Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 28
Að mörgu er að huga þegar skólarn- ir byrja og foreldrar þurfa að hafa sig alla við til að muna að fjárfesta í ótal munum og fötum sem eitt barn þarf á einum vetri. Íþrótta- skór, strokleður, nestisbox, stíla- bækur, yddarar, sundpokar, vett- lingar, vettlingar, vettlingar … list- inn nær út að ystu sjónarrönd og töluverð fjárútlát geta fylgt þess- um aðföngum. Þegar búið er að safna saman öllu því sem eitt barn þarf að hafa með í skólann er komið að því allra mikilvægasta í ferlinu, að merkja! Góðar merkingar geta bæði spar- að tíma, fyrirhöfn og fé því þó eitt strokleður kosti ekki mikið þá safn- ast þegar saman kemur. Það er mikilvægt að merkja sem allra mest af því sem barnið fer með í skólann, allt frá kuldagöllum niður í hárteygjur. Það er ótrúlegt hvað getur týnst á heilum skóladegi og ekki minna magnað hvað marg- ir krakkar eiga alveg eins vettlinga, stígvél, bækur, töskur, stílabækur, strokleður og nestisbox og barn- ið þitt. Merkingar geta verið margs konar. Það er hægt að skrifa, stimpla, hefta, sauma og þrykkja, nota límmiða, merkifána, breitt túss, mjótt túss, þó umfram allt alltaf vatnshelt og langvirkandi túss. Auðvitað er best að merkja með fullu nafni, heimilisfangi, bekk og símanúmerum allra foreldra en verum raunsæ, sumt er einfaldlega of lítið til að það sé pláss fyrir allar þessar upplýsingar nema ef ætl- unin er að lesa með smásjá. Minni hluti er nóg að merkja með nafni og bekk eða bara símanúmeri. Til að- greiningar getur líka verið þægi- legt að velja einfaldan stimpil og merkja með honum alla hluti barns- ins, taka síðan mynd af stimplinum og þegar eitthvað týnist er hægt að setja myndina inn í Facebook-hóp bekkjar eða skóla með lýsingu á því sem týnt er og þeim orðum að þessi stimpill sé á gripnum eða flíkinni. Blýanta er hægt að merkja með fornafni á mjóum límmiða. Snúið getur verið að merkja svona yddara en lítill límmiði með stimpli ætti að virka. Húfur og fleiri flíkur er best að merkja með því að skrifa nafn og síma- númer á þvottamiðann. Þessar skólatöskur eru ólíkar en sumar skólatöskur eru svo líkar að þær eru eins. Þá er gott að hengja eitthvað utan á töskuna, til dæmis lítinn bangsa eða flott endurskinsmerki til aðgreiningar. Úlpur geta verið dýrar og því mikil- vægt að merkja þær vel. Sumir merkja hvern einasta lit, aðrir sætta sig við óhjákvæmileg afföll. það margborgar sig að merkja Eitt af því hagkvæmasta sem foreldrar skólabarna geta tileinkað sér er að merkja eignir barna sinna, allt frá kuldagalla niður í hárteygjur. Þeim sem eiga „týnið“ barn (barn sem hefur náttúrulega ofur- hæfni til að týna hlutum) er einn- ig bent á að kynnast skólaliðum og öðru lykilstarfsfólki skólans og jafnvel kynna það fyrir stimplinum. Það er miklu þægilegra að vera á kumpánlegum nótum við fólk þegar þú þarft að eiga við það samskipti á hverjum degi við að grafa gegn um fjöll af dökkleitum barnafötum. Og eitt mikilvægt í lokin: merkja báða vettlingana, sokkana, skóna og bæði stígvélin – annað er ekki nóg! HAUST NÁM SKEIÐ 2016 SKRÁ NING HAFIN Nánar á www.mir.is og í síma 551 1990 milli kl. 13:00 og 17:00. 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R4 F ó l K ∙ K y n n I n g A R b l A Ð ∙ s K ó l A F ó l K 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -9 3 9 C 1 A 5 3 -9 2 6 0 1 A 5 3 -9 1 2 4 1 A 5 3 -8 F E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.