Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Nú mun komið að
því að Alþingi taki til
umfjöllunar búvöru-
samninga með til-
heyrandi breytingum
á búvörulögum. Þetta
mál er lengi búið að
velkjast í atvinnu-
veganefnd og fréttir
berast af því að þaðan
megi vænta einhvers
óskapnaðar í stíl við
samningana sjálfa.
Búvörusamningar þessir eru
mesta atlaga sem gerð hefur verið
að íslenskum landbúnaði og veltur
því mikið á að þá megi stöðva við
þessa síðustu hindrun.
Ég hef frá því að samningarnir
voru birtir með fjölda greina í fjöl-
miðlum reynt að vekja athygli á
þeirri atlögu að skynsemi sem
gerð er með þessum samningum.
Bændablaðið, sem átti að vera
hinn eðlilegi vettvangur umræðu,
lokaði strax á birtingu þessara
greina þar og varðstaða formanns
BÍ og „áróðursmálaráðherra“ hans
traust. Þannig er lýðræðisástin
þar. Yfirleitt hefur formaður BÍ
ekki sýnt burði til að skýra um-
rædda samninga nema grein sem
hann birti á vef BÍ. Þar hafði hann
hnoðað saman tíu
spurningum um málið.
Í svörunum er urmull
af staðreyndavillum
sem ég hef bent á.
Markverð yfirlýsing
um afskiptaleysi BÍ að
kjörum bænda er þar.
Þó að rækilegar
hindranir hafi þannig
verið lagðar í veg um-
ræðu hef ég orðið
þess var að þessi skrif
hafa vakið bændur til
umhugsunar. Snemma
höfðaði ég til alþingis-
manna. Ég vil hins vegar með
þessu gera aðra tilraun til að
höfða til skynsemi þeirra. Vísa
með skýringar til áðurnefndra
skrifa.
Nautgripasamningur var aldrei
kláraður. Í upphafi funda mun
nefndin hafa lagt mesta vinnu í
þann hluta. Fregnir bárust út til
bænda um hvað væri vélað. Fund-
arhöld voru með bændum í byrjun
árs. Gerð var könnun meðal kúa-
bænda sem mjög laumulega var
farið með en sýndi þó að forysta
bænda ætti ekki erindi með slíkan
samning til framleiðenda. Þá var
brugðið á það ráð að sópa öllu
undir borðið og samningurinn að
mestu óbreyttur til 2019 þegar at-
kvæðagreiðsla skal fara fram um
hvort framhaldið skuli kvótakerfi í
mjólkurframleiðslunni.
Þetta er ákaflega frumleg
ákvörðun. Í stað þess að ræða ít-
arlegar og taka ákvarðanir í fram-
haldi þess skal öllu frestað. Það
verður ekki umflúið að taka af-
stöðu til þess hvort beita eigi stýr-
ingu framleiðslu á þeim örmarkaði
sem hér er eða láta dansa eftir
lögmálum frjáls markaðar. Líklega
hafa einhverjir þegar fengið sig
fullsadda af því. Gildi gripa-
greiðslna hefur aldrei verið metið
hérlendis. Ekki er tekið á meg-
inágreiningi og öllu slegið á frest.
Slíkt stuðlar trauðla að framþróun.
Um sauðfjársamninginn er lík-
lega best að fara sem fæstum orð-
um. Eins og ég hef bent á í fyrri
skrifum verður ekki betur séð en
með samningnum hafi samninga-
nefndinni heppnast að brjóta öll
markmiðsákvæði 1. gr. búvörulag-
anna sem samninginn skal vinna
samkvæmt. Kemst áreiðanlega í
afrekaskrár. Er það sómi Alþingis
að samþykkja samninga sem fót-
umtroða þannig löggjöfina? Telja
alþingismenn slík vinnubrögð
bjóðandi? Þar eru lagðar til
færslur á stuðningi á milli land-
svæða sem birtast í því að stuðn-
ingur er fluttur af þeim svæðum
þar sem greinin er best rekin,
sjálfbærni er mest, landnýting
best og má áfram telja. Í sögulegu
samhengi eru lagðar til tilfærslur
sem siðferðilega eru ekki boðleg-
ar. Í þessari grein skal gripið til
gripagreiðslna sem eru áreið-
anlega mun meira út úr kú en í
nautgriparæktinni.
Nýmæli þessara samninga eru
landgreiðslur. Landgreiðslur eru
hins vegar í þessum samningum
ákvarðaðar án nokkurrar skoðunar
á útfærslu. Ákveðið er að þær
skuli aðeins ná til uppskorins
lands. Allir sem hafa snefil af
þekkingu á íslenskum landbúnaði
sjá hvaða fjarstæða þetta er. Hvar
er meginuppskera vegna hrossa-
ræktar og sauðfjárræktar hér á
landi sótt? Landgreiðslurnar og
tenging þeirra við býlisstuðning
opna hins vegar að mínu viti á
lausnir í mörgum af málum ís-
lensks landbúnaðar. Slíkt kostar
að vísu talsverða skoðun og vinnu.
Þannig vinnubrögð eru hins vegar
bannorð formanns BÍ.
Það sárasta við búvörusamning-
ana er að forysta bænda hefur
snúið sinni bestu stöðu 2014 í þá
verstu sem landbúnaðar hér á
landi hefur þurft að horfa á. Það
sorglega við þetta er síðan það að
staðan hefur orðið slík vegna al-
gers vanmáttar örfárra forystu-
manna samtakanna. Í stað þess að
vinna mál fyrir sterkan samnings-
grunn var ekkert gert. Að hluta er
það áreiðanlega vegna þess að
þessa forystumenn skorti með öllu
framtíðarsýn og hugsjónir sem var
ríkulega að finna meðal forystu-
manna bænda þar til fyrir áratug.
Ég hef bent á hugsanleg mistök
þeirra í mótun á félagskerfi sínu
sem orsök vandans.
Ég bið alþingismenn að hugleiða
þessi orð og skoða frekari rök-
stuðning minn í fyrri greinum.
Þeir hljóta þá, hafi þeir snefil af
sjálfsvirðingu, að fella samningana.
Með því veittu þeir um leið ís-
lenskum landbúnaði verðugan
stuðning. Það gæfi íslenskum
bændum tækifæri til að losa sig
við þá fjóra til fimm forystumenn
sem mestu hafa valdið um ófar-
irnar.
Á meðan þið skylmist innbyrðis
um sæti ykkar á Alþingi mundi ný
forysta bænda í landinu vinna
grunn að nýjum samningavið-
ræðum við nýja ríkisstjórn. Þá
mun vonandi undirstaða fundin
rétt.
Undirstaða rétt sé fundin
Eftir Jón V.
Jónmundsson » Gerð var könnum
meðal kúabænda
sem mjög laumulega var
farið með en sýndi þó að
forysta bænda ætti ekki
erindi með slíkan samn-
ing til framleiðenda.
Jón Viðar
Jónmundsson
Höfundur hefur starfað við flestar
stofnanir landbúnaðarins síðustu
rúma fjóra áratugi.
Bæta þarf hag eldri borgara, t.d.
þeirra sem hafa eingöngu tekjur frá
TSR sem og hjá þeim sem hafa greitt
í lífeyrissjóði til langs tíma en fá lítið
út úr sjóðunum því miður.
Staðan er bág hjá mörgum, t.d.
þeim sem leigja eða skulda í sínu
húsnæði.
Sveitarfélög eiga að sjálfsögðu að
lækka almennt fasteignagjöld hjá
eldri borgurum sem hafa lagt mikið
til samfélagsins gegnum tíðina.
Skoða þarf hvort ekki sé æskilegt
að afnema skatta af úttekt úr sér-
eignarsjóðum upp að vissri upphæð,
t.d. í 3-5 ár eftir að 67 ára aldri er náð
sem væri þá oftast við starfslok þeg-
ar tekjur minnka verulega hjá mörg-
um.
Afnema þarf óréttláta bifreiða-
gjaldið hjá eldri borgurum sem kem-
ur til hvort sem bifreið er ekið mikið
eða lítið.
Einnig þurfa lífeyrissjóðirnir, ríkið
og sveitarfélög að koma að uppbygg-
ingu á hentugu húsnæði fyrir eldri
borgara gegn hófsömu verði/leigu.
Framangreint myndi bæta nokkuð
hag eldri borgara og skapa meiri lífs-
gleði út í samfélagið.
Ómar G. Jónsson, talsmaður sjálfstæða
framfarahópsins fyrir betra samfélag.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Bæta þarf hag eldri borg-
ara með vissum úrræðum
Morgunblaðið/Ómar
Gjöld Margir eldri borgarar telja ýmsa skatta og gjöld ósanngjörn.
SHAREHOLDERS MEETING
OF CCP HF.
MEETING INVITATION
A shareholders meeting of CCP hf., reg. no. 450697-3469, will be held on Thursday 1 September
2016 at 10am at Grandagarður 8, 101 Reykjavík.
Following matters will be on the agenda:
1. Purchase of own shares
The board of directors submits the following proposal before the meeting: “The shareholders’
meeting resolves to grant the board of directors of the company the authority to purchase 1,105,413
own shares, all at once or in separate steps, provided that the company may not own more than
10% of its share capital at any time. Repayment for each share shall at minimum be USD 20 (or the
ISK proceeds thereof if USD is converted to ISK to purchase own shares) and at maximum USD 25
(or the ISK proceeds thereof if USD is converted to ISK to purchase own shares). The purchase of
own shares shall be a part of a scheme to reduce the share capital of the company, cf. Article 57 of
the Act respecting Public Limited Companies No. 2/1995. This authority may be applied by the
board of directors within one year from 1 September 2016, all at once or in steps.“
2. Proposal on amendment of the Articles of Association
The board of directors proposes that Article 2.09 of the Articles of Association is amended to read
as follows: "The board of directors of the company shall be authorized to purchase 1,105,413 own
shares, all at once or in separate steps, provided that the company may not own more than 10% of
its share capital at any time. Repayment for each share shall at minimum be USD 20 (or the ISK
proceeds thereof if USD is converted to ISK to purchase own shares) and at maximum USD 25 (or
the ISK proceeds thereof if USD is converted to ISK to purchase own shares). The purchase of own
shares according to this authorization shall be a part of a scheme to reduce the share capital of the
company, cf. Article 57 of the Act respecting Public Limited Companies No. 2/1995. This authority
may be applied by the board of directors within one year from 1 September 2016, all at once or in
steps. The companycannot provide loanswith its shares as collateral. Voting rights for shares owned
by the company cannot be exercised.“
Icelandic version:
„Stjórn félagsins skal vera heimilt að kaupa 1.105.413 eigin hluti, í einu lagi eða hlutum, að því
tilskyldu að félagiðmá ekki eigameira en 10%af eigin hlutum á hverjum tíma. Endurgjald fyrir hvern
hlut skal vera að lágmarki USD 20 (eða jafnvirði þess krónum ef krónur eru keyptar til að kaupa
eigin hlutabréf) og að hámarki USD 25 (eða jafnvirði þess krónum ef krónur eru keyptar til að kaupa
eigin hlutabréf). Kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt heimild þessari skal vera liður í að lækka
hlutafé félagsins, sbr. 1. tl. 57. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Heimild þessa skal stjórnin nýta
innan eins árs frá 1. september 2016, í einu lagi eða hlutum. Félagið má eigi veita lán út á hluti sína.
Óheimilt er að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem félagið á sjálft.“
3. Other matters
The agenda and final proposals will be available at the company‘s office for shareholders to view,
before the meeting. Ballots and other documents will be delivered at the place of the meeting from
9am on the day of the meeting.
Reykjavík, 25 August 2016
CCP´s Board of Directors
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
brids@mbl.is
Gullsmárinn
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára mánudaginn 22. ágúst.
Úrslit í N/S:
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 199
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 194
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 188
Vigdís Sigurjónsd. - Elísabet Steinarsd. 176
A/V
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 210
Erla Ellertsd. - Hálfdán Hermannsson 203
Magnús R.Jónsson - Pétur Jósefsson 186
Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmundss. 175
Ekki verður spilað í Gullsmára
fimmtudaginn 25. ágúst (húsið upp-
tekið). Alla næstu mánudaga og
fimmtudaga til jóla verður spilað.