Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Staðreyndirgeta þvælstfyrir og ver-
ið til trafala, sér-
staklega í stjórn-
málum. Þær urðu enn þá verri
viðureignar eftir að netið kom
til sögunar og hægt var að
fletta upp á netinu nánast
öllu, sem imprað hefur verið á
jafnt opinberlega sem óop-
inberlega. Um leið verður
hins vegar almenningi auð-
veldara að henda reiður á
málflutningi manna og vara
sig þegar rangt er farið með
staðreyndir.
Það dugar þó ekki alltaf til
að kæfa moðreyk og nú hefur
verið sett á fót sérstök stað-
reyndavakt á vegum Vísinda-
vefsins á vef Háskóla Íslands
og vefritsins Kjarnans. Þar er
reynt að finna svör við spurn-
ingum, sem berast um það
hvort fullyrðingar stjórnmál-
amanna standist. Ekki dugar
það þó alltaf til að gera rat-
ljóst í þokunni.
Ein fyrirspurnin til stað-
reyndavaktarinnar er svo-
hljóðandi: „Stenst það sem
Bjarni Benediktsson sagði í
fyrstu kappræðum forsvars-
manna á RÚV fimmtudags-
kvöldið 22. sept., að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi aldrei í
aðdraganda kosninganna
2013 lofað þjóðaratkvæða-
greiðslu um framhald aðild-
arviðræðna við ESB?“
Niðurstaða Kjarnans er að
svar Bjarna hafi verið
„haugalygi“ því að ekki fari á
milli mála að hann hafi lofað
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta er mjög
afgerandi niður-
staða, en svo
óheppilega vill þó
til að hún stenst
ekki. Það gleymdist nefnilega
að standa staðreyndavaktina
þegar kom að spurningunni.
Orðrétt sagði Bjarni í sjón-
varpsþættinum eins og meira
að segja kemur fram í megin-
máli Kjarnans: „Þetta er
bara rangt að þetta hafi verið
helsta loforð okkar. Okkar
loforð hefur staðið til þess að
halda Íslandi utan Evrópu-
sambandsins[...] Í kjarnann
vorum við að segja það að við
vorum viljug til að beita þjóð-
aratkvæðagreiðslum til að
höggva á hnúta.“
Bjarni fór því ekki rangt
með staðreyndir því að hann
notaði ekki orðið aldrei, sagði
aðeins „rangt að þetta hafi
verið helsta loforð okkar“.
Það er því haugalygi að setja
merkimiðann „haugalygi“ á
ummæli Bjarna.
Svo er annað mál að það
hefði verið undarlegt að ekki
sé meira sagt hefði ríkis-
stjórn tveggja flokka, sem
hvorugur vill í Evrópusam-
bandið, staðið fyrir þjóðar-
atkvæði þjóðar, sem ekki vill
heldur ganga í Evrópusam-
bandið, að greiða atkvæði um
það hvort ganga eigi í Evr-
ópusambandið. Það hefði
ekki síst verið undarlegt í því
ljósi að ríkisstjórnin, sem
ákvað að sækja um aðild að
Evrópusambandinu, sá enga
ástæðu til að spyrja þjóðina
álits.
Haugalygi á
haugalygi ofan}Staðreyndavakt í villu
Fyrst stað-reyndavaktin
er komin á dag-
skrá er ekki úr
vegi að víkja að
lífseigri rang-
færslu í málflutningi vinstra
vængsins. Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, þingmaður Sam-
fylkingar, fór mikinn í eldhús-
dagsumræðum á mánudags-
kvöld. Þar sagðist hún ekki
vinna fyrir skattaskjólsfólkið,
sem „afnam auðlegðarskatt á
ríkasta fólkið“.
Þegar ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur lagði á auð-
legðarskatt með lögum var í
þeim sólarlagsákvæði. Gildis-
tími þeirra var sem sagt tak-
markaður.
Áhöld voru um lögmæti
auðlegðarskattsins og reyndi
á það fyrir dómstólum. Í
Hæstarétti var ríkið sýknað
af kröfum um skaðabætur
vegna þess meðal
annars að „hefði
verið við að etja
einstæðan vanda í
ríkisfjármálum og
hefði verið brýn
þörf á að afla ríkissjóði við-
bótartekna“ og var vísað til
þess að gildistími laganna
væri takmarkaður. Eftir
þessu að dæma var sólarlags-
ákvæðið ein forsenda sýkn-
unnar.
Ríkisstjórnin „afnam“ því
ekki auðlegðarskatt ríkis-
stjórnar Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Hún ákvað að fram-
lengja hann ekki, enda allt
aðrar aðstæður í ríkisfjár-
málum er gildistíma laganna
lauk en þegar þau voru sett.
