Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Siglufjörður Þrír ungir veiðigarpar, þeir Mikael Sigurðsson, 12 ára, og bræðurnir Júlíus og Tryggvi Þor- valdssynir, 13 ára, náðu grjótkrabba í gildru á Óskarsbryggju á Siglufirði á dögunum, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði. Að sögn Jónasar P. Jónassonar, sérfræðings á Hafrannsóknastofn- un, hefur tegundin dreifst nokkuð hratt út síðan hún fannst hér við land fyrst. Árið 2007 hófust rannsóknir á grjótkrabbanum við Háskóla Ís- lands og veiddust lirfur í Hvalfirði það sama ár. Hann fannst nærri Stykkishólmi árið 2008 sem og lirfur í Patreksfirði. Árið 2009 fundust tómar skeljar á Barðaströnd. Grjót- krabbi fannst svo í Arnarfirði árið 2011. Árið 2013 sá Erlendur Guð- mundsson kafari grjótkrabba í höfn- inni við Slippinn á Akureyri, en hann náði hvorki að handsama né mynda þann krabba, svo ekki reyndist unnt að staðfesta fundinn. En fundur hans í Eyjafirði var svo staðfestur árið 2015 þegar Erlendur Bogason kafari fann einn og náði af honum kvikmynd. Enn hefur ekkert eintak verið staðfest úr Skjálfanda. Á Ísafirði náðist einn í krabbagildru árið 2014. Á Vísindavefnum kemur fram að þetta sé norður-amerísk krabbateg- und með náttúrulega útbreiðslu frá Suður-Karólínu norður til Labrador en að áður hafi útbreiðsla krabbans aðeins verið þekkt við austurströnd Norður-Ameríku og sé Ísland því nyrsti og jafnframt eini þekkti fundarstaður hans í Evrópu til þessa. Talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfu- stigi í kjölfestuvatni skipa. Siglfirska grjótkrabbanum, hin- um fyrsta sem náðst hefur þar í firði, var sleppt lifandi í höfnina að lokinni skoðun og er hann þar eflaust enn í góðu yfirlæti. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Veiðigarpar Mikael Sigurðsson, Júlíus Þorvaldsson og Tryggvi Þorvaldsson á Óskarsbryggju í Siglufirði. Fundu grjótkrabba  Ungir veiðimenn á Siglufirði klófestu grjótkrabba  Sást fyrst árið 2006 en hefur breiðst hratt út síðan Ljósmynd/Tryggvi Þorvaldsson Furðuskepna Svona leit grjót- krabbinn út sem þeir piltar veiddu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir að meðalfallþungi á dilkum verði góður í haust, meiri en á síðasta hausti. Sláturtíð hefst í dag með upphafi samfelldrar sauðfjár- slátrunar hjá Norðlenska á Húsavík. Göngur hefjast í dag og fyrstu réttir verða um helgina. „Við verðum klár í fyrramálið,“ sagði Sigmundur Hreiðarsson, fram- leiðslustjóri Norðlenska á Húsavík, í gær. Regluleg haustslátrun hefst þar í dag og er það, eins og oft áður, fyrsta sláturhúsið sem hefur sam- fellda slátrun. Slátrun í öðrum stórum sláturhúsum hefst undir miðjan mánuð. Sigmundur segir að byrjað verði rólega en reiknar með að komin verði full afköst þegar líða tekur á næstu viku. Reiknað er með að slátrað verði 95 þúsund kindum á Húsavík og 19 þúsund til viðbótar í sláturhúsi Norðlenska á Höfn. Heilu kílói þyngri Í gær var enn verið að ráða starfsfólk í sláturhúsið á Húsavík vegna þess að starfsmenn sem reiknað hafði verið með komu ekki. Mikill meirihluti starfsfólksins kemur að utan, frá ýmsum löndum, bæði vanir slátrarar og almennt verkafólk. Sigmundur segir að hlutfall erlendra starfsmanna fari stöðugt vaxandi. Ekki sé hægt að manna húsið með íslenskum starfs- mönnum. „Ég heyri það á bændum að lömb- in eru þó nokkuð betri en í fyrra,“ segir Sigmundur. Síðasta ár var raunar erfitt hjá bændum á Norður- landi vegna tíðarfars og minnkaði meðalþyngd dilka um hálft annað kíló frá árinu á undan. Sigmundur segir að það kæmi ekki á óvart þótt lömbin yrðu heilu kílói þyngri en á síðasta ári. Fyrstu réttir á laugardag Fyrstu réttir haustsins verða um helgina. Á laugardag verður réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Mið- fjarðarrétt í Miðfirði, Rugludalsrétt í Blöndudal og Hraungerðisrétt í Eyjafirði. Á sunnudag verður réttað í Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit og Möðruvallarétt og Þverárrétt í Eyjafirði. Síðan verður réttað um hverja helgi út mánuðinn. Stóru réttirnar á Suðurlandi verða um miðjan mánuð- inn. Gangnamenn eru að tygja sig af stað. Þannig halda Miðfirðingar og Hrútfirðingar í hann árdegis í dag. Eins og áður segir eru bændur þokkalega ánægðir með lömbin, það sem vitað er um ástandið. Því ber saman við það sem komið hefur út úr sumarslátrun hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Þar er slátrað lömb- um fyrir Bandaríkjamarkað. Svein- björn Magnússon, sem tekur við sláturpöntunum þar, segir að meðal- þyngd dilka hafi verið 16,1 kíló fyrsta sláturdaginn og um 17 kíló annan daginn. Þriðji sláturdagurinn var síðan í gær. „Þetta er meira en verið hefur. Bændur eru nokkuð ánægðir með lömbin sín,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að árferðið hafi verið gott. Bændur séu helst hræddir við að lömbin verði of feit seinna í haust. Búið er að slátra yfir 5.000 lömb- um fyrir Bandaríkjamarkað, þá þrjá daga sem sumarslátrun hefur verið. Sveinbjörn segir að mikil ásókn sé í þetta í ár, meiri en verið hafi. „Við fáum það sem við viljum og hefðum getað slátrað fleiri lömbum,“ segir hann. Telur hann að kynning á mikil- vægi Bandaríkjamarkaðar hafi skil- að sér betur til bænda en áður. Útlit fyrir þyngri lömb  Gangnamenn að tygja sig af stað  Fyrstu réttir á Norðurlandi um helgina  Sauðfjárslátrun hefst á Húsavík í dag  Mikil ásókn er í sumarslátrun Morgunblaðið/RAX Sláturtíð Lambakjöt úrbeinað. Ferskt kjöt er væntanlegt. Sigurður Kristinsson, heimspek- ingur við Háskólann á Akureyri, segir að uppi sé siðferðileg krafa um að forsvarsmenn Kaupþings, Glitn- is og LBI svari fyrir þau kaup- aukakerfi sem hafi verið ákveðin á hluthafafundum sínum. „Þetta misbýð- ur greinilega réttlætiskennd margra. Fólki finnst þetta ekki sjálfsagt og eðlilegt. Við þær að- stæður hlýtur það að vera eðlileg krafa að þeir sem ákveði þetta fyrir- komulag eða standi á bak við það út- skýri og svari fyrir þetta. Annað er ekki ábyrgt. Til þess að taka ábyrgð á því þurfa þeir að eiga þessar sam- ræður,“ segir hann. Jafnvel þótt fé- lögin sem um ræðir séu ekki fjár- málafyrirtæki í skilningi laga, þannig að takmörk væru fyrir greiðslunum, sé siðferðisleg ábyrgð þeirra til staðar. „Ef menn nota sér lagalegt svig- rúm jafngildir það alls ekki siðferði- legri réttlætingu fyrir þessu eitt og sér. Það er ekki þannig að kröfur siðferðisins nái akkúrat jafnlangt og kröfur laganna,“ segir Sigurður. Rök um að fyrirkomulagið tíðkist erlendis haldi einnig tæplega. „Ef hægt er að sýna fram á það er það auðvitað innlegg í umræðuna og það er hluti af því sem kallað er eft- ir, að menn taki því alvarlega að sýna fram á að svo sé. Væri það nægilegt til að afsaka þetta? Það er ég ekki alveg viss um. Það að eitt- hvað tíðkist annars staðar er ekki endanleg rök fyrir því að það eigi að vera þannig hér,“ segir Sigurður. jbe@mbl.is Ber að rökstyðja kaupaukakerfin  Siðferðileg krafa um útskýringar Sigurður Kristinsson Ofurbónusarnir eru til skammar og samræmast ekki gildum siðaðs samfélags. Þetta sagði Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins á Al- þingi í gær og átti þar við kaup- auka til starfsmanna eignarhalds- félaga gömlu bankanna. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra íhuga að stofna starfshóp til að athuga hvernig löggjafinn gæti brugðist við háum kaupaukagreiðslum eign- arhaldsfélaga gömlu bankanna til starfsmanna sinna og stjórnenda. Hann sagðist þar telja kaupauka- greiðslurnar taktlausar eða jafn- vel siðlausar. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að nú væri krafan um ofurskatt vöknuð af fullum þunga. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við al- mennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af að- ilum vinnumarkaðarins,“ sagði Ólína. Ögrun við velsæmi og til skammar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.