Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Tengdafaðir minn, Alvar Óskars- son, er fallinn frá 83 ára að aldri eftir stutta baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem hafði yfirhönd- ina að lokum. Það var kvíðinn ungur maður sem kom á heimili þeirra hjóna, Al- vars og Kristínar, með verðandi eiginkonu, dóttur þeirra hjóna, Re- bekku. Sá kvíði reyndist ástæðu- laus, eftir fyrsta handartak og kynningu hittumst við Alvar aldrei öðruvísi en með þéttu faðmlagi, en það var einmitt þetta sem ein- kenndi tengdaföður minn, ást og umhyggja fyrir alla. Hann var stoltur faðir, afi, langafi og langa- langafi og teljast niðjar Alvars 68 talsins. Alvar fylgdist vel með öllu sínu fólki, gladdist með í velgengni og var til staðar ef miður gekk. Laugardagar í Grænlandsleið- inni og síðar á Eiri voru honum mikil gleði, hann bakaði brauð sér- staklega fyrir heimsóknir skyld- fólksins. Þar var gjarnan mikið masað, skipst á skoðunum og ekki ósjaldan bar pólitík á góma og voru ekki alltaf allir sammála, en það var samt stutt í húmorinn og gleðina. Alvar hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum, þar skein í gegn ást hans á landi og þjóð, hann kom skoðunum sínum fram á Útvarpi Sögu þar sem vel var tekið á móti Alvari og því sem hann hafði fram að færa. Hann endaði alltaf mál sitt á því að segja „veljum íslenskt“. Vil ég þakka stjórnendum Útvarps Sögu fyrir velvild í hans garð. Um leið og ég kveð yndislegan mann vil ég færa Kristínu, tengda- móður minni, börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum mínar dýpstu samúðaróskir. Óskar Áskell Sigurðsson. Minn kæri tengdafaðir er látinn. Hann hafði átti við veikindi að stríða og við vorum undir það búin að hann myndi kveðja okkur fljót- lega, en kallið kom fyrr en búist hafði verið við. Það er alltaf erfitt að kveðja ástvin en okkur fannst Alvar vera sáttur og tilbúinn að fara undir það síðasta. Hann var sí- fellt að hafa orð á því hve heppinn hann væri að eiga svona stóra og góða fjölskyldu og hve mikils virði hún væri fyrir hann. Hann var orð- inn sannkallaður ættfaðir, börnin sex eiga samtals yfir fjörutíu börn og barnabörn. Og öll elskuðu þau afa sinn og langafa innilega. Alvar var einstaklega barngóður maður, börnin löðuðust að honum og áttu við hann skemmtilegar samræður, þau yngri, og rökræður, þau eldri. Því Alvar hafði sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni, aðallega þó pólitíkinni og ekki vorum við öll sammála honum. Hann var fylginn sér og stundum var besta lending- in að vera sammála um að vera ósammála. Kynni mín af Alvari hófust fljót- lega eftir að ég tók saman við elsta son hans. Ég minnist þess hve for- dómalaus hann var í minn garð. Hann var eðlilega forvitinn um mína hagi sem hugsanlegrar til- vonandi tengdadóttur með þetta skrítna nafn, en fyrst minn maður hafði valið mig þá var hann sáttur. Enda þótt það væri ljóst frá fyrsta degi að við ættum ekki samleið í pólitík. Það bar samt aldrei skugga á samband okkar öll þessi ár. Ég fann alltaf fyrir mikilli væntum- þykju frá tengdaföður mínum og virðing okkar hvort fyrir öðru var gagnkvæm. Alvar átti auðvelt með mannleg samskipti. Það var alltaf gott að tala við hann og hann sýndi sam- ferðafólki sínu áhuga. Hin síðari ár var engin lognmolla í kringum Alvar Óskarsson ✝ Alvar Ósk-arsson fæddist 14. maí 1933. Hann lést 14. ágúst 2016. Útför Alvars fór fram 23. ágúst 2016. hann og hafði hann yndi af því að fá fjöl- skylduna í heim- sókn. Oft hitnaði fólki í hamsi þegar tekist var á um ólík sjónarmið í land- spólitíkinni. Eftir á að hyggja finnst mér hann hafa hjálpað okkur hinum að