Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Sólarlag Skonnorta Norðursiglingar, Opal, kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir siglingu frá Grænlandi, en skipið hefur verið þar síðustu sex vikur að sigla með farþega í ævintýraferðum um Scoresbysund. Opal verður áfram í Reykjavík í tengslum við ráðstefnuna Making Marine Applications Greener 2016, hvar gestum verður boðið að sigla á þessu rafknúna og umhverfisvæna skipi. Eggert Myndin verður stöðugt skýr- ari. Vinstri flokkarnir lofa að gera allt fyrir alla. Peningunum verður ausið úr kistum ríkissjóðs að loknum kosningum enda varla það vandamál til í hugum stjórn- lyndra sem ekki er hægt að leysa með peningum. Horfið verður frá lögbundnum lækkunum skatta og tolla, gamlir skattar endurvaktir, nýir settir á og aðrir hækkaðir. Þannig segjast vinstri menn ætla að forgangsraða. Kjósendur vita hvað situr í fyrirrúmi hjá vinstri mönnum. Í erfiðleikum eftir fall fjármálakerfisins var frægum hníf niðurskurðar fyrst og síðast beitt á heilbrigðiskerfið til að hlífa stjórnsýslunni og fjármagna gæluverkefni. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja voru skertar á sama tíma og unnið var að því hörðum höndum að koma skuldum einkafyrirtækis yfir á skatt- greiðendur. Eignaskattur var innleiddur og lagðist þungt á eldri borgara með lágar tekjur. Skattar á millistéttina voru hækkaðir með því að innleiða þrepaskipt tekjuskattskerfi með til- heyrandi jaðarsköttum. Reykjavík er fyrirmyndin Loforð vinstri manna er að innleiða stjórn- sýslu og hugmyndafræði meirihluta borgar- stjórnar yfir á landið allt. Reykvíkingar þekkja af eigin raun hvernig útgjöldum er forgangs- raðað. Þjónusta við eldri borgara er skorin nið- ur og leik- og grunnskólar sitja á hakanum. Borgarfulltrúar ferðast um heiminn til að kynna sér lestarsamgöngur og innheimtur bílastæðagjalda í stór- borgum. Í Reykjavík grotna götur niður en hundruðum milljóna er varið í að þrengja meginæðar gatnakerfisins. Reykjavík hefur verið gerð að höfuðborg holunnar. Kvörtunum um lélegan kost í skól- um er mætt með því að hækka álögur á barnafjölskyldur. Borg- arsjóður er ekki lengur sjálfbær þrátt fyrir að álögur og gjöld á íbúana séu í hæstu hæðum. Kjósendur geta gert sér sæmi- lega grein fyrir því hvað bíður handan við hornið, taki vinstri stjórn við völdum að loknum kosningum. Verkin tala og fyrir- myndin liggur fyrir. Í einfaldleika sínum snúast komandi kosn- ingar um hvort Sjálfstæðisflokkurinn er utan ríkisstjórnar eða hvort Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn næstu fjögur árin. Verkin tala og stefnan er skýr. Dauðasynd og lækkun skatta Í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa orðið algjör umskipti í efnahagsmálum og stöðu ríkissjóðs. Skulda- staða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað, laun hafa hækkað og kaupmáttur aukist. Mynd- arleg endurreisn heilbrigðiskerfisins er hafin og fjármögnun nýs Landspítala er tryggð. Framlög til heilbrigðismála hafa aldrei verið hærri. Stigin hafa verið stór skref í að rétt við hlut eldri borgara og öryrkja en þar eru verk óunnin við einföldun kerfisins, innleiðingu starfsgetumats, hækkun grunngreiðslna og frí- tekjumarks. Fyrir liggur áætlun um að jafna lífeyrisréttindi almennings samhliða því að jafna laun á almennum markaði og hjá hinu op- inbera. Undir forystu Bjarna Benediktssonar í fjár- málaráðuneytinu hafa unnist áfangasigrar við að innleiða skynsamlegt og réttlátara tekju- skattskerfi einstaklinga. Skatthlutfall í neðsta þrepi hefur verið lækkað sem og í milliþrepinu sem á samkvæmt lögum að falla niður í byrjun komandi árs. Þessar breytingar leiða til þess að einstaklingar munu greiða 15 milljörðum minna í tekjuskatt á komandi ári en þeir hefðu gert undir skattastefnu síðustu vinstri stjórnar. Komist vinstri menn aftur til valda verða þess- ar skattalækkanir að engu gerðar. Einstakling- ar með meðaltekjur verða skattlagðir sérstak- lega með milliþrepi enda er það einlæg trú vinstri manna að með því að lækka skatta sé ríkið að „afsala sér tekjum“. Hið sama á við um 13,5 milljörðum lægri álögur á heimilin með lækkun neysluskatta, – m.a. afnámi vörugjalda og tolla. Hinir stjórn- lyndu og skattaglöðu líta svo á að ríkið sé að „kasta frá sér tekjum“. Og auðvitað er 10,5 milljarða lækkun skatta á atvinnulífið dauða- synd. Hættulegt skattheimtuvald Íslenskir vinstri menn hafa aldrei skilið hvað John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, átti við þegar hann varaði við hættunni sem fylgir skattheimtuvaldi stjórnmálamanna. Þrúgandi skattkerfi skilar aldrei nægjanlegum tekjum, býr aldrei til hagvöxt eða skapar nægilega mörg störf. Hófsemd og sanngirni í álögum á einstakl- inga og fyrirtæki, er vítamín efnahagslífsins og ríkissjóður nýtur góðs af líkt og sveitarfélögin. Möguleikarnir til að standa með myndarskap að rekstri heilbrigðiskerfisins, þar sem allir njóta þjónustu óháð efnahag, verða meiri. Rík- issjóður fær aukinn styrk til að tryggja hag eldri borgara og öryrkja. Nauðsynleg fjárfest- ing í innviðum samfélagsins verður ekki draum- sýn heldur raunveruleg. Stöðugleiki festist í sessi, með lágri verðbólgu, lágum vöxtum og stöðugt hækkandi kaupmætti launafólks. Í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi – eldhúsdeginum – síðastliðinn mánudag, sagði Bjarni Benediktsson meðal annars: „Það finna allir Íslendingar hversu miklu það skiptir að búa við stöðugleika. Stöðugleiki er eitt helsta baráttumál okkar inn í þessar kosn- ingar, hefur verið á þessu kjörtímabili og er um leið eitt helsta hagsmunamál heimilanna, að menn geti búið við fjárhagslegt öryggi, atvinnu- legt öryggi, geti tekið ákvarðanir inn í framtíð- ina án þess að hafa áhyggjur af því að hér sé að koma ný kollsteypa, að vextir rjúki upp úr öllu valdi eða atvinnan sé ekki í hendi eftir eitt eða tvö, þrjú, fjögur ár. Hvorki heimilin né atvinnu- líf geta tekið ákvarðanir inn í framtíðina við slíkar aðstæður. Við munum áfram leggja áherslu á þetta.“ Orð formanns Sjálfstæðisflokksins draga með skýrum hætti fram um hvað alþingiskosn- ingarnar snúast: Stöðugleika og bætt lífskjör. Eftir Óla Björn Kárason »Kjósendur geta gert sér sæmilega grein fyrir því hvað bíður handan við hornið taki vinstri stjórn við völdum. Verkin tala og fyrirmyndin liggur fyrir. Óli Björn Kárason Hvað bíður handan við hornið? Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55697
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 226. tölublað (28.09.2016)
https://timarit.is/issue/392542

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

226. tölublað (28.09.2016)

Aðgerðir: