Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þessi sýning er óbeint framhald af
síðustu tveimur einkasýningum þar
sem ég hef verið að gera tilraun með
að búa til eitt heildrænt umhverfi
sem áhorfandinn gengur í gegnum,“
segir Sigurður Guðjónsson, mynd-
listarmaður, sem opnar sýningu á
morgun kl. 17-19 í BERG Contem-
porary við Klapparstíg 16 í miðbæ
Reykjavíkur.
Sýningar Sigurðar mynda sterka
heild og verk hans hafa skýr höfund-
areinkenni. Hann notar vídeó og
hljóð, náttúruleg hljóð og hluti, vél-
ar, manngert umhverfi og gömul
tæki, af minimalískum aga en nær
þó að draga fram í þessum viðfangs-
efnum mörg lög af merkingu og
tilfinningum. Svona lýsir Jón
Proppé heimspekingur sýningu Sig-
urðar í sýningarskrá.
„Þetta er fyrsta einkasýningin
mín hjá BERG og ég er að sýna ný
verk sem öll eru unnin á þessu ári
sérstaklega fyrir sýninguna,“ segir
Sigurður en sýningin samanstandi af
þremur vídeóverkum sem eigi í sam-
tali í sýningarsalnum og séu hugsuð
sem einn samfelldur hljóð- og mynd-
heimur.
Úrelt tækni með nýrri tækni
„Ég er að skoða gamla tækni með
nýrri tækni – eiginlega allt tækni
sem er hætt að virka nema ég filma
hana með nýjustu tækninni sem við
höfum í dag og gefum henni nýja
merkingu,“ segir hann en sýningin
samanstendur af þremur verkum
„AV Machine“, „Tape“ og „Well“.
Þegar maður gengur inn á sýn-
inguna heyrir maður fyrst hljóð:
Rafsuð, vélrænt surg og í fjarska
drýpur vatn. Svona lýsir Jón upphafi
sýningarinnar en spurður um nán-
ara inntak verka sinna vísar Sig-
urður í texta Jóns sem sé byggður á
samtali þeirra á milli.
Í verkinu „AV Machine“ sjáum við
sambyggt kassettutæki og sjónvarp
þar sem skjárinn er litlu stærri en
nafnspjald. Í sjónvarpinu sést bara
„snjór“ eða raftruflanir þar sem
tækið leitar en finnur enga útsend-
ingu. „Þetta er enn eitt rafmagns-
tækið sem hefur úrelst og hefur ekki
lengur tilgang,“ skrifar Jón en bend-
ir á að ef fólk einbeiti sér að mynd-
inni gæti það lesið meira úr því sem
það sér og heyrir.
Verkið „Tape“ sýnir nærmynd af
hljóðsnældu eða kassettu þar sem
hljóðbandið vindist af annarri spól-
unni yfir á hina. „Séð svona í nær-
mynd fær þetta vélræna ferli meiri
vídd,“ skrifar Jón en margt sé hægt
að sjá út úr verkinu. „Dæmið er
óleysanlegt vegna þess að það er vél-
rænt en ófyrirsjáanlegt – og það er
einmitt það sem heillar okkur.“
Að síðustu er það verkið „Well“
sem er vídeómynd skotin niður í
steyptan, manngerðan brunn, af
þeirri gerð sem við notum til að fá
aðgang að holræsum og leiðslunum
sem liggja undir fótum okkar. „Þar
sem við horfum niður í brunninn
sjáum við dagsbirtuna endurkastast
af vatninu sem fyllir botninn og
heyrum í dropunum sem falla niður í
vatnið og óma í brunninum eins og
kólfur í bjöllu,“ skrifar Jón um verk-
ið.
Ganga í gegnum skúlptúr
„Það eru hljóð sem draga mig svo-
lítið áfram eins og einhvers konar
hljóðvirkni þessara tækja eða hreyf-
ing, jafnvel einhver fúnksjón, sem ég
er að horfa eftir í þessum hlutum
sem mér finnst áhugavert að skoða,“
segir Sigurður en hann vinnur með
aðra nálgun gagnvart nýju verkum
sínum í samanburði við þau eldri.
