Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
FIMMTA BÓKIN
UM MALIN FORS
„Kallentoft skrifar svo vel
aðmargir af kollegum
hans líta út eins og
viðvaningar.“
AFTONBLADET
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sprengingum í jarðgöngunum um
Húsavíkurhöfða lauk í gær með því
að norski gangaflokkurinn „sló í
gegn“ og göngin opnuðust inn í
Laugardal sem er sunnan við iðn-
aðarsvæðið á Bakka. Vinna við
göngin, veginn og tilheyrandi
breytingar við höfnina heldur
áfram enda eru verkskil ekki fyrr
en að ári.
Fyrstu sprengingar í Húsavík-
urhöfðagöngum voru 10. mars á
þessu ári þannig að gröfturinn hef-
ur tekið rúmlega fimm mánuði.
Stefán Sigurðsson, verkefnisstjóri
hjá LNS Sögu, segir að það sé
samkvæmt áætlun. Þykir það gott
því ýmislegt getur komið upp á við
gangagerð, eins og reynslan sýnir.
Verkið hefur gengið vel. „Þetta
eru sjávarsetlög, frekar lélegt
berg, sem menn voru ekki vissir
um hvernig væri að sprengja sig í
gegnum. Reyndist vera mikil harka
í því og reglulega gott að komast í
gegn,“ segir Stefán. Hann bætir
því við að enginn leki hafi komið,
nema yfirborðsvatn í rigningum.
Hins vegar hafi verið upp undir 50
stiga hiti í berginu við lokaspreng-
ingar sem bendi til þess að heitt
vatn sé þar undir.
Norsku gangamennirnir frá
LNS munu vinna áfram næstu vik-
urnar við að styrkja göngin en eftir
það taka íslenskir samstarfsmenn
þeirra hjá LNS Sögu við öllum
verkþáttum.
3 kílómetra vegur
Verkið felst í því að leggja
þriggja kílómetra veg frá Húsavík-
urhöfn og að iðnaðarsvæðinu á
Bakka. Göngin eru rúmlega 950
metrar og um kílómetri með veg-
skálum. Einnig þarf að gera breyt-
ingar á höfninni, bæði sjóvarnar-
garði og hafnarkantinum
Bökugarði, vegna vegarins og til að
hægt sé að þjónusta stærri skip.
Stefán segir að lögð verði
áhersla á útivinnu í haust en meira
unnið inni í göngunum þegar veður
versnar í vetur.
Jarðgöng grafin á 5 mánuðum
Sprengingum í Húsavíkurhöfða lokið Áfram unnið við vegalagningu
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Slegið í gegn Norska jarðgangagengið hjá LNS Sögu skálaði við opið eftir síðustu sprengingu í Húsavíkurhöfðagöngum í gær að loknu vel heppnuðu verki.
Hvellur Erna Björnsdóttir, forseti
sveitarstjórnar Norðurþings,
sprengdi síðasta haftið.
Samþykkt var á Alþingi í gær að setja
á fót þjóðaröryggisráð. Flutnings-
maður frumvarpsins var Lilja Alfreðs-
dóttir utanríkisráðherra og var það
samþykkt með 40 atkvæðum en þær
Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir, þingmenn VG, sátu
hjá.
Tilgangur þjóðaröryggisráðs er að
framfylgja þjóðaröryggisstefnu fyrir
Ísland og endurskoða hana ef þurfa
þyki. Þjóðaröryggisstefnan er nýmæli
á Íslandi og sama má segja um þjóð-
aröryggisráðið. Engin sambærileg
stefna eða ráð hefur verið til á Íslandi
fram að þessu. Í greinargerð með
frumvarpi um þjóðaröryggisstefnu
segir að nauðsyn slíkrar stefnu sé aug-
ljós. Er sú skoðun byggð á vinnu þver-
faglegs starfshóps um hættumat fyrir
Ísland og þingmannanefndar um mót-
un þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.
Þjóðarör-
yggisráð sett
á laggirnar
Þrítug kona féll niður um op við
neyðarútgang á svölum á þriðju hæð í
skrifstofuhúsnæði við Austurveg á
Selfossi á mánudagskvöld. Fallið var
rúmlega sex metrar og slasaðist kon-
an alvarlega.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar
hjá lögreglu og Vinnueftirliti, sam-
kvæmt færslu í dagbók lögreglunnar
á Suðurlandi. „Það virðist vera
heimatilbúinn frágangur á þessum
palli,“ sagði Sigurður Sigurðsson,
svæðisstjóri Vinnueftirlitsins, í sam-
tali við mbl.is í gær. Hann segir það
eitt og sér ekki fela í sér brot, ef frá-
gangurinn uppfyllir staðla, en það
virðist ekki eiga við í þessu tilviki.
Samkvæmt upplýsingum á facebo-
ok-síðu fjölskyldumeðlims hlaut kon-
an höfuðkúpu- og kinnbreinsbrot og
slæmt hryggbrot. Mænan skaddaðist
svo mikið að hún kemur líklega til
með að verða lömuð frá brjósti. Kon-
an hefur haldið meðvitund nærri all-
an tímann síðan slysið varð og gat
tjáð sig. vidar@mbl.is
Lömuð eftir
fall á Selfossi
Skip á veiðum út af Vestfjörðum hafa orðið vör við talsvert af loðnu á þeim
slóðum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs hjá Hafrann-
sóknastofnun, segir að þetta gefi góð fyrirheit en ekkert sé hægt að full-
yrða í hve miklu magni hún finnist fyrr en eftir leiðangur í september.
„Mælingar okkar frá því í september í fyrra benda til þess að veiðistofn
loðnu á næstu vertíð verði lítill. Á þessu var hins vegar fyrirvari, þannig að
menn ættu ekki að gefa sér niðurstöðuna fyrr en búið er að fara yfir út-
breiðslusvæði loðnunnar í haust,“ segir Þorsteinn. Hann segir að gjarnan
sé loðnuhrafl á því svæði sem sjómenn hafa séð loðnuna á upp á síðkastið.
Vart hefur orðið við loðnu út af Vestfjörðum
Kristín Edda Frímannsdóttir
kristinedda@mbl.is
Vísbendingar eru um að það hafi
færst í vöxt að númeraplötur að
framan séu fjarlægðar af bifreiðum
til þess að komast hjá hraðasektum.
„Við höfum engar sannanir um þetta
en það er að aukast að númerslausir
bílar að framan náist á hraðamynda-
vélar. Nánast í hverri viku er verið
að senda myndir á landsvísu af öku-
tækjum og ökumönnum til allra lög-
reglumanna til þess að athuga hvort
þeir geti borið kennsl á ökutækin
eða ökumanninn,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri
umferðardeildar lögreglunnar.
Um 200 ökumenn hafa verið
kærðir það sem af er ári fyrir að vera
með bíla sína númerslausa að fram-
an og voru 122 þeirra teknir á höf-
uðborgarsvæðinu. Ef skráning-
armerkjum er áfátt varðar það tíu
þúsund kr. sekt.
Í síðustu viku var gerð könnun á
því hversu hátt hlutfall ökutækja
væri án skráningarmerkja og segir
Guðbrandur hlutfallið ekki hafa ver-
ið hátt. „Það var ekki hátt brotahlut-
fall þannig að ég hallast nú að því að
þetta sé ekki almennt í umferðinni
en af myndunum að dæma sýnist
mér þetta vera meira og minna á
kvöldin og á nóttunni. Það vekur
grun um að menn séu að taka núm-
erin af og smella þeim síðan aftur á
þegar komið er á leiðarenda,“ segir
Guðbrandur.
Ferðamenn í meirihluta
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir
meirihluta þeirra sem höfð eru af-
skipti af vegna hraðaksturs á Suður-
landi vera erlenda ferðamenn og í
fyrra hafi þeir verið um 60%. Bíla-
leigur bera ábyrgð á ástandi öku-
tækisins en ökumaðurinn ber
ábyrgð á akstrinum.
Þegar erlendir ferðamenn eru
teknir fyrir of hraðan akstur greiða
þeir sektina nánast alltaf á vett-
vangi. Þegar þeir eru hins vegar
teknir á hraðamyndavél getur
reynst erfiðara að innheimta sekt-
irnar.
Ólafur Guðmundsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á Vest-
urlandi, segir mörg mál látin niður
falla þar sem lögreglan hafi hvorki
fjármagn né mannskap til þess að
senda út sektarboð til ferðamanna
búsettra erlendis. „Við höfum sent
út sektarboð ef sektirnar fara yfir
30.000 krónur og það er svona 40-
50% innheimta á þeim,“ segir Ólafur.
Fleiri bílar teknir án
númeraplötu að framan
Erfitt að innheimta sekt hafi bílar náðst á hraðamyndavél
Hraðamyndavél Grunur leikur á að
númeraplötur séu teknar af.
MMeira á mbl.is