Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
ER AFMÆLI
FRAMUNDAN?
VERÐ
FRÁ
1.99
0,-
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Embætti umboðsmanns skuldara
hefur nú lokið rétt rúmlega þrjú
þúsund samningum um greiðsluað-
lögun frá því það var stofnað í ágúst
árið 2010. Heildarfjárhæð krafna í
þessum samningum hljóðar upp á
68 milljarða króna.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í svari embættisins við fyr-
irspurn Morgunblaðsins. Í þessari
tölu felast þær kröfur sem tilgreind-
ar eru í samningum um greiðsluað-
lögun, hvort sem þær standi að lok-
um innan eða utan aðlögunarinnar.
Eftirgjafarhlutfallið 87 prósent
Heildarfjárhæð veðkrafna er
sögð vera í kringum 36 milljarðar
króna, en ekki liggur fyrir hvert
hlutfall eftirgjafar er af þeim kröf-
um. Óveðtryggðar kröfur nema um
27 milljörðum króna og hlutfall eft-
irgjafar óveðtryggðu krafnanna er
um 87%.
Gróflega áætlað nemur því eftir-
gjöf þeirra um 23,5 milljörðum á
undanförnum sex árum, að því er
segir í svarinu, og að meðaltali séu
þannig um 7,8 milljónir króna gefn-
ar eftir af óveðtryggðum kröfum í
samningi.
Stærstu kröfuhafarnir eru Íbúða-
lánasjóður og stóru bankarnir þrír,
en heildarfjárhæð krafna í eigu
bankanna þriggja er um 33,4 millj-
arðar króna, á meðan kröfur Íbúða-
lánasjóðs hljóða upp á 19,7 millj-
arða.
Þá er heildarfjárhæð krafna LÍN
um 3,7 milljarðar króna, en þær
kröfur standa utan greiðsluaðlögun-
ar, líkt og meðlagsskuldir, vangold-
inn virðisaukaskattur og fleira.
Meðallengd allra samninga við
skuldara er um 12 mánuðir, en í
rúmlega helmingi þeirra hefur verið
kveðið á um 100% eftirgjöf samn-
ingskrafna.
Fjölgun í hópi 18 til 39 ára
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs-
maður skuldara, segir umsóknum
hafa fjölgað það sem af er ári, eftir
fækkun öll síðustu ár. Alls hafi 191
umsókn borist á fyrstu sex mánuð-
um þessa árs en 127 bárust á sama
tímabili í fyrra.
„Við höfum orðið vör við fjölgun
umsækjenda sem búa í leiguhús-
næði og þá hefur fjölgað í hópi um-
sækjenda á aldrinum 18 til 39 ára.
Húsnæðiskostnaður er að sliga fólk,
hvort sem það eru greiðslur leigu
eða af veðskuldum,“ segir Ásta í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég hef mikinn áhuga á að auka
fjármálalæsi og kenna slíkt efni bet-
ur í skólakerfinu. Það er verulegt
áhyggjuefni að ungt fólk sé að byrja
lífið í greiðsluerfiðleikum. Það er
ekki gott til framtíðar.“
Starfið engin vinsældakeppni
Spurð hvort skuldarar séu að
jafnaði ánægðir með þjónustu emb-
ættisins segir hún það misjafnt, í
málaflokki sem þessum geti aldrei
allir verið sáttir.
„Meginmarkmið okkar er að að-
stoða fólk eins og við mögulega get-
um. Að sjálfsögðu þurfum við þó að
vinna samkvæmt lögum og það er
ekki alltaf vinsælt. En ég vissi þegar
ég tók við þessu embætti að ég væri
ekki að fara í neina vinsælda-
keppni.“
23,5 milljarðar á sex árum
Að meðaltali 7,8 milljónir króna gefnar eftir af óveðtryggðum kröfum
Umsóknum um greiðsluaðlögun hefur fjölgað í ár, eftir fækkun síðustu sex ár
„Við höfum orðið
vör við fjölgun um-
sækjenda sem búa í
leiguhúsnæði og þá
hefur fjölgað í hópi
umsækjenda á aldr-
inum 18 til 39 ára.“
Ásta Sigrún Helgadóttir
87%
Hlutfall óveðtryggðra
krafna í samningum sem
gefnar eru eftir.
191
Fjöldi umsókna um greiðsluaðlögun
fyrstu sex mánuði þessa árs.
22 milljónir
Meðalupphæð allra
krafna í hverjum
greiðsluaðlögunarsamningi.
68 milljarðar
Heildarfjárhæð krafna
í samningum um
greiðsluaðlögun síðustu sex ár.
SKULDIR Í TÖLUM
»
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Framkvæmdir á bæklunarskurð-
deild Landspítalans í Fossvogi, upp-
lýsingaskortur og mikið álag á
deildinni eru ástæða þess að 9 ára
langveik stúlka með Downs-
heilkenni þarf að bíða í fjóra daga
eftir því að komst í aðgerð til að
negla saman handleggsbrot.
Á mánudagskvöldið datt Lilja Líf
Aradóttir við leik úti með þeim af-
leiðingum að hún handleggsbrotn-
aði. Faðir hennar, Ari Elíasson,
starfaði í 14 ár sem sjúkraflutn-
ingamaður í Keflavík og sá strax að
dóttir hans var handleggsbrotin.
Hann fór með hana á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja þar sem hún
var mynduð og myndirnar sendar á
Landspítalann (LSH) til að meta
hvort hún þyrfti aðgerð strax þar
sem brotið var nokkuð ljótt. Svo fór
að Lilja Líf var sett í gifsspelkur yf-
ir nóttina og þeim tjáð að haft yrði
samband morguninn eftir frá bækl-
unarlækni á LSH.
„Það var hringt og okkur sagt að
hún kæmist ekki í aðgerð fyrr en á
föstudagsmorgun. Ég tjáði þeim að
ég væri mjög ósáttur við það, að
barn með hennar sjúkrasögu þyrfti
að þjást í marga daga. Ég hélt sann-
arlega að ég væri að fara með barn-
ið mitt í aðgerð 12 til 14 klst. síðar
en ekki 84 klst. síðar,“ segir Ari.
Hann er búinn að hringja tvisvar
í Landspítalann og fara þangað einu
sinni í von um að geta haft áhrif á
biðtímann en þar er lítið hægt að
gera. „Ég skil mjög vel að það sé
mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki en
mér finnst skjóta skökku við að
börn þurfi að bíða í marga sólar-
hringa eftir svona aðgerð, biðtíminn
er mitt ósætti.“
Góð reynsla hingað til
Lilja Líf er nú á verkjalyfjum en
hún má ekki taka hvað sem er. Hún
fær parkódín en það fer ekki vel í
hana að sögn Ara, hún eigi þegar
við hægðategðu og þvagvandamál
að stríða sem parkódínið hafi áhrif
á. Parkódín í miklu magni getur
valdið hægðatregðu og því þurfi að
gefa henni núna hægðalosandi lyf
kvölds og morgna ofan í allt annað.
Þá á Lilja Líf erfitt með að útskýra
hversu mikið hún finnur til. „Hún
tjáir sig um að henni sé illt í hend-
inni en hún getur ekki skilgreint
sársaukann,“ segir Ari.
Lilja Líf er langveik og segir Ari
að reynsla þeirra af heilbrigðiskerf-
inu hingað til sé mjög góð. „Hún er
ótrúlega hraust og dugleg og lætur
þetta nú ekkert stoppa sig en maður
er bara ósáttur sem foreldri að
barnið þurfi að bíða lengur en þurfa
þykir,“ segir Ari.
