Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 1 6
Stofnað 1913 198. tölublað 104. árgangur
AUÐVELT AÐ
VAXA, EFIÐARA
AÐ HAGNAST RÝNDU Í SJÁLFSMYNDINA
JÓHANNES HAUKUR
LEIKUR Í MYNDINNI
ÉG MAN ÞIG
UNGMENNI HITTUST Í ÞÝSKALANDI 12 15 PRUFUR FYRIR 1 HLUTVERK 30VIÐSKIPTAMOGGINN
Jóhannes Tómasson
Bogi Þór Arason
Að minnsta kosti 159 fórust og hátt í 400 eru
slasaðir eftir kraftmikinn jarðskjálfta sem reið
yfir fjallabæi á Mið-Ítalíu í fyrrinótt. Óttast er
að manntjónið geti verið enn meira því margra
var enn saknað í gær. „Þetta eru ekki lokatöl-
ur,“ sagði forsætisráðherra Ítalíu þegar hann
greindi frá fjölda dauðsfalla.
Margir hinna látnu voru í bæjunum Accu-
moli og Amatrice. Bæjarstjóri Amatrice segir að
aðeins fjórðungur bæjarins standi enn. Að sögn
bæjarstjóra Accumoli er ekki lengur hægt að
búa í neinu af húsum bæjarins. Jarðskjálftinn er
einn sá mannskæðasti í sögu Ítalíu, en margir
jarðskjálftar hafa riðið yfir í landinu. Árið 2009
fórust 309 manns þegar jarðskjálfti gekk yfir
Mið-Ítalíu og misstu um 65 þúsund manns heim-
ili sín.
Grófu með berum höndum í húsarústum
Sjálfboðaliðar hófu björgunarstörf skömmu
eftir skjálftann og íbúar grófu með berum hönd-
um í húsarústum í örvæntingarfullri leit að ætt-
ingjum.
Alþjóðlegar björgunarsveitir voru þó ekki
kallaðar til aðstoðar og segir Friðfinnur Fr.
Guðmundsson, sem situr í framkvæmdastjórn
Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, að Ítalir
séu vel í stakk búnir til að takast á við afleið-
ingar jarðskjálfta. „Þeir eru með mjög góðar al-
mannavarnir. Helsta vandamálið var að komast
á staðinn og um bæina út af braki sem hafði fall-
ið á vegina,“ segir Friðfinnur.
Engar upplýsingar hafa borist um að Ís-
lendingar hafi slasast í jarðskjálftanum, en
Amatrice er þekktur ferðamannabær og vinsæll
áfangastaður íbúa Rómar. Margir gestir voru í
bænum þegar jarðskjálftinn varð.
AFP
Eyðilegging Konur gráta fyrir framan rústir á götum bæjarins Illica, sem er nálægt Accumoli, eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir landið í fyrrinótt.
Vel á annað hundrað látnir
og mikil eyðilegging á Ítalíu
Smábæir gereyðilögðust í jarðskjálfta Reið yfir mikið jarðskjálftasvæði
MLeit að fólki í húsarústum »16-17
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Viðræður Kaupþings og hóps lífeyr-
issjóða um möguleg kaup hinna síð-
arnefndu á umtalsverðum hlut í Ar-
ion banka kunna að hafa runnið út í
sandinn samhliða því að nýir stjórn-
endur komu að borðinu hjá Kaup-
þingi. Þannig eru engar viðræður
milli aðila í farvatninu þrátt fyrir að
formleg samtöl um mögulega að-
komu lífeyrissjóðanna að bankanum
hafi hafist undir lok síðasta árs.
Samkvæmt samkomulagi sem
Kaupþing gerði við ríkissjóð í
tengslum við samþykkt nauðasamn-
ings félagsins skuldbindur það sig til
að selja hlutinn fyrir árslok 2018. Að
öðrum kosti mun ríkissjóður leysa
bankann til sín og eigendur Kaup-
þings um leið verða af verulegum
upphæðum sem þeir fengju í sinn
hlut við sölu á bankanum.
Forsvarsmenn Kaupþings verjast
allra frétta af því hvernig þeir hygg-
ist losa um hlutinn innan þess tíma-
frests sem gefinn hefur verið.
Bakslag komið í bankasölu
Kaupþing hefur nú ríflega tvö ár til að losa um 87% hlut sinn í Arion banka
Ný yfirstjórn hjá Kaupþingi breytti taktinum í viðræðum við lífeyrissjóðina
MViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Júlíus
Sala Kaupþing á 87% hlut í Arion.
Embætti umboðs-
manns skuldara
hefur nú lokið rétt
rúmlega þrjú þús-
und samningum
um greiðsluaðlög-
un frá því það var
stofnað í ágúst ár-
ið 2010. Áætla má
að eftirgjöf óveðtryggðra krafna nemi
um 23,5 milljörðum á þessum sex ár-
um.
Umsóknum hjá umboðsmanni
skuldara hefur fjölgað það sem af er
ári, eftir að hafa fækkað síðustu ár.
Alls barst embættinu 191 umsókn á
fyrstu sex mánuðum þessa árs, en 127
bárust á sama tímabili í fyrra.
„Við höfum orðið vör við fjölgun
umsækjenda sem búa í leiguhúsnæði
og þá hefur fjölgað í hópi umsækjenda
á aldrinum 18 til 39 ára. Húsnæðis-
kostnaður er að sliga fólk, hvort sem
það eru greiðslur leigu eða af veð-
skuldum,“ segir Ásta Sigrún Helga-
dóttir, umboðsmaður skuldara. »4
Eftirgjöf
um 23,5
milljarðar
Símaleikurinn
Pokémon go hef-
ur orðið til þess
að auka hreyf-
ingu margra.
Magnús Valur
Hermannsson
pokémon-meist-
ari segir að hann
hafi lesið fjölda færslna á erlendum
pokémon-spjallsíðum frá fólki í of-
þyngd sem fékk aukahvatningu til
að fara út og hreyfa sig með leikn-
um. Þá hafi leikurinn aukið hans
eigin hreyfingu. Engar rannsóknir
hafa enn verið gerðar á áhrifum
leiksins á hreyfingu en að sögn
Gígju Gunnarsdóttur, verkefna-
stjóra hreyfingar hjá landlækni, er
mjög jákvætt ef þeir sem eru ann-
ars fastir inni í tölvunni fara út og
hreyfa sig. »6
Jákvæð áhrif Poké-
mon go á hreyfingu
Illugi Gunnars-
son menntamála-
ráðherra segist
m.a. hafa séð
tækifæri til að
styrkja Háskól-
ann á Akureyri,
þegar samið var
við skólann um
lögreglunám.
Jón Atli Bene-
diktsson, rektor
Háskóla Íslands, bendir á að í aug-
lýsingu ráðuneytisins um lögreglu-
námið hafi ekki verið getið um fjar-
nám en af tilkynningu ráðu-
neytisins megi ráða að möguleikinn
á að stunda fjarnám við HA hafi
vegið þungt í ákvörðun ráðherra.
»4
Tækifæri til að
styrkja HA
Lögreglunám
Verður á Akureyri.