skerpa sýnina á úr- lausnarefni samtím- ans. Það að vera ósammála honum þýddi að þá var maður þó búinn að mynda sér skoðun og gat rökstutt hana. Þegar nýr kærasti eða kærasta bættist í stórfjölskylduna var allt- af sérstaklega spennandi að kynna hann eða hana fyrir Alvari afa. Hvaða viðtökur myndi við- komandi fá? Skoðun afa skipti máli. Hvaða spurninga myndi hann spyrja? Myndi hann eða hún standast prófið hjá afa? Auðvitað var það nánast alltaf raunin. Alvar hafði gaman af matseld hin síðari ár og eldaði gjarnan hefðbundinn íslenskan mat. Þess naut Kristín og aðrir sem áttu leið í Grænlandsleið þar sem þau bjuggu þar til fyrir skömmu. Það var líka gaman að hafa hann sem matargest, því hann kunni að meta góðan mat og hrósa þegar það átti við. Minningarnar eru góðar og margar og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða manni. Hans verður sárt saknað af mörg- um. Ég votta tengdamóður minni, mágum og mágkonum, svila, barnabörnum og barnabarna- börnum samúð mína. Hannele. Nú ertu fallinn frá, elsku afi, og kominn á betri staðinn sem bíður okkar allra. Ég er svo þakklát fyr- ir allt sem þú hefur kennt mér og gefið. Ég man eftir erfiðu tímabili í lífi mínu þar sem ég gat ekki tek- ið ákvarðanir vegna hræðslu um hvað öðrum fannst um mig og ákvarðanir mínar. Þú sagðir mér að kvíðinn væri tilgangslaus og það eina sem skipti máli væri að fylgja hjartanu og gera það sem mér fyndist rétt, annað skipti ekki máli. Við höfum átt margar góðar stundir saman, afi, Snorrabrautin var aðalstaðurinn. Annað eins völ- undarhús hef ég ekki komið í, þar var alltaf hægt að finna gamla og gleymda fjársjóði. Það var alltaf líf og fjör í þessu stóra gula húsi. Ég get ennþá fundið heimilislyktina þar, þetta var afa-ömmu-lykt. Þegar ég faðmaði þig fann ég þessa lykt og hún var svo góð. Síðustu árin tengdumst við bet- ur. Ég var orðin fullorðin og mátti vita allt. Við þurftum hvort á öðru að halda, ég tala nú ekki um þegar klikkuðu dætur þínar komu að ráðskast þá skildum við hvort ann- að því önnur þeirra er móðir mín og hefur reynt það sama við mig og hina gæti ég kallað mömmu tvö því hún hefur lengi reynt að kenna mér lífsins reglur. En við vissum að þær gerðu þetta því þær elska okkur. Ég mun sakna laugardaganna þar sem allir komu til ykkar og hlógu, mösuðu og nutu nærveru hver annars. Þeir verða ekki eins án þín, gamli minn. Við kvöddumst aldrei án þess að láta vita að við elskuðum hvort annað, því það kenndi mamma mér, það er gott að gera það ef eitthvað óvænt gerist. Þú bjóst til stóran hóp af frá- bæru fólki, afi. Það sem ég á eftir að sakna mest er að faðma þig, ég var alltaf svo einstök og mikilvæg þegar ég kom í fangið þitt. Það var svo gott að liggja hjá þér og halda utan um þig, því eins og þú sagðir þá er nærveran yndisleg. Hvíl í friði, elsku afi, þín verður sárt saknað. Þangað til við hitt- umst næst. Ég elska þig. Kristín Eva Óskarsdóttir. Tímarnir breytast og mennirnir með er jú gömul og sígild speki – oft viðhöfð. Nú hafa tímar mínir heldur breyst og ég þá um leið, raunar gjörbreyst. Ég sé nú á bak Stefáni vini mín- um og félaga í svo mörgu til hálfr- ar aldar. Allt frá barnaskóla þegar leiðir lágu fyrst saman hefur vin- átta hans æ verið mér bæði styrk- ur og mikils virði. Strákarnir í strákapörum eins og gengur, við unglingarnir í pæl- ingum á þeim tíma, mennirnir að ræða um alla heima og geima, feð- urnir að bera saman bækur og ferðafélagarnir að skoða og upp- lifa lendur og strendur heimsins. Við gátum setið að tafli og þóst góðir, jafnvel bestir. Í pælingun- um áttum við lausnir og svör við gátum og aðsteðjandi verkefnum hins daglega