Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
SJÓNMÆLINGAR
ERU OKKAR FAG
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Velkomin í
verslun okkar
á fríhafnar-
svæðinu
í Leifsstöð
Á LEIÐ TIL ÚTLANDA
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókmenntahátíðin Litla ljóðahá-
tíðin hefst kl. 20 í Valaskjálf á
Egilsstöðum í kvöld. Boðið verður
upp á fjóra viðburði; á Egilsstöðum,
Vopnafirði, við Mývatn og á Akur-
eyri, í kvöld, á morgun og laugar-
dag.
Tilgangur hátíðarinnar er að
auka veg ljóðlistar á svæðinu, „að
færa fólkinu skáldin á silfurfati,“
segir Stefán Bogi Sveinsson, annar
skipuleggjenda hátíðarinnar. Mark-
miðið sé ekki síður að hvetja heima-
skáld til dáða og gefa þeim tækifæri
á að koma fram með og mynda
tengsl við skáld í fremstu röð.
Hann segir að farið verði með
skáldin að sunnan á milli staða og
hópurinn skreyttur með heimafólki
og fleiri listamönnum, meðal annars
þremur Finnum í samstarfi við
Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri,
finnsku skáldkonunni Katariinu Vu-
orinen ásamt Kauko Royhka og
Olgu Valimaa.
Þekkt skáld
Elísabet Jökulsdóttir, Eyþór
Árnason og Soffía Bjarnadóttir
flytja efni úr verkum sínum á öllum
stöðum. Stefán Bogi Sveinsson og
Þorsteinn Bergsson bætast við
yfir hádegisverði í Kaupvangskaffi
á Vopnafirði á morgun og annað
kvöld kl. 20 verður heimaskáldið
Ásta Kristín Benediktsdóttir verður
kynnt til leiks í fuglasafni Sigur-
geirs í Reykjahlíð, en þetta verður í
fyrsta sinn sem hátíðin verður með
viðburð við Mývatn. Ingunn Snædal
les með þremenningunum og Finn-
unum úr verkum sínum í Deiglunni
á Akureyri á laugardagskvöld.
„Þetta er fjórða árið sem við
höldum þessa hátíð í því sem við
köllum Norðausturríki á Norður- og
Austurlandi,“ segir Stefán Bogi, en
hátíðin byggist á grunni hátíðar
sem var fyrst haldin á Akureyri
2009.
Ljóðaganga í Hallormsstaðar-
skógi hefur verið hluti hátíðarinnar
undanfarin ár en Stefán Bogi segir
að hún verði sér viðburður að þessu
sinni, utan við ljóðahátíðina.
Færa fólkinu
skáldin heim
Litla ljóðahátíðin sett á Egilsstöðum
Morgunblaðið/Eggert
Skáld Stefán Bogi Sveinsson og Ing-
unn Snædal koma fram á hátíðinni.
Móttaka var í gær fyrir erlenda nemendur sem hefja
nám við Háskóla Íslands í haust. Jón Atli Benediktsson
rektor flutti ávarp í móttökunni, sem er liður í
kynningarviku fyrir erlenda nemendur við háskólann.
Erlendum nemendum fjölgar við Háskóla Íslands og
eru þeir um 1.150 þetta árið. „Það hefur verið fjölgun á
síðustu árum, þeir voru 1.105 árið 2015 og 1.069 árið
2014,“ segir Jón Atli.
Fjöldi erlendra nemenda við HÍ er talsvert meiri en
hjá öðrum háskólum á Íslandi. Til dæmis eru um 200 er-
lendir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, sem er met
í HR. Í Háskólanum á Akureyri eru 75 erlendir nem-
endur skráðir á haustmisseri sem eru aðeins færri en
en árið 2015 þegar 85 erlendir nemar stunduðu nám.
Langflestir eru í lögfræði og helmingur þeirra í heim-
skautarétti sem aðeins er kennt við HA. Heim-
skautaréttur eða (e. Polar law ) er aðeins kennt annað
hvert ár og útskýrir það fækkun erlendra nemenda í
ár, samkvæmt upplýsingum frá HA. Þjóðverjar eru fjöl-
mennastir erlendra nemenda í HA og á það einnig við
um HÍ en þeir voru 107 talsins á síðasta ári. „Erlendir
nemendur hafa að jafnaði flestir komið frá Þýskalandi,
svona frá 105 til 137 á síðustu árum,“ segir Jón Atli.
Margir koma frá Póllandi
Einnig er mikið um bandaríska nemendur við HÍ,
voru þeir 99 á síðasta ári til dæmis. Einnig eru ófáir
nemendur frá Póllandi, síðustu ár hafa talsvert fleiri
komið þaðan en frá hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Jón Atli segir að einhverjar sveiflur séu í því hvaðan
flestir erlendir nemendur komi en þó sé það ekkert
ósvipað frá ári til árs. johannes@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Flestir koma frá Þýskalandi
Um 1.150 erlendir nemendur stunda nám við Háskóla Íslands í vetur