Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 27
Árið 2009 flutti Georg til Ósló í
Noregi og vann á veitingastaðnum
Bølgen & Moi. „Ég var fljótur að
vinna mig upp í stöðu aðstoðar-
yfirmatreiðslumanns. Stuttu eftir
heimkomu mína frá Noregi hóf ég
matreiðslunám við Menntaskóla í
Kópavogi og útskrifaðist árið 2013
með fyrstu einkunn.“ Eftir útskrift
fór Georg til Kaupmannahafnar og
vann á Michelin-veitingastaðnum
Studio.
„Í lok árs 2014 hóf ég svo störf
sem yfirmatreiðslumaður Kola-
brautarinnar í Hörpu þar sem ég
vinn ennþá í dag.
Í íslenska kokkalandsliðinu
Árið 2015 var Georg valinn í ís-
lenska kokkalandsliðið. „Nú erum
við í fullum undirbúningi fyrir ól-
ympíuleikana í matreiðslu sem eru
næstkomandi október í Erfurt í
Þýskalandi, en við erum tíu í liðinu.
Svo eru fjölmargir aðrir sem koma
að þessu einnig.“
Áhugamál Georgs eru snjóbretti,
brimbretti, laxveiði og matreiðsla.
„Við konan ætlum á Hótel Húsa-
fell í tilefni dagsins, ætlum að gista
þar og gera okkur góðan dag.“
Fjölskylda
Sambýliskona Georgs er Snædís
Hjartardóttir, f. 19.4. 1987. For-
eldrar: Hjörtur Gíslason útgerðar-
maður, f. 29.4. 1958, og k.h. María
Bjarnadóttir leikskólakennari, f.
24.2. 1958. Þau eru búsett í Reykja-
vík
Dóttir Georgs og Snædísar er
Elma Georgsdóttir, f. 14.4. 2015.
Systkini Georgs eru Guðrún Hall-
dórsdóttir, 11.8.1980, hárgreiðslu-
kona, bús. í Grafarholti; Steinar Már
Halldórsson, f. 1.5. 1983, bús. í Mos-
fellsbæ; Viktor Andri Halldórsson, f.
30.7. 1995, stýrimannsnemi, bús. í
Mosfellsbæ, og Tinna Halldórs-
dóttir, f. 30.10. 1997, menntaskóla-
nemi, bús. í Mosfellsbæ.
Foreldrar Georgs eru Halldór
Steinþórsson, f. 8.3. 1956, búfræð-
ingur og skipstjóri, og k.h. Bryndís
Kristjánsdóttir, f. 15.11. 1959, hand-
verkskona og húsmóðir, búsett í
Mosfellsbæ.
Úr frændgarði Georgs Arnars Halldórssonar
Georg Arnar
Halldórsson
Ása Sigríður Stefánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Tómas Albertsson
prentari og tónlistarmaður
í Reykjavík
Þorbjörg Tómasdóttir
vann við þjónustustörf hjá
varnarliðinu, bús. í Keflavík
Kristján Karl Pétursson
bílstjóri, sjómaður og
vélvirki í Njarðvík
Bryndís Kristjánsdóttir
handverkskona og
húsmóðir í Mosfellsbæ
Guðmunda Eggertsdóttir
húsfreyja í Garði
Vigfús Pétur Ásmundsson
sjómaður í Garði
Steinþór
Steinþórsson
bókari í
Mosfellsbæ
Steinþór Hróar
Steinþórsson
(Steindi jr.)
skemmtikraftur
Albert Eyþór Tómasson
fyrsti íslenski
atvinnuflugmaðurinn
Egill Vilhjálmsson
bílainnflutningsmaður og
stofnandi fyrirtækisins
Egill Vilhjálmsson hf.
