Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 4
SJÓNARHORN
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Veiðitímabili Pokémon go er ekki
lokið en það má þó búast við að
spilurum fari fækkandi á götunum
nú þegar skólar eru byrjaðir, dag-
urinn styttist og veður fer kólnandi.
Áhrifa hins vinsæla símaleiks hefur
gætt víða í samfélaginu og eru
skiptar skoðanir um gæði þeirra.
Eitt er þó víst, leikurinn hefur rek-
ið margan tölvuleikjaspilarann út
úr herberginu sínu og út að hreyfa
sig.
„Leikurinn kom bara fram í sum-
ar þannig að eðli málsins sam-
kvæmt á eftir að rannsaka möguleg
áhrif hans á hreyfingu, útiveru,
heilsu og líðan almennt, líka hversu
lengi áhrifin vara og hversu lengi
þessi leikur og einhverjir sambæri-
legir munu lifa,“ segir Gígja Gunn-
arsdóttir, verkefnastjóri hreyfingar
hjá Embætti landlæknis.
Jákvæð áhrif leiksins
Gígja segir vísbendingar um að
Pokémon go stuðli að aukinni
hreyfingu og útiveru hjá hópum
sem annars er erfitt að ná til. „Það
er mjög jákvætt með tilliti til lýð-
heilsu ef þeir sem eru annars fastir
inni í tölvunni fara út og hreyfa sig,
kynnast umhverfi sínu og eiga í
raunverulegum samskiptum við
aðra fyrir tilstuðlan svona leikja.
Leikurinn virðist líka brúa bilið
milli kynslóða.
En það hafa líka komið fram vís-
bendingar um ýmislegt sem ber að
varast; athygli barna er takmörkuð
og þegar þau ganga um með at-
hyglina á símanum geta þau gleymt
sér og þá getur skapast slysahætta
og aðrar aðstæður sem ógna öryggi
þeirra,“ segir Gígja og nefnir líka
aðra vankanta við að spila leik í
síma, eins og líkamsbeitinguna.
„Öll hreyfing er betri en engin en
það er hins vegar ekki hollt að
ganga um með símann hokinn í
herðum og horfa niður á skjáinn í
langan tíma í einu. Almennt er ekki
aðferðirnar breytist aðeins. „Leik-
urinn laðar spilara þá kannski inn á
kaffihús til að fá sér heitan drykk
og þeir sem ganga mikið hætta því
kannski og fara að taka strætó.“
Hann býst þó við að spilurum
fækki eitthvað á næstunni sem sé
eðlileg þróun á einhverju sem byrj-
ar með svona miklum vinsældum.
Hann segist hreyfa sig heilmikið við
veiðarnar og spili t.d leikinn í frisbí-
golfi þar sem hann notar gönguna
til að klekja út egg.
Magnús er kominn í borð 24 í
leiknum og er með um 100 mismun-
andi pokémona af þeim 142 sem
hægt er að fá á Íslandi. Hann býst
við að það verði mikil þróun á leikn-
um á næstunni, en nýjar upp-
færslur koma nú á tveggja vikna
fresti.
mælt með að börn séu lengur við
skjái í frítíma en mesta lagi tvo
tíma á dag. Sem er samt heilmikið.“
Gígja segir að spennandi verði að
sjá hvert áframhaldið verði á Poké-
mon go. „Það eru eflaust ýmis tæki-
færi í tengslum við þetta en mögu-
legir kostir og ókostir eiga betur
eftir að koma fram þegar fram líða
stundir. Leikurinn er gefinn út þeg-
ar sumarfrí er að hefjast, það er
bjart úti og hlýtt, sem vinnur með
leiknum en svo er spurning hvað
gerist þegar fer að dimma og
kólna.“
Kominn í borð 24
Magnús Valur Hermannsson
pokémonmeistari hefur fulla trú á
að leikurinn verði áfram vinsæll í
haust og vetur en býst við að leik-
Morgunblaðið/Ófeigur
Pokémon go Axel Valur Þórisson og Eyþór Örn Hafliðason Pokémon go-spilarar á veiðum í miðbænum.
Leikaðferðirnar gætu
breyst þegar kólnar
Pokémon go áfram vinsæll Öll hreyfing betri en engin
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Við erum á facebook
Skipulagðar pokémon-
dagsferðir í Reykjavík sem
ferðaþjónustufyrirtækið
Reykjavík Excursions byrjaði
með í júlí hafa gengið prýði-
lega að sögn Einars Bárð-
arsonar, rekstrarstjóra fyr-
irtækisins. „Við sáum ekki
fyrir okkur að þetta myndi
taka við af Gullhringnum en
okkur langaði til að gera eitt-
hvað með heimamarkaðinum
og það hefur tekist mjög vel
til,“ segir Einar.
Boðið er upp á pokémon-
ferðir þrisvar í viku og eru Ís-
lendingar í meirihluta gesta.
„Ferðirnar eru vinsælar hjá
fjölskyldufólki, það er frítt fyr-
ir börn og hálfvirði fyrir ung-
menni 12 til 15 ára svo þetta
hefur fallið í góðan jarðveg.