Óeðlilega langur biðtími
Yngvi Ólafsson, yfirlæknir bækl-
unarskurðlækninga á Landspítal-
anum, segir að biðtíminn sem Lilja
Líf lendir í sé óeðlilega langur og
skýrist af því að á sama tíma og
deildin sé síður í stakk búin til að
taka við sjúklingum vegna breyt-
inga komi allt í einu kúfur. „Við get-
um ekki talað um þetta sem al-
mennan hlut. Börn hafa forgang og
lasin börn meiri forgang,“ segir
Yngvi og bætir við að að einhverju
leyti megi líka kenna upplýs-
ingaskorti um þessa töf. „En við
vissum ekki sögu barnsins að öllu
leyti.“
Framkvæmdir eru í gangi á
Landspítalanum í Fossvogi sem or-
saka m.a. tafir í aðgerðir, verið er að
setja á fót nýja skurðstofu og breyta
vöknun og fleiri deildum. Yngvi seg-
ir að framkvæmdirnar hafi átt að
vera búnar núna eftir sumarfrí en
dregist á langinn, vonir standa til að
allt verði komið í samt horf í lok
komandi viku.
„Vegna þessa erum við í því núna
að hætta við aðgerðir og neyðumst
til að dreifa aðgerðum sem koma
inn yfir nokkra daga,“ segir Yngvi.
„Þetta er óheppilegt og óeðlilega
langur biðtími út af ytri aðstæðum
fyrst og fremst.“
Mikið álag undanfarið
Yngvi segir að það sé alvanalegt
að brot á börnum bíði í einn til tvo
daga. Bið Lilju Lífar í aðgerð mun
ekki hafa áhrif á gróanda brotsins.
Töluvert álag er búið að vera á
bæklunarskurðdeildinni í allt sumar
að sögn Yngva. „Helgin var anna-
söm en læknar sem voru á vakt hér
á mánudaginn segja að þá hafi verið
eins og sprengju hafi verið kastað
inn á spítalann. Á þriðjudagsmorg-
un biðu sjö til átta aðgerðir sem
komu inn seint á mánudagskvöldið
og um nóttina. Við höfum ekki að-
stæður til að taka við slíku nema að
gera sérstakar ráðstafanir.“
Spurður hvort aukinn ferða-
mannafjöldi hafi eitthvað með álagið
að gera segir Yngvi það ekki vera
einvörðungu en álagið hafi verið
töluvert í allt sumar.
Ósátt við langa bið
barns eftir aðgerð
Níu ára langveik stelpa handleggsbrotnaði á mánudags-
kvöldið en kemst ekki í aðgerð á LSH fyrr en á morgun
Forkur Lilja Líf fer í aðgerð á morg-
un þar sem brotið verður lagað.
Ari Elíasson Yngvi Ólafsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Flaggskip frönsku hafrannsókna-
stofnunarinnar, Porquoi Pas? V, kom
til Reykjavíkur í fyrradag. Porquoi
Pas? ber nafn skips Jean-Baptistes
Charcots landkönnuðar, sem fórst
hér við land 16. september 1936
ásamt 39 öðrum úr áhöfn skipsins.
Pourquoi Pas? er fimmta rannsókn-
arskipið með því nafni.
Flaggskipið kom hingað til lands í
fyrsta skipti árið 2012. Pálmi Jóhann-
esson, upplýsingafulltrúi franska
sendiráðsins í Reykjavík, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að Pour-
quoi Pas? myndi hafa skamma viðdvöl
hér að þessu sinni, en það væri vænt-
anlegt aftur til Reykjavíkur 16. sept-
ember nk. þegar þess verður minnst
með ýmiss konar viðburðum að 80 ár
eru liðin frá því að Pourquoi Pas? IV
fórst við Íslandsstrendur.
Fórst við Mýrar 1936
Charcot, sem var heimsþekktur
landkönnuður, kom oft á skipum sín-
um til Íslands og Grænlands og átti
marga vini hér á landi. Hann fórst
með skipinu ásamt áhöfn þegar Pour-
quoi Pas? IV strandaði í ofviðri við
Mýrar í september 1936, nema hvað
einn maður bjargaðist á land.
Rannsóknaskipið Por-
quoi Pas? í Reykjavík
Morgunblaðið/Júlíus
Flaggskip Pourquoi Pas? V kemur á ný til Reykjavíkur 16. september, þeg-
ar þess verður minnst að 80 ár eru liðin frá því að nafna þess IV fórst.