Albert Sigurður Guðmundsson
knattspyrnumaður, síðar
sendiherra og ráðherra
Guðbjörg Kristín Meyvantsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Georg Vilhjálmsson
málari og listamaður í
Reykjavík
Anna Georgsdóttir
gluggaútstillingakona
í Reykjavík
Steinþór Guðmundsson
starfaði lengi til sjós en
gerðist síðar verkstjóri í
Laugardalshöll
Halldór Steinþórsson
búfræðingur og skipstjóri
í Mosfellsbæ
Indíana Katrín Bjarnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Gíslason
gullsmiður í Reykjavík
Afmælisbarnið Georg Arnar.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Doktor
95 ára
Ármann Sigurðsson
85 ára
Bára Jónsdóttir
Erla Bernharðsdóttir
80 ára
Anna Esther Ævar
Jónsdóttir
Ansa Súsanna Hansen
Fríða Ágústsdóttir
Ingvar Kristinn Guðnason
Sigríður H. Arndal
Sigrún Ágústsdóttir
Sigurður Briem
75 ára
Björk Guðjónsdóttir
Eggert Jónsson
Gunnar Steinþór
Steinþórsson
Ingibjörg Ólafsdóttir
Jóna Kristín
Dagbjartsdóttir
Júlíana Fanney
Sigurðardóttir
70 ára
Anna Birna
Benediktsdóttir
Eiríkur Oddsson
Guðbjörg Kolbeinsdóttir
Guðrún Sólveig
Grétarsdóttir
Halldór Björnsson
Hreinn Vilhjálmsson
Kristbjörg Sigurðardóttir
Nanna Guðrún
Ásmundsdóttir
60 ára
Ágúst Ágústsson
Guðrún Ólafsdóttir
Gunnar Jónsson
Hlöðver Helgi
Gunnarsson
Kristbjörn Jónsson
Ragnheiður
Ólafsdóttir
Sjöfn Ágústsdóttir
Þröstur Jónasson
50 ára
Artur Blaszkowski
Brynhildur Magnúsdóttir
Guðmundur Björgvinsson
Helga Brá Árnadóttir
Jón Kjartan Ingólfsson
Sigríður Sturlaugsdóttir
Sigrún Elva Hjaltadóttir
Sigrún Gestsdóttir
Sigrún Hafstein Radovic
Símon Ingvar Jósefsson
Stefán Áki Ragnarsson
Thi Lan Pham
40 ára
Anna Rut Guðmundsdóttir
Ágúst Heiðdal Friðriksson
Elín Hrönn Geirsdóttir
Erla Björk Theodórsdóttir
Hallvarður Ásgeirsson
Hjördís Lilja Reynisdóttir
Ildikó Olajos
Jacek Jan Anisiewicz
Jóhanna Katrín Jónsdóttir
Kristín Sigríður
Harðardóttir
Marcin Piotr Prazmowski
Unnur Lind Maríudóttir
30 ára
Donatas Stasiunas
Fannar Ingi Hallsson
Georg Arnar Halldórsson
Gunnlaugur Ragnar
Reynisson
Hafliði Sigurðarson
Hildur Selma Sigbertsdóttir
Jónas Þór Brynjarsson
Magnús Már Magnússon
Nína Hallgrímsdóttir
Robert Mugabe Murumba
Slawomir Drobny
Vijay Chauhan
Til hamingju með daginn
40 ára Anna er Reykvík-
ingur og er kynningar-
stjóri hjá Þjóðminjasafni
Íslands.
Maki: Íris Andrésdóttir, f.
1979, kennari í Hamra-
skóla.
Börn: Guðrún Perla, f.
2001, Snædís, f. 2004,
Róbert, f. 2008, og Katrín
Lóa, f. 2012.
Foreldrar: Guðmundur
Jóhann Óskarsson, f.
1936, d. 2014, og Sjöfn
Kjartansdóttir, f. 1938.
Anna Rut
Guðmundsdóttir
40 ára Elín Hrönn er
Reykvíkingur, viðskipta-
fræðingur og nuddmeist-
ari og er sjálfstætt starf-
andi.
Sonur: Seifur Logi, f.
2000.
