Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum mánudaginn 5. september, kl. 18 og þriðjudaginn 6. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Kr ist ín Jó ns dó tti r Jóhannes S.Kjarval 100 uppboð í 20 ár Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags Léttar veitingar frá kl. 17.30 Félagarnir Jónas Guðmundsson og Jón Jóhann Jóhannsson freistuðu þess að verða fyrstir til að aka á raf- bíl frá Reykjavík til Ísafjarðar. Til- gangurinn var að vekja athygli á skorti á hleðslustöðvum á lands- byggðinni. Fararskjóti þeirra var KIA Sol- rafbíll en hann kemst um 120-140 kílómetra á hleðslu eftir aðstæðum og árstíma. Ferðin hófst um kl. 09:00 föstudaginn 26. ágúst í Reykjavík. Ferðin í Borgarnes (73 km) gekk vel. Þegar þangað var komið var ek- ið beint að hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar. Dugði rafmagnið vel frá Borgarnesi í Stykkishólm (99 km). Bíllinn var í hleðslu í Breiða- fjarðarferjunni Baldri í þrjá klukku- tíma. Er ferjan kom að Brjánslæk var ekið í Flókalund (6 km) og hlaðið í rúma klukkustund á tjaldstæðinu þar. Að þeim tíma liðnum var ekið yfir Dynjandisheiði (500 m.y.s.) og í Mjólkárvirkjun (36 km) og þar hlað- ið í tæpa klukkustund. Dugði það rafmagn til Þingeyrar (30 km), en ekki meira en svo. Þar fékkst nóg rafmagn fyrir ferðina til Ísafjarðar (45 km) sem gekk fljótt og vel. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Í Baldri Jón Jóhann stingur í samband og Jónas fylgist með. „Rafmögnuð ferð“  Óku fyrstir á rafbíl til Ísafjarðar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis- maður ræddi um skiptingu Reykja- víkurkjördæmanna í fyrirspurna- tíma á Alþingi í vikunni. Guðlaugur Þór, sem er 4. þing- maður Reykjavíkurkjördæmis suð- ur, sagði í upphafi að hann teldi að skipting Reykjavíkur í tvö kjör- dæmi „hafi í sjálfu sér ekki verið góð hugmynd,“ eins og hann orðaði það. Gamalgrónum og nýjum hverfum er nú skipt upp „Þetta gerir það t.d. að verkum að gamalgrónum hverfum eins og Vesturbænum og Hlíðunum og svo nýrri hverfum eins og Grafarholtinu er skipt upp í tvö. Ég held að full- yrða megi að hinn almenni Reykvík- ingur hafi ekki mikla tilfinningu fyr- ir því hvaða þingmenn eru fyrir hans kjördæmi en eins og við þekkj- um er því skipt í Reykjavík norður og Reykjavík suður,“ sagði þing- maðurinn. Hann sagðist velta þessu fyrir sér vegna þess að honum hefði fundist vera lítil umræða um málefni Reykjavíkur í aðdraganda kosninga og almennt á Alþingi. Tók Guðlaugur Þór samgöngu- málefni sem dæmi. Áhugasvið fólks skiptist svolítið eftir því hvort það býr í efri hluta borgarinnar, austari hlutanum, eða vestur frá. Ólöf Nordal innanríkisráðherra var til svara. Hún tók undir það með fyrirspyrjanda að eftir á að hyggja hefði ekki verið skynsamlegt að skipta Reykjavík eins og gert var. „Hvers vegna var Reykjavík bara ekki höfð þá í heilu lagi?“ spurði ráðherrann. Breyta þarf lögum Ólöf sagði að fyrirkomulagið hefði verið með þessum hætti frá 2000 en það er byggt á ákvæðum stjórn- arskipunarlaga nr. 77/1999, um breytta kjördæmaskipan. Sú skipan var í öllum meginatriðum í sam- ræmi við aðaltillögur nefndar sem unnið hafði að undirbúningi málsins. Ekki væri hægt að óbreyttum lögum að skipta Reykjavíkurborg í tvö kjördæmi og draga línuna frá norðri til suðurs. „Hitt er annað mál að tæknilega ætti að vera hægt að skipta Reykja- víkurborg í vestur- og austurkjör- dæmi þannig að kjósendur í hvoru þeirra yrðu nokkurn veginn jafn margir stæði vilji Alþingis til þess. Sem dæmi má taka að ef lína yrði dregin eftir Reykjanesbraut og út í Elliðaárósa mundu samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðskrá Íslands rúm- lega 64.000 íbúar lenda vestan meg- in línunnar en rúmlega 59.000 að austanverðu,“ sagði Ólöf Nordal. Guðlaugur Þór sagði í svari við ræðu Ólafar að hann hefði viljað opna á þessa umræðu. „Frá því að ég gerði það hef ég fengið mjög sterk viðbrögð. Fólki hefur fundist mjög rökrétt að breyta þessu eins og ég er að leggja hér til, í austur/ vestur, af þeim ástæðum sem ég nefndi,“ sagði Guðlaugur. Gríðarlega stór kjördæmi Ólöf Nordal gerði landsbyggðar- kjördæmin einnig að umtalsefni. „Ég þekki það sjálf sem fyrrverandi þingmaður í Norðausturkjördæmi að við erum með alveg gríðarlega stór landsbyggðarkjördæmi. Það er líka vandi fyrir fulltrúa landsbyggð- arinnar að fara um þessi feikilega stóru kjördæmi og hitta kjósendur. Mér finnst ósköp eðlilegt að með reglulegu millibili sé það rætt hvort við séum með þá kjördæmaskipan sem við viljum hafa eða hvort gera eigi á henni einhverjar tilteknar breytingar,“ sagði Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra. Skiptingu Reykjavíkur breytt?  Tæknilega ætti að vera hægt að skipta Reykjavíkurborg í vestur- og austurkjördæmi Morgunblaðið/Eggert Stokkið í Elliðaár Mögulegt er að skipta Reykjavíkurkjördæmi í austur og vestur með því að draga línu eftir Reykjanesbraut og út í Elliðaárósa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.