Morgunblaðið - 03.10.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
◆ KASSAR
◆ ÖSKJUR
◆ ARKIR
◆ POKAR
◆ FILMUR
◆ VETLINGAR
◆ HANSKAR
◆ SKÓR
◆ STÍGVÉL
◆ HNÍFAR
◆ BRÝNI
◆ BAKKAR
◆ EINNOTA VÖRUR
◆ HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Hausttilboð á völdum VOLVO
PENTA vélapökkum
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
D-4 225 hö.
með hældrifi
verð frá 3,9 millj. án. vsk
D-6 330 hö.
með hældrifi
verð frá 4,9 millj. án. vsk
Tilboðin gilda til og með 28. október
Hildur Loftsdóttir
hildurl@mbl.is
Ég er búin að vera tværvikur í Helsinki aðundirbúa sýningu á vetr-arsirkusnum hér í borg
og verð fram í miðjan janúar. Við
undirbúum í tvo mánuði og sýnum
svo stanslaust tvisvar á dag í tvo
mánuði, eða alls 80 sýningar. Þetta
eru tólf sirkuslistamenn sem koma
alls staðar að og við vinnum allan
daginn við að koma sýningunni
saman, en þetta er rosalega
skemmtilegt,“ segir Birta Benónýs-
dóttir, sirkuslistakona með franska
fjölleikahópnum Les P’tits Bras.
Örlögin taka í taumana
„Ég fluttist tvítug til Frakk-
lands og fór í sirkusháskóla í bæn-
um Chalons en Champagne. Ég
ætlaði reyndar að fara í sirkusskóla
í Svíþjóð en þegar ég var búin með
menntaskólann var ekki rétta árið
að fara, því skólinn tók bara inn
annað hvort ár. Ég ákvað því að
fara til Frakklands sem au pair í
eitt ár. Ég fann fjölskyldu á netinu
og þegar við fórum að tala saman
útskýrði ég að ég þyrfti að fá viku-
frí í júní til að fara til Svíþjóðar og
taka inntökupróf í sirkusskóla. Þá
kom í ljós að mamman vann í virt-
asta sirkusskóla Frakklands og
spurði hvort ég vildi ekki bara fara
þangað í skóla. Þetta var algjör til-
viljun! Örlögin voru greinilega að
segja mér að ég ætti að fara til
Frakklands. Ég fór svo í vikulöng
próf þar, komst inn og núna níu ár-
um seinna er ég þar enn.“
Síðasta árið í skólanum ferð-
uðust Birta og samnemendur henn-
ar með sína eigin sýningu í heilt ár
og síðan fór hún til Palestínu að
kenna sirkuslistir.
„Eftir það tók ég við hlutverki
í mjög stórri sýningu sem ég ferð-
aðist með um allan heiminn í tvö ár,
en síðustu þrjú ár hef ég unnið með
Les P’tits Bras. Við höfum ferðast
með sýninguna „L’Odeur de la
Sciure“ í þrjú ár og höldum áfram í
tvö í viðbót. Síðasta sumar héldum
við 60 sýningar í sjö eða átta mis-
munandi löndum og það var frekar
þreytandi. Núna er ég svo ánægð
því þetta er í fyrsta skipti í níu ár
sem ég er fjóra mánuði á sama
staðnum. Það er algjör lúxus að fá
að eiga heima einhvers staðar í stað
þess að vera sífellt á nýju hótelher-
bergi.“
Fjölskyldan kemur með
„Í Frakklandi er ein allra
sterkasta sirkushefð í heimi og hef-
ur verið í fleiri hundruð ár. Við
vinnslu á sýningunni okkar vorum
við með aldamótin 1900 í huga. Fé-
lagar mínir kalla það La Belle Epo-
que, eða gullaldarskeið franskrar
fjölleikhúshefðar. Í allri uppsetn-
ingunni leikum við okkur með stíl
þessa tímabils án þess að það sé
paródía. Við erum frekar að heiðra
tímabilið. Fatahönnuðurinn vann
alla búningana út frá þessum tíma,
við erum í trapísum og rólum og
stóru sterku mennirnir henda okk-
ur í heljarstökkum á milli sín, sem
var mikið um þá,“ segir Birta, sem
er rosalega ánægð hjá þessu fyrir-
tæki.
„Við erum fimm á sviðinu og
einn tæknimaður og okkur kemur
mjög vel saman. Enda verðum við
að vera vinir eins mikið og við erum
saman, meira en með fjölskyld-
unum. Í hvert skipti sem við keyr-
um af stað erum við á leið til móts
við ævintýrin, alveg sama hvert
ferðinni er heitið. Margir af vinum
mínum eru samt fjölskyldufólk og
oftast eru bara börnin með á ferð-
inni. Ég þekki börn sem kunna
Til móts við ævin-
týrin í háloftunum
Sirkuslistakonan Birta Benónýsdóttir starfar með Les P’tits Bras, virtum
frönskum fjölleikahópi. Hún elskar starfið sitt þótt það kalli á endalaus
ferðalög um allan heim og fjarvistir frá kærastanum Lucasi línudansara.
Í rauðum frakka Birta heillar íbúa bæjarins Morlaix í Frakklandi.