sem á fjörur okkar rak. Þó að við ættum um tíma heim- ili fjarri lágu leiðir aftur saman og fyrri vinátta hélt áfram hvar frá var horfið. Fjölskyldur okkar tengdust vináttu okkar síðar meir. Ferða- lög og veiðiferðir voru margar, margir eða fáir með í för. Þetta eru gleðistundir sem nú sækja á með söknuði en um leið miklu þakklæti fyrir gengnar götur með góðum og traustum vini. Kæri vinur, margs er að minn- ast, margs er að sakna og allt ber það að þakka. Hugheilar kveðjur til fjölskyld- unnar og heitust ósk um huggun og blessun til fagurra minninga um góðan dreng. Hörður Gunnarsson. Á sunnudagsmorgni fékk ég þær hörmulegu fréttir að vinur minn Stefán Sigurðsson hefði orð- ið bráðkvaddur daginn áður og langar mig að minnast míns góða vinar með fáeinum orðum. Ég kynntist Stebba 1976 er ég byrjaði að læra kokkinn á Hótel Sögu og var Stebbi þá nemi þar. Hann varð strax mikill vinur minn og sagði að ég þyrfti að ná að læra sem allra mest á þessum stutta tíma sem ég væri á Sögu og þess vegna talaði hann við Francois Fons, meistara sinn, og bað hann að taka mig að sér, auðvitað gerði Fonsi það því Stebbi bað hann um það, þannig hugsaði Stebbi um vini sína. Þegar ég svo kynntist konunni minni, þá fórum við að hitta þau hjón Ellu og Stebba og spila spil sem heitir Ka- nasta og spiluðum oft langt fram eftir nóttu og mættum svo bara í Stefán Sigurðsson ✝ Stefán Sigurðs-son fæddist 1. júlí 1956. Hann lést 13. ágúst 2016. Útför Stefáns fór fram 23. ágúst 2016. vinnu daginn eftir þreytt og illa sofin. Það var alveg sama hvenær ég leitaði til Stebba með eitthvað sem ég var að spá í eða var í vandræðum með, alltaf var hann til í að leiðbeina mér. Árið 1979 fór Stebbi sem kokkur á hval- vertíð á Hval 7 og þurfti að fara í smá sumarfrí og bað mig að leysa sig af í þrjár vik- ur, hann sagði að þetta væri nú ekki svo mikið mál og að dallurinn hreyfðist ekki. Ég sagði já, skellti mér og var sjóveikur í þrjár vikur og ég man hvað Stebbi hló mikið að þessu og spurði mig hvort þess- um kafla væri nú lokið í mínu lífi og hélt ég það nú. Eins og oft gerist minnka sam- skipti fólks í amstri dagsins, það liðu nokkur ár án þess að sam- skiptin væru mikil. Síðast liðið ár vorum við farin að hittast mun oft- ar og taka í spil og var farið að skipuleggja spilakvöld fram í tím- ann en örlögin gripu í taumana og sjá til þess að því miður verður ekki af því. Söknuður okkar vegna fráfalls góðs vinar er mikill. Elsku Ella, Stefán Elí, Sigurð- ur, Bjarki og fjölskyldur, okkar dýpstu og innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg og Hörður Ingi. Hjartkær vinur og samstarfs- maður, Stefán Sigurðsson veit- ingamaður í Perlunni, hefur nú kvatt okkur og lokið sinni jarðvist. Kallið kom öllum á óvart en Stefán gegndi erfiðu og umfangsmiklu starfi sem gerði miklar kröfur til hans, allir dagar voru jafnir og vinnudagurinn langur. Ég átti því láni að fagna að starfa samfleytt með Stefáni í 40 ár, fyrst í Brauðbæ – síðar á Hótel Óðinsvéum og þá í Perlunni frá 1990. Góðir vinir eru fágætir og teljast að jafnaði með fingrum annarrar handar, en Stefán varð mér sem slíkur – nánastur og bestur. Það var og er gott að eiga hann sem vin, hann var „gömul sál“ – fíngerður og öflugur í senn, sá aðeins það besta í fólki og dvaldi við það. Enda náði hann yfirleitt að framkalla það besta sem völ var á hjá viðkomandi, sem kom sér vel í starfi hans og lífinu yfirleitt. Hann var sviphreinn og glæsilegur á velli og óvenju vel af guði gerður. Góðum gáfum prýddur og fast- heldinn á vini, sem segir sitt. Stefán var mikill fjölskyldu- maður og áttu margir skjól undir víðfeðmum vængjum