Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 27
urkaupstaðar, stjórn Orkusjóðs, sam-
göngunefnd Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, undir
búningsnefnd að stofnun Þjóðgarðs-
ins Snæfellsjökuls og er formaður
stjórnar meistaraflokks kvenna í
knattspyrnu hjá Víkingi Ólafsvík.
Áhugamál Sveins Þórs snúast um
samverustundir með fjölskyldunni;
lestur góðra bóka, útivist og golf,
leiksýningar og tónlist: „Ég byrjaði
að tromma á allt sem fyrir varð þegar
ég var tíu ára, dreymdi um að eignast
trommusett í nokkur ár og festi kaup
á því þegar ég lauk stúdentsprófi. En
þangað til hafði ég fengið lánuð sett
með því að gerast rótari 14 ára. Ég hef
leikið með hljómsveitinni Klakaband-
inu sem hefur leikið allan skalann, frá
sjómannavölsum í þungarokk, allt eft-
ir því hverjir eru að hrista sig á park-
ettinu. Svo er ég í fornvinaklúbbnum
Leynifélagið Svarti Hanskinn.
Nú er stefnan sett á það að bæta sig
í golfinu með eiginkonunni og síðan á
endalausa tónlist með hinu eilífa
Klakabandi sem nú er komið með æf-
ingaplássið Klakahöllin.“
Fjölskylda
Eiginkona Sveins Þórs er Inga Jó-
hanna Kristinsdóttir, f. 16.11.1956,
forstöðumaður Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Jaðars í Ólafsvík. Foreldr-
ar hennar voru Sigurbjörg Sigurðar-
dóttir, f. 2.4. 1928, d. 25.4. 2002, starfs-
maður St. Franciskusspítalans í
Stykkishólmi, og Kristinn Finnsson, f.
12.10. 1929, d. 9.10. 2012, múrara-
meistari í Stykkishólmi.
Börn Sveins Þórs og Ingu Jóhönnu
eru 1) Sigurbjörg, f. 4.9. 1974, starfs-
maður mannauðssvið Hölds, búsett á
Álftanesi en maður hennar er Guð-
mundur Óttarsson sölumaður og eru
börn þeirra Bára, f. 1997, Aron Logi, f.
1999, Sveinn Ísak, f. 2006 og Inga Jó-
hanna, f. 2010; 2) Elinbergur, f. 1.1.
1982, grunnskólakennari á Akranesi
en kona hans er Hafdís Bergsdóttir,
grunnskólakennari og eru börn þeirra
Bergur Breki, f. 2004, Sveinn Þór, f.
2008, Indriði, og f. 2016; 3) Sigrún
Erla, f. 17.10. 1986, hjúkrunarfræð-
ingur, búsett á Rifi en maður hennar
er Daði Hjálmarsson, framkvæmda-
stjóri og eru synir þeirra Hjálmar
Þór, f. 2011, og Kristinn Freyr, f. 2014,
og 4) Gestheiður Guðrún, f. 5.7. 1996,
nemi við HÍ, búsett í Reykjavík en
unnusti hennar er Heimir Þór Ás-
geirsson.
Systkini: Sveins Þórs eru Sigurður
Elinbergsson, f. 23.4. 1949, húsa-
smíðameistari í Reykjavík; Svanborg
Elinbergsdóttir, f. 1.5. 1950, d. 26.6.
2003, skrifstofumaður í Reykjavík;
Stefán Rafn Elinbergsson, f. 16.12.
1961, starfsmaður Securitas, búsettur
í Kópavogi.
Foreldrar Sveins Þórs er Gestheið-
ur Guðrún Stefánsdóttir, f. 21.12.
1926, d. 1.8. 2014, starfsmaður Apó-
teks Ólafsvíkur í Ólafsvík, og
Elinbergur Sveinsson, f. 14.7. 1926, d.
23.4. 2015, sjómaður og vélgæslumað-
ur Hraðfrystihúss Ólafsvíkur í Ólafs-
vík.
Úr frændgarði Sveins Þórs Elinbergssonar
Sveinn Þór
Elinbergsson
Hólmfríður Magnúsdóttir
húsfr. á Brimilsvöllum
Jón Jónsson
sjóm. á Brimilsvöllum
Svanborg Jónsdóttir
húsfr. í Ólafsvík
Stefán Sumarliði
Kristjánsson
vegaverkstj. í Ólafsvík
Gestheiður Guðrún
Stefánsdóttir
starfsm.Apóteks
Ólafsvíkur
Sigríður Jónsdóttir
húsfr.
Kristján Guðmundsson
b. í Straumfjarðartungu
og á Hjarðarfelli
Sæunn Ragnheiður
Sveinsdóttir
ritari í Kópavogi
Súsanna
Einarsdóttir
húsfr. í
Stykkishólmi
Alexander
Stefánsson
alþm. og ráðherra
Fríða Eyfjörð
íþróttakennari í
Reykjavík
Guðbjartur
Kristjánsson
hreppstj. á Hjarðarfelli
Finnbogi
Alexandersson
dómari
Jórunn
Erla Eyfjörð
erfðafræðingur
Gunnar
Guðbjartsson
form. Stéttarsam-
bands bænda
Berglind
Ásgeirsdóttir
sendiherra
Lúðvík
Kristjánsson
sagnfr.
Vésteinn
Lúðvíksson
rithöfundur
Katrín Jónsdóttir
húsfr. á Búðum og í Rvík
Þórheiður Einarsdóttir
húsfr. í Ólafsvík
Sveinn K.S. Einarsson
sjóm. í Ólafsvík
Elinbergur Sveinsson
vélgæslu- og sjóm. í
Ólafsvík
Sæunn Jónatansdóttir
húsfr. í Ólafsvík
Einar Guðmundsson
sjóm. í Ólafsvík
Jónatan Sveinsson
lögmaður
Sveinn
Jónatansson
lögmaður
Hróbjartur
Jónatansson
lögmaður
Einar Þorkelsson
rith. og skrifstofustj.
Alþingis, bróðursonur
Jóns Eyjólfssonar pr.
á Stað í Aðalvík, afa
Rögnvaldar Ólafssonar
arkitekts
Jón Þorkelsson
þjóðskjalavörður
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Geir G. Zoëga fæddist íReykjavík 28.9. 1885. For-eldrar hans voru Geir T.
Zoëga, rektor Lærða skólans í
Reykjavík, og k.h., Bryndís Sigurð-
ardóttir húsfreyja.
Foreldrar Geirs voru Tómas
Zoëga, skipasmiður og formaður í
Bræðraparti á Akranesi, og k.h.,
Sigríður Kaparíusdóttir, en for-
eldrar Bryndísar voru Sigurður
Johnsen, kaupmaður í Flatey, og
k.h., Sigríður Brynjólfsdóttir.
Systur Geirs voru Áslaug, móðir
Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra, og Guðrún, móðir Geirs Þor-
steinssonar forstjóra Ræsis og
Hannesar aðalféhirðis Landsbank-
ans.
Eiginkona Geirs var Hólmfríður
Zoëga Geirsdóttir og voru börn
þeirra Helga sem lést ung; Bryndís
forstöðukona; Geir Agnar fram-
kvæmdastjóri; Gunnar endurskoð-
andi; Áslaug fulltrúi og Ingileif
kennari.
Geir lauk stúdentsprófi 1903 og
prófi í byggingaverkfræði frá DTH í
Kaupmannhöfn 1911.
Geir var í framvarðarsveit hinna
fyrstu verkfræðinga sem gjör-
breyttu högum þjóðarinnar í byrjun
síðustu aldar. Hann var aðstoðar-
verkfræðingur hjá Landsverkfræð-
ingi 1911-1917 og vegamálastjóri
1917-26. Það embættisheiti segir þó
minnst um umvif hans og áhrif.
Hann var ráðunautur ríkisstjórn-
arinnar í vatnamálum og málefnum
bifreiða, í járnbrautarmálum, for-
maður skipulagsnefndar kauptúna
og kaupstaða, sat í Þingvallanefnd,
var formaður Flóaáveitunefndar
með sínar miklu framkvæmdir, hafði
yfireftirlit með brunavörnum utan
Reykjavíkur, sat í raforkumálanefnd
og hafði umsjón með landmælingum,
sá um byggingu síldarbræðslustöðva
ríkisins, var formaður öryggismála-
nefndar vegna síðari heimstyrjald-
arinnar og sat í stjórnum og var
stjórnarformaður í fjölda fyrirtækja.
Geir var félagi í Vísindafélagi Ís-
lendinga, heiðursfélagi VFÍ og FÍ og
var sæmdur fjölda orða og við-
urkenninga. Hann lést 4.1. 1959.
Merkir Íslendingar
Geir G.
Zoëga
103 ára
Lára Sæmundsdóttir
101 ára
Sigrún Þórey
Hjálmarsdóttir
95 ára
Elín Sigríður Axelsdóttir
Sesselja Ásta Erlendsdóttir
90 ára
Bjarney Sigurðardóttir
Vigdís Stefánsdóttir
85 ára
Bjarni Aðalsteinsson
80 ára
Guðbrandur Hannesson
Guðrún Bareuther
Jónsson
Hermann Foss Ingólfsson
Hrönn Pétursdóttir
Júlíus Einarsson
Tryggvi Kristjánsson
75 ára
Birgir Þorsteinn Ágústsson
Fríða Ingunn Magnúsdóttir
Magnús Jóhann Óskarsson
Sigurrós Jóhannsdóttir
70 ára
Bjarghildur Atladóttir
Dröfn Guðmundsdóttir
Erla Árnadóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jóhannes Árnason
Jósef Jón B. Hólmjárn
Kristín Stefánsdóttir
Magnús Þórir Pétursson
María G. Hauksdóttir
Sigríður H. Friðgeirsdóttir
Sigurður Guðmundsson
Sigurður V. Guðmundsson
Svandís Stefánsdóttir
Una Björk Harðardóttir
Ævar Hólm Guðbrandsson
60 ára
Hallbera F. Jóhannesdóttir
Hólmfríður B. Jónsdóttir
Sveinn Þór Elinbergsson
50 ára
Einar Már Aðalsteinsson
Elsa Jóna Björnsdóttir
Guðrún Hálfdánardóttir
Gunnar Baldur Norðdahl
Hrafnhildur Sigþórsdóttir
Kim Hung Huynh
Lilja Þorsteina Tómasdóttir
Lóa Björg Óladóttir
Matthildur Sigurgeirsdóttir
Sigurveig Björnsdóttir
Skarphéðinn Ívarsson
Svanhildur Jóhannesdóttir
40 ára
Aðalsteinn Hallbjörnsson
Anna Margrét Jónsdóttir
Ásdís Hrund Þórarinsdóttir
Ásta Guðrún Jóhannsdóttir
Berglind Magnúsdóttir
Ingimar Jón Kristjánsson
James Joseph Devine
Magnús Jens Hjaltested
Mikael Guzhviy
Rafal Andrzej Platek
Selma Pétursdóttir
Sigmundur K. Kristjánsson
Sigríður K.B. Ásgeirsdóttir
Vala Gestsdóttir
30 ára
Bryndís K. Kristinsdóttir
Íris Berglind C. Jónasdóttir
Kim van Zanten
Ólafur Þormóðsson
Paulína Neshybová
Sigurbjörg Rut Hoffritz
Sigurður Helgi Harðarson
Sindri Siggeirsson
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurður ólst upp
í Reykjavík, hefur alltaf
verið þar búsettur, lauk
stúdentsprófi frá VÍ og
starfar hjá Nova.
Systur: Eyrún Huld Harð-
ardóttir, f. 1983, banka-
maður, og Eva Hlín Harð-
ardóttir, f. 1993, nemi.
Foreldrar: Hörður Ant-
onsson, f. 1957, sölumað-
ur, og Ingibjörg H. Sigurð-
ardóttir, f. 1959, skrif-
stofumaður. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Sigurður Helgi
Harðarson
30 ára Bryndís býr á
Akranesi, er hárgreiðslu-
meistari, er að ljúka prófi
sem stuðningsfulltrúi og
leikskólaliði og er stuðn-
ingsfulltrúi við Grundar-
skóla.
Maki: Tómas Axelsson, f.
1995, verktaki.
Börn: Logi Daðason, f.
2007, og Heiðdís Tinna
Daðadóttir, f. 2010.
Foreldrar: Kristbjörg
Kjerúlf, f. 1964, og Krist-
inn Helgason, f. 1963.
Bryndís Kjerúlf
Kristinsdóttir
40 ára Vala ólst upp í
Stokkhólmi, býr í Reykja-
vík, lauk MA-prófi í sköp-
un, miðlun og frum-
kvöðlastarfi frá LHÍ og er
tónskáld.
Maki: Einar Björgvin Dav-
íðsson, f. 1981, versl-
unarmaður.
Dóttir: Lilja Sól, f. 2014.
Foreldrar: Gestur Guðna-
son, f. 1949, gítarleikari,
og Lilja Valdimarsdóttir, f.
1956, hornleikari. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Vala
Gestsdóttir
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
STERKUR OG HENTUGUR
HJÓLASTÓLL TIL
ALMENNRA NOTA
* Bólstraður bakdúkur og sessa í setu fylgja.
Hámarksþyngd notanda 135 kg.
Nánari upplýsingar gefur Svava iðjuþjálfi
hjá Fastus, netfang: svava@fastus.is
TILBOÐ:
XS2 ALUMINIUM setbreidd 40cm og 46cm
73.800 m.vsk.*
Fullt verð 82.000 m.vsk.
XS2 ALUMINIUM setbreidd 50cm
77.300 m.vsk.*
Fullt verð 90.900 m.vsk.
Tilboðið gildir á meðan
birgðir endast.