Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Dalbraut 3, Reykjavík, fnr. 201-7293, þingl. eig. Laugarásvídeó ehf.,
gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 29. ágúst nk. kl. 11:00.
Hofteigur 24, 201-9303, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Ragnarsdóttir,
gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Íbúðalánasjóður og Orkuveita
Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 29. ágúst nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
24. ágúst 2016
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Helgistund á vegum Seljakirkju
kl. 10.30-11. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Línudans með Eddu
kl. 13. ZUMBA-gold: 8 vikna námskeið hefst 22. ágúst kl. 10.30 á
mánudögum og fimmtudögum. Skráning hafin á feb@feb.is og í
síma 588-2111.
Boðinn Handavinnustofan opin frá 9-15 og brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, stólajóga í parketsal kl. 10.30,
prjónakaffi í vinnustofu kl. 14.
Garðabær Heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Handavinnu-
horn kl. 13 í Jónshúsi.
Gjábakki Handavinna kl. 9, jafnvægisþjálfun kl. 13 og 14, létt hreyf-
ing kl. 15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í
hléi. Púttvöllurinn okkar er opinn á opnunartíma félagsmiðstöðvar-
innar, endilega notið góða veðrið .
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, lífssöguhópur kl. 10.50,
síðdegiskaffi kl. 14.30, Sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30 og línudans
kl. 15. Ferð á Reykjanesið miðvikudaginn 31. ágúst, allir velkomnir
með, óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790..
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja / listasmiðja með leið-
beinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, bókabíllinn kl.10-10.30,
upplestur kl.11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga
með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í
síma 411-2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg, óháð aldri og
búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari
upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Vöfflukaffi og kynning á vetrarstarfinu í dag kl. 14 í
Félagsheimili Seltjarnarness. Allir velkomnir.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið kl. 10.30.
Nú verðum við í salnum í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4, leiðbein-
andiTanya. Qigong-námskeið hefst 30. ágúst, leiðbeinandi Inga Björk.
Skráning hafin á námskeiðin.
Vesturgata 7 Föstudaginn 26. ágúst kl. 13-14 hefst söngstund við
flygilnn við undirleik Gylfa Gunnars, allir velkomnir, kaffisala kl. 13-14.
Glerskurður (Tiffanys) hefst þriðjudaginn 6 september kl. 13-16, leið-
beinandi Vigdís Hansen. Enska framhald hefst föstudaginn 16. sept-
ember kl. 10-12, leiðbeinandi Peter Vosicky.Tréútskurður byrjar í októ-
ber, leiðbeinandi Lúðvík Einars. Nánari upplýsingar og skráning á
námskeiðin í síma 535-2740. Allir velkomnir óháð aldri.
Smáauglýsingar
Dýrahald
Shetland Sheepdog
Sheltie hvolpar til sölu, tilbúnir til af-
hendingar heilsufarsskoðaðir og
ættbókarfærðir.
Uppl. í síma 8638596.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókhald, endurútreikning
og vsk.
Hafið samband í síma: 861-6164.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Ljúfsárar stundir
á tímamótum leggj-
ast misjafnlega í
menn.
Við kveðjum góða
manneskju um þess-
ar mundir, konu sem bjó yfir
sérstökum hæfileikum; greind,
var hugguleg og gædd sterkum
lífsvilja, sem sannast á ýmsu
og þá sér í lagi að þrátt fyrir
allt sem hún gekk í gegnum
náði hún að afreka eitt og ann-
að, áður en hún komst á sinn
háa aldur.
Ester Snæbjörnsdóttir
fæddist 7.9. 1923, hún var frá
Húnavatnssýslu. Foreldrar
hennar voru Snæbjörn Guð-
mundsson og Elín Pétursdóttir
Blöndal. Hún giftist Sigurbirni
Árnasyni.
Börn þeirra urðu tíu sam-
tals, þar af átta drengir og
tvær telpur.
Ester Snæbirna
Snæbjörnsdóttir
✝ Ester Snæ-björnsdóttir
fæddist 7. september
1923. Hún lést 31.
júlí 2016.
Útför Esterar fór
fram 10. ágúst 2016.
