Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Bandaríski leik-
arinn Steven Hill
er látinn, 94 ára
að aldri. Hill er
þekktastur fyrir
túlkun sína á
rannsóknar-
lögreglumann-
inum Daniel
Briggs í upp-
runalegu Law &
Order og Miss-
ion: Impossible sjónvarpsþáttunum
á sjöunda áratug síðustu aldar. Á
árunum 1990-2000 fór hann með
hlutverk Adam Schiff umdæmis-
saksóknara í sjónvarpsþáttunum
Law & Order á NBC. Hann nam
leiklist við Actors Studio í New
York á sama tíma og Marlon
Brando og Montgomery Clift.
Steven Hill látinn
Steven Hill
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Edvard Grieg er aðaltónskáldið og hann er svo
mikill náttúru rómantíker. Það er þess vegna sem
við völdum heitið Mountain Music því í lögunum
er hann að lýsa landslagi og fjöllunum í kringum
sig eða þessari stemningu í fjöllunum,“ segir
Svafa Þórhallsdóttir söngkona, en hún og Sandra
Mogensen píanóleikari bjóða á tónleikana Mount-
ain Music í Arctic Concerts tónleikaröðinni í Nor-
ræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þar flytja þær lög
eftir Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns, Edvard
Grieg og fleiri.
Þetta eru síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni
sem er ný af nálinni hjá Norræna húsinu. Þar hafa
verið tónleikar öll fimmtudagskvöld í sumar sem
ætlaðir voru áhugasömum ferðamönnum og ís-
lenskum tónlistarunnendum sem vilja kynnast ís-
lenskri og norrænni tónlist og flytjendum.
Óhefðbundin uppröðun tónskáldanna
„Við röðum prógramminu upp á óhefðbundinn
hátt – við röðum ekki eftir tónskáldum heldur tón-
listinni sjálfri og hvernig hún passar saman og
hvernig hún hljómar,“ segir Svafa en þær séu með
þessu að reyna að brjóta hefðina sem gerir ráð
fyrir að tónleikum sé skipt upp eftir tónskáldun-
um.
„Við vorum alveg í nokkra daga á fimm tíma æf-
ingum til að finna þetta – maður þarf að finna
hvernig þetta raðast og nú erum við komnar með
útkomu,“ segir hún en Sandra, píanistinn, hafi
reynslu af því að stokka upp dagskrá tónleika og
blanda tónskáldum saman. Á tónleikunum í kvöld
eru þær þó ekki að blanda saman lögunum heldur
aðeins stokka upp í röðun tónskáldanna.
Vonast hún til þess að þessi nýjung falli í kram-
ið hjá tónleikagestum. „Þetta heldur þeim svolítið
vakandi því í rauninni renna tónskáldin vel saman
en maður finnur samt að það er öðruvísi tilfinning
í hverju og einu tónskáldi,“ bætir hún við.
Svafa hefur búið lengi erlendis en hefur sterka
tengingu við náttúruna og fjöllin heima sem rímar
vel við efnistök tónleikanna.
Skipuleggja fleiri tónleika saman
Svafa og Sandra hittust fyrir um ári á Íslandi
og smullu saman. „Við elskum báðar Grieg en
Sandra spilar hann mikið á tónleikum í Noregi og
Kanada,“ segir Svafa en þær skipuleggja nú enn
fleiri tónleika saman en ætla sér að reyna frekar
við þessa nýju hugmynd um uppstokkun tónskáld-
anna. „Það bara gefur þessu eitthvað – manni
finnst eins og þetta sé meira manns eigið,“ bætir
hún við.
Aðkoma þeirra að tónleikaröðinni í Norræna
húsinu var hrein tilviljun en Svafa hefur ekki
haldið tónleika sem þessa hér á landi í lengri tíma.
„Ég hef starfað hérna í Kaupmannahöfn sem tón-
listar- og söngkennari ásamt því að vera kórstjóri
og að syngja ljóðatónleika og óratoríuverk.“
Leikur sér með blæbrigðin í röddinni
Svafa hefur getið sér gott orð fyrir frumlega
nálgun klassískrar tónlistar, fagra rödd og sér-
lega áhugaverðan flutning eins og segir í tilkynn-
ingu um tónleikana. Aðspurð segist hún þó að
mörgu leyti vera hefðbundin. „Mér finnst gaman
að leika mér með litina í röddinni, blæbrigðin og
reyni að gera þetta persónulegt. Maður lærir ein-
hverja tækni en þarf svo að upplifa það og rann-
saka – hvernig getur maður notað þessi verkfæri
sem maður fær í hendurnar og leikið sér með
það,“ bætir hún við. Hún starfar sem söngvari,
kennari og kórstjóri í Kaupmannahöfn en hún
hefur bæði tekið þátt í óratóríu uppfærslum sem
einsöngvari og kórsöngvari. Hún lagði stund á
söng- og söngkennaranám við Konunglega tón-
listarháskólann í Kaupmannahöfn en þaðan lauk
hún nýverið Cand.Mus-prófi.
Sandra Mogensen, píanistinn, býr nú og starfar
í Danmörku og hefur haldið tónleika í Evrópu og
Bandaríkjunum. Hún hefur aðallega einbeitt sér
að tónverkum eftir Grieg og hlotið styrki til rann-
sókna á verkum hans og ljóðum við sönglögin.
Sækja stemningu í fjöllin
Tónleikarnir Mountain
Music í Norræna húsinu
Mountain Music Svafa Þórhallsdóttir söngkona og Sandra Mogensen píanisti halda tónleika á Arctic
Concerts í Norræna húsinu í kvöld. Þær fara óhefðbundnar leiðir við uppröðun tónskáldanna.
Aska bandaríska rithöfundarins
Trumans Capote verður boðin upp
hjá uppboðshúsinu Julien’s Auc-
tions 24. september. Fram til
þessa hefur askan verið í eigu
Joanne Carson, fyrrverandi eig-
inkonu Johnny Carson sem lést á
síðasta ári. Þau hjónin voru nánir
vinir Capote, en hann lést á heim-
ili þeirra árið 1984, þá rétt tæp-
lega sextugur að aldri.
Capote er frægastur fyrir skáld-
sögur sínar Breakfast At Tiff-
any’s, sem samnefnd kvikmynd
var gerð eftir, og heimildaskáld-
söguna In Cold Blood sem fjallar
um morðið á fjórum fjölskyldu-
meðlimum Clutter-fjölskyldunnar
1959. Árið 2005 var frumsýnd
kvikmynd sem fjallaði um tilurð In
Cold Blood þar sem Philip Seymo-
ur Hoffman fór með hlutverk
Capote og hlaut að launum
Óskarsverðlaun.
Þegar Johnny Carson lést erfði
Joanne Carson öskuna, sem metin
er á 6.000 Bandaríkjadali, eða sem
samsvarar ríflega 700 þúsundum
íslenskra króna. „[Joanne] hafði
oft á orði að askan hughreysti
hana,“ hefur BBC eftir starfs-
manni hjá uppboðshúsinu Julien’s
Auctions. Capote var tíður gestur
í sjónvarpsþætti Johnnys Carson,
Tonight Show, sem leiddi til þess
að þeim varð vel til vina. Capote
dvaldi iðulega á heimili Carson-
hjónanna í Los Angeles þar sem
hann vann að bókum sínum. Árið
2012 sagði Joanne Carson í sam-
tali við tímaritið Vanity Fair:
„Hann átti sína eigin skrifstofu í
húsinu mínu og eyddi þar drjúg-
um tíma vegna þess að heimili
mitt veitti honum skjól og þar gat
enginn ónáðað hann.“
Rithöfundurinn Truman Capote
var góður vinur Carson-hjónanna.
Aska Trumans
Capote boðin upp
Jarðvegsþjöppur
og jarðvegshopparar
JarðvegsþjappaWP 2050A
HONDA besínmótor, 50 cm vinnslubreidd
20kN, 98Hz, 100 kg
Jarðvegsþjappa DPS 1850
HATZ díeselmótor, 50 cm vinnslubreidd
28kN, 90Hz, 135 kg
Jarðvegsþjappa DPU 3060 HE-TS
HATZ díeselmótor, 60 cm vinnslubreidd
30kN, 90Hz, 215 kg
WACKER NEUSON umboðið á Íslandi
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Lónsbakka
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
NÍU LÍF 4, 6
HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10
SAUSAGE PARTY 8, 10:10
NERVE 10:10
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4
BAD MOMS 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar