Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Fæst í: Hagkaup – Fjarðarkaup – Byko – Krónunni – Húsasmiðjunni
...ómissandi fyrir nestið
Valgerður Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Kannast lesendur við orðiðvyshyvanka? Fyrir þásem koma af fjöllum ogeru kannski ekki alltaf
vel með á tískunótunum skal upplýst
að vyshyvanka er orð yfir blússurn-
ar í þjóðbúningi Úkraínumanna. Í
áranna rás hafa vestrænir tísku-
hönnuðir annað slagið – og raunar
býsna reglulega – sótt sér innblástur
í þessa litríku og listilegu útsaumuðu
búninga, sem Úkraínumenn hafa
skartað öldum saman.
„Boho Chic“ hefur tískan þá
gjarnan verið kölluð. Á Íslandi er
stundum talað um bóhó tísku og hún
kennd við hippana sem voru svolítið
veikir fyrir litadýrð og alls konar
mynstrum. Yves Saint Laurent var
ábyggilega ekki fyrsti tískukóngur-
inn sem sýndi flíkur í þessum stíl
þegar hann kynnti „bónda-línuna“ til
sögunnar árið 1976 og trúlega verð-
ur sumarlínan 2016 frá Valentino-
tískuhúsi ekki sú síðasta sem dregur
dám af úkraínska þjóðbúningnum.
Hefðir frá þrettándu öld
Vyshyvanka leikur stórt hlut-
verk í ýmsum útfærslum á flestum
ef ekki öllum tískusýningum í Úkra-
ínu og þarlendir tískuhönnuðir
leggja metnað sinn í fagurt bróderí.
Búningarnir og útsaumshefð-
irnar eiga rætur að rekja til 13. ald-
ar. Mynstur og litasamsetning voru
nokkuð mismunandi eftir land-
svæðum líkt og köflóttu Skotaefnin,
eða tartan, á Skotlandi. Sums staðar
eru geometrísk form alls ráðandi,
annars staðar blóma- og plöntu-
mynstur og þannig mætti áfram
telja.
Hvert hérað átti sér sína upp-
skrift að litun útsaumsgarnsins þar
sem notaðar voru afurðir sem landið
gaf, t.d. trjábörkur, lauf, blóm eða
ber. Þannig speglaðist umhverfi
heimamanna í rauninni í búningi
þeirra.
Úkraínumenn eru sagðir gæta
þjóðbúninganna eins og sjáaldra
augna sinna, enda algengt að þeir
erfist frá einni kynslóð til annarrar.
Þeir hafa öldum saman skrýðst þjóð-
búningi sínum við sérstök tilefni og
hátíðleg tækifæri. Í gamla daga þótti
hann tákn um ættgöfgi og stöðu í
þjóðfélaginu og mun millistéttin
hafa lagt sig í líma við að skrýðast
flíkum með sem íburðarmestum út-
saumi. Þá litu menn á vyshyvanka
sem verndargrip og trúðu því að
hann bægði frá þeim illum öndum.
Listilega útsaumaða blússan í þjóðbúningi Úkraínumann hefur löngum verið
fyrirmynd hjá fatahönnuðum um víða veröld, t.d. dró sumarlínan 2016 frá Valen-
tino-tískuhúsi dám af henni. Á heimaslóðum í Úkraínu leggja flestir tískuhönn-
uðir metnað sinn í fagurt bróderí en útsaumshefðirnar eiga rætur að rekja til 13.
aldar. Mynstur og litasamsetning voru nokkuð mismunandi eftir landsvæðum.
AFP
Saumakona Kateryna Levenko, 69 ára, lærði útsaum af móður sinni og
hefur saumað út í þjóðbúninga frá því hún var barn að aldri.
Lengi lifir í gömlum
útsaumsþráðum
Ljósmynd/Wikipedia
Útsaumur Málverk eftir rúss-
neska listamanninn Vasily
Andreyevich Tropinin frá 1821.
Ljósmynd/Wikipedia
1916 Úkraínsk bóndakona með
blómakrans á höfði og í þjóðlegum
búningi. Póstkort frá 1916.
Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund
þekkja flestir landsmenn eftir að hún
bauð sig fram til forseta í síðustu
slíkum kosningum. Þar kaus hún að
fara óhefðbundnar leiðir, eins og
hennar er von og vísa, og fyrir vikið
varpaði hún nýju ljósi á kosningarnar
sem og forsetaembættið. Elísabet
hefur farið sínar eigin leiðir í útgáfu á
bókverkum sínum, gefið þau oft út
sjálf og séð sjálf um að selja þau, oft-
ar en ekki fyrir utan Melabúðina.
Hún hefur verið óhrædd við að
opna á hin ýmsu mein þjóðfélagsins
með því að segja frá persónulegri
reynslu sinni, t.d. ofbeldissambönd-
um, sem hún gerði að yrkisefni sínu í
ljóðabók sinni, Ástin ein taugahrúga.
Enginn dans við Ufsaklett. Fyrir þá
bók fékk hún Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun kvenna og lesenda-
verðlaun DV.
Elísabet ætlar að framkvæma
áfallagjörning í Bæjarbíói í Hafnar-
firði nk. sunnudag 4. september
klukkan 20. Í tilkynningu um viðburð-
inn segir eftirfarandi:
„Flest lendum við í áföllum á lífs-
leiðinni en hvernig tökumst við á við
þau? Með því að takast á við áfallið
eignast þú áfallið, en ef ekki, þá eign-
ast áfallið þig.
Í Áfallagjörningi vinnur Elísabet
með áföll sín, þá sérstaklega eitt sem
stjórnaði lífi hennar í fjörutíu ár.
Þegar Elísabet var lítil fékk hún
áföll, hún brann næstum inni í tjaldi
uppi í sveit, foreldrar hennar skildu,
hún varð fyrir einelti af stúlknahóp
eftir skilnaðinn, hún drap kettling
óvart, hún var sett undir kalda sturtu,
sambandið við foreldrana mótaðist
af alkóhólisma og meðvirkni, hún elti
barnaperra sem króaði hana af og
þuklaði á henni en Elísabetu tókst að
flýja burt.
Hún brást við þessum áföllum eins
og fólk gerir, ýmist með því að flýja
eða ráðast á einhvern. Geyma áföllin
í líkamanum. Þá er líka tilvalið að
flýja eða ráðast á sjálfan sig. Og hún
réðist á mömmu sína en flúði pabba
sinn.
Svo héldu áföllin áfram.
Dauðsfall föður, geðveiki, sjálfræð-
issvipting, svipt syni sínum, ofbeldi.
Elísabet ætlar að vinna með þessi
áföll og m.a. er rakin saga áfallsins
sem fylgdi henni í fjóra áratugi, og
hvernig það tengist öðrum áföllum,
en það var ekki fyrr en í sumar að
hún losnaði úr því.
Og þá er stóra spurningin, hvað
gerir manneskja þegar hún öðlast
frelsi, finnur hún sér nýtt áfall, því
áfall getur vissulega verið fangelsi.
Eða fagnar hún frelsinu?
Elísabet byrjaði fyrir alvöru að
vinna með áföllin sín hjá Andrési
Ragnarssyni sálfræðingi sem sagði
henni að skrifa þau niður, það var ár-
ið 2010 og árið 2015 á Heilsuhælinu í
Hveragerði málaði hún áföllin á stór
málverk, einskonar altaristöflur því
hún fann það út að sumu leyti tignaði
hún áföllin, hún vildi sýna þau í Hall-
grímskirkju en það fékkst ekki leyfi
fyrir því, en þegar Bæjarbíó bauðst
þá sá Elísabet að með því fæst alger-
lega nýr vinkill á áföllin. Áföllin sem
oft er úthýst í samfélaginu og fá ekki
að vera með, eru nú komin inn í „ma-
instream-hús“.
Allir eru velkomnir.
Áfallagjörningur Elísabetar Jökulsdóttur
Morgunblaðið/Golli
Rithöfundur Elísabet fer ótroðnar slóðir í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Flest lendum við í áföllum, en
hvernig tökumst við á við þau?