Foreldrar: Geir Þórðar-
son, f. 1953, fv. banka-
stjóri nb.is, bús. í Kópa-
vogi, og Gyða Ölvisdóttir,
f. 1954, geðhjúkrunar-
fræðingur og master í
lýðheilsufræði, bús. í
Reykjavík.
Elín Hrönn
Geirsdóttir
30 ára Nína er Blönduós-
ingur en býr í Reykjavík og
rekur snyrtistofuna Dek-
urstofuna í Kringlunni.
Systkini: Jón Bjarni, f.
1991, og hálfbræðurnir
Björn Blöndal, f. 2000, og
Fannar Dór Hallgrímsson,
f. 2000.
Foreldrar: Hallgrímur
Stefánsson, f. 1962, bif-
vélavirki í Hveragerði, og
Svala Runólfsdóttir, f.
1967, héraðsskjalavörður
á Blönduósi.
Nína
Hallgrímsdóttir
Vilhelm Vilhelmsson hefur varið
doktorsritgerð sína við Sagnfræði- og
heimspekideild Háskóla Íslands. Rit-
gerðin ber heitið Sjálfstætt fólk? Vald
og andóf á Íslandi á tímum vistar-
bands. Aðalleiðbeinandi Vilhelms var
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í
sagnfræði.
Í verkinu er ljósi varpað á valda-
afstæður í daglegu lífi til sveita á Ís-
landi á fyrri hluta 19. aldar. Sér í lagi er
fjallað um vistarbandið sem einn af
grunnþáttum félagsgerðar íslensks
samfélags á umræddu tímabili. Horft
er á valdaafstæður samfélagsins
„neðan frá“, með atbeina undirsáta að
leiðarljósi. Einblínt er á þann núning
sem óhjákvæmilega fylgdi valda-
afstæðum vistarbandsins. Í því sam-
hengi eru hugmyndir bandaríska
fræðimannsins James C. Scott um
hversdagsandóf (e. everyday resist-
ance) notaðar til þess að greina helstu
einkenni atbeina undirsáta og, út frá
því, valdaafstæður líkt og þær voru
iðkaðar frá degi til dags. Unnið er út
frá kenningum Michels Foucault um
valdaafstæður sem vettvang átaka og
áhersla lögð á möguleika undirsáta til
þess að andæfa yfirráðum og skapa
sér svigrúm til
sjálfræðis.
Í ritgerðinni
eru færð rök
fyrir því að und-
irsátar hafi ekki
eingöngu verið
viðfangsefni
eða móttak-
endur taum-
halds og ögunar. Þeir lásu einnig í vist-
arskyldukerfið og brugðust við því,
hagnýttu glufur þess, fóru á svig við
tilmæli þess, storkuðu ákvæðum þess
og hunsuðu kröfur þess. Undirgefni
þeirra við gildandi lög og kröfur um
virðingu og hlýðni við yfirboðara var
skilyrt, og virkni vistarbandsins sem
ögunar- og stjórnunartækis var ávallt
háð viðbrögðum undirsáta, sem létu
ekki alltaf auðveldlega að stjórn.
„Stjórnleysi“ undirsáta var þannig
áhrifaþáttur í mótun félagsgerðar ís-
lensks samfélags á 19. öld og um leið
sögulega þróun hennar, þrátt fyrir sí-
endurteknar tilraunir yfirvalda til þess
að temja þá. Saga Íslands verður því
ekki skilin til fulls án þess að taka
undirsáta samfélagsins alvarlega sem
sögulega gerendur.
Vilhelm Vilhelmsson
Vilhelm Vilhelmsson er fæddur árið 1980. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og MA-prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er
formaður Sagnfræðingafélags Íslands og er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður
og stundakennari við Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Sólveigu Huldu Benja-
mínsdóttur og eiga þau börnin Freydísi Emmu, 6 ára, og Þröst Elí, 2 ára.
HVAR ER SÓSAN?
Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan.
Kannski pítubrauðið líka.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.