Um þetta er Sigríði Ingi-
björgu fullkunnugt, en það er
önnur spurning hvaða merki-
miða staðreyndavaktin myndi
velja málflutningnum.
Var það fyrir vöntun
á sannleiksástleys-
isskorti}
Enn af staðreyndavaktinni
H
reðjar kv ft. Stundum líka kall-
að slátur, djásn, jafnvel fjöl-
skyldudjásn (í Bretlandi), en
svo má líka tala um tvær val-
hnetur ef litið er til umfangs.
Og kannski eina gulrót.
Þetta er um það bil það sem ég velti fyrir
mér þar sem ég sat í neðanjarðarlest í New
York fyrir hálfu öðru ári eða svo og sá í fyrsta
sinn skilti í lestinni þar sem stóð eitthvað á
þessa leið: „Gaur ... vinsamlegast hættu að
glenna þig – þetta er spurning um pláss.“
Hljómar kannski óskiljanlega, en til hliðar við
textann var auðskiljanleg mynd: náungi (gat
ekki verið annað en karl) sat og glennti sig,
bauð fram klofið, ef svo má segja. Fyrir vikið
tók hann hálft annað sæti eða svo.
Þegar ég leit í kringum mig sá ég líka að
það sátu býsna margir karlar einmitt þannig í vagninum,
hölluðu sér jafnvel aftur, svona eins og þeir vildu vekja
enn meiri athygli á „djásnunum“, og sumir breiddu svo vel
úr sér að þeir tóku eiginlega þrjú sæti. (Rétt að játa það
hér, að sjálfur sat ég ekki nógu settlega, en var snöggur
að skella fótunum saman og reyni að passa mig upp frá
því.)
Í ljósi þess rúmmálsdæmis sem ég nefni að ofan, tvær
valhnetur og gulrót, gefur augaleið að ekki þurfa menn að
breiða svo úr sér, þó það sé vitanlega hugsanlegt að New
York-búar séu margir svo hreðjamiklir að þeir komi lær-
unum ekki lengra saman. Kannski erum við að tala um
tvær appelsínur og gulrót. Eða tvær appelsínur
og agúrku.
„Manspreading“ kalla menn þess lags hegð-
un vestan hafs og snara má sem karlglennu, en
það eru þó ekki bara karlar í New York sem
sitja svo gleiðgosalega, Alls staðar þar sem
karlar setjast niður breiða þeir úr sér margir, ef
ekki flestir (ekki síst ef kona er viðstödd). Víðar
en í New York hefur líka verið skorin upp herör
vegna þessa háttarlags og víða hafa karlar líka
snúist til varnar, bent á það komi nú fyrir að
konur leggi sæti undir handtösku eða innkaupa-
poka (konur eru kaupóðar, eins og allir vita).
Svo sé þetta spurning um líffræði: karlar séu
með lengri fætur og eigi því erfiðara með að
sitja beinir með fætur saman. Og svo megi ekki
gleyma líffræðiþættinum, það verði að lofta um
djásnin.
Önnur skýring, og líklegri reyndar, er sá háttur karla
að hasla sér sífellt völl, ryðja sér til rúms. Rétt eins og þeir
séu að hrópa: Sjáðu mig! Alla jafna ómeðvituð framkoma,
skulum við vona, og birtist ekki bara í því hvernig þeir
setjast niður í neðanjarðarlest eða fundarherbergi eða
skólastofu, en inntakið er þetta: Hér er ég og ég er æðis-
legur. Ég meina ÆÐISLEGUR!
Slík líkamsbeiting er náttúrlega býsna áhrifarík leið til
að láta taka eftir sér, ekki síst í ljósi þess að konur taka
frekar eftir mönnum sem haga sér svo og svo hrífast kon-
ur eðlilega frekar af mönnum sem þær taka eftir. Þótt það
séu bara tvær valhnetur og gulrót í boði. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Tvær valhnetur og gulrót
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verulegur munur er á laun-um á almenna og opinberavinnumarkaðinum ef launfélaga í SFR stéttarfélaga í
almannaþjónustu og Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar (St.Rv.)
eru borin saman við laun félags-
manna í VR. Þetta er meðal þess sem
lesa má út úr nýbirtum niðurstöðum
launakönnunar SFR og St.Rv sam-
anborið við launakönnun VR. Þessar
kannanir voru líkt og á undanförnum
árum gerðar í samstarfi stéttarfélag-
anna þriggja á fyrstu mánuðum árs-
ins.
„Launin eru að vanda hæst hjá
VR og munar töluverðu á milli launa
á almennum og opinberum vinnu-
markaði,“ segir í umfjöllun SFR.
