Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Eftir að hafa stigið trylltan dansvikum saman um fyrstu kapp-
ræður forsetaframbjóðenda í
Bandaríkjunum hófust þær loks.
Þær stóðu í hálfan
annan klukkutíma.
En umræðan umþað hvort
þeirra Donalds og
Hillary hafi sigrað
hefur staðið í tæpan
sólarhring og er rétt
að byrja.
Mikill meirihlutifréttaskýr-
enda fullyrðir að frú
Clinton hafi verið
ótvíræður sigurvegari.
Í netkönnunum, þar sem stimplamá inn sína skoðun á málinu, eru
þeir í meirihluta sem telja að Trump
hafi malað frú Clinton. Netkannanir
af þessu tagi eru ekki vísindalegar.
Þær kunna helst að gefa einhverja
vísbendingu um hvor fylkingin eigi
ákafari fylgismenn.
Trump-menn benda á að fráleittsé að telja fréttaskýrendur
óhlutdræga eða vísindalega. Þeir
hafi alltaf sagt Trump tapa kapp-
ræðum prófkjörsbaráttunnar,
þeirrar sömu sem hann vann að
lokum með yfirburðum.
Þar sem kappræðan fór fram áóguðlegum íslenskum tíma
fylgdust Staksteinar ekki með
henni. Þeir úrskurða þó, á ekki veik-
ari vísindalegum grunni en hinir, að
þau tvö hafi skilið jöfn. Fyrst Clinton
hélt út í tvo tíma á sviðinu og ekkert
stórhneyksli hefur verið haft eftir
Trump hlýtur jafntefli að vera rétta
niðurstaðan.
Steinsofandi menn sáu það strax.
Hillary Clinton
Fjallið tók
jóðsótt...
STAKSTEINAR
Donald Trump
Hvað þýðir það fyrir þig og þína starfsemi?
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Málstofan er sú fyrsta í fundaröð Persónuverndar um hið breytta regluverk og fer fram á Icelandair
Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi, föstudaginn 30. september 2016, kl. 13:15 - 15:00.
Vinsamlegast skráið þátttöku á postur@personuvernd.is.
Persónuvernd boðar til málstofu um nýjar reglur á sviði persónuverndar sem munu taka gildi
árið 2018. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er
að ræða umfangsmestu endurbætur á löggjöfinni sem gerðar hafa verið í rúma tvo áratugi.
Meðal þess sem verður rætt er:
Öll íslensk fyrirtæki og aðrir sem vinna persónuupplýsingar fá nýjar skyldur
Grundvallarréttur einstaklinga til persónuverndar er styrktur
Stórauknar sektarheimildir - aukin samvinna evrópskra persónuverndaryfirvalda
Föstudaginn 30. september 2016 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 13:15-15:00
Setning og fundarstjórn
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
Dagskrá:
Aukin réttarvernd einstaklinga
Vigdís Eva Líndal, verkefnisstjóri EES-mála hjá Persónuvernd
Nýjar og breyttar skyldur í starfsemi fyrirtækja og stofnana
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd
Veður víða um heim 27.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 8 léttskýjað
Akureyri 7 heiðskírt
Nuuk 5 heiðskírt
Þórshöfn 11 rigning
Ósló 13 rigning
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 14 heiðskírt
Helsinki 13 léttskýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 16 heiðskírt
Glasgow 15 alskýjað
London 18 rigning
París 22 heiðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 18 léttskýjað
Moskva 13 skýjað
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 26 skýjað
Róm 22 rigning
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg 10 léttskýjað
Montreal 19 heiðskírt
New York 20 skýjað
Chicago 16 rigning
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:30 19:07
ÍSAFJÖRÐUR 7:36 19:11
SIGLUFJÖRÐUR 7:19 18:54
DJÚPIVOGUR 6:59 18:37
Rússnesku herflugvélarnar sem
flugu beint undir íslenskri farþega-
þotu á fimmtudag voru allan tímann í
alþjóðlegri lofthelgi, að sögn embætt-
ismanns Atlantshafsbandalagsins
(NATO).
Í skriflegu svari við fyrirspurn
mbl.is segir að vélarnar hafi hvorki
verið í sambandi við borgaralega
flugumferðarstjórn né hafi þær lagt
fram flugáætlun.
Utanríkisráðuneytið segir að tvær
rússneskar herflugvélar af gerðinni
Tupolev Blackjack Tu-160 hafi flogið
um 6.000 til 9.000 fetum undir ís-
lenskri farþegaþotu í síðustu viku.
Hún var á leiðinni frá Keflavík til
Stokkhólms. Upplýsingafulltrúi
Isavia sagði við mbl.is í gær að flug
rússnesku vélanna hefði ekki verið
ólöglegt.
Í svari NATO til mbl.is kemur
fram að loftferðaeftirlit sambandsins
hafi komið auga á nokkrar rúss-
neskar herflugvélar í alþjóðlegri loft-
helgi norðaustur af ströndum Noregs
á fimmtudag. Flugvélarnar hafi flogið
meðfram strönd Noregs, haldið
áfram vestur af Bretlandseyjum og
meðfram Atlantshafsströnd Frakk-
lands inn í Biskajaflóa áður en þær
sneru við.
Nokkrar viðbragðsflugvélar
NATO, þar á meðal frá Bretlandi,
hafi borið kennsl á vélarnar sem
Tu-160-sprengjuvélar.
„Tu-160-vélarnar voru í alþjóðlegri
lofthelgi allan tímann en þær voru
hins vegar hvorki í sambandi við
borgaralega flugumferðarstjóra né
skiluðu þær inn flugáætlun,“ segir
embættismaður NATO.
Vélarnar í
alþjóðlegri
lofthelgi
Lögðu ekki
fram flugáætlun
Blackjack Tupolev Tu-160
sprengjuflugvél á flugi.