Mikill tilfinningalegur sársaukifylgir því oft að skilja viðþann sem maður hefur
tengst djúpum tilfinningaböndum og
hefur ráðgert að búa með þar til yfir
lyki. Ekki er aðeins um brostnar
væntingar og erfiðar tilfinningar að
ræða eins og höfnun, sektarkennd og
reiði heldur fylgir í kjölfarið tilfinn-
ingalegt uppgjör, skipting á eignum
og ótti við hið óþekkta. Í ofanálag, ef
skilnaður á rætur að rekja til framhjá-
halds eða langvarandi sambúðarvanda
þá eru samskiptin eftir skilnað svo til-
finningaþrungin að eins konar tilfinn-
ingastríð getur skapast milli foreldra
sem bitnar of oft illilega á börnum
þeirra.
Á hinn bóginn, þegar góðir for-
eldrar eru spurðir hvað skipti þá
mestu máli í lífinu, þá svara þeir án
undantekninga að það séu börnin og
fullyrða án nokkurs vafa að neikvæðar
tilfinningar hvors til annars eigi alls
ekki að bitna á börnunum.
Ólgusjór tilfinninganna
Það þýðir einfaldlega að ef sam-
skiptaörðugleikar eru á milli foreldra,
ósamkomulag um umgengni eða forsjá
þá eiga foreldrarnir, alveg sama hvað
gengur á, að beita öllum tiltækum ráð-
um til að koma í veg fyrir að börnin
finni fyrir þeirri deilu. Það geta góðir
foreldrar hins vegar oft ekki gert,
heldur týna þeir sér í ólgusjó nei-
kvæðra tilfinninga og í raun hegða sér
gegn betri vitund. Góðir foreldar eru í
alveg jafnmikilli hættu og annað gott
fólk að ráða ekki við þær tilfinningar
sem krauma undir niðri og springa út
þegar ákveðnar, íþyngjandi tilfinn-
ingalegar aðstæður eru fyrir hendi.
Tilfinningar eru nefnilega raun-
veruleg fyrirbæri. Tilfinningar fæðast
og þær deyja eftir því hvernig við
hegðum okkur í samskiptum við annað
fólk og tökumst á við þær. Að auki lifa
þær og dafna eftir því hvaða viðhorf
við höfum til lífsins almennt og þeirra
sem við hleypum að okkur og viljum
eða vildum deila lífinu með. Tilfinn-
ingar leynast í huga okkar og líkama
ef við ráðumst ekki að rótum þeirra. Í
aðþrengdum aðstæðum þá munu þær
brjótast út fyrr eða síðar og breyta
hegðun góðra foreldra, eins og hjá
öllum öðrum vel meinandi og góðum
manneskjum. Þegar það gerist þá
finnst góðum foreldrum að þeir hafi
svikið sig sjálfa og börnin sín og fyll-
ast jafnvel nýjum óþægilegum tilfinn-
ingum eins og samviskubiti, kvíða,
þunglyndi og ósátt við sig og fyrrver-
andi maka sem leiðir af sér vítahring
ennþá erfiðari samskipta sem aftur
kemur niður á börnum þeirra.
Tengslanetið
Hvað skal til bragðs taka? Góðir
foreldrar þurfa að vera mjög meðvit-
aðir um að tilfinningar eru raunveru-
legar og mikilvægt er að vinna úr
þeim. Helst áður en þær hafa slæm
áhrif á þá sjálfa og börnin þeirra. Ef
góðum foreldrum tekst ekki að leysa
úr tilfinningum sínum þá ættu þeir að
finna einhvern sem getur skapað
þannig skilyrði að tilfinningarnar fái
ekki að ráða ferðinni í samskiptum
við fyrrverandi maka. Gott er að leita
sér aðstoðar þriðja aðila, til dæmis
sáttamiðlara eða einhvers í tengsla-
netinu sem þeir líta upp til og treysta
til að sýna hlutleysi og skynsemi. Ein-
hvers sem getur veitt stuðning og
hjálpað til að skapa skilyrðin til að
finna gagnlegar lausnir á vandanum
sem ekki koma niður á þeim sjálfum
og börnum þeirra.
Góðir foreldrar vilja væntanlega
halda áfram að vera góðir foreldrar
og þá er mikilvægt að hafa í huga að
samskipti þeirra í milli og fram-
kvæmd uppgjörsins spilar gríðarlega
stórt hlutverk.
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafar-
þjónusta, Skeifunni 11a, Reykjavík.
www.heilsustodin.is
Forsjár- og umgengnis-
deilur góðra foreldra
Mikilvægt Góðir foreldrar gæta þess að láta deilur sínar og neikvæðar til-
finningar hvors í annars garð ekki bitna á börnunum.
Heilsupistill
Hafsteinn Gunnar
Hafsteinsson
sáttamiðlari
Í öðru erindinu í erindaröð Bókasafns
Kópavogs um sjálfsrækt kl. 20 á
morgun, þriðjudag 4. október, fjallar
Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi
um hamingjuna.
Erindið, sem verður á persónu-
legum, fræðandi og skemmtilegum
nótum, er haldið á fyrstu hæð aðal-
safns.
Allir eru velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Erindaröð um sjálfrækt
Erindi Elín Ebba Ásmundsdóttir.
Hamingjan
sanna!