Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda óttast að verðlækkun á af- urðaverði til bænda muni hafa slæm áhrif á búgreinina og þá sem starfa innan hennar. Verðlækkunin leiði beinlínis til tekjulækkunar hjá sauð- fjárbændum. Norðlenska tilkynnti í gær verðskrá fyrir haustslátrun og er fyrsti sláturleyfishafinn til að gefa út verð. Verð fyrir dilka lækkar um 10% og um 38% fyrir fullorðið fé. Ástæðurnar eru þrjár, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins: Heild- söluverð á kindakjöti hefur ekki hækkað til samræmis við launa- hækkanir og hafi það komið niður á afkomu fyrirtækisins. Slæmar horf- ur séu á útflutningsmörkuðum. Þá hafi gengi íslensku krónunnar verið að styrkjast á sama tíma og vaxta- stig hafi haldist hátt. Allt þetta hafi leitt til þess að afkoma Norðlenska við sölu lambakjöts hafi versnað á síðustu árum og við því verði að bregðast. Nefnt er að 42% hækkun á bændaverði á dilkun frá árinu 2010 hafi grundvallast á góðum aðstæð- um á útflutningsmörkuðum. Nú hafi aðstæður breyst. Þórarni Inga Péturssyni, for- manni Landssamtaka sauðfjár- bænda, líst illa á verðlækkunina. Segist hafa verið að búa sig undir þau tíðindi að fá 5-6% lækkun en 10% verðlækkun finnst honum full- mikil. „Samtök bænda eru í þeirri stöðu að við megum ekki semja um verð fyrir okkar afurðir og samn- ingsstaða hvers bónda fyrir sig er ekki merkileg. Það eina sem við get- um gert er að gefa út viðmiðunar- verð,“ segir Þórarinn. Í viðmiðunarverði LS fyrir þessa sláturtíð er farið fram á 12,5% verð- hækkun en niðurstaðan er 10% verðlækkun, ef aðrir sláturleyfishaf- ar verða á svipuðu róli og Norð- lenska. Þórarinn segir að skýringar sláturleyfishafa séu sjálfsagt réttar. Þungur rekstur hafi verið á síðasta ári. Hann segir að þeir hafi valið auðveldu leiðina með því að lækka verðið til bænda. Kanna aðra atvinnumöguleika Þórarinn Ingi segir að mikilvæg- asti markaðurinn fyrir lambakjöt sé innanlands. Verðið hafi ekki breyst í þrjú ár. LS hafi unnið að markaðs- starfi og bent á leiðir til að fá meira fyrir vörurnar. Salan hafi verið góð á þessu ári. Meðal annars hafi mark- aðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum skilað sér. Einnig hafi gengið vel í Bandaríkjunum. Áfram þurfi að halda á þeirri braut. Hann bætir því við að erfitt sé fyr- ir framleiðendur að sætta sig við það að hækkun launa til starfsmanna sláturhúsanna eigi að leiða til verð- lækkunar til bænda. „Það hefur allt í þjóðfélaginu hækkað og kaupmáttur almennt aukist. Við gerum kröfu um að okkar laun hækki einnig.“ Spurður um áhrif þessarar þróun- ar á búgreinina segir formaður sauðfjárbænda: „Ég hef heyrt hljóð- ið í mörgum bændum. Menn eru svartsýnir og velta því fyrir sér hvort þeir geti snúið sér að ein- hverju öðru. Það er eðlilegt, nóg vinna er í landinu og eftirspurn eftir vinnuafli.“ Leiðir til tekjulækkunar Morgunblaðið/RAX Sláturhús Slátrun hefst hjá Norðlenska hinn 1. september og hjá öðrum sláturleyfishöfum 12. september og um miðjan mánuðinn.  Norðlenska lækkar verð á dilkum til bænda  Sauðfjárbændur vilja launa- hækkanir eins og aðrir  Svartsýnir og íhuga jafnvel að snúa sér að öðru Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Nýjar vörur frá Calvin Klein Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Mikið úrval Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun UndirfötSundföt Náttföt ÚTSALAN í fullum gangi 30–60% afsláttu r af völdum vörum Mánatún 7-17 105 REYKJAVÍK Glæsilegar, vel skipulagðar og bjartar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í fallegu húsi. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. Sérlega vandaður frágangur og fallegar innréttingar, tvennar svalir í flestum íbúðum. STÆRÐ: 111-183 fm FJÖLDI HERBERGJA:3-4 52,5 - 82,9 M Heyrumst Gunnar Valsson Sölufulltrúi 699 3702 gunnar@fastlind.is Heyrumst Hannes Steindórsson Löggiltur fasteignasali Sölustjóri 699 5008 hannes@fastlind.is BÓKIÐ SKOÐUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.