Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hólaberg 52, Reykjavík, fnr. 205-1294 , þingl. eig. Sigtryggur A Magnússon, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf. Mjódd, mánudaginn 5. september nk. kl. 10:00. Jórusel 4, Reykjavík 50% ehl., fnr. 205-7399 , þingl. eig. Linda Stefanía De L´Etoile, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 5. september nk. kl. 11:30. Keilufell 4, Reykjavík, fnr. 205-1575 , þingl. eig. Guðný Ingimarsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 5. september nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 31. ágúst 2016 Tilkynningar Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags- mál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulags- laga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulags- áætlunum Syðri-Rauðalækur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Deiliskipulagið nær yfir um 5,2 ha landspildu úr landi Syðri-Rauðalækjar. Deiliskipulagið tekur til byggingar allt að 13 gestahúsa, breytingar á núverandi hlöðu í hesthús með veitinga- og gistiaðstöðu og byggingar geymsluhúsnæðis. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulags- fulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. október 2016. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Hér í Vesturbænum er haustdagskráin að taka á sig mynd. Opna vinnustofan alla daga kl. 9. Féagsvist alla mánudaga kl. 13. Útskurður byrjar 5. sept., tálgun 6. sept, bókaklúbbur 8. sept., postulín og myndlist 13., 14., og 15. sept. Fyrsta BINGÓ 23. sept. og leikfimi 1. okt. Árskógar 4 Smíðar með leiðbeinanda. kl 8.30-16.30. Helgistund Seljakirkju kl. 10.30-11. Zumba Gold meðTanya kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Línudans með Eddu Karls kl. 13. Söngstund með Marý og félaga kl. 14-15. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Áskirkja Safnaðarfélag kirkjunnar verður með súpu, brauð og mola- kaffi í hádeginu eftir messu sunnudaginn 4. september. Verð 700 kr. Vonumst til að sjá sem flesta. Boðinn Handavinnustofa opin 9-15, brids/kanasta kl. 13. Ath: Frá og með 1. september er félagsmiðstöðin Boðinn opin alla virka daga frá 8.30-16.30, nema á föstudögum er opið til kl. 16. Kaffiterían er opin frá kl. 9-16. Bólstaðarhlíð 43 Kl. 9 myndlist, opin handavinnastofa, kaffi, dag- blöd og hádegismatur. Dalbraut 27 Handavinna kl. 8, stólajóga kl. 10.30, prjónakaffi á vinnustofu kl. 14. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Handa- vinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Bingó kl. 13.30, handavinna kl. 9, jafnvægisþjálfun kl. 13 og 14, létt hreyfing kl. 15. Dans með Sigvalda hefst 15. september, síð- degisdans með Heiðari hefst 16. september, söngur með Ingvari annan hvern miðvikudag hefst 21. september, postulín með Rannsý hefst 12. september, bókband með Stefáni hefst 15. september, tré- skurður með Friðgeiri hefst 22. september. Bingó FEBK annan hvern fimmtudag kl. 13.30, hefst 1. september, lomber og kanasta alla mánudaga kl. 13. Gullsmári Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Haustkynning þriðjudaginn 6. september kl. 14. Allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, lífssöguhópur kl. 10.50, Sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Alzheimerkaffi kl. 17. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja/listasmiðja með leið- beinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10-10.30, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl.13-16, ganga með starfsmanni kl.14, tölvu-og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í síma 411-2760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Billjard í Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Skráning stendur yfir í bókband sem til stendur að hefjist nú í september ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 893-9800. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið kl. 10.30 . í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4. LeiðbeinandiTanya. Danskennsla hefst mánudaginn 12. sept. Kenndir verða samkvæmisdansar kl. 17– 18, línudans kl. 18–19 og samkvæmisdansar framhald kl. 19–20. Kennslugjald 3000 kr. fyrir hver fjögur skipti, kennari Lizy Steinsdóttir. Vesturgata 7 Föstudaginn 26. ágúst kl. 13-14 hófst söngstund við flygilnn við undirleik Gylfa Gunnars, allir velkomnir. Kaffisala kl. 13- 14. Glerskurður (Tiffanys) hefst þriðju-daginn 6. sept. kl. 13-16, leið- beinandi Vigdís Hansen. Enska framhald hefst föstudag-inn 16. sept. kl. 10-12, leiðbeinandi Peter Vosicky.Tréútskurður byrjar í október, leiðbeinandi Lúðvík Einars. Nánari upplýsingar og skráning á nám- skeiðin í síma 535-2740. Allir velkomnir óháð aldri. Smáauglýsingar 569 Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Rýmingarsala á vöubíladekkjum Matador, Sava, Fulda. Ýmsar stærðir. 13 R 22.5, 12 R 22.5, 11 R 22.5, 275/70 R 22.5 245/70 R 19.5 265/70 R 19.5 Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur. S. 5444333 og 8201070. Húsviðhald mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Rose Eagles,Rose Guðjóns- son eða Rósa Vil- hjálmsdóttir fædd- ist hinn 6. mars 1925 í Stoke-On- Trend í Englandi. Hún lést af slysför- um 9. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Annie Eag- les og William Eag- les. Rose vann fyrst við postulín- gerð sem var þá aðalatvinnu- vegur á þessum slóðum. Hún vann við að vera „Ladies Maid“ hjá hefðarkonu. Á meðan hún vann hjá henni ferðaðist hún víðs vegar um Evrópu. Vegir Rose lágu svo til Íslands 2. ágúst 1951 til að vinna sem au- pair við breska sendiráðið í Reykjavík. Þar hitti hún tilvon- andi eiginmann sinn, Guðberg Óskar Guðjónsson, á fyrsta degi. Þau giftu sig í Stoke-On-Trend 24. október 1956. Tæplega ári síðar, 8. september 1957 fæddist þeim sonur sem nefndur var Örn Andrew, Margrét Annie fæddist 28. apríl 1960 og síðan fæddist Grétar William 6. mars 1963 á af- mælisdegi móður sinnar. Rose og Guðberg Óskar tóku að sér fósturbarn, Oddrúnu Ein- arsdóttur í nokkur ár. Fyrstu hjúskap- arárin bjuggu þau í bragga á Melunum í Reykjavík. Síðan fluttu þau í Soga- blett við Bústaðaveg og síðar lágu leiðir þeirra í B-götu 10 í Blesugróf árið 1963. Rose var heimavinn- andi húsmóðir til 1967, þá byrjaði hún að vinna sem kokkur og bústýra í breska sendiráðinu að Laufásvegi 33 í Reykjavík. Fjölskyldan flutti aft- ur í Blesugrófina 1970. Stuttu seinna hóf Rose störf í banda- ríska sendiráðinu sem matráðs- kona. Hún vann í sendiráðinu þegar Nixon kom til Íslands til að hitta De Gaulle og fékk þakk- arkort fyrir þjónustu sína. Þegar hún hætti að starfa hjá ameríska sendiráðinu hóf hún störf hjá heimilisþjónustunni í Reykjavík, var hún þar þangað til hún lauk störfum. Rose var þekkt fyrir að ganga lengra í störfum sínum en krafist var af henni. Hún var einnig kærleiksrík og hjálpaði börnum úti í Indlandi og Afríku. Sendi þeim peninga og gjafir. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Síminn hringir og ég tek upp tólið: „Halló, þetta er Rose, lang- ar ykkur að koma í „fish and chips“ á laugardaginn“. Mörg voru matarboðin sem við fórum í full tilhlökkunar og þegar Tinna og Telma dætur mínar voru yngri fengu þær að bjóða vinkonu með og þegar þær urðu eldri voru kærastarnir velkomnir. Eftir því sem að árin liðu þá urðum við Rose vinkonur og hún var eins og amma fyrir Tinnu og Telmu. Það var svo gott að koma til þeirra Begga, ást og umhyggja lá í loftinu og mikill húmor og lífs- gleði. Öllum leið vel nálægt Rose og hún snerti hjörtu allra sem kynnt- ust henni, var svo mannblendin og kát og fylgdist vel með öllu og öll- um, þjóðmálum hérlendis sem er- lendis og þá sérlega málefnum sem tengdust þeim sem minna máttu sín. Rose vildi láta gott af sér leiða og styrkti m.a. munaðarlaus börn og þó að hún væri sjálf komin í hjólastól síðustu árin þá var hún að aðstoða aðra vistmenn á Mörk þar sem hún bjó. Hún var trygg- lynd og frændrækin, gleymdi engum afmælisdögum og vildi gleðja alla með gjöfum og falleg- um kveðjum. Hún hugsaði vel um heilsuna, mataræðið og hafði óbilandi trú á vítamínunum sem hún tók inn daglega og var minnugri en flest- ir. Drakk te við hinum og þessum kvillum eins og sönnum Breta sæmir. Rose var nægjusöm og þakklát manneskja en með ein- dæmum viljasterk, skemmtileg og lífsglöð og góð við dýr og menn. En hún hafði samt skoð- anir og skap sem betur fer og það gerði hana að einstökum karakt- er. Hún lifði viðburðaríkri ævi, var „ladys maid“ og ferðaðist sem slík með skipum og lestum um alla Evrópu, starfaði í leirkera- verksmiðju eftir stríð og við hót- elmóttöku og þar æxluðust hlut- irnir þannig að Rose kom til Íslands með Gullfossi og hitti Begga sinn, og það var ást sem entist ævilangt. Á Íslandi starfaði Rose fyrst sem „au-pair“ en lengst af sem kokkur í breska og bandaríska sendiráðinu en seinni starfsárin sín vann Rose við heimilishjálp og eignaðist þar marga góða vini. Þau Beggi höfðu gaman af að ferðast hér heima og fóru út um allt land og lentu í ýmsum æv- intýrum því að í þá daga var vega- kerfið með öðrum hætti en í dag. Eins ferðuðust þau erlendis og þá gjarnan að heimsækja ættingja Rose í Bretlandi. Ég er þakklát og glöð yfir að hafa kynnst Rose og að börnin mín hafi notið hennar við, hún var hvunndagshetjan mín og fyrir- mynd og hver samverustund með henni gleðistund. Ég brosi og verð glöð í hjarta mínu þegar ég hugsa til hennar. Minningin lifir. Guðrún Bergmann Reynisdóttir. Rósa Vilhjálmsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.