Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 25
fólk kynningarblað 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R Anna María Þorkelsdóttir segir vinabekkjafyrirkomulagið koma vel út. Wiktoria Wszeborowska og Oliwia Czerwonka hafa verið vinir frá því Wiktoria byrjaði í fyrsta bekk. Þær eru núna í fjórða og níunda bekk. Mynd/HAnnA „Vinabekkjafyrirkomulagið hefur verið við lýði í Hólabrekkuskóla í fjöldamörg ár og reynst mjög vel,“ segir Anna María Þorkels- dóttir, kennari og náms- og kennsluráðgjafi í Hólabrekkuskóla. Markmiðið með vina- bekkjum er að sögn Önnu Maríu að minnka skilin milli yngri og eldri bekkja. „Oft eru yngri krakkarnir hálf feimnir og jafnvel hræddir við unglinga en með því að eiga eldri vinabekk læra þau að unglingarnir eru yndislegir,“ segir hún glaðlega. Hún tekur dæmi um samtal sem hún heyrði á göngum skólans fyrir ekki alls löngu. „Þá heyrði ég lítinn strák segja við vin sinn: „Við þurfum ekki að vera hræddir við unglingana lengur.“ Finna Fyrir ábyrgðarkennd Í stórum dráttum gengur verkefnið þannig fyrir sig að börnin í fyrsta bekk fá úthlut- aða vini úr sjötta bekk. Þessi vinapör fylgj- ast að í gegnum alla skólagönguna þannig að þegar yngri börnin eru komin í fimmta bekk eiga þau stóran vin í tíunda bekk. Þegar þau síðan koma í sjötta bekk verða þau sjálf stór- ir vinir og eignast lítinn vin í fyrsta bekk. Anna María segir yfirleitt reynt að halda sömu vinapörum ef allt gengur vel, en þó verði alltaf einhverjar breytingar, enