Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 15

Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Tré ársins 2016 hefur verið alaska- ösp við Hákot í Grjótaþorpi. Öspinni var bjargað á síðustu stundu fyrir þrjátíu árum en þá voru að hefjast bygginga- framkvæmdir á nágrannalóð þar sem tréð varð að víkja. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins. Þar er sagt frá því hvernig Ragnheiður Þorláksdóttir, íbúi og eigandi Há- kots, fékk því framgengt að tréð fékk að lifa og var það fært á nú- verandi stað árið 1986. Tréð er að öllum líkindum upphaflega gróð- ursett um 1960 og var orðið um 5 metra hátt þegar það var flutt með stórvirkum vinnuvélum. Útlitið þykir óvenjulegt af ösp að vera, en krónumikill vöxtur og öflug greina- setning einkennir það. Ljósmynd/skogur.is Tré ársins Öspin hefur staðið í Grjótaþorpinu í Reykjavík frá 1986. Krónumikil ösp í Hákoti tré ársins 2016 „Við höldum í hefðina en hátíðin hefur stækkað smátt og smátt,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri Bæjar- hátíðar Seltjarnarness sem haldin verður um helgina. Upphaf bæjar- hátíðarinnar má rekja til Gróttudags- ins, sem var haldinn fyrst fyrir um það bil 15 árum. „Þá fór fram knatt- spyrnumót Gróttu sem endaði með grillveislu og Stuðmannaballi.“ Hátíðin stendur nú yfir í þrjá daga, hefst með sundlaugarpartíi fyrir alla fjölskylduna í Seltjarnarneslaug á föstudag og lýkur með appelsínugulri messu í Seltjarnarneskirkju á sunnu- dag. Litaflokkuð hverfi Skemmtilegar hefðir hafa myndast í kringum hátíðina þar sem íbúar hverfa taka sig saman og standa fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi meðan á hátíðinni stendur, svo sem vöfflu- og pönnukökukaffi, götu- grilli og hverfaskemmtun fyrir ball. Að sögn Sjafnar spila hverfin stórt hlutverk á hátíðinni. „Hverfin fimm hafa öll sinn einkennislit og sína hverfisstjóra sem skipuleggja grill- veislu í hverju hverfi með alls konar uppákomum, svo sem heimsóknir frá óvæntum gestum og tónlistaratriðum. Það hefur aldrei verið jafn mikil stemning fyrir þessu og í ár.“ Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu húsaskreytinguna. Dagskrá hátíðarinnar verður fjöl- breytt og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal atriða má finna sundlaugarpartí í Sundlaug Seltjarnarness, brekku- söng, hjólareiðaferð, Gróttudaginn með ýmsum viðburðum og Stuðball á laugardagskvöldinu með hljómsveit- inni Bandmenn. Ýmislegt fleira verð- ur í boði og búast má við nokkrum óvæntum uppákomum yfir helgina. Ingó leiðir brekkusöng Brekkusöngurinn fer nú fram í fyrsta skipti, þó svo að hann hafi verið á dagskránni í fyrra, en leiðinda haustlægð gerði bæjarbúum erfitt fyrir. Veðurspáin er hins vegar góð í ár og býst Sjöfn ekki við öðru en að söngurinn muni óma um bæinn á föstudagskvöld undir stjórn Ingós Veðurguðs og Jóhanns Helgasonar. Bæjarhátíðinni lýkur með appels- ínugulri messu í Seltjarnarneskirkju sem séra Bjarni Bjarnason stendur fyrir. „Kirkjan er í appelsínugula hverfinu, íbúarnir hafa verið að mæta í appelsínugulu og jafnvel með app- elsínugular veitingar,“ segir Sjöfn. Ljóst er að öllu verður tjaldað til, í réttum litum, hvort sem um ræðir skemmtiskokk, stuðball eða kirkju- sókn í bænum um helgina. erla@mbl.is Stuðball og appelsínu- gul messa á Nesinu  Árleg Bæjarhátíð Seltjarnarness fer fram um helgina Ljósmynd/Seltjarnarnesbær Hátíð Hvert hverfi stendur fyrir grillveislu á Bæjarhátíð Seltjarnarness sem fram fer um helgina. Rauða hverfið hélt þessa glæsilegu veislu í fyrra. Það sem af er vertíð er búið að skipa út í flutningaskip um 9.000 tonnum af makríl og síld frá Norðfirði. Í byrjun vikunnar tók skip 2.600 tonn í Nes- kaupstað, von er á öðru skipi í dag og því þriðja eftir helgi. Þá fer mikið af afurðum í gáma sem skipað er út á Reyðarfirði, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar. Haft er eftir Heimi Ásgeirssyni, verkstjóra í frystigeymslum Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, að um þessar mundir séu miklar annir hjá starfsmönnunum og skortur á starfs- fólki. Úr vinnsluskipum er búið að landa í frystigeymslur rúmlega 6.000 tonnum af makríl og síld það sem af er vertíð. Síðustu tvær vikurnar hefur verið nær samfelld vinnsla á makríl og síld í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Vinnslan hefur gengið vel en þó hefur upp á síðkastið verið bagalegt hversu mikið af síld hefur stundum verið í makrílaflanum, en oft hefur verið erf- itt að ná hreinum makrílholum. Þessi blandaði afli dregur töluvert úr af- köstum í fiskiðjuverinu. Miklar annir í síld og makríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.