Fréttablaðið - 24.08.2016, Qupperneq 2
Veður
Hægviðri og víða léttskýjað í dag, en
áfram austan 8-13 og rigning með
köflum suðaustanlands. Sums staðar
þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti 10 til
20 stig, svalast við sjóinn norðvestan-
lands og á Austfjörðum en hlýjast inn til
landsins. sjá síðu 22
Dauðadómur í heimalandinu
Hafnarfjörður Hinsegin fræðsla
á vegum Samtakanna ’78 hófst
í síðustu viku í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunn-
skóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu
fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía
Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslu-
fulltrúi samtakanna, sem hélt fyrir-
lesturinn, segir viðbrögðin hafa
verið mjög jákvæð. Hún segir vonir
um að fá að koma á fræðslu í fleiri
sveitarfélögum landsins.
Fræðsla fyrir starfsfólk grunn-
skóla er einn liður af fjórum í sam-
komulagi sem Hafnarfjarðarbær
gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu
fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla
í áttunda bekk fyrir nemendur og
ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað
eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir
þörfum án endurgjalds.
„Við fengum rosa góðar móttökur.
Eftir fræðsluna fylltu kennararnir
út miða þar sem þeir voru að meta
fræðsluna og það var yfirgnæfandi
meirihluti sem fannst þetta vera
mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum
yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir
Ugla Stefanía. Í september byrjar
svo fræðsla fyrir nemendur í átt-
unda bekk.
Ugla Stefanía segir mikilvægt
að fræða starfsfólk jafnt sem nem-
endur. „Þetta er einn hluti af því að
gera starfsfólk hæfara til að taka á
alls konar fólki. Það er mikilvægt að
kennarar og starfsfólk séu meðvituð
um hinsegin málefni og séu í stakk
búin til að hjálpa nemendum sem
eru að koma út úr skápnum hvort
sem þeir eru samkynhneigðir eða
trans.“
Ugla Stefanía segir fræðsluna
snúa mikið að trans og intersex mál-
efnum. „Það eru málefni sem fólk
Fræða kennara um
intersex og transfólk
Hinsegin fræðsla hófst nýverið í Hafnarfirði. Fræðslu fær bæði starfsfólk og
nemendur. Fræðslufulltrúi Samtakanna ’78 segir fólk vita minna um málefni
transfólks en samkynhneigðra. Vonir eru um fræðslu hjá fleiri sveitarfélögum.
Víðistaðaskóli er fyrsti skólinn sem fær heimsókn frá Samtökunum ´78.
Mynd/VifgúS HallgríMSSon
hefur ekki rosalega mikla vitneskju
um. Það er kannski aðallega að fólk
fái að heyra af fjölbreytileikanum.“
Samtökin ’78 eru með samning
við Reykjavíkurborg um fræðslu
fyrir starfsfólk og nemendur í
skólum þar. „Það er okkar von að
fleiri sveitarfélög muni vilja gera
samning við okkur. Við vitum að við
gerum þetta vel og erum fagmann-
leg í því sem við gerum. Við erum
í stakk búin að takast á við það ef
fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá
okkur,“ segir Ugla Stefanía.
saeunn@frettabladid.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Morteza Songolzade hælisleitandi með úrskurð frá lögreglu um brottvísun til Frakklands. Hann telur yfirgnæfandi líkur á að Frakkar sendi hann til
heimalands síns, Írans, þar sem hann fékk dauðadóm. „Ég skil ekki hvers vegna ég er sendur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sem tekur fyrir
að senda fólk til baka stofni það lífi þess í hættu,“ segir hann. Morteza bauð fólki sem mótmælti fjölda hælisleitenda hér á landi upp á kakó og kökur á
Austurvelli. Hann sagði þá að Íslendingar væru vinsamlegasta fólk sem hann hefði hitt á flótta sínum um Evrópu. fréttablaðið/Ernir
Leiðrétting
Í grein um Gamanmyndahátíðina
á Flateyri í blaði gærdagsins
er Ragnar leikstjóri skrifaður
Hallsson en hann er Hansson,
Skjaldborg er ekki stuttmyndahátíð
heldur heimildarmyndahátíð og
í myndatexta er Eyþór Jóvinsson
ranglega nefndur Eyvindur. Beðist
er velvirðingar á öllum þessum
rangfærslum.
stjórnmáL Þorsteinn Víglundsson
hefur látið af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins og ætlar að gefa kost á sér í
framboð til Alþingis fyrir Viðreisn.
Þá tilkynnti stærðfræðingurinn og
pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek
einnig að hann væri genginn til liðs
við Viðreisn í gær. Í tilkynningu
sinni sagðist hann öðru fremur trúa
á borgaraleg réttindi, frjálsan mark-
að og alþjóðlega samvinnu. – þea
Þorsteinn og
Pawel í framboð
iðnaður Framkvæmdast jóra
umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa
Mosfellsbæjar hefur verið falið að
afla frekari gagna vegna umsóknar
félagsins Iceland Resources ehf. um
leyfi til gullleitar í Þormóðsdal.
Sótt er um framkvæmdaleyfi
fyrir jarðvegssýnaboranir. Til
stendur að bora tíu 795 metra
djúpar rannsóknarholur sem sé 90
metrum dýpra en áður hefur verið
borað á svæðinu. Þannig náist til
svæða sem ekki hafi verið skoðuð
áður. Síðar verði boraðar aðrar tíu
holur niður á um 1.505 metra dýpi.
– gar
Leita gulls dýpra
í Þormóðsdal
LögregLumáL Tilkynnt var um
tuttugu og sjö kynferðisbrot sem
áttu sér stað í júlímánuði á höfuð-
borgarsvæðinu. Ekki hafa borist
eins margar tilkynningar um brot
sem framin voru í einum mánuði
síðan í ágúst 2013.
Fram kemur í mánaðarskýrslu
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu að þetta voru töluvert fleiri til-
kynningar en að meðaltali síðustu
þrjá mánuði á undan og síðustu tólf
mánuði.
Það sem af er ári hefur hins vegar
verið tilkynnt um færri kynferðis-
brot en á sama tímabili í fyrra. Í ár er
búið að tilkynna um 121 kynferðis-
brot, samanborið við 135 í fyrra.
Tilkynnt kynferðisbrot voru færri
á fyrstu sjö mánuðum ársins 2014,
en töluvert fleiri á því tímabili árið
2013, eða 176. – sg
Ekki fleiri brot
tilkynnt í þrjú ár
Það var yfirgnæf-
andi meirihluti sem
fannst þetta vera mjög
gagnlegt. Við erum í skýj-
unum yfir því hvað þetta
tókst vel.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
795
Dýpt holunnar sem bora á í
Þormóðsdal í metrum.
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 m i ð V i K u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
5
3
-7
A
E
C
1
A
5
3
-7
9
B
0
1
A
5
3
-7
8
7
4
1
A
5
3
-7
7
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K