Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500 • Frí heimsending lyfja • Góð kjör fyrir eldri borgara og öryrkja • Gerðu verðsamanburð • Lyfjaskömmtun á góðu verði góð þjónusta ogPersónuleg Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00 Heilbrigð skynsemi Heilsugæsla efra Breiðholts Gerðuberg Lyf á lægra verði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Reykja- víkurflugvelli sl. laugardag þar sem sviðsett var flugslys með 75 farþegum um borð. Allt var gert til að gera vettvanginn sem líkastan raunveru- legu slysi. Um 400 manns tóku þátt í æfingunni, starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa, al- mannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra. Flugslys sviðsett með öllu tilheyrandi Morgunblaðið/Eggert Mikið um að vera á flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við framkvæmdastjórnin munum funda með fulltrúum þessara lækna og stjórnendum bráðamóttökunnar í dag til að fara yfir þetta nánar en við höfum verið að berjast við þetta vandamál árum saman,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítal- ans, í samtali við Morgunblaðið en hann gerði bréf frá bráðalæknum spítalans að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á vefsíðu Landspít- alans fyrir helgi. „Telja þeir að við ástandið verði ekki unað enda geti þeir ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna við aðstæður sem allt of oft skapast í starfseminni. Þannig hefur það ítrekað gerst að al- varlega slasaðir eða veikir einstak- lingar hafa þurft að liggja á göng- um bráðamót- tökunnar jafnvel sólarhringum saman,“ segir hann í pistlinum og vísar til bréfs 22 sérfræðinga á bráðadeild. Páll segir vand- ann í grunninn vera kerfisins en ekki einstakra deilda. „Auðvitað er aðflæði ákveðið vandamál en það er minna vandamál en fráflæðið á bráðamóttökunni.“ Á hverjum morgni séu að meðaltali fimmtán sjúklingar sem liggi á bráðamóttökunni og þurfi innlögn en komist ekki á viðeigandi deildir. Á deildunum liggi fólk fyrir sem oftar en ekki sé búið að fá meðferð en kom- ist ekki af spítalanum í endurhæfingu eða á hjúkrunarheimili. Segir Páll meðalálagið á spítalann vera að aukast og því verði álagspunktar erf- iðari en haustið hafi verið óvenju- annasamt. Kerfisbreytingar mikilvægar „Lausnirnar eru ekki einfaldar, þær eru fjölmargar og við þurfum að vinna að þeim með ráðuneytinu og heilsugæslunni,“ segir Páll en hann ætlar sér að fylgja eftir ákalli bráða- læknanna af fullum þunga. Spítalinn mun taka að minnsta kosti þrjú skref á næstu mánuðum sem mæta munu vandanum að ein- hverju leyti þó að hann verði ekki endanlega leystur. Vinna er hafin við stofnun sérstakrar greiningardeildar þar sem markmiðið er að greina og meðhöndla sjúklinga hratt svo kom- ast megi hjá lengri innlögn en tveim- ur sólarhringum, hjá völdum hópi. Þá verða tvær almennar skurð- deildir sameinaðar í eina stærri deild en þá verður betur hægt að nýta starfsfólk og fjölga rýmum. Einnig verður gerð gangskör að því að end- urskipuleggja dag- og göngudeildir spítalans þannig að þær séu nýttar með markvissari hætti en stundum má forða innlögnum með því að nota í staðinn þær deildir. Að auki er legu- rýmum bætt við þar sem kostur er. Páll telur einnig að sjúklingahótel sem opnar á næsta ári muni greiða fyrir fráflæði sjúklinga. „Ekkert sem gert er innanhúss dregur samt úr mikilvægi stærri kerfisbreytinga,“ segir hann. Öryggi sjúklinga ótryggt  22 sérfræðingar á bráðadeild Landspítalans segja ástandið þar óviðunandi  „Ekkert sem gert er innanhúss dregur úr mikilvægi stærri kerfisbreytinga“ Páll Matthíasson Flokksráðs- fundur Vinstri grænna var hald- inn á Akureyri um helgina, þar sem áherslur flokksins í öllum málaflokkum fyr- ir komandi kosn- ingar voru sam- þykktar. Heilbrigðis- kerfið, málefni öryrkja og eldri borgara, húsnæðis-, skóla- og menntamál voru meðal þeirra mála sem voru ofarlega á baugi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að loknum fundi að skýr krafa væri uppi um að gera þyrfti betur hvað varðaði þessa málaflokka. Katrín sagði í samtali við mbl.is að flokkurinn væri með tillögur um að auka þyrfti stofnframlög í húsnæðis- málum í takt við nýtt lagaumhverfi. „Við viljum líka að sveitarfélög fái heimildir til þess að koma á einhvers konar takmörkunum á hækkunum leiguverðs,“ sagði Katrín. Hvað heilbrigðismálin varðar sagði hún að VG vildi draga jafnt og þétt úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á komandi kjörtímabili. Spurð um fjármögnun þessara verkefna nefndi Katrín sérstök auð- lindagjöld. Þá yrði horft til þess að þeir tekjumestu legðu aukalega til samfélagsins og skattaeftirlit yrði aukið. elinm@mbl.is Sjúklingar borgi minna Katrín Jakobsdóttir  VG lögðu línurnar fyrir kosningar Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands seint í gærkvöldi var engin skjálftavirkni í kringum Kötlu. Að sögn veðurfræðings var „ekkert óvenjulegt á ferðinni“. Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarinn sólarhring. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í öskjunni og var sá stærsti af stærð 2,6. Hann var kl. 17:01, 1. október. Enn eru engin merki um gosóróa. Þessi mikla virkni á laugardaginn virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhita- vatns í ám í kringum Mýrdalsjökul. Litakóðinn fyrir Kötlu er enn gulur sem þýðir að virknin er umfram venjulegt ástand. Virknin í Kötlu lítil Edda Heiðrún Back- man, leikari, leikstjóri og myndlistarmaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október, 58 ára að aldri. Edda Heiðrún fædd- ist á Akranesi 27. nóv- ember 1957. Foreldrar hennar voru Jóhanna Dagfríður Arnmunds- dóttir og Halldór Sig- urður Backman. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1978 og leikara- prófi frá Leiklistar- skóla Íslands 1983. Edda Heiðrún átti farsælan feril sem leikari fram til ársins 2004 en þá hafði hún greinst með MND-sjúk- dóminn, sem varð þess valdandi að hún hætti að leika. Þá sneri hún sér að leikstjórn bæði í Borgarleikhús- inu og Þjóðleikhúsinu. Árið 2007 opnaði Edda blómabúðina Súkku- laði og rósir og árið 2008 hóf hún að mála með munninum, bæði vatnslitamyndir og olíu og haustið 2009 var Eddu boðin aðild að al- þjóðlegum samtökum munn- og fótmálara, The Association of Mo- uth and Foot Painters. Á ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fjölda sýninga, í Reykjavík og á lands- byggðinni auk þess sem hún átti myndir á sýningum erlendis. Edda Heiðrún gerðist ötul bar- áttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Ásamt Hollvinasamtökum Grensás stóð hún fyrir landssöfnun til uppbyggingar og endurbóta á Grensásdeild undir yfirskriftinni Á rás fyrir Grensás. Þar söfnuðust á annað hundrað milljónir króna. Þá var Edda Heiðrún mikill tals- maður umhverfisverndar og stofnaði félagsskapinn Rödd náttúrunnar snemma á þessu ári, sem er ætlað það hlutverk að veita náttúrunni rödd og réttindi. Edda Heiðrún hlaut fjölda viður- kenninga fyrir list sína. Þrisvar sinnum fékk hún Íslensku sviðs- listarverðlaunin, þ.á m. heiðurs- verðlaun Grímunnar. 2003 hlaut hún Íslensku kvikmyndaverðlaunin, Edduna, 2006 var hún borgar- listamaður Reykjavíkur og 2008 samþykkti Alþingi hana í hóp heið- urslistamanna. Edda Heiðrún lætur eftir sig tvö börn, Arnmund Ernst leikara og Unni Birnu menntaskólanema. Andlát Edda Heiðrún Backman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.