Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir, fylgist með á facebook Ný sending af dúnúlpum Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hreiðari Má Sig- urðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fyrir umboðs- og inn- herjasvik. Í ákærunni segir að Hreiðar Már hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita einkahluta- félagi sínu eingreiðslulán að upphæð 575 milljónir króna, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyr- ir láninu og án fullnægjandi trygg- inga fyrir endurgreiðslu lánsins. Jafnframt hefur héraðssaksóknari ákært Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaup- þings, fyrir hlutdeild í umboðssvik- um með því að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á mánudag, þann 3. október. Í ákærunni kemur fram að láninu hafi verið ráðstafað til að fjármagna að fullu kaup einkahlutafélagsins af Hreiðari á 812.000 hlutum í bank- anum 6. ágúst 2008 fyrir 704 kr. á hlut, eða fyrir samtals 571 milljón króna. Sömu hluti hafi Hreiðar Már keypt sama dag í eigin nafni sam- kvæmt kauprétti fyrir 303 kr. á hlut, eða fyrir samtals 246 milljónir. Greiðsla að fjárhæð 324 milljónir króna hafi þann 19. ágúst 2008 runn- ið af bankareikningi sem var tengd- ur vörslusafni Hreiðars Más hjá Kaupþingi, inn á bankareikning hans hjá sama banka. Aðeins fengust 1,6 milljónir króna greiddar upp í 820 milljóna kröfu Arion banka, eftir að einkahluta- félag Hreiðars Más var tekið til gjaldþrotaskipta. Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari sagði við Morgunblaðið í gær að ef Hreiðar Már yrði sýkn- aður í Hæstarétti af markaðsmis- notkunarmáli því sem nú væri til meðferðar þar yrði ofangreind ákæra dregin til baka að hluta, þar sem forsenda ákærunnar sem lyti að innherjasvikum væri að Hreiðar Már hefði vitað að verðgildi bréfa Kaupþings væri rangt. „Umboðs- svikaþáttur ákærunnar stendur allt- af, þótt mögulega verði hann sýkn- aður í Hæstarétti í markaðsmis- notkunarmálinu,“ sagði Ólafur Þór. agnes@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Ákærður Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik. Málið verður þingfest 3. október. Sagður hafa mis- notað aðstöðu sína  Ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik Isavia telur algerlega óraunhæft að ætla að hleðslustöðvar fyrir rafbíla geti verið í boði 1. janúar 2018 á öll- um flugvöllum þar sem bílum er lagt til lengri tíma, eins og kveðið er á um í þingsályktunartillögu iðnaðar- ráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem liggur fyrir Alþingi. Einnig sé óraunhæft að hægt verði að koma á landtengingu flugvéla við rafmagn þar sem tímamörkin eru allt of knöpp að mati Isavia, en í til- lögunni segir að öllum flugvélum verði skylt frá sama tíma að nota landtengingu þegar þær standa á stæðum við flugstöðvarbyggingar. Þetta kemur fram í umsögn Isavia til atvinnuveganefndar Alþingis, en þar segir félagið að ekki sé eðlilegt að fyrirmælum sé beint til félagsins í þingsályktun um að ráðast í þessi verkefni. ,,Isavia er ekki stjórnvald og því ljóst að bindandi tilmælum verður ekki beint til félagsins með þingsályktun. Ef ætlunin er að breyta reglum um lágmarksbúnað á flugvöllum eða bílastæðum í tengslum við þá verður eftir atvikum að gera slíkt með breytingum á við- eigandi lögum og reglugerðum,“ segir í umsögn lögfræðings Isavia. Félagið gagnrýnir ýmis markmið sem sett eru fram í tillögunni með tímamörkum, m.a. um að svonefndar ,,hreinorkuleigubifreiðar“ skuli njóta forgangs við flugvelli og aðra mikilvæga samgönguinnviði. „Ekki er fyllilega ljóst hvað felst í þessu. Hver er skilgreiningin á „hreinorku- leigubifreið“? Hvað er átt við með „forgangi“? Er t.d. átt við að slíkir bílar eigi að fara fremstir í röð eða að þeir eigi að hafa séraðstöðu? Eins og málum er háttað í dag er til stað- ar ákveðin aðstaða fyrir leigubíla og bílstjóra þeirra á Keflavíkurflug- velli,“ segir í bréfi Isavia. Í því felist að greitt sé ákveðið gjald fyrir hvern leigubíl, sem fái í staðinn aðgang upp að flugstöðinni til að taka við farþegum og aðgang að kaffiaðstöðu fyrir bílstjóra. Ef gera eigi breytingar til að hleypa ákveðnum (hreinorku-) bifreiðum framhjá röð eða veita annan forgang þyrfti að skoða það sérstaklega með tilliti til gildandi samninga og sam- keppnissjónarmiða. Rafmagnstengill við allar flugstöðvarbyggingar? Í tillögunni um landtengingu flug- véla við rafmagn segir að öllum flug- vélum verði skylt að nota landteng- ingu þegar þær standi á stæðum við flugstöðvarbyggingar. Það sé á ábyrgð innanríkisráðuneytis, at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- is, Isavia og Samgöngustofu að koma þessari skipan á fyrir 1. janúar 2018. Isavia segir hugtakið „landteng- ing“ ekki vera skýrt en hér sé vænt- anlega um að ræða þýðingu á því sem á ensku er nefnt FEGP (Fixed Electrical Ground Power), það er að flugvélar tengist við rafmagn þegar komið er upp að flugstöðvarbygg- ingu í stað þess að drífa kerfi vél- anna áfram með bruna kolefnaelds- neytis. „Þá er greinin mjög almennt orðuð og á henni að skilja að alls staðar á landinu þar sem flugvél get- ur lagt upp við flugstöðvarbyggingu skuli vera rafmagnstengill fyrir vél- ina að stinga í samband. Isavia telur ekki hægt að taka slíka ákvörðun án þess að fyrir liggi greining á því hversu margra flug- valla þessi skylda næði til og hver væri kostnaðurinn af því.“ Eðlilegra væri að mati félagsins að líta fyrst til alþjóðaflugvallanna í Keflavík, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. omfr@mbl.is Tímamörkin sögð algerlega óraunhæf  Bindandi tilmælum ekki beint til Isavia með þingsályktun Tölvuteikning/Nordic-Office of Architecture Framtíðarútlit Leifsstöðvar Flugvélar eiga að tengjast við rafmagn við flugstöðina frá 1. jan. 2018 skv. tillögu um aðgerðaráætlun um orkuskipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.