„Þau voru unnin meira í klippiferli í
tímalínu þar sem ég var að safna
brotum saman á tímalínu og vann þá
línulega eða ólínulega frásögn sem
var sýnd á einum skjá eins og kvik-
mynd,“ segir hann en nú klippi hann
verkið beint inn í rýmið og leiki sér
með það hvernig áhorfandinn geng-
ur í gegnum það svipað og um væri
að ræða skúlptúr. „Þetta er því meiri
innsetning heldur en eldri verkin
mín.“
Sigurður verður með reglulegar
sýningar í BERG á næstunni en
hann vinnur nú í fyrsta skipti með
galleríi hér landi. „Það er alveg nýtt
fyrir mig að vinna með galleríi á Ís-
landi en ég hef áður unnið með gall-
eríi í Þýskalandi,“ segir hann en á
móti kynni galleríið hann erlendis
sem myndlistarmann. „Það er alveg
frábært og heillandi við BERG að
þeir eru að taka þetta alla leið – ekki
tomma gefin eftir. Þeir styðja við
bakið á listamanninum og hafa óbil-
andi trú á því sem við erum að gera
og það er mjög mikilvægt í svona
samstarfi.“
Lög af merkingu og tilfinningum
Sigurður Guðjónsson opnar sýningu
í BERG Contemporary á morgun
Morgunblaðið/Ófeigur
Tækni Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður vinnur nú í fyrsta skipti hér á landi með galleríi.
Upplifðu haustið á hálendi Íslands
Gistihúsið Hrauneyjar og Hótel Háland eru aðeins
í 150km fjarlægð frá Reykjavík
50% afsláttur af gistingu allar helgar í september
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
sendi frá sér tilkynningu í gær þar
sem tilkynnt var um síðustu áttatíu
og níu listamennina sem bætast við
hátíðina sem fer fram 2. til 6. nóv-
ember næstkomandi. Þar ber helst
að nefna enska grime-rapparann
Stormzy sem notið hefur gríðarlegra
vinsælda síðustu tvö árin. Hann er
hvað þekktastur fyrir lagið „Shut
Up“ sem hefur verið skoðað hátt í
fjörutíu milljón sinnum á vefsíðunni
YouTube en þar að auki hafa lögin
„Scary“, „Know Me From“ og „Hear
Dis“ verið skoðuð hátt í tíu milljón
sinnum hvert. Þá muna kannski
margir eftir því þegar íþróttavöru-
framleiðandinn Adidas fékk hann til
að koma fram í myndbandi með
knattspyrnumanninum Paul Pogba
þegar það var verið að kynna þann
síðarnefnda til leiks hjá Manchester
United.
Wesen, Endless Dark
og Sóley
Meðal annarra er-
lendra listamanna sem
kynntir voru til sög-
unnar í gær eru Be-
liefs frá Kanada,
Gaika frá Bretlandi,
Go Dark, Thunderpussy
og Kelsey Lu frá Banda-
ríkjunum og Pertti Ku-
rikan Nimipäivät frá Finn-
landi. Meðal heimamanna
sem bættust við listann eru
sóley, Ben Frost, Árstíðir, We-
sen, Benny Crespo’s Gang,
Berndsen, Cyber, End-
less Dark,
HAM,
Högni
og
Herra Hnetusmjör, Stafrænn Há-
kon, Lord Pusswhip og Landaboi$.
Alls eru listamennirnir sem koma
fram um tvö hundruð og tuttugu
talsins en þar af eru sjötíu erlendar
sveitir.
Meðal sveita sem höfðu áður boð-
að komu sína eru bandaríska ind-
írokksveitin Warpaint, Santigold, PJ
Harvey, Lush, Úlfur Úlfur, Sturla
Atlas, Frankie Cosmos og Bára
Gísladóttir. Miðasalan er á heima-
síðu Iceland Airwaves og hvetja
skipuleggjendur áhugasama um
tryggja sér miða í tíma þar sem
undanfarin ár hefur selst
upp á hátíðina í byrjun
september.
Stormzy á Airwaves
89 listamenn bætast við hátíðina Iceland Airwaves
Alls munu um tvö hundruð og tuttugu koma þar fram
Ljósmynd/Ella Mullins
Rokk Bretinn PJ Harvey hefur not-
ið mikilla vinsælda síðan árið 1988.
Slagari Santigold
hefur meðal ann-
ars gefið út lagið
„L.E.S. Art-
istes“.
Vinsæll
Stormzy er
meðal vinsæl-
ustu rappara
Bretlandseyja
í dag.