Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Gunnar Hjálmar
Jónsson var um
margt sérstakur
maður. Þeir sem
voru svo lánsamir að kynnast
þessum músíkalska sagnamanni
úr Reykhólasveit urðu gjarnan
fyrir áhrifum sem settu mark á
lífsstefnu þeirra upp frá því.
Kennarinn Gunnar opnaði nem-
endum nýja sýn með leik sínum,
gítarinn varð í höndum hans jafn-
oki annarra klassískra hljóðfæra
og á löngum og farsælum
kennsluferli varð hann faðir og afi
margra íslenskra gítarleikara. En
það var margt annað í fari Gunn-
ars sem hollt var að kynnast.
Hann hafði óvenjuríka réttlætis-
kennd og samúð með þeim sem
áttu undir högg að sækja. Í stuttri
grein verður aðeins tæpt á fáein-
um myndum sem leita á hugann.
Hæst ber þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast Gunnari, hug-
sjónum hans og viðhorfum.
Það atvikaðist svo að Gunnar
varð örlagavaldur í sögu Tónskól-
ans. Þegar Sigursveinn D. Krist-
insson hóf undirbúning að stofnun
skólans þurfti að yfirstíga ýmsar
hindranir. Gunnar frétti af áform-
um Sigursveins og kom ásamt
stórum nemendahópi til liðs við
skólann. Þar með voru uppfyllt
skilyrði nýsamþykktra laga um
fjölda nemenda og var þá hægt
með fullum rétti að sækja um
Gunnar Hjálmar
Jónsson
✝ Gunnar Hjálm-ar Jónsson
fæddist 17. mars
1929. Hann lést 13.
ágúst 2016.
Útför Gunnars
fór fram 24. ágúst
2016.
framlög til starfsem-
innar. Gunnar var í
hópi fyrstu kennara
skólans og náinn
samstarfsmaður
Sigursveins, milli
þeirra ríkti ávallt
gagnkvæm virðing.
Síðar þegar Tón-
skólinn eignaðist
eigið húsnæði við
Hellusund 7 tók
Gunnar að sér hús-
vörslu og fleiri störf auk kennsl-
unnar, þar á meðal fjölritun, af-
greiðslu og upplýsingagjöf. Það
var dýrmætt fyrir skólann að hafa
mann sem helgaði sig starfinu
með þeim hætti sem Gunnar
gerði. Hann var ávallt til staðar,
tilbúinn að leiðbeina og aðstoða.
Eins og komið hefur fram var
Gunnar örlátur á tíma sinn. Í
kennslunni var stundum ekki
fylgt strangri stundaskrá, kennsl-
an líktist meira því sem kallað er
masterklass. Oft var þröngt því
mikilvægt var að mati meistarans
að nemendur hlýddu á leik hver
annars og tækju þátt í umræðum
um list og leiktækni. Þarna varð
til öflugur nemendahópur, nokk-
urs konar akademía, sem tileink-
aði sér það viðhorf að árangur
næðist aðeins með skipulögðum
æfingum og fórnfýsi. Úr þessum
nemendahópi Gunnars uxu þeir
upp sem síðar útskrifuðust úr
Tónskólanum og gerðu gítarleik
að ævistarfi.
Gunnar var fjölhæfur hljóð-
færaleikari. Auk gítarsins lék
hann á mörg strengja- og strok-
hljóðfæri og undirritaður minnist
hans sem góðs félaga spilandi á
þverflautu í Lúðrasveit verka-
lýðsins. Greiðvikni Gunnars kom
sér oft vel. Minnisstætt er þegar
hann settist meðal nemenda í
skólahljómsveitina í Tónskólan-
um með víóluna sína, en sú grein
var hvað fámennust. Eftir að
Gunnar flutti norður til Akureyr-
ar 1980 kenndi hann fleiri greinar
með eftirtektarverðum árangri.
Geir Gunnarssyni og fjölskyldu
er vottuð dýpsta samúð.
Með virðingu, þakklæti og
kveðjum frá samkennurum við
Tónskóla Sigursveins.
Sigursveinn Magnússon.
Í dag kveðjum við eftirminni-
legan, litríkan mann sem aldrei
fór troðnar slóðir og mundi tím-
ana tvenna. Hann var snillingur á
tónlistarsviðinu, fjölhæfur, næm-
ur á tilfinningar fólks, sérstaklega
nemenda sinna sem hann hvatti
til dáða á sinn einstaka hátt. Hann
var vel að sér um sögu lands og
þjóðar og góður sögumaður. Á
myndrænan hátt sagði hann frá
tónlistar- og menningarlífi eftir-
stríðsáranna í Reykjavík og allt til
1980 þegar hann fluttist til Akur-
eyrar. Hann var góður ljósmynd-
ari og mikill tæknikall með fullt af
græjum.
Fyrstu kynnin voru þegar
Ólafur sótti gítartíma til hans á
Njálsgötuna. Þráðurinn var svo
tekinn upp þegar Gunnar fluttist
til Akureyrar. Enginn af okkar
dyggu heimilisvinum hefur oftar
komið í Oddeyrargötuna síðustu
áratugi. Gunnar spilaði í öllum
okkar fjölskylduathöfnum og var
oft sungið við stofuorgelið. Sér-
staklega voru Fjárlögunum gerð
góð skil þegar Sigríður móðir
Kristínar var í heimsókn.
Gunnar var nærgætinn og
hjálplegur, ekki síst þegar ein-
hver á heimilinu átti í veikinda-
basli. Heimspekilegt spjall í
amstri daganna, gítarkennsla,
stofutónleikar, fjallgöngur og
ferðalög. Allar góðar samveru-
stundir eru þakkaðar og geymdar
í festi minninganna. Gunnar var
sjálfstæður á sínu heimili og af-
þakkaði alla heimilisaðstoð þar til
hann gekk inn á sjúkrahúsið
stuttu fyrir andlátið. Hann var
starfsfólki heilsugæslunnar og
sjúkrahússins afar þakklátur fyr-
ir góða umönnun. Geir syni Gunn-
ars og fjölskyldu hans vottum við
hluttekningu okkar.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Kristín Sigfúsdóttir,
Ólafur Hergill Oddsson.
„Ert þú Guð almáttugur?“ spyr
stúlkan. „Nei, alla vegar skeikar
þar á einum starf: ð fyrir f,“ svara
ég. „Nú, hvernig má það vera?“
spyr þá stúlkan. „Ja, ég gæti frek-
ar gert allt að engu, en sagt er að
hann hafi gert allt af engu.“
Hér vitna ég í eina af sögum
Gunnars vinar míns, lífskúnst-
ners og kennara, sem hann miðl-
aði í viðtali við okkur Bjarka
Sveinbjörnsson í febrúar 2011.
Viðtalið er aðgengilegt á Ísmús-
síðu um Gunnar.
Það hefur líklega verið 1966
sem leiðir okkar Gunnars lágu
saman fyrst – félagi í Kópavog-
inum sagði frá þessum ótrúlega
gítarkennara. Gunnar bjó þá á
Njálsgötu 27 og kenndi þar í bak-
húsi sem enn stendur. Mér þótti
þessi maður strax merkilegur og
skemmtilegur. Hann fiskaði eftir
því hvar áhugi stráksa lá, sagði
sögur og spilað fyrir mig klass-
íska gítartónlist þegar bítlalög
voru annars helsta áhugamálið.
Margt snérist í huga ungs manns-
ins á rölti eftir Njálsgötunni úr
spilatíma hjá Gunnari. Eitthvað
hef ég nefnt við meistarann að
fiðlan heillaði mig. Þá var stutt í
sögur af Felzmann, Birni Ólafs-
syni og öðrum snillingum. Og áð-
ur en varði var ég líka kominn í
fiðlunám hjá Gunnari.
Ekki man ég hvernig það gerð-
ist en á einhverjum punkti var ég
ekki lengur í einkatímum hjá
Gunnari heldur nemandi hans í
Tónskóla Sigursveins. Símon og
Kjartan höfðu byrjað fyrr hjá
honum og maður leit upp til
þeirra. Svo man ég eftir að hafa
heyrt mjög efnilegan ungan
dreng spila í sal sem skólinn not-
aði á Skólavörðustíg 18, sá var
Arnaldur Arnarsson. Fullyrða má
að stór hluti þeirra gítarleikara
sem auðgað hafa menninguna
undanfarna áratugi hafi átt Gunn-
ar að læriföður, eða -afa; innblást-
ur Gunnars náði að vekja í fólki
kennarann ekki síður en spilar-
ann.
