Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
Á
byrgð er litríkt hug-
tak og traustvekj-
andi. Það birtist
mönnum víða í til-
verunni. Það er
óneitanlega sölu-
vænt ef vara er sögð í ábyrgð, stundum í
6 mánuði, sem er lagaskyldan, en oft í
mun lengri tíma og stundum fylgir eins
konar lífstíðarábyrgð vöru. Ástæðulaust
er að gefa sér að söluvæna yfirlýsingin
sú sé ekki alltaf gefin í góðri trú.
Ábyrgðir í ýmsum stærðum
Ábyrgð er vissulega oftast takmörkuð,
meðal annars til að forðast misnotkun.
En stundum er þó meiri örðugleikum
háð að fullnusta ábyrgð en ætla mætti af
auglýsingum. Og kunna menn, sem
stundum heita almenningur, stundum
kjósendur, stundum skattgreiðendur,
en í þessu tilviki neytendur, ýmsar sög-
ur um það.
Stórfyrirtæki lifa á því að selja mönn-
um ábyrgð. Sá sem kaupir er oftast í
góðu bandalagi við þann sem ábyrgðina
selur að því leyti til, að báðum hentar að
á þá ábyrgð reyni aldrei. Margar sögur
hafa verið sagðar af smáaletursraunum
þeirra sem leita fullnustu ábyrgðar.
Þær kunna að vera ýktar, enda víst að
fái fyrirtæki í tjónavernd þá ímynd að
vera þunglamalegt við fullnustu ábyrgð-
ar, fælir það frá sér viðskipti. En sjálf-
sagt er að greiða ekki meira fyrir tjón
en ber. Það er því arðvænlegur kækur
að lesa smáaletrið betur en aðra texta.
Svo er það hin
En það er til margvísleg önnur ábyrgð
en sú, sem lesa má út úr skilmálum í
mismunandi textastærð. Ein slík er
stjórnmálaleg ábyrgð. Fréttamenn
spyrja stjórnmálamenn iðulega, hvort
þeir axli ábyrgð á ákvörðun sem reynd-
ist ekki farsæl, þegar upp var staðið.
Nútímastjórnmálamaður segist oftast
axla fulla ábyrgð á sinni ákvörðun. Sé
fréttamaðurinn á bandi stjórnmála-
mannsins, t.d. í SFS (Sambandi frétta-
manna og Samfylkingu) þá lætur hann
eins og málið sé leyst. Hafi hann horn í
síðu viðmælanda, þá spyr hann, jafnvel
með þjósti, hvenær vænta megi afsagn-
ar. Oft er full ástæða til þess að spyrja
slíks og fylgja fast á eftir. Ekki síst, ef
augljóst er að ákvörðun, sem svo illa fór,
var vanbúin, tekin gegn betri vitund eða
stangast á við lög eða góða stjórn-
sýsluhætti. En í flestum tilvikum er
stjórnmálamaðurinn ekki með það svar í
huga. Hann segist axla pólitíska ábyrgð
á verkinu og meinar þá að hann eigi
ábyrgðina við kjósendur þegar sá tími
kemur. Í sérlega vondum tilvikum getur
pólitísk ábyrgð leitt til afsagnar. Sömu
lögmál ættu að ná til fréttamanna, en
gera það ekki. Ekki er vitað til þess að
einstök framganga fréttamanna Rík-
isútvarpsins í Icesave-málum eða aðild
sömu stofnunar að fyrirsát gegn for-
sætisráðherra, hafi verið rannsökuð af
stjórn eða yfirvöldum þeirrar stofnunar.
Ábyrgð ríkisstjórna
Úr tíð síðustu ríkisstjórnar mætti nefna
fjölda tilvika sem ættu að hafa leitt til
þess að hún axlaði ábyrgð með sjáan-
legum hætti. Af handahófi mætti nefna
niðurstöðu Landsdóms í máli gegn Geir
H. Haarde. Sá málatilbúnaður rann út í
sandinn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur stóð í brúnni þegar ákvörðun
um það einstæða réttarhald var tekin og
hún rak trippin. Þótt formlega ákvörð-
unin væri tekin á Alþingi vissi hvert
mannsbarn hvar stjórnmálalega
ábyrgðin var. Ríkisstjórninni var því
rétt að segja af sér þegar hún stóð uppi
með landsdómsmálið sem rjúkandi rúst.
Þegar gerður var samningur um Ice-
save, sem vitað var að ekki var meiri-
hluti fyrir og með honum lögð ógn-
arábyrgð á almenning á verkum sem
voru honum óviðkomandi, var um brot
að ræða sem áttu undir Landsdóm með
margfalt augljósari hætti en málið sem
var rekið gegn Geir Haarde.
Þegar ríkisstjórninni var ljóst að hún
naut ekki lengur starfshæfs meirihluta
bar henni að gera forseta Íslands grein
fyrir þeirri stöðu sem upp var komin.
Hún gegndi ekki þeirri skyldu. Hefði
ríkisstjórnin sýnt manndóm við þær að-
stæður og rofið þing og gengið til kosn-
inga er líklegt að hún hefði komið betur
frá þeim en síðar varð.
