Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 31

Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er skemmst frá því að segja að undirskriftasöfnunin hefur gengið það vel að hún er orðin stærsta undirskriftasöfnun Ís- landssögunnar. Þetta er orðið stærra en Kári Stefánsson og heilbrigðiskerfið á sínum tíma. Það er ekki hver sem er sem vinn- ur hann,“ segir Margeir Steinar Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, kíminn. Hann er meðal þeirra er standa fyrir tónleikunum Hvalir Live! í Hvalasafninu við Fiskislóð 23-25 úti á Granda í kvöld, en húsið verður opnað klukkan 20.30. Tónleikunum er ætlað að vekja athygli á undir- skriftasöfnun til verndar hvölum sem hátt í hundrað þúsund ein- staklingar hafa kvittað undir. Tón- listarmennirnir sem koma fram eru auk DJ Margeirs þau Sóley, Högni og Sin Fang, en tónleikarn- ir eru samstarfsverkefni þeirra og The International Fund for Ani- mal Welfare og IceWhale sem standa fyrir undirskriftasöfnun- inni. Einstaklega ómannúðlegt „Þessi undirskriftasöfnun er í gangi gegn hvalveiðum Íslendinga en við viljum meðal annars vekja ferðamenn til umhugsunar um það að Íslendingar eru í raun ekki sjálfir að borða hvalkjötið sem hér er veitt nema að litlu leyti. Það eru ekki nema þrjú prósent Ís- lendinga sem borða hvalkjöt reglulega. Það er í raun neysla ferðamannanna sem heldur uppi veiðunum. Við vorum því nokkrir listamenn sem ákváðum að lána nöfn okkar og andlit þessum góða málstað og það varð kveikjan að þessum tónleikum. Við vonumst til þess að með tilstuðlan þeirra náum við markmiði okkar, sem er hundrað þúsund undirskriftir fyrir lok sumars,“ segir Margeir, en hann kveður Hvalasafnið úti á Granda vera fullkominn tónleika- sal fyrir tónleikana. „Þarna munu listamennirnir koma fram umkringdir tuttugu og tveimur hvalategundum í fullri stærð. Þetta eru tignarlegar skepnur, stemningin verður ein- stök,“ segir hann og bætir við að veiðarnar á dýrunum séu ein- staklega ómannúðlegar. „Dýrunum er oft slátrað á þann veg að það getur tekið allt að fjörutíu mínútur fyrir þau að falla í valinn fyrir veiðimanninum. Þetta er meðferð á dýrum sem myndi aldrei líðast uppi á þurru landi. Stundum er það meira að segja þannig að ef það tekst ekki að granda hvalnum með dínamíti er hann dreginn upp á sporðinum og öndunarfærin látin liggja undir yfirborði sjávar og honum þannig drekkt. Þetta er náttúrlega gríðarlega grimmileg veiðiaðferð,“ segir hann. Listann má nálgast á ifaw.is „Þegar við náðum því marki að verða stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar fórum við, ásamt nokkrum sjálfboðaliðum sem hafa verið að hjálpa okkur, í sjávar- útvegsráðuneytið og afhentum Gunnari Braga Sveinssyni listann. Hann tók mjög vel á móti okkur en ítrekaði þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að hvalveiðum yrði ekki hætt í nánustu framtíð. Til- gangurinn með þessu öllu saman er að setja smá þrýsting á pólitík- usana með það að markmiði að þessum hvalveiðum verði hætt sem fyrst. Vonandi verður hlustað á þessa Íslendinga sem hafa skrif- að undir og svo ferðamennina sem eru náttúrlega að verða uppi- staðan í gjaldeyristekjum okkar,“ segir Margeir, en hann hefur sjálfur ekki snert á kjöti í rúmlega tvo áratugi. „Þar fyrir utan er líka verið að ógna mjög stöðugri atvinnugrein, hvalaskoðun, með hvalveiðunum. Veiðarnar valda því að sjálfsögðu að hvölunum fækkar, það segir sig sjálft, svo eru þetta líka gáfuð dýr og þau flýja veiðarnar með þeim afleiðingum að ekki verður hægt að berja þau augum,“ segir hann að lokum. Tónleikarnir munu standa í tvo til þrjá klukkutíma en þess má geta að aðgangur að Hvalasafninu fylgir hverjum keyptum tónleikamiða. Undir- skriftalistann má síðan nálgast á vefslóðinni ifaw.is. Tónar í takt við risavaxna hvali  Tónleikar í Hvalasafninu á Granda til verndar hvölum  Hátt í hundrað þúsund einstaklingar hafa skrifað undir Morgunblaðið/Golli Tignarlegir Á Hvalasafninu á Granda má sjá allar þær hvalategundir sem finnast við Íslandsstrendur í fullri stærð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikar DJ Margeir er sjálfur vegan og hefur ekki snert á kjöti í yfir tvo áratugi. Hann kemur fram í kvöld ásamt Högna, Sóleyju og Sin Fang. Svonefnd Rokkhátíð æskunnar verð- ur haldin í fyrsta skiptið á KEX hos- tel sunnudaginn 28. ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipu- leggjendum verður dagskrá hátíðar- innar samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagn- virka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrófón, gera barm- merki, grúska í raftónlist og fleira. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Hildur, RuGl, Hasar Basar, Meistarar Dauðans, Hush Hush og fleiri í bókahorninu á KEX hosteli. Í Gym & Tonic verða Stelpur rokka, Futuregrapher, Skema, Jónsson & LeMacks, Mussila og fleiri með fræðslu og smiðjur. Rokkhátíð æskunnar er haldin af Heimilislegum sunnudögum í náinni samvinnu við sjálfboðaliða- samtökin Stelpur rokka. „Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin sam- tök sem starfa af femínískri hug- sjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarn- inn í starfinu er rokksumarbúð- irnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljóm- sveit, kynnast farsælum tónlist- arkonum, fræðast um ýmsar hlið- ar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjöl- skyldu. Alls hafa um 275 stelpur og konur tekið þátt í rokkbúðum Stelpur rokka! sl. fjögur ár og myndað 60 hljómsveitir.“ Fjölbreytni Á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði í bland við gagn- virka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum. Rokkhátíð æskunnar haldin í fyrsta sinn á Kex MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Tónlistarmaðurinn Questlove, sem er hvað þekktastur fyrir að vera meðlimur hip hop-grúppunnar The Roots og húsbands The Tonight Show með Jimmy Fallon, hefur til- kynnt nýtt samstarf sitt og tónlistar- streymisveitunnar Pandora. Quest- love kemur til með að halda utan um vikulegan þátt, Questlove Supreme, sem verður um þrír tímar að lengd hverju sinni og mun hann þar fara yfir nýja og spennandi tóna og taka viðtöl við heimsþekkta listamenn. Þá mun hann einnig verða sér- stakur ráðgjafi Pandora í því hvern- ig eigi að vera með puttann á púls- inum og ná til samskonar áheyrendahóps. Fyrsti þáttur Questlove fer í loftið 7. september næstkomandi en meðal gesta verða Maya Rudolph, Kimbra og Bob Po- wer. Fjölhæfur Tónlistarmaðurinn Questlove er meðlimur hljómsveitarinnar The Roots auk þess sem hann er í húsbandi sjónvarpsþáttar Jimmy Fallons. Questlove og veitan Pandora í eina sæng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.