Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða?
Iðnaðarmann
Bílstjóra
Bifvélavirkja
Þjónustufólk
Öryggisvörð
Lagerstarfsmann
Matreiðslumann
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verktakar á vegum Landsnets
halda áfram undirbúningi fyrir
lagningu háspennulína frá Þeista-
reykjavirkjun á stórum köflum. Að-
eins hluti framkvæmdanna var
stöðvaður með ákvörðun úr-
skurðarnefndar umhverfis- og auð-
lindamála. Hins vegar hefur Lands-
net ekki náð samningum við alla
landeigendur Reykjahlíðar.
Til að tengja iðnaðarsvæðið á
Bakka við Þeistareykjavirkjun og
meginflutningskerfið hyggst
Landsnet reisa tvær 220 kV há-
spennulínur, samtals um 62 km að
lengd.
Athafnasvæðið á Bakka verður
tengt við Þeistareykjavirkjun með
byggingu um 29 km langrar línu
sem liggur um sveitarfélögin Þing-
eyjarsveit og Norðurþing. Þar af
eru 7,7 kílómetrar innan Þingeyjar-
sveitar. Framkvæmdir voru ekki
hafnar þar og geta ekki hafist fyrr
en deilan leysist, hvort heldur er
með úrskurði nefndarinnar eða lög-
um frá Alþingi. Verktakinn Árni
Helgason ehf. tók að sér undirbún-
ing fyrir reisingu mastranna og
getur unnið á meginhluta leiðar-
innar, þeim kafla sem er innan
Norðurþings.
Ekki hafa náðst samningar
Þeistareykjavirkjun er tengd við
meginflutningskerfi Landsnets í
Kröflu með byggingu Kröflulínu 4,
um 33 km langrar háspennulínu
sem liggur um sveitarfélögin Þing-
eyjarsveit og Skútustaðahrepp.
Stöðvunin nær til framkvæmda á
um 2,5 km kafla í Leirhnjúkshrauni
og á um 6,5 km kafla innan deili-
skipulagssvæðis Þeistareykja-
virkjunar. Samið var við G.
Hjálmarsson ehf. um vinnu við
undirbúning lagningar Kröflulínu 4.
Hann varð að hætta á stöðvunar-
svæðinu en hefur getað haldið
áfram vinnu utan þess, á alls 12 km
kafla frá Hólasandi að stöðvunar-
svæðinu.
Annað vandamál er við þá línu
sem þegar hefur valdið töfum, sam-
kvæmt upplýsingum Landsnets.
Ekki hefur fengist leyfi til fram-
kvæmda í landi Reykjahlíðar. Ekki
hefur náðst samkomulag við alla
landeigendur. Landsnet hefur farið
fram á heimild til eignarnáms
vegna þeirra sjö landeigenda sem
ekki hafði tekist að semja við.
Raunar hafa nú tekist samningar
við þrjá úr hópnum þannig að eftir
standa fjórir landeigendur. Sam-
kvæmt upplýsingum Steinunnar
Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa
Landsnets, ráða þessir landeig-
endur yfir um 2% þess lands sem
línan milli Kröflu og Bakka átti að
fara um. Eignarnámsbeiðnin mun
vera í ferli í atvinnuvegaráðuneyt-
inu.
Lítið unnið í vetur
Upphafleg verkáætlun gerði ráð
fyrir að Kröflulína 4 yrði komin í
rekstur í júní á næsta ári og
Þeistareykjalína í lok sumars. Allri
jarðvinnu, það er að segja vinnu við
slóða og undirstöður, átti að vera
lokið á árinu og uppsetning mastra
hafin.
Steinunn segir að vegna vetrar-
aðstæðna sé framkvæmdatíminn
takmarkaður og ekki hægt að gera
ráð fyrir vinnu við byggingu lín-
unnar frá því í desember eða jan-
úar og fram í maí eða jafnvel júní.
Hún segir að þess vegna sé mikil-
vægt að framkvæmdir tefjist ekki
frekar.
Enn unnið á
meginhluta
línuleiðarinnar
Stöðvunin nær til hluta leiðarinnar
Eignarnámsbeiðni í ráðuneytinu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Samband? Virkjun rís á Þeista-
reykjum en óvissa er um tengingu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrsta verkefni Íslenska djúpborun-
arverkefnisins (IDDP) lauk síðast-
liðinn vetur með því að steypt var í
kvikuholuna við Kröflu og henni lok-
að varanlega. Ekki reyndist unnt að
laga skemmdir sem urðu í holunni.
Landsvirkjun hugar að því að nýta í
framtíðinni þá miklu orku sem er í
jarðlögunum með því að bora aðra
holu niður á svipað dýpi, að sögn
Bjarna Pálssonar, forstöðumanns
jarðvarmadeildar Landsvirkjunar.
Íslenska djúpborunarverkefnið er
alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem
hefur það að markmiði að bora dýpri
jarðhitaholur en áður hefur verið
gert á háhitasvæðum og margfalda
þannig orkuna sem hver hola gefur.
Stoppuðu í kviku
Fyrsta verkefnið var að bora
4.500 metra djúpa holu við Kröflu.
Landsvirkjun stjórnaði því verkefni
enda borholan á vinnslusvæði
hennar. Nú stendur yfir borun á
djúpri holu á Reykjanesi á vegum
HS Orku og er það annað verkefni
IDDP.
Fyrst var borað niður á 800 metra
dýpi við Kröflu. Tilraun til að dýpka
holuna niður í 4.500 metra fékk
snöggan endi 21. júní 2009 þegar
borkrónan komst í snertingu við
kviku á 2.100 metra dýpi. Hún sýndi
hins vegar að mikil orka er þarna
undir sem sérstaka tækni þarf til að
nýta.
Landsvirkjun hafði áhuga á að
nýta þessa miklu orku til raforku-
framleiðslu, þrátt fyrir að gufan
væri afar tærandi og slítandi vegna
hita og efnasamsetningar. Borholan
var látin blása með hléum frá árinu
2010. Ekki reyndist unnt að nýta
holuna. Bjarni segir að á árinu 2012
hafi þurft að dæla köldu vatni í hol-
una til að hægt væri að gera við bil-
aðan loka. Við það virðist fóðringar
hafa slitnað niðri í holunni.
Skemmdirnar hafi reynst of miklar
til að unnt væri að gera við þær. Því
hafi verið ákveðið að loka holunni sl.
haust með því að steypa tappa í
hana.
Unnið sem langtímaverkefni
„Við hugsum okkur að bora í
framtíðinni aðra holu á svipuðum
stað. Það eru orkumikil jarðlög rétt
ofan við 2.100 metra sem við viljum
nýta. Búið er að safna miklum upp-
lýsingum um þessa holu og við erum
líka aðilar að IDDP 2 á Reykjanesi
og lærum á því. Þetta er langtíma-
verkefni,“ segir Bjarni.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Vítismór Ofurholan við Kröflu, fyrsti áfangi Íslenska djúpborunarverkefnisins, er endanlega þögnuð.
Hafa hug á að bora á
svæði kvikuholunnar
Ekki tókst að nýta heitu holuna og hefur henni verið lokað
„Borkrónan festist og þurfti í tví-
gang að bora út úr holunni til að
geta haldið áfram. Svarf sem við
fengum upp til yfirborðs mátu
jarðfræðingar sem nýstorknaða
kviku,“ rifjar Bjarni Pálsson upp.
Hann segir enn ekki vitað hvort
borinn lenti í afmörkuðum kviku-
poka eða ofan í topp á stærra
kvikuhólfi.
Borholan reyndist afar öflug.
Bjarni segir áætlað að hún sé um
500 gráðu heit og hafi því verið
heitasta borhola á jarðhita-
svæðum heimsins. „Hitastigið
var komið út fyrir allt sem þekkt
er,“ segir Bjarni.
Borholan vakti mikla athygli í
vísindaheiminum og er í aðal-
hlutverki í ótal vísindagreinum.
Eldfjallafræðingum finnst spenn-
andi að rannsaka kviku sem er
jafn grunnt og raun ber vitni, án
þess að koma til yfirborðs.
Fræðingar
spenntir
LENTI Í KVIKU
Á sjávarútvegssýningunni sem opn-
uð verður í Laugardalshöll í dag
verða kynntar margvíslegar nýj-
ungar sem tengjast sjávarútvegi og
spanna allt frá stórum hátækni
fiskvinnsluvélum til smærri nýj-
unga fyrir fiskiskip og fiskvinnslu.
Þetta er fyrsta alþjóðlega sjáv-
arútvegssýningin sem haldin er hér
á landi sem er alfarið í höndum ís-
lenskra aðila, segir í fréttatilkynn-
ingu. Þar kemur fram að metnaður
hafi verið lagður í að endurspegla
þverskurð af því besta sem íslensk-
ur sjávarútvegur og tengdar grein-
ar hafi upp á að bjóða.
Gunnar Bragi Sveinsson
sjávarútvegsráðherra setur sýn-
inguna formlega að viðstöddum for-
seta Íslands, Guðna Th. Jóhann-
essyni, og fleiri gestum. Við það
tækifæri mun Eliza Jean Reid for-
setafrú veita viðurkenningar fyrir
framúrskarandi störf í greininni.
Samtökin sem veita verðlaun eru:
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,
Samtök fiskframleiðenda og útflytj-
enda, Sjávarklasinn, Sjómanna-
samband Íslands og Landsamband
smábátaeigenda sem mun útnefna
trillukarl ársins.
Sýningarpláss seldist upp
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi sýningarinnar í eitt og hálft ár
og er nokkuð síðan allt sýningar-
pláss seldist upp. Sýningin verður
opnuð almenningi klukkan 15 í dag
og verður opið til kl. 19. Á fimmtu-
dag og föstudag verður opið frá kl.
10-18.
Endurspeglar þverskurð af
því besta í sjávarútveginum
Viðurkenningar við upphaf sýningarinnar í Laugardalshöll
Sjávarútvegur Sýnt verður í báðum
höllunum í Laugardalnum.