Mamma bar
af öðrum konum
til orðs og æðis
að miklu leyti og
við litum öll upp
til hennar.
Þó ég vildi
ekki kveðja
mömmu, var við
þessu að búast
og ég og mínir
kveðjum með því
að þakka þér,
elsku mamma,
fyrir allt gott, skemmtilegt og
gagnlegt sem þú bentir á,
kenndir mér og öðrum og
trúðir mér fyrir. Þakka fyrir
allar okkar ótalmörgu og ára-
tuga löngu samverustundir.
Fáar konur komust með
tærnar þar sem þú hafðir hæl-
ana og mundu að sjálfsögðu
ekki heldur geta í nútímanum.
Annars var mjög oft glatt á
hjalla hjá okkur með þér,
hvort það var undir fjögur
augu, í fámenni eða í stórum
hópum – Mömmu og ömmu
Ester.
Alvörustundir komu og voru
þar inn á milli en alltaf birti til
hjá okkur.
Ei vitkast sá, er verður aldrei
hryggur,
hvert vizkubarn á sorgar brjóstum
liggur.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Brot úr ljóði sem kom upp í
hugann, ásamt fleiru af göml-
um sögnum, fallegum ljóðum,
söngvum, laglínum og sam-
blandi af hinu og þessu. Huga
minn og annarra í ljúfsárum
sætindunum.
Mamma, þú ert elskuleg mamma
mín,
mér finnst gott að koma til þín.
…
Þú varst drottning í hárri höll.
…
(Freymóður Jóhannsson.)
Elsku mamma – Þín verður
sárt saknað.
Ég kveð þig með því að
óska þér góðrar ferðar til
hvaða staðar sem þú kýst helst
að dvelja á eða í „yndislegri
sveitinni“, eins og þú sjálf
sagðir. Þú verður alltaf í huga
okkar, veit ég og vona sem
fyrr að þú hafir það gott sem
forðum og þaðan muntu eða
ert jafnvel að fara til himna-
ríkis.
Í trú, von og kærleika – hvíl
þú sæl.
Aðalheiður (Allý) Sig-
urbjörnsdóttir, börn og
barnabörn.
Elsku amma
mín, núna ertu far-
in frá okkur en
skilur eftir hjörð af
góðu fólki.
Ég man alltaf eftir því
hversu gaman var að koma á
Laugaveginn í heimsókn, fá afa-
kúlur og fela mig í fataskápn-
um.
Hversu mikið maður hefur
lært af því að fá að umgangast
þig og þann heiður að hafa
fengið að vera hluti af lífi þínu.
Ég veit að við áttum sumt
óuppgert, en ég veit það líka að
innst inni hafðirðu alltaf trú á
mér og vildir mér alltaf allt það
besta.
Núna ertu komin á betri stað
til hans afa þar sem þú vilt
vera.
Aldrei gleymi ég öllum sam-
tölum okkar og öllum minning-
unum sem við eigum saman,
elsku amma mín, þú munt alltaf
lifa í hjarta mínu og ég veit þú
vakir yfir mér.
Minn kæri Guð, taktu á móti
ömmu minni í ljósið bjarta.
Með englum þínum hún elsku hljóti,
efst þar mun hún kærleik skarta.
Þinn,
Grétar Þór Jónsson.
Elsku amma.
Ég átti svo erfitt með að
sætta mig við það að ég væri að
kveðja þig í hinsta sinn þegar
ég söng fyrir þig kvöldið áður
en þú kvaddir.
Amma, það er svo margt sem
ég hef að þakka þér, þú hafðir
alltaf góðar og skemmtilegar
sögur að segja og minningarnar
mínar með þér mun ég alltaf
geyma í hjartanu.
Þegar ég var yngri og vissi
að þú værir að koma vestur
beið ég spennt því alltaf þegar
þú varst hjá okkur vissi ég að
ég fengi að sitja með þér á
Elísabet
Þórðardóttir
✝ Elísabet Þórð-ardóttir fædd-
ist 24. apríl 1932.
Hún lést 16. ágúst
2016.