hans. Sam- bandið við foreldra hans var ein- lægt, fallegt og gott. Það er mikill harmur að kveðinn hjá aldraðri móður að sjá nú á eftir öðrum syni burtkölluðum í blóma lífsins. Stefán og Elín voru ung að ár- um er þau bundust tryggðabönd- um. Þau bjuggu sér fallegt og gott heimili, eignuðust þrjá drengi sem nú eru uppkomnir og vel mennt- aðir, allir kvæntir ágætis konum, barnabörnin eru sex að tölu, auga- steinarnir hans afa, sem hann þreyttist seint á að tala um. Stefán Sigurðsson lifði eins og hann predikaði, líf hans var fallegt og gott og á allan hátt til eftir- breytni, hann átti sína einlægu barnstrú, var kirkjurækinn og reyndist góður öllum sem hann mætti á lífsleið sinni. Ég mæli fyrir hönd starfsfólks Perlunnar: Það er örstutt síðan við kvödd- um Gísla Thoroddsen, félaga okk- ar og vin, nú er aftur höggvið í sama knérunn og svíður verulega. Við kveðjum þig nú, kæri Stefán, vinur og starfsfélagi, megi góður guð fylgja þér á óförnum slóðum. Einlægur söknuður ríkir nú á vinnustaðnum en minningarnar sem við geymum í hjörtum okkar um þig lifa. Elsku Elín, Stefán Elí, Sigurð- ur, Bjarki og fjölskyldur, megi guðs blessun og friður vera með ykkur. Minningin um góðan dreng lifir að eilífu. Sigrún og Bjarni Ingvar Árnason. Við ótímabært fráfall Stefáns Sigurðssonar vakna margar góðar minningar í hugum okkar. Hann var vinnufélagi okkar til margra ára auk þess að vera vinur okkar og frábær ferðafélagi. Við erum óendanlega þakklát fyrir allar samverustundirnar sem fjölskyld- ur okkar áttu saman á ferðum okkar bæði innanlands og erlend- is. Nú eru erfiðir tímar hjá fjöl- skyldunni og sorgin djúp. Elsku Ella og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur. Samúðarkveðja til ykk- ar allra. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Kæri vinur, hvíl í friði. Berglind, Steinar, Nanna, Smári, Svala, Vilhjálmur og fjölskyldur. Kveðja frá Krummaklúbbnum Lífið tekur oft óvænta stefnu. Það reynum við nú þegar við, skyndilega og óvænt, kveðjum góðan félaga okkar í Krumma- klúbbnum, Stefán Sigurðsson. Krummaklúbburinn var stofnaður 1964. Þar hittast 64 félagar klúbbsins nær vikulega allan vet- urinn til þess að keppa í brids og eiga saman góðar stundir. Stefán hefur verið einn af lykilmönnum Krummaklúbbsins undanfarna áratugi og setið lengi í stjórn hans. Hann var sæmdur gullmerki klúbbsins árið 2014. Fátt er betra til þess að kynn- ast fólki en að keppa við það í spil- um. Stefán var mjög félagslyndur og alltaf glaður og jákvæður í allri umgengni en samt mikill keppn- ismaður við spilaborðið. Það var því alltaf tilhlökkunarefni að hitta hann og setjast að spilum með honum. Hann hafði gaman af að kynnast fólki og fylgdist vel með gengi félaga og klúbbsins. Einnig var hann ætíð boðinn og búinn til að starfa við hin margvíslegu verkefni sem koma upp í svona fé- lagsskap þrátt fyrir umsvifamikið starf sem framkvæmdastjóri Perl- unnar. Hans verður minnst með miklum söknuði. Við í Krummaklúbbnum viljum að leiðarlokum þakka Stefáni langa samfylgd. Hann skilur eftir sig stórt skarð í hópnum og marg- ar góðar minningar. Við sendum Elínu og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Far þú í friði, góði fé- lagi. Guðmundur Jóelsson. Kveðja frá Styrktar- og sjúkrasjóði verslunar- manna í Reykjavík Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík var stofnaður 24. nóvember árið 1867. Sjóðurinn er líknarfélag og hefur Stefán Sigurðsson verið þar öflug- ur félagi í mörg ár. Undanfarin ár hefur hann setið í stjórn sjóðsins, síðast sem gjaldkeri, og unnið að undirbúningi 150 ára afmælis sjóðsins sem verður á næsta ári. Stefán var góður maður, mikill vinur vina sinna og vildi öllum vel. Hann var ávallt hlýr í viðmóti, hafði gaman af samskiptum við fólk og lét sér annt um það. Hann var ævinlega jákvæður og kom sjónarmiðum sínum á framfæri á sinn hægláta og yfirvegaða hátt. Orðum Stefáns var jafnan gaumur gefinn, einkum er hann kvað þungt að með hægðinni, og þegar mál virtust vera að sigla í strand benti hann tíðum á óvænt- ar lausnir. Við áttum von á að njóta félagsskapar hans um langa tíð en enginn ræður sínum næt- urstað. Hans verður því sárt sakn- að. Nú þegar að kveðjustund er komið þökkum við félagar í Styrktar- og sjúkrasjóði verslun- armanna í Reykjavík Stefáni fyrir áratuga samfylgd og sendum El- ínu, konu hans, og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Þeirra missir er mikill. Blessuð sé minning Stefáns Sigurðssonar. Ásbjörn Einarsson, formaður. Ég held ég hafi verið átta ára þeg- ar ég gekk að afa og þuldi upp fyrir hann ljóð eftir mig. Ætlunin var líklega að hækka aðeins í áliti hjá honum og ef- laust ekki vanþörf á. Afi leit á mig stoltur á svip en fann sig þó strax knúinn til þess að koma með betri útgáfu af ljóð- inu og það á svipstundu. Mér fremri í því eins og flestu öðru og átti oftar en ekki erfitt með að sitja á sér. Það var þó ekki alltaf löstur. Enda vissi hann í raun og sann Haraldur Jónasson ✝ Haraldur fædd-ist 4. ágúst 1926. Hann lést 13. ágúst 2016. Útför Haraldar fór fram 23. ágúst 2016. yfirleitt betur og var það mitt að kyngja stoltinu um stund og læra af meistaranum. Afi var nefnilega meistari á alla vegu sem kom svo sann- arlega í ljós á hans allra síðustu árum. Þá fékk hans innri maður að blómstra sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og það er hans sanni eftirmáli. Halli afi var skáld. Hann var sælkeri, töffari og ótrúlega mik- ið snyrtimenni. Hann elskaði sitt fólk og allt það sem tengd- ist honum. Hann elskaði Svönu ömmu fram á seinasta dag. Hann var framúrskarandi minn- ugur, listrænn og vel að sér. Hann var góður og tryggur sínu og sínum. Hann var passasamur, hóflegur og fór ólýsanlega vel með eigur sínar. Halli afi var góður maður og ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt hann að. Elsku Halli afi minn. Ég trúi því að þú sért kominn í faðm konunnar sem þú elskaðir út æv- ina og ef þið eruð einhverstaðar þá eruð þið á skautum. Takk fyrir leiðsögnina, takk fyrir stundirnar og takk fyrir hlýjuna. Takk fyrir að leyfa okk- ur að kynnast þér upp á nýtt. Þín, Herdís Sólborg Haraldsdóttir. Þegar einhver nákominn manni fer er eins og það risti í barnshjartað. Eins og maður verði aftur lít- ill og allur hversdagurinn og er- illinn víki og maður nær að tengja aftur við sjálfan sig, sitt saklausa sjálf – allt annað hættir að skipta máli. Þegar ég horfi til baka þá rifjast ýmislegt upp. Þú kenndir mér margt, meðal annars að teikna hesta, fara með ljóð og þú reyndir að kenna mér að borða allan matinn minn. Mér er það mjög minnisstætt þegar þú varst óþreytandi að hlusta á mig æfa mig syngja öll erindin um kvæðið um fuglana. Elsku afi, nú ertu kominn til elsku bestu ömmu Svönu og ég veit að þér líður aftur vel. Ég sé ykkur saman þar sem þið dans- ið saman á skautum yfir ísilagð- an himininn. Þú elskaðir ljóð eins og ég og vil ég fá að kveðja þig, afi minn, á þessum lokaljóðlínum úr ljóð- inu okkar. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðar- stól, og setjast loks á silfurbláa tjörn, og syngja fyrir lítil englabörn. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís, nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Helga Finnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.