Helsjúkir pókemon-aðdáendur
koma líka í ferðirnar og erlendir ferðamenn.“
Pokémon-ferðirnar verða farnar út mánuðinn og segir Einar að nú sé
verið að velta fyrir sér hvert framhaldið verði.
POKÉMON-DAGSFERÐIR UM REYKJAVÍK HAFA GENGIÐ VEL
Vinsælar veiðar hjá fjölskyldum
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, segir ákvörðun
menntamálaráðherra um að ganga
til samninga við Háskólann á Akur-
eyri um lögreglunám á háskólastigi
hafa komið sér á óvart. Í samtali við
Morgunblaðið segir hann að gríðar-
leg vinna hafi verið lögð í umsókn HÍ
til ráðuneytisins og að um fjörutíu
manns hafi komið að því verki. Þá
hefði honum fundist mikilvægt að
fagleg sjónarmið yrðu höfð að leið-
arljósi.
„Við sendum sextíu blaðsíðna
skjal þar sem við lýstum námskeið-
um sem í boði yrðu og greindum frá
góðri verklegri aðstöðu okkar sem
þegar er notuð af lögreglu. Þá feng-
um við alls konar rýni á umsóknina,
jafnt utan sem innan skólans.“
Nemar geti stundað staðnám
Athygli vekur að í auglýsingu
ráðuneytisins um val á aðila til að
annast lögreglunámið segir meðal
annars að markmið og tilgangur
verkefnisins sé að allt að áttatíu
nemendur geti stundað „tveggja ára
staðnám“ í lögreglufræðum, en fjar-
náms er ekki getið. Segir Jón Atli
þetta skjóta skökku við, þar sem af
tilkynningu ráðuneytisins megi ráða
að möguleikar til að stunda fjarnám
við HA hafi vegið þungt við valið.
Tekur hann sérstaklega fram að
hann óski Háskólanum á Akureyri
alls hins besta í framhaldinu, en
bendir á að skólinn taki sér með
þessu mikið verk á hendur, enda eigi
námið að hefjast nú í haust. „Eðlilegt
hefði verið að koma þessu ferli miklu
fyrr af stað, svo hægt yrði að hefja
námið á eðlilegum tíma og bjóða
nemendum að skrá sig með meiri
fyrirvara.“
Aðeins að kanna getu skólanna
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra segist með ákvörðuninni
hafa viljað renna sterkari stoðum
undir starf Háskólans á Akureyri.
„Fyrst öfluðum við upplýsinga um
hvað það væri sem skólarnir hefðu
upp á að bjóða. Niðurstaða mats-
nefndarinnar var sú að þeir væru
mjög áþekkir, Háskóli Íslands með
128 stig af 135, HA með 116 og HR
með 110. Það er því enginn stór mun-
ur á milli skólanna og þeir eru allir
vel hæfir til að takast á við þetta
verkefni,“ segir Illugi.
„Við ákvörðun mína horfi ég svo
meðal annars til þess að þarna væri
tækifæri til að styðja við og styrkja
Háskólann á Akureyri, en ég tel mik-
ilvægt að boðið sé upp á öflugt há-
skólanám víðar en á höfuðborgar-
svæðinu.“
Hefðu sjónarmið þín um styrkingu
landsbyggðarinnar ekki mátt koma
fram fyrr í ferlinu?
„Í þessu ferli var aðeins verið að
kanna getu skólanna til að sinna
verkefninu. Síðan er það auðvitað
ákvörðun ráðherra á hverjum tíma,
miðað við þær pólitísku áherslur sem
þá eru uppi, sem ræður því að lokum
við hvern er samið.“
Þegar stefnt er að því að námið
hefjist í haust, er ekki óheppilegt að
þetta ferli klárist svona seint?
„Alþingi samþykkti þessi lög í
júnímánuði og þá um leið fór þetta
ferli af stað. Ég ætla að leyfa mér að
segja að það hafi gengið mjög hratt
fyrir sig, þegar litið er til þess tíma
sem innanríkisráðuneytið og
menntamálaráðuneytið fengu.“
Þá segir Illugi að markmiðið um
tveggja ára staðnám, sem áður var
getið, útiloki ekki fjarnám.
„Háskólinn á Akureyri getur með
góðu móti boðið upp á hvort tveggja
og hefur mikla reynslu af slíku
námsframboði.“
Tækifæri til að
styrkja Háskól-
ann á Akureyri
Ráðherra segir sitt að taka ákvörðun
Jón Atli
Benediktsson
Illugi
Gunnarsson
„Því er ekki að leyna að ef við
hefðum ráðið einhverju í þessu
þá hefðum við viljað sjá þetta
kennt hvort tveggja við Háskól-
ann á Akureyri og Háskóla Ís-
lands en við ráðum því víst ekki,“
segir Snorri Magnússon, formað-
ur Landssambands lögreglu-
manna, í samtali við mbl.is.
Hefðu viljað
HÍ og HA
SNORRI MAGNÚSSON