Útför Elísabetar
fór fram 24. ágúst
2016..
morgnana og borða
ristað brauð með
osti og sultu, sem
var bara hefð þeg-
ar amma kom.
Einnig var ég alltaf
fljót til þegar rútur
komu til Flateyrar
og stoppuðu ná-
lægt húsinu okkar
að athuga hvort þú,
elsku amma mín,
leyndist nokkuð
með í hópnum.
Við Addi bróðir veifuðum líka
alltaf flugvélum sem við sáum
og sögðum „við biðjum að heilsa
ömmu“.
Ég gleymi aldrei þegar ég
var að fara í mína fyrstu flug-
ferð með þér og var að fara að
vera ein með þér í Reykjavík,
það fannst mér mjög spenn-
andi.
Ég var nú samt alls ekkert
viss með þessa flugvél og fannst
hún fara heldur hratt fyrir
minn smekk, en þú varst fljót
að róa mig og sagðir mér að
þetta væri allt í góðu. Alla dag-
ana sem ég var hjá þér í
Reykjavík fórst þú með mig á
hárgreiðslustofuna á Laugaveg-
inum til þess að láta greiða
prinsessunni þinni, við fórum í
búðir saman og ég fékk að velja
það sem mig lysti og á hverjum
degi fórum við svo í heimsókn
til afa á sjúkrahúsið þar sem
hann lá með lungnabólgu.
Ég er svo ánægð með að í
síðustu skipti sem ég hef komið
í heimsókn til þín hef ég alltaf
getað gert eitthvað fyrir þig, þó
það hafi nú ekki verið mikið
varstu alltaf svo þakklát, sama
hvort það væri bara að ganga
frá þvottinum, vaska upp
nokkra diska eða elda fyrir þig
mat.
Elsku amma mín, þú varst
mér svo kær og ég mun alltaf
geyma minningarnar okkar í
hjarta mínu, og stolt mun ég
bera nafnið okkar út lífið og
segja börnum mínum seinna í
lífinu frá því hvað þú varst frá-
bær amma.
Þrátt fyrir að það hafi verið
mjög erfitt að kveðja þig geri
ég það samt með bros á vör því
ég veit að þú ert á betri á stað,
fæturnir fá loksins að hvíla sig
og þú og afi fáið loksins að vera
saman aftur, ég veit hvað þú
saknaðir hans mikið.
Elsku amma mín, ég kveð
þig með nokkrum línum úr lag-
inu sem ég söng fyrir þig kvöld-
ið sem þú kvaddir, ég elska þig
amma og ég mun alltaf hafa þig
í huga mér.
Heyr mína bæn, bára við strönd,
blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í, dveljum við þá,
daga langa, saman tvö ein,
heyr mínar bænir, og þrár.
(Ólafur Gaukur Þórhallsson)
Elísabet Ósk Magnúsdóttir.
Móðursystir mín hún Lísa er
fallin frá eftir stutta en erfiða
sjúkralegu.
Lísa gerði ekki miklar kröfur
til lífsins og aldrei heyrði ég
hana kvarta. Kærleikur, hlýja
og gleði einkenndi hana frænku
mína.
Hún var hannyrðakona mikil
og allt sem hún gerði, bar vitni
um mikinn hagleik og vand-
virkni.
Þess bera vitni þeir mörgu
og fallegu hlutir, sem ég og fjöl-
skylda mín eigum eftir hana.
Við Lísa áttum margar ynd-
islegar samverustundir þegar
ég kom í heimsókn var mikið
spjallað og hlegið en Lísa var
með einstaklega smitandi hlát-
ur.
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
Í minni mínu, klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
Drottinn ljósa og lífs
ljáðu huggun þeim,
er líta í kvölum kífs
kaldan og dimman heim.
Láttu helga hönd
harma lækna sár,
sefa sjúka önd,
sviða þeirra tár.
(Páll Janus Þórðarson.)
Elsku Hjördís, Magga
Thelma, Grétar Þór, Jón Vigfús
og fjölskyldur ég og fjölskylda
mín sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðju.
Hvíl í friði, elsku frænka
mín.
Þín,
Margrét Þóra.