Á sama tíma og meðallaun
félagsmanna í VR, þ.e.a.s. heildar-
laun þeirra, mælast tæplega 597 þús-
und á mánuði eru þau um 458 þúsund
hjá SFR-félögum og tæp 483 þúsund
hjá St.Rv. ,,Uppreiknuð meðallaun
félagsmanna VR samkvæmt könn-
uninni eru því um 140 þúsund kr.
hærri en meðallaun SFR félaga og
um 114 þúsund kr. hærri en með-
allaun St.Rv. félagsmanna.“
Umsamdar launahækkanir í
fyrra koma greinilega í ljós í könn-
ununum. Heildarlaun hækka um
8,9% á milli ára hjá SFR og VR. Hjá
St.Rv. mælist hækkunin um 8,5%.
Launahækkanir eru því nokkuð jafn-
ar á milli stéttarfélaga þetta árið
Fram kemur að kynbundinn
launamunur eykst á milli kannana
hjá SFR, en hann mælist nú 11,8% en
mældist 8,6% í fyrra. Launamunur
kynjanna stendur nánast í stað í 10%
hjá VR og lækkaði hjá St.Rv. úr 7,4%
í fyrra í 6,1% í könnuninni í ár.
Mjög ítarleg greining er á kyn-
bundna launamuninum skv. könnun-
inni í Blaði stéttarfélaganna sem
SFR og St.Rv gefa út, en meðal þess
sem lesa má úr tölunum er að karlar
innan SFR höfðu að meðaltali 134
þúsund kr. í laun fyrir yfirvinnu í
fyrra en meðalgreiðslur til kvenna
fyrir yfirvinnu voru 48 þúsund á mán-
uði.
Tæpur helmingur þátttakenda í
könnun SFR, eða 46,2% segist vera
óánægður með launakjör sín en
ánægðir nema 27,1%. „Í mælingunni
nú er í fyrsta skipti síðan 2009
minnihluti félagsmanna óánægð-
ur með launin sín en meirihluti fé-
lagsmanna hefur að jafnaði verið
óánægður með launin síðan Gallup
hóf að mæla laun og viðhorf til launa
árið 2007,“ segir einnig.
Átta af hverjum tíu félögum í
SFR fá einhverjar aukagreiðslur skv.
svörunum en þegar spurt var hvað
væri innifalið í heildarlaunum nefndu
tæp 80% einhverjar greiðslur. Hlut-
fallið hefur lækkað aðeins miðað við
það sem hæst var árin 2007 og 2008,
þegar 85% fengu einhverjar auka-
greiðslur. Um 35% fá greiddar yfir-
vinnugreiðslur og hefur það hlutfall
heldur farið lækkandi undanfarin ár.
Á hinn bóginn hefur þeim fjölgað
undanfarin ár sem fá greidda
„óunna“ yfirvinnu. Hlutfallið nú er
um 27% en var lægst 17% árið 2007.
Ríflega sex af tíu starfsmönnum fá
einhvers konar hlunnindi í starfi.
Margir telja vinnuálag sitt of
mikið, eða 42%, en fækkað hefur í
hópi þeirra sem fara í starfsmanna-
viðtal. Rúmur helmingur gerði það í
fyrra og segist helmingur þeirra vera
ánægður með afrakstur þess.
Mismunur á launum
en færri eru óánægðir
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæla SFR-félagar á samstöðufundi í kjaradeilunni við ríkið í fyrra.
Samanburður á félögum
*Uppfærð heildarlaun 70% – 100% starf
Heimild: SFR Blað stéttarfélaganna
SFR
2016
SFR
2015
Starfsmf. Rvk
2016
Starfsmf. Rvk
2015
VR
2016
VR
2015
Meðaltal heildarlauna á mánuði* 458.176 kr. 420.640 kr. 482.899 kr. 445.210 kr. 596.911 kr. 547.991 kr.
Hækkun launa á milli kannanna 8,9% 5,6% 8,5% 12,3% 8,9% 2,9%
Munur á heildarlaunum karla og kvenna 20,4% 20,7% 13,3% 13,4% 14,2% 14,2%
Kynbundinn launamunur á heildarlaunum 11,8% 8,6% 6,1% 7,4% 10,0% 9,9%
Lengd vinnuvikunnar 42,7 klst. 42,9 klst. 43,2 klst. 43,8 klst. 43,7 klst. 43,8 klst.
Hlutfall félagsmanna með háskólapróf 11,7% 10,6% 36,0% 34,1% 33,9% 33,0%
Hlutfall félagsmanna með hlunnindi 61,0% 62,8% 67,0% 70,0% 80,0% 71,5%
Hlutfall félagsmanna sem eru ánægðir
með launakjör sín
27,0% 20,7% 25,0% 19,9% 54,0% 48,9%