Þegar Hæstiréttur ógilti með sam-
hjóða atkvæðum kosningu um Stjórn-
lagaráð kom fleira til álita en að sá ráð-
herra sem í hlut átti íhugaði stöðu sína.
Annaðhvort varð að kjósa á nýjan leik
með boðlegum hætti eða hætta við hina
óskiljanlegu árás á stjórnarskrá lands-
ins. Ekkert af þessu gerðist. Fáránleg-
asta niðurstaðan var fundin. Ákveðið
var að láta eins og Hæstiréttur Íslands
hefði alls ekki kveðið upp dóm sinn. Sú
ákvörðun var augljóslega til þess fallin
að grafa undan stjórnskipun landsins.
Furðulegt ferli um aðild Íslands að
Evrópusambandinu strandaði árið 2011.
Nú er almenningi orðið ljóst að utanrík-
isráðherra og þar með ríkisstjórn lands-
ins var kunnugt um hvernig komið var.
Enda hvernig mátti annað vera? En
augljóslega var ákveðið að halda þessari
mikilvægu staðreynd leyndri fyrir þingi
og þjóð. Utanríkismálanefnd þingsins
var ekki látin vita hvernig komið væri,
sem þó er lagaskylda. Þetta var lang-
stærsta alþjóðamál sem beintengt var
Íslandi, ekki aðeins á því kjörtímabili
sem um ræðir heldur um langt árabil.
Það eykur enn alvöru þess og ábyrgð að
standa að málinu með þessum óboðlega
hætti. En enginn axlaði ábyrgð á mál-
inu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
gekkst upp í margvíslegri sýnd-
armennsku. Hún setti sjálfri sér siða-
reglur. Þær breyttu engu um einstaka
framgöngu hennar, sem nefna mætti
fjölmörg önnur dæmi um. Ekkert er
hallærislegra en ríkisstjórn sem setur
sér „siðareglur“ en áskilur sér um leið
rétt til þess að fara hvorki að stjórn-
arskrá landsins né öðrum stjórnlögum
ríkisins.
Faglegt og fræðilegt
En það eru fleiri til sem telja sig und-
anþegna ábyrgð á því sem þeir hafa
fram að færa. Þar eru til að mynda þeir
sem síst skyldu, „fræðimennirnir“. Þeir,
í þeim hópi, sem veifa fræðimennsku
sinni í þágu stjórnmálalegs málstaðar
og halda slíkum háttum áfram þótt ekki
standi ekki steinn yfir steini.
Þeir, sem muna lengst fram, gætu
rifjað upp ummæli fræðimanna sem
skreyttu sig með gráðum og titlum og
birtu fullyrðingar um hvað myndi ger-
ast yrði Ráðhús byggt við Tjörnina.
Fuglalíf yrði í stórhættu. Ráðhúsið átti
ýmist að sökkva eða fljóta upp. Umferð-
arsérfræðingar reiknuðu út að bygging
ráðhúss myndi leiða til öngþveitis í mið-
borginni. Allt þetta og margt annað
sömu ættar reyndist endileysan ein.
Enginn fræðimannanna baðst afsök-
unnar eða sagði stöðu sinni lausri. Eng-
inn yfirmaður eða samstarfsmaður
krafðist skýringar.
Allir muna enn fræðimennina og Ice-
save. Efnahagsstofnanir og aðilar vinnu-
markaðar urðu sér til minnkunar. Og sá
stóri hópur fræðimanna, sem tók virk-
astan þátt í hræðsluáróðrinum, lætur
enn eins og ekkert sé athugavert við
framgöngu hans.
Ekki kemur verulega á óvart, þótt
þeir geri það. Fræðaheiður þeirra vex
ekki við það. En þeir um það. En stofn-
anirnar, sem leituðu eftir spám þeirra af
því að þeir væru „hlutlausir fræðimenn,“
halda áfram að banka á sömu dyr, eins
og þar fyrir innan séu marktækir menn.
Það segir allt um það, með hvaða hug-
arfari þeir ganga sjálfir að verki.
Bretar leggja á mat
The Guardian er þekktur fjölmiðill í
Bretlandi. Hann leikur ekki tveim
skjöldum um sína afstöðu. Hann er
vinstrisinnaður fjölmiðill, sem und-
antekningarlítið styður Verkamanna-
flokkinn. Ekki fór á milli mála að Gu-
ardian var á móti því að Bretar gengju
úr ESB. En blaðið lætur það ekki
stoppa sig í að gera athugun á því,
hvernig hræðsluáróðurinn um Brexit
hafi staðist. Nú eru tæpir tveir mánuðir
frá ákvörðun um útgöngu. Athugunin er
gerð málefnalega og aðrir fjölmiðlar
gera áþekkar athuganir.
Auðvitað gætu menn, sem ríghalda í
hrakspárnar, sagt sem svo að Bretar
Upplýstir menn
liggja út og suður
Reykjavíkurbréf19.08.16