Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 16

Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 16
Mannskæður jarðskjálfti á Ítalíu 100 km Skjálftinn mældist 6,0 til 6,2 stig og varð klukkan 3.36 í fyrrinótt að staðartíma. RÓM L’Aquila Perugia Ancona Norcia Terni Rieti Amatrice Accumoli Pescara del Tronto Arquata del Tronto MIÐJARÐARHAF ADRÍAHAF RÓM L’Aquila Perugia 200 km Norcia Heimild: USGS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 159 manns fórust í jarðskjálfta sem reið yfir fjallabæi á Mið-Ítalíu í fyrrinótt og óttast var að manntjónið væri enn meira því að margra var enn saknað í gær. Þús- undir manna misstu heimili sitt í hamförunum. Margir þeirra sem létu lífið í skjálftanum voru í bæjunum Acc- umoli, nálægt skjálftamiðjunni, og Amatrice. Hermt var að skjálftinn hefði einnig lagt þorpin Arquata del Tronto og Pescara del Tronto í rúst og óttast var að margir íbúanna hefðu farist. „Þorpið er ekki til lengur,“ sagði sveitarstjórinn í Arquata del Tronto. „Næstum öll húsin í Pescara del Tronto hrundu.“ „Vegirnir að og frá bænum lokuð- ust,“ sagði bæjarstjóri Amatrice, Sergio Pirozzi. „Helmingur bæjarins er horfinn. Fólk er enn undir húsa- rústunum. Skriða féll og talið er að brú geti hrunið.“ Sjálfboðaliðar hófu björgunarstörf skömmu eftir skjálftann og íbúar grófu með berum höndum í húsarúst- unum í örvæntingarfullri leit að ætt- ingjum sínum. „Systir mín og mað- urinn hennar eru undir rústunum, við bíðum eftir gröfum en þær komast ekki hingað upp,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Guiodo Bordo, 69 ára göml- um íbúa þorpsins Illica, nálægt Acc- umoli. „Það heyrðist ekkert til þeirra, við höfum aðeins heyrt í köttunum. Ég var þar ekki en flýtti mér þangað um leið og skjálftinn varð. Þeim tókst að draga börn systur minnar út og þau eru á sjúkrahúsi núna.“ Á meðal þeirra fyrstu sem fundust látnir í þorpinu var níu mánaða barn, en foreldrar þess komust lífs af. Snarráð kona bjargaði hins vegar tveimur barnabörnum sínum, fjög- urra og sjö ára, með því að segja þeim að leggjast undir rúm um leið og hamfarirnar hófust, að sögn ítalskra fjölmiðla. Konan lifði af en eiginmað- ur hennar lét lífið. Björgunarmenn í Accumoli leituðu m.a. að fjögurra manna fjölskyldu í rústum heimilis hennar. „Því miður eru tvö ung börn á meðal þeirra,“ hafði fréttavefur breska ríkisút- varpsins eftir ljósmyndara á staðn- um. „Björgunarmennirnir heyrðu hróp í mömmu þeirra og öðru barnanna.“ Amatrice er fallegur ferðamanna- bær, þekktur fyrir pastasósu sem er kennd við hann, amatriciana, og vin- sæll áfangastaður íbúa Rómar sem sækjast eftir svölu fjallalofti á sumr- in. Margir gestir voru í bænum þegar jarðskjálftinn varð. Flókin flekamót Jarðskjálftar eru algengir á Ítalíu vegna flekahreyfinga Afríkuflekans í suðri og Evrasíuflekans í norðri. Flókin flekamót liggja eftir Ítalíu- skaganum endilöngum og mynda Appenínafjöll, að því er fram kemur í bloggi Haraldar Sigurðssonar eld- fjallafræðings á blog.is. Haraldur lík- ir jarðskorpu Ítalíu við „krumpað dagblað sem er illa troðið inn um póstlúguna heima hjá þér“. „Nú mjakast Afríkuflekinn stöðugt norð- ur um 4 til 5 mm á ári og heldur áfram  „Þorpið er ekki til lengur,“ sagði sveitarstjórinn í Arquata del Tronto AFP Hamfarir Björgunarmenn bera mann úr rústum eftir snarpan jarðskjálfta í bænum Amatrice á Ítalíu í fyrrinótt. Óttast annan snarpan skjálfta á svæðinu » Jarðskjálftinn olli tjóni í fjallabæjum í héruðunum Umbria, Lazio og Le Marche. » Honum fylgdu tugir eftir- skjálta og jarðvísindamenn vöruðu við því að annar snarp- ur jarðskjálfti gæti orðið á svæðinu. » Skjálftans varð vart frá borginni Bologna í norðri til Napólí í suðri. Margir íbúar Rómar vöknuðu vegna skjálft- ans. Leit að fólki í húsarústum 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.390.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.723.600 með vsk. Gripakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum gripakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð og bú na ðu rb irt ur m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og /e ða m yn da br en gl . Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Þú færð ASKO hjá Progastro Uppþvottavélar • Allt úr stáli inní vélunum t.d. spaðar, grindur og fl. • Vélarnar eru gerðar fyrir 12.500 tíma eða daglega 2ja tíma þvott sem sam- svarar ca 16,5 ára endingu Inspired by Scandinavia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.