Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is verða í bás B 32 á sjávarútvegssýningunni í laugardalshöll 28.-30. sept. á Íslandi Í boði verður að smakka á góðum réttum Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ráðstöfunartekjur heimilanna juk- ust árið 2015 um 10,8% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 9,6% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 7,9%, að því er segir í frétt frá Hag- stofunni. Hagstofan skilgreinir ráðstöfunartekjur sem samtölu launatekna, eignatekna, tilfærslu- tekna og reiknaðs rekstrarafgangs einstaklingsfyrirtækja en að frá- dregnum eigna- og tilfærsluútgjöld- um. Heildartekjur heimilageirans juk- ust um 9,5% frá árinu 2014 til 2015. Þar af jukust heildarlaunatekjur um 10,7%, heildareignatekjur um 12,9% og rekstrarafgangur einstaklings- fyrirtækja um 11,4%. Heildartil- færslutekjur jukust um 2,7% milli ára. Hagstofan byggir tölur sínar að mestu á skattframtölum einstak- linga en leitast við að laga þær að uppgjöri þjóðhagsreikninga þar sem við á. 275 þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur á mann námu 3,3 milljónum króna á síðasta ári, eða um 275 þúsund krónum á mánuði, borið saman við um 3 milljónir árið 2014. Árið 2010 voru ráðstöfunar- tekjur á mann um 2,4 milljónir króna á ársgrunni, eða 200 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. Í talnagrunni Hagstofunnar eru birtir ýmsir tekju- og gjaldaliðir heimilanna. Þannig má sjá að greiðslur til einstaklinga frá Trygg- ingastofnun námu alls um 81 millj- arði króna árið 2015, borið saman við tæpa 77 milljarða árið 2014. Árið 2010 námu þessar greiðslur nærri 52 milljörðum. Á sama tíma hafa bæði atvinnu- leysis- og vaxtabætur til heimila minnkað verulega. Atvinnuleysis- bætur námu 9,2 milljörðum á síðasta ári, voru um 11 milljarðar árið áður. Fóru þær bætur mest í 21,5 millj- arða árið 2009. Aukinn hlutabréfaarður Árið 2011 námu greiðslur vaxta- bóta til landsmanna tæplega 19 milljörðum en voru komnar í 7,2 milljarða á síðasta ári. Húsaleigu- bætur hafa farið úr 1,6 milljörðum árið 2007 í 5,8 milljarða á síðasta ári. Hagstofan birtir einnig þróun á greiðslu fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélögunum. Sú upphæð nam alls tæplega 4,4 milljörðum árið 2015 en fór mest í 4,8 milljarða árið 2016. Fram að því hafði aðstoðin aukist jafnt og þétt, var 1,4 milljarðar árið 2007. Athygli vekur að arðgreiðslur ein- staklinga af hlutabréfum hafa hækk- að á undanförnum árum, eða úr 12,5 milljörðum árið 2010 í rúma 37 millj- arða á síðasta ári. Á sama tíma hafa vaxtatekjur af bankainnistæðum lækkað úr 77 milljörðum árið 2008 í 15,7 milljarða á síðasta ári. Auknar ráðstöfunartekjur heimila  Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 7,9% í fyrra  Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 9,6%  Minnkandi vaxtabætur  Aukin fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum  Auknar greiðslur frá TR Kaupmáttur ráðstöfunartekna 1995-2015 Vísitala kaupmáttar, 2005=100 Heimild: Hagstofa 140 120 100 80 60 40 20 0 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 Morgunblaðið/Eggert Íslendingar Tölur Hagstofunnar sýna að landsmenn hafa meira á milli handanna þegar búið er að greiða öll hefðbundin útgjöld heimilisins. 1.229 milljarða króna heildarlaunatekjur heimilanna á síðasta ári. 81 milljarður króna í fyrra í greiðslum frá Tryggingastofnun. 113,4 milljarðar króna greiðslur úr líf- eyrissjóðum í fyrra. 1.110 milljarða króna ráðstöfunartekjur heimilanna á síðasta ári. 886 milljarðar króna voru ráðstöf- unartekjurnar árið 2008. TEKJUR HEIMILA »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.