Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 30
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Kerlingarfjöll njóta sívaxandi vin­ sælda meðal innlendra og erlendra ferðalanga, enda eru þau ein af helstu náttúruperlum Íslands. Þar sameinast stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og ekki síst ótrúleg litadýrð þar sem fyrir koma jarðhitasvæði, jöklar og fallegur gróður. Margir heimsækja fjöllin í dags­ ferð en aðrir gista og taka lengri tíma í að fara um nokkrar af þeim fjölmörgu gönguleiðum sem þar eru í boði, að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Fannborgar ehf., sem á og rekur Hálendismið­ stöðina í Kerlingarfjöllum. Á fjórða áratug síðustu aldar byggði Ferðafélag Íslands skála í Kerlingarfjöllum og markar sú framkvæmd eiginlegt upphaf ferða­ mennsku á svæðinu. „Auðvitað lá leið margra hingað áður. Hér má til dæmis finna örnefnin Snorrahver og Ögmundur til heiðurs fylgdar­ mönnum Þorvaldar Thoroddsen sem kom hingað á seinni hluta 19. aldar.“ Vinsælar göngur Árið 1961 hófust skipulagðar skíða­ ferðir í Kerlingarfjöll. Þær voru undanfari stofnunar Fannborgar, félags sem stofnað var til að reka skíðaskóla á svæðinu til ársins 2000. „Eftir 2000 og fram á þenn­ an dag hefur eingöngu verið rekin hér gisti­ og veitingaþjónusta. Árið 2008 komu 500.000 ferðamenn til landsins og um 8.000 þeirra heim­ sóttu Kerlingarfjöll eða um 1,6 prósent allra þessara gesta lands­ manna. Með sívaxandi straumi er­ lendra ferðamanna hefur þetta hlut­ fall haldist þannig að sífellt fleiri heimsækja okkur ár hvert. Íslensk­ um ferðamönnum fjölgar líka en flestir þeirra sækja í gönguferðir hér um svæðið.“ Styttri og lengri gönguferðir eru vinsælar í Kerlingarfjöllum og ná­ grenni þeirra, bætir Páll við. „Það má segja að þrenns konar flokkar gönguleiða séu í boði. Í fyrsta lagi er hægt að ganga á fjöll hér í ná­ grenninu, til dæmis Snækoll. Þaðan er eitt besta útsýni sem um getur á landinu. Í öðru lagi má ganga um hverasvæðin í Hveradölum, þar sem litadýrð er mikil og um­ hverfi magnað. Loks má nefna þann möguleika að ganga meðfram giljum Jökulfallsins, sem er einn­ ig mjög áhugavert og fallegt land­ svæði. Úrval gönguleiða hér og í grenndinni er því mjög fjölbreytt, sérstaklega þegar haft er í huga að úr Kerlingarfjöllum er innan við klukkustundar akstur í Hvítárnes, að Þverbrekknamúla og á Hvera­ velli. Svo má líka nefna Þjórsárver en þangað er heldur lengra að fara.“ góð aðstaða Ýmis ferðafélög og gönguklúbbar skipuleggja reglulega ferðir í Kerl­ ingarfjöll auk þess sem fært er þangað yfir sumartímann á öllum gerðum bifreiða. Þar má finna tjaldstæði og boðið er upp á svefn­ pokapláss og gistingu í uppbúnum rúmum. Eldunaraðstaða er á staðn­ um fyrir gesti og einnig veitinga­ staður. Nánari upplýsingar má m.a. finna á www.kerlingarfjoll.is. ótrúleg litadýrð og náttúra Stórkostlegt landslag, fjölbreytt jarðfræði og ótrúleg litadýrð eru meðal einkenna Kerlingarfjalla. Straumurinn þangað vex með hverju árinu og njóta þau sívaxandi vinsælda hjá bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru í Kerlingarfjöllum og nágrenni. MYND/PÁLL GÍSLASON Páll Gíslason rekur Hálendismiðstöðina í Kerlingarfjöllum. Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru í Kerlingarfjöllum og nágrenni. MYND/PÁLL GÍSLASON 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R6 F ó l K ∙ K y n n I n g A R b l A Ð ∙ F e R Ð I R 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 5 3 -9 8 8 C 1 A 5 3 -9 7 5 0 1 A 5 3 -9 6 1 4 1 A 5 3 -9 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.