Morgunblaðið - 03.10.2016, Page 29

Morgunblaðið - 03.10.2016, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016 Indversk- kanadíska kvikmyndagerð- arkonan Deepa Mehta, sem er heiðursgestur RIFF í ár, heldur meistaraspjall í Norræna húsinu í dag kl. 13. Þar mun hún ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð. Aðgangur er ókeypis. Sama dag mun borgar- stjórinn í Reykjavík, Dagur B. Egg- ertsson, veita henni heiðurs- verðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar við hátíð- lega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meistaraspjall og heiðursverðlaun Deepa Mehta Hátt í 100 tilnefningar til Hönn- unarverðlauna Íslands 2016 bárust dómnefnd, sem hefur nú valið fjögur verk sem þykja fram- úrskarandi. Tilnefningarnar fjórar komu í hlut As We Grow, Lulla doll, Or Type og Orku framtíð- arinnar. As We Grow er íslenskt hönn- unarfyrirtæki í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttir prjóna- hönnuðar, Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuðar og Grétu Hlöðvers- dóttur framkvæmdastjóra. Með vörulínunni tvinna þær saman fag- urfræði, hefðir og nútíma í end- ingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. Lulla doll er afrakstur Eyrúnar Eggertsdóttur frumkvöðuls, Birnu Bryndísar Þorkelsdóttur hönnuðar og Sólveigar Gunnarsdóttur mark- aðsstjóra. Dúkkunni er ætlað að róa og veita ungbörnum öryggis- tilfinningu og betri svefn, en hún líkir eftir hjartslætti og andar- drætti foreldris. Leturstúdíóið Or Type stofnuðu grafísku hönnuðirnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse árið 2013. Letur þeirra hefur nú þegar farið víða og verið notað á fjölbreyttar vörur s.s. tímarit, um- búðir og búninga íslenska karla- og kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu á EM. Sýningin Orka til framtíðar í Ljósafossstöð skýrir á gagnvirkan hátt orku og hvernig má bæði beisla hana og nýta. Hönnuðir sýn- ingarinnar eru Gagarín og Tvíhorf arkitektar en fjöldi annarra fyrir- tækja og sérfræðinga kom að sýn- ingunni. Verðlaunin verða afhent í þriðja sinn fimmtudaginn 6. október í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Viðurkenningin er nú veitt í annað sinn og í tilkynningu frá dómnefnd segir að vinningshafinn í ár hafi fengið til starfa einhverja færustu hönnuði landsins, hvern á sínu sviði. Með þessu hefur fyrirtækið skilgreint hönnun sem mikilvægan þátt í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrir- tækinu með framúrskarandi hætti. Lúlla Dúkkan er eitt fjögurra verka sem tilnefnd eru til Íslensku hönnunarverð- launanna. Afhending fer fram 6. október. Tilnefningar til Hönnunarverðlaunanna RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Árið 2012 réðust sex menn áunga konu í strætisvagni íDelhi á Indlandi ognauðguðu henni með sví- virðilegum hætti. Mennirnir höfðu lokkað hana í vagninn ásamt kær- asta hennar. Ofbeldið var svo hrottalegt að 13 dögum síðar lést hún af sárum sínum. Morðið á Jyoti Singh vakti athygli um allan heim og á Indlandi brutust út mikil mótmæli og fylgdu þeim kröfur um umbætur til að draga úr ofbeldi á hendur kon- um. Árásin er umfjöllunarefni leik- stjórans Deepa Mehta í nýjust mynd sinni, Birtingarmynd ofbeldis, sem fyrir nokkrum dögum var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Birtingarmynd ofbeldis er mjög óvenjuleg kvikmynd og meira í ætt við tilraunaleikhús en hefðbundna kvikmyndagerð. Í myndinni reynir Mehta að átta sig á úr hvaða um- hverfi árásin á Jyoti Singh er sprott- in. Í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins fyrir viku lagði hún áherslu á að ekki vekti fyrir henni að bera blak af árásarmönnunum, þeir beri ábyrgð á gerðum sínum. Of- beldið verði þó ekki til í tómarúmi. „Samfélagið er ábyrgt fyrir því að skapa menn sem framkvæma slíka glæpi; samfélag sem einkennist af feðraveldi, fátækt, valdatafli og mannfyrirlitningu getur búið til slíka menn. Hvað er það sem býr til þessi skrímsli? Það er spurning mín,“ sagði Mehta í viðtalinu. Grimmd mannsins er sígilt við- fangsefni. Það er freistandi að vísa grimmdarverkum frá sér og stimpla fremjendur þeirra sem óargadýr í mannsmynd. En við vitum að það er of einfalt. Hannah Arendt talaði um hversdagsleika illskunnar þegar hún skrifaði um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem. Í Birtingarmynd ofbeldis er saga nauðgaranna í strætistvagninum sögð. Í lýsingum á gerð myndar- innar kemur fram að leikararnir notuðu brot úr ævi þeirra sem komu fram í frásögnum fjölmiðla um rétt- arhöldin yfir þeim og spunnu sig áfram. Að því leyti er tæplega hægt að segja að myndin sé sannsöguleg þótt engu sé hnikað, sem snertir árásina sjálfa. Sömu leikarar leika árásarmennina á fullorðinsárum og á barnsaldri. Áhorfendur eru vanir slíkum brögðum í leikhúsi, en hætt er við að það verði hjákátlegt þegar þetta er gert á hvíta tjaldinu. Það merkilega er hins vegar að þetta virkar. Sýnt er hvernig þeir eru beittir kynferðislegu ofbeldi í æsku og fara að gera slíkt hið sama við aðra. Atriði þar sem einum þeirra er nauðgað sjö ára að aldri er sér- staklega sterkt og skelfing hins hjálparvana barns skín úr andliti hins fullorðna leikara. Þeir eru fastir í gildru fátæktar og vonir þeirra um að komast áfram í lífinu eru hverfandi. Singh er hins vegar ofar í þjóð- félagsstiganum. Hún er í há- skólanámi og á framtíðina fyrir sér. Mehta hefur gert fjölda kvik- mynda. Mynd hennar Vatn var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu myndina. Í Birtingar- mynd ofbeldis fer hún allt aðrar leið- ir en hún er vön. Sviðsetningar eru nánast engar í myndinni og varla notaður farði á leikarana. Tökuvélin er einfaldlega sett af stað og byrjað að leika. Þótt umfjöllunarefnið sé erfitt og hrottalegt er myndin ekki gróf. Nauðgunin sjálf er ekki sýnd. Singh sést stíga upp í strætisvagninn ásamt kærasta sínum og í næsta at- riði sjást árásarmennirnir skipta ránsfeng sínum á milli sín. Birtingarmynd ofbeldis vekur til umhugsunar um þau áhrif, sem um- hverfið hefur á einstaklinginn. Í myndinni er lýst samfélagi bælingar og kúgunar. Á botni þess sitja þeir, sem samfélagið hefur hafnað. Enn hefur ekki fundist lokasvar, pakkað inn með borða og slaufu, um rót ofbeldisins og illskunnar og kannski er það ekki til. Það er ekki að finna í Birtingarmynd ofbeldis, enda er það ekki markmið Mehta. Hún vekur hins vegar spurningar og stuggar við okkur. Ekkert þjóðfélag er laust við ofbeldi. Það er líka of langt gengið að ætla að þjóðfélagið sé eins og forritari, en það fer heldur ekki á milli mála að viðteknar hug- myndir og kreddur hafa mótandi áhrif. Það var ekki tilviljun að einn árásarmannanna sagði eftir verkn- aðinn að sómakær kona hefði ekki verið á ferli á þeim tíma, sem Singh steig í vagninn. Varð hún þá rétt- mæt bráð? Mehta fer óvenjulega leið til þess að vekja óþægilegar og ágengar spurningar. Aðferðin gengur ekki alltaf upp, en leikstjórinn sýnir hug- rekki með nálgun sinni. Þetta form hefur örugglega líka gefið Mehtu meira frelsi til að fara sínar leiðir, en hefði hún ákveðið að gera stórmynd í anda Miðnæturbarna, sem hún gerði eftir bók Salmans Rushdies. Árásin leiddi til vakningar á Ind- landi um ofbeldi gegn konum. Áður mátti ekki ræða nauðganir og kyn- ferðisofbeldi, en nú er það breytt, þótt konur séu langt frá því að vera öruggar á götum úti. Birtingarmynd ofbeldis er mikilvægt innlegg í þessa umræðu og verður fróðlegt að sjá hvernig henni verður tekið á Ind- landi. Að rótum ofbeldis og illsku RIFF Birtingarmynd ofbeldis bbbmn Leikstjóri: Deepa Mehta. Leikarar: Vansh Bhardwaj, Tia Bhatia, Janki Bisht, Seema Biswas, Suman Jha, Jagj- eet Sandhu. Hindí. Indland og Kanada, 2016. 93 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Ágeng kvikmyndagerð Atriði úr Birtingarmynd ofbeldis eftir leikstjórann Deepu Mehta. Í myndinni er tekist á við hópnauðgun, sem var framin í Delhi á Indlandi fyrir fjórum árum og vakti óhug um allan heim. Háskólabíó: Þri. 4. okt., kl. 17.30, sun. 9. okt., kl. 20.00. MAGNIFICENT 7 7:20, 10 FRÖKEN PEREGRINE 5:20 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 6, 9, 10:30 STORKAR 2D ÍSL.TAL 5:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.