Fljótlega kynntist ég Sigur-
sveini D. Svo komu árin öll í
Hellusundinu þar sem Gunnar
bjó um tíma sem húsvörður. Allt
það góða fólk og merkilega sem
þar kom við sögu, nemendur og
kennarar, markaði varanleg spor
í tilveruna. Eftir á að hyggja, var
meistari Gunnar H. að mörgu
leyti miðja þessa tíma. Hann vís-
aði veginn beint og óbeint; með
gæsku, sögum, hjálpsemi og mik-
illi umhyggju; beindi manni í að
kenna eða að spila fyrir fólk.
Þó Gunnar væri oft fremstur
kappa í sögum sem hann sagði
fylgdi þar fátt um hans persónu-
legu hagi; um prívat mál var ekki
talað. Æskan var áreiðanlega erf-
ið fyrir vestan og skólaganga
varla lengri en sex mánuður í
heildina segir hann í áðurnefndu
viðtali. Þegar til Reykjavíkur kom
vildi þessi gáfaði og listhneigði
maður nema tréskurð hjá Rík-
harði. Ekki gekk það eftir. Þess í
stað lærði hann í stuttan tíma gít-
ar- og fiðluspil meðfram annarri
vinnu. Náttúrulegir hæfileikar,
innsæi og læsi á mannleg sam-
skipti bættu upp það sem á kann
að hafa skort í formlegri mennt-
un.
Ég á Gunnari H. Jónssyni mik-
ið að þakka eins og vafalítið á við
um flesta sem kynntust þessu
merka manni. Alveg er víst að lífið
hefði orðið annað ef ég og þessi
góði maður hefðum ekki náð sam-
an á veginum.
Við Erla vottum Geir, barna-
börnum og vinum samúð þegar
meistari Gunnar H. Jónsson er nú
kvaddur.
Jón Hrólfur Sigurjónsson.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson.)
Innstu dyrnar á ganginum
opnast: í gættinni stendur bros-
leitur eldri maður með hátt enni
og hvítt stutt hár og býður vel-
kominn þennan sex ára gutta sem
ætlar að verða gítarleikari. Í her-
berginu alls konar strengjahljóð-
færi sem endurvöktu tónlistar-
áhugann, sem áður hafði verið
kaffærður þegar óskum mínum
um að verða trommuleikari var
fyrst mætt af fálæti en mér síðan
gefinn kostur á að mæta í stirða
tónfræðitíma þar sem misupp-
veðruð leikskólabörn púkablístr-
uðu á blokkflautur.
Segir fátt af þessum fyrsta
vetri annað en að við æfðum og
gripum stundum í kontrabassa.
Ég hef líklega verið rétt rúmur
metri á hæð, þannig að ég ein-
beitti mér að því að plokka
strengina, Gunnar stýrði vinstri
hendi og ákvað þannig hvaða lag
var verið að spila.
Við héldum tónleika þar sem
við stoppuðum nánast strax, enda
ósammála um hvaða lag var verið
að spila. Móðir mín var eini áhorf-
andinn á þessum tveggja manna
einleikaratónleikum á kontra-
bassa og rifjaði oft upp með brosi.
Svo liðu árin. Við komum fram
á fleiri tónleikum þar sem lærðist
mikilvæg lexía: alltaf að halda
áfram þótt maður geri feilnótu.
Laglínurnar urðu smám saman
flóknari, lögin lengri. Ég tamdi
mér samt þann ósið að mæta
óæfður í tíma. Við æfðum okkur í
tímum, en heima hafði ég enga
þolinmæði í að sitja einn og berj-
ast við nóturnar. Í tímunum með
Gunnari var auðveldara að spila.
Ég skánaði hægt og bítandi en
var ekki sérstakur nemandi á
þessum árum. Það hefði verið
auðvelt að afskrifa nemanda eins
og mig sem æfði lítið heima, hafði
ekki áhuga á tónfræði, rétt staut-
aði mig fram úr nótnalestri, lærði
ekki skala, tók ekki stigspróf –
gat bara hlustað og hermt. Sumu
fólki eru hins vegar lítil takmörk
sett hvað þolgæði og þrautseigju
snertir.
Þrátt fyrir hægfara framgang
fann ég alltaf fyrir áhuga fyrir
manni. Ef maður mætti óæfður
var bara spjallað og svo tekið til
við að æfa laglínur. Eftir ferm-
ingu bauðst mér að skipta yfir á
rafbassa og þá vaknaði tónlistar-
ástríðan fyrir alvöru. Ég tók mikl-
um framförum á skömmum tíma.
Fyrstu skrefin í rafbassaleik steig
ég fyrir tilstuðlan Gunnars. Hann
gerði ráðstafanir til að virkja
ástríðuna, kom mér í samspil og
seinna meir til annars kennara til
að halda áfram að bæta sig.
Það sem var verðmætast í
náminu með Gunnari, bæði hvað
varðar gítarnámið og upphafsárin
á rafbassa, var eftir á að hyggja
þrennt; að æfa sig að hlusta, að
kynnast þolinmæði og læra að
skilja tónlist. Gunnar kenndi mér
ekki það eitt að vera hljóðfæra-
leikari, hann hjálpaði mér að
skilja tónlist. Öll þessi ár í hálf-
gerðu Suzuki-námi að pikka upp
laglínur, skilja hljómaganga,
þessi umskipti milli hljóðfæra og
geta séð hvað er líkt og ólíkt með
þeim – það á ég gamla kennaran-
um mínum að þakka. Afstaða
hans til tónlistar var stéttlaus og
hann kunni bæði vel við sig sem
klassískur gítarleikari og bassa-
leikari í danshljómsveit. Hann
hafði yndi af samspili en líka ein-
lægan áhuga á mannfólki. Þegar
maður hitti hann á förnum vegi
var ómögulegt annað en að spjalla
og hlusta á nokkrar skemmtisög-
ur. Og hann spurði með vinsemd
um hvað dagarnir báru með sér.
Nú, löngu eftir að maður er
hættur námi hugsar maður hlýtt
til Gunnars, þess sem hann
kenndi og miðlaði. Við fráfall hans
rifjast upp margar dýrmætar
æskuminningar. Það er því með
sorg, en einnig af þakklæti og
virðingu, sem ég kveð þennan
læriföður.
Hjálmar Stefán Brynjólfsson.
Í bernsku geta
nöfn afa og ömmu
vafist fyrir manni,
sérstaklega ef þau
eru svipuð í móður- og föður-
ætt. Þóra amma var alltaf köll-
uð „amma á grasinu“ vegna
þess að stór grasflöt var í
kringum húsið hjá þeim, þar
sem gaman var að leika sér.
Síðla sumars var grasflötin sér-
lega vinsæl því þá var hægt að
stelast í sól- og rifsberin sem
spruttu í miklum mæli á runn-
um garðsins og amma sagði
aldrei neitt þótt við stæðum á
beit í berjunum.
Þóru ömmu leið best í útiveru
enda varði hún mörgum stund-
um úti við með afa í Fljótshlíð-
inni þar sem þau byggðu litla
rauða sumarhúsið sitt og rækt-
Þóra
Björgvinsdóttir
✝ Þóra Björg-vinsdóttir
fæddist 7. janúar
1928. Hún lést 16.
ágúst 2016.
Útför Þóru fór
fram 24. ágúst
2016.
uðu af mikilli elju-
semi sinn eigin
skóg. Okkur
systrunum þótti
endalaust skemmti-
legt að þræða
þennan ævintýra-
skóg og kíkja á
fossinn. Einhvern
veginn tókst þeim
einnig að skapa sitt
eigið veðurfar við
rauða sumarhúsið
því þar var nær alltaf 22 stiga
hiti og sól.
Amma og afi voru einnig
dugleg að ferðast um landið og
níu ára peyja þótti afskaplega
vænt um þegar þau heimsóttu
hann í sveit til Vopnafjarðar. Í
þeirri heimsókn var meðal ann-
ars farið með drenginn og rennt
fyrir silung í Nykurvatni. Þau
ferðuðust líka alla leið til Wis-
consin þegar sami drengur var
þar við háskólanám. Sú ferð var
um margt eftirminnileg og þá
sérstaklega dagsferð til Chi-
cago, því við villtumst í versta
skuggahverfi borgarinnar og
það tók okkur langan tíma að
komast þaðan út. Sú ferð kallaði
á talsvert af brjóststyrkingar-
meðulum til að róa taugarnar.
Amma var tignarleg kona
sem lumaði alltaf á nokkrum
skemmtilegum bröndurum en
hún lét afa eftir að segja þá sem
voru tvíræðir. Síðustu tvö árin
lagði ellin sífellt þyngri byrðar
á ömmu. Amma spyrnti við og
lagði mikið upp úr að halda
reisn og láta Elli kerlingu ekki
ná yfirhöndinni. En glímu við
þá kerlingu hefur engin unnið
til þessa. Í ljós kom að amma á
grasinu var í raun amma nagli
sem aldrei kvartaði undan sára-
uka. En nú er friðurinn kominn
yfir þig, amma, og við vitum að
þú ert komin á hlýjan og góðan
stað. Bless, elsku amma.
Björk, Friðrik og Lilja.
Ótal hugsanir flugu í gegnum
hugann er við settumst niður til
að skrifa grein um ömmu Þóru
sem dó á Sólteigi, Hrafnistu 16.
ágúst síðastliðinn. Hvernig
skrifar maður minningargrein
um einhvern sem skipað hefur
stóran sess í lífi manns? Hvern-
ig kveður maður einhvern sem
manni þykir vænt um? Við er-
um svo heppnir að eiga margar
minningar tengdar ömmu og afa
en ekkert eitt orð lýsir þeirri
manneskju sem amma var. Í
okkar augum var hún einstök
amma, fágaðri og fallegri konu
var erfitt að finna.
Amma var mestalla ævi sterk
og heilsuhraust kjarnakona. Í
hvert skipti sem við komum í
heimsókn var allt tipp topp,
ekki kusk að sjá og allt í röð og
reglu, þannig vildi hún hafa það.
Ömmu fannst mjög gaman að
gefa okkur að borða, allavega
fannst okkur það, því þegar bú-
ið var að segja nei takk, ég er
ekki svangur, gafst maður upp
eftir þriðju synjun og fékk sér
brauðsneið og endaði það í 4 til
5 sneiðum. Oft leið okkur eins
og fallegri gæs frá Frakklandi,
það var troðið í okkur brauði
svo við yrðum klárir fyrir jólin.
Síðan áttum við ófáar ferðir í
Fljótshlíðina, í bústaðinn góða,
sem voru oft á tíðum mjög
skemmtilegar. Alltaf fannst
okkur vera gott veður þar enda
þegar amma og afi voru spurð
hvernig veðrið ætti að vera
næstu daga var svarið: „Það er
alltaf gott veður í Fljótshlíðinni,
punktur.“
Við erum þakklátir fyrir hlut-
verk ömmu í lífi okkar og mun-
um ávallt minnast hennar með
hlýhug, væntumþykju og virð-
ingu. Blessuð sé minning henn-
ar.
Þínir dóttursynir,
Jóhann, Baldur og Bjarni.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BRYNDÍS DÓRA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Mánatúni 2, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
mánudaginn 29. ágúst klukkan 15.
Starfsfólki Sóltúns er þökkuð góð umönnun. Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Líknarsjóð Oddfellowreglunnar.
.
Jón Þór Jóhannsson,
Þorleifur Þór Jónsson, Þórdís H. Pálsdóttir,
Stefanía Gyða Jónsdóttir, Benjamín Axel Árnason,
Jóhann Þór Jónsson, Þórunn Marinósdóttir,
Bergrún Svava Jónsdóttir, Ragnar Baldursson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
HELMOUT KARL KREIDLER
sjóntækjafræðingur,
varð bráðkvaddur 19. ágúst. Útför hans fer
fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2.
september klukkan 13.
.
Steinunn Kristjánsdóttir,
Einar Victor Karlsson,
Dagur Freyr Einarsson, Eydís Lára Einarsdóttir.
Við þökkum aðstandendum og vinum fyrir
samúð og hlýhug vegna andláts
ARNOLDS B. BJARNASONAR,
Markarflöt 14.
.
Jóhanna Boeskov,
Georg A. Bjarnason, Ragnheiður Hlynsdóttir,
Ásgeir H. Bjarnason, Ásta Andreassen,
Birna Bjarnason-Wehrens, Horst Wehrens,
Örn Bjarnason, Ágústa Kristmundsdóttir,
Áslaug Arnoldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.