjól-
reiðar þar eru fullkomið sport. Víða er hægt að
leigja hjól og sléttlendið sér til þess að þetta er
auðvelt. Það eru yfir 2.000 km af merktum hjóla-
leiðum í Ungverjalandi og skipulag allt til fyrir-
myndar. Til dæmis hafa Ungverjar klárað að leggja
malbik á hjólreiðabrautir á þeim stöðum sem eru í
EuroVelo-reiðhjólabrautanetinu sem skipulagt er
af evrópskum hjólreiðasamtökum. Það net liggur
um alla Evrópu. Í gegnum Ungverjaland liggja
EuroVelo-leiðir 13 og 11, auk þess sem leið 6 liggur
meðfram landamærunum austanmegin, á leið
sem kölluð er Járntjaldsleiðin. Öll leið 13, sem er
10.400 km leið, liggur frá Norður-Noregi til
Aþenu. Hluti af leiðinni liggur þvert í gegnum Ung-
verjaland, frá borginni Tornyosnémeti til Szeged.
Á þeirri leið er m.a. viðkoma í vínhéraðinu Tokaj,
borginni Szolnok og meðfram Tisza-vatni svo
nokkrir viðkomustaðir séu nefndir. Sú hjólaferð
gefur ferðalangi kost á að njóta alls hins besta sem
Um allt Ungverjaland hjóla ungir og aldnir og má með
réttu kalla landið hjólreiðaparadís.
Á ferð á reiðhjóli
Ungverjaland hefur að bjóða bæði í útsýni og í
samskiptum við heimamenn. Víða í Ungverjalandi
sjást ungir og aldnir á hjólum og virtist þetta vera
algengasti ferðamátinn í minni þorpum. Ekki spill-
ir fyrir að veður er yfirleitt gott.
Norður-Ungverjaland býður upp á
fjölbreyttasta vínsvæði Ungverja-
lands. Þar má finna upprunastað
hinna frægu, sætu Tyjoka-eftirrétta-
vína. Um þau sagði Lúðvík 14.
Frakklandskonungur að þau „væru
fyrir kónga og væru kóngar meðal
vína“. Þar eru einnig vínhéruðin
Matra, Bukk og Eger. Eger hefur
einkarétt á framleiðslu á hinu svokall-
aða Egri Bikavér, sem er sögufrægt
rauðvín framleitt við ströng skilyrði
um ávöxt, jarðveg og meðhöndlun. Í
Eger er einnig framleiddur urmull
annarra léttra vína auk að sjálfsögðu
hins fræga hratvíns Ungverja,
Pálynka, sem drekka þarf í hófi eins
og annað vín, ef ekki á illa að fara.
Góð leið til að kynnast víngerð
Eger er að heimsækja vínkjallara í
Szépasszony Völgy (Dal fögru
kvennanna). Þar hafa vínbændur
komið upp miðstöð þar sem þeir
kynna vín sín og selja, auk þess sem
þar er hægt að gæða sér á ungversk-
um mat.
Þetta minnismerki um glaðlega
sveitastúlku dansandi á vínberjum
tekur á móti ferðamönnum í Eger.
Vínhéraðið Eger
Flestir ferðamenn hafa eitthvað af höfuðborginni að
segja, sem á sér einstaka sögu og er ægifögur. Þó eru
margir aðrir spennandi staðir í Ungverjalandi sem hægt
er að skoða og njóta. Það getur verið í dagsferðum frá
Búdapest eða, ef ferðamenn kjósa, að leggja land undir
fót og verja hluta af tíma sínum í að skoða og dvelja í öðr-
um hlutum landsins. Ef stefnan er tekin á austari hluta
landsins munu ferðalangar upplifa Ungverjaland sem er
að breytast mikið, en sá hluti er einkum byggður bænd-
um sem eru að þróa búskaparhætti sína hratt í átt til
aukinnar framleiðni. Þéttbýliskjarnar austan megin í
landinu eru ekki mjög fjölmennir, sá langstærsti um 200
þúsund íbúar, samanborið við 1,7 milljónir íbúa Búda-
pest. Það sem einkum ber fyrir augu í Austur-Ungverja-
landi eru bændur og ræktarlönd þeirra auk fjölda smá-
bæja.
Ferðamaður á slíkri ferð má ekki búast við því að
heimamenn eigi von á honum, hann þarf að bera sig eftir
björginni, því að íbúarnir eru ekki vanir að taka við
ókunnugum ferðamönnum. Því þó austanmenn séu að
byggja upp þjónustu við ferðalanga þá er töluvert í það
að hún sé orðin eins og við eigum að venjast á algengum
ferðamannastöðum í Vestur-Evrópu. Framandi vegfar-
andi þarf t.d. að vera undir það búinn að heimamenn séu
ekki enskumælandi. Það þarf oft að bjarga sér á ein-
hverju táknmáli, en líka geta innfæddir unglingar, sem
oft eru nokkuð sleipir í ensku, bjargað málum. Það er
reyndar hægt að líta svo á að það sé einn af þeim kostum
við að heimsækja Austur-Ungverjaland nú um stundir
að ferðamenn frá Vestur-Evrópu eru ekki algengir. Það
er eitthvað um að fólk frá nágrannalöndum þeirra heim-
sæki þá, en það er þá einkum í stærstu þorpunum, þar
sem kominn er vísir að afþreyingu fyrir ferðamenn. En
fleiri kostir eru við ferðalög til Ungverjalands. Sam-
göngur eru góðar, verðlag lágt og landslag ólíkt því sem
við eigum að venjast. Þar að auki kynnast ferðamenn
daglegu lífi í Ungverjalandi, sem tekur ekki mið af því að
þeir séu að bregðast sérstaklega við komu ferðamanna.
Heimsókn til austari hluta Ungverjalands er því kjörið
tækifæri til að heimsækja fyrrverandi austantjaldsland
og eiga möguleika á að sjá leifar af þeirri menningu, sið-
um og búskaparháttum sem einkenndu þann tíma sem
virðist vera að líða undir lok.
Austari hluti Ungverjalands
Rúmenía
Eger
Dóná
Tijza vatn
Besenyszög
ÓpusztaszerUngverjaland
Budapest
Slóvakía