Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 ELDHÚSLJÓS OG BORÐSTOFULJÓS Í ÚRVALI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Himintunglin liðsinna þér við að kanna margvíslegar aðferðir til þess að taka höndum saman við aðra og vinna að ein- hverju markmiði. Varastu að leita langt yfir skammt. 20. apríl - 20. maí  Naut Niðjar og ættingjar kunna að verða full- uppáþrengjandi. Samræður ættu að verða líf- legar og skemmtilegar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vanalega viltu leyfa fólki að vera í friði með sín mál. Notaðu tækifærið á meðan krafturinn er til staðar og komdu eins miklu í verk og þú mögulega getur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er aldeilis furðulegt, hvað litlu hlutirnir geta leitt af sér mikla gleði. En þú átt líka að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú neyðist til að vinna upp á nýtt hluti, sem þú hélst að væru löngu tilbúnir. Gald- urinn er að notfæra sér atburðarásina, hver sem hún er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér líður eins og spæjara í dag, munt ryðja út úr þér lausnum og svörum við flókn- um spurningum. Hugur þinn er fullur af frum- legum hugdettum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óþægilegar kringumstæður fá þig til að – alla vega innan í þér – til að hoppa upp og niður af reiði. Aukið annríki og óreiða halda voginni við efnið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þeir eru margir sem líta til þín í von um að geta lært guðs ótta og góða siði. Ef þú vilt vera einn með sjálfum þér skaltu bara gera það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Að elska og verða elskaður getur reynst áskorun þegar samband þitt gengur í gegnum erfiðleika. Ef þú getur hvort tveggja muntu upplifa frábæran dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er undir sjálfum þér komið hvort samskipti þín eru góð eða slæm við annað fólk. Regluleg hreyfing og útivist eru sjálfsagðar til þess að hrista af þér slenið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Viss iðja á hjarta þitt og huga, og það er kominn tími á að þú eignist kennara sem leiðbeinir þér í gegnum næsta skref. Nálgastu þinn innri kraft. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta gæti orðið svolítið erfiður dagur í vinnunni en það er þó ekkert sem þú ræður ekki við. Opnaðu gluggann og öskraðu á um- heiminn, það getur létt á spennunni. Ég ætla að þessi vísnaleikur hafibyrjað á Leir á þriðjudaginn fyrir viku með þessari vísu Sig- urlínar Hermannsdóttur: Einu sinni átti ég kind, ósköp var ég kátur. Sem barni fannst mér bölvuð synd er breyttist hún í slátur. Þetta kveikti í Davíð Hjálmari Haraldssyni: Einu sinni át ég kind – ætíð það ég harma – heila, klaufir, hækla, þind, hálsæð, vömb og þarma. Páll Imsland sagði „Ég sé að það er verið að hleypa af stokkum útúr- snúningsfaraldri, sem mér finnst alltaf skemmtilegur. Svo illa er ég innrættur að ég get ekki setið hjá í slíkum galsa: Einu sinni keyptı́ ég kind af Konna hennar Lóu. Mér það virtist varla synd, þó vantaðı́ hana róu.“ Næsta dag upp setti Björgvin R. Leifsson þessar vísur á Leirinn: Einu sinni átti ég hest, allan settan vörtum. Það var sem mér þótti verst þegar hann safnaði börtum. Einu sinni átti ég kind og ógurlegan smalahund. Höfuðsynd og hryggðarmynd þá hittust þau á ástarfund. Einu sinni hund og hest hafði ég að smala kind. Það var sem mér þótti verst þegar allir leystu vind. Nú lét Ingólfur Ómar til sín heyra: Forðum átti ég fallega kind sem færði mér lömb á vorin. Það var sem mér þótti synd þegar hún var skorin. Sigurlín : Það er ekki nóg að eiga kindur, maður þarf smalahunda og þá er betra að þeir séu ekki vitlaus- ir. Einu sinni átti ég hund, ótrúlega brattan. Kenndi’onum á klukkustund að kveðast á við skrattann. Loks orti Fía á Sandi: Einu sinni átti ég kind, ullprúða og ljósa. Það var sem mér þótti synd þegar hún fór að kjósa. Og bætti síðan við: Einu sinni átti ég hest og ætlaði að éta skrokkinn. Það var sem mér þótti verst þegar hann gekk í Hjálpræðisherinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Einu sinni átti ég kind og síðan slátur Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...Krúttuleg hugmynd. NÚ ER ÉG TILBÚINN AÐ LABBA AFTUR INN Í HERBERGIÐ OG Í ÞETTA SKIPTI VEIT ÉG TIL HVERS. MENN, ERUÐ ÞIÐ REIÐUBÚNIR AÐ BERJAST FYRIR LÍFI YKKAR Í DAG? „ÞETTA ER BARA SPURNING UM AÐ BYGGJA UPP VÖRUMERKI. HLUTFALL ÁGÓÐA GEGNT ÁHÆTTU ER LÍTILFJÖRLEGT HJÁ BROTA-SPROTUM.“ „VILTU GEFA PENINGA TIL BJARGAR NORSKUM KRÓKÓDÍLUM?“ ERTU HRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA EINS OG MAÐUR? NEI! MIG LANGAR BARA AÐ DEYJA EINS OG 95 ÁRA GAMALL MAÐUR. ÉG ER EKKI VISS. ÞÁ ÞAÐ. ÞRJÁR TILRAUNIR AF FIMM. Einhvern tímann var Víkverja sagtað yfirgangur sagnarinnar að byggja væri kominn út fyrir öll mörk. Einu gilti hvað menn aðhefð- ust, alltaf byggðu þeir. Talað væri um að byggja hús, brýr, vegi og fót- boltavelli. Nær væri að reisa hús, smíða brýr og leggja vegi og fót- boltavelli. x x x Víkverji hefur reynt að fara eftirþessu og fá aðra til að gera slíkt hið sama, en undirtektirnar hafa ekki verið miklar. Mætti fremur segja að hann mætti skilningsleysi og horft væri á hann tómu augna- ráði, sem að baki býr furða yfir því að hann skuli nenna þessu tuði. x x x Yfirburðir sagnarinnar að byggjahafa verið miklir, en nú veltir Víkverji fyrir sér hvort kominn sé keppinautur fram á sjónarsviðið. Í tvígang hefur hann rekist á orðalag- ið að framleiða íbúðir eða fasteignir á síðum Morgunblaðsins. Í báðum tilvikum var um tilvitnun innan gæs- lappa að ræða, vitnað í verktaka í öðru og iðnaðarmann í hinu. x x x Sögnin að framleiða slær sögninniað byggja við að ýmsu leyti. Sögnin að framleiða er mun meira alhliða en sögnin að byggja. Enginn myndi til dæmis tala um að byggja brauð í stað þess að baka, en það stuðar ekki með sama hætti að tala um að framleiða brauð, þótt ekki beri það andagift vitni. Það er því hægt að framleiða mun meira en hægt er að byggja. x x x Má því sjá fyrir sér að tala um aðreisa, smíða, leggja, prenta, baka, slátra, skrifa, mála, hlaða, sauma, vefa eða prjóna víki og talað verði um að framleiða, eitt orð leysi tugi, ef ekki hundruð orða af hólmi. Að því yrði mikil einföldun og hægð- arauki og yrði jafnvel til að hjálpa til við að þjappa fólki saman því í grunninn væru allir að fást við það sama þótt útkoman eða afurðin væri ólík: að framleiða. víkverji@mbl.is Víkverji Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Verið fullkomnir, áminnið hver ann- an, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með yður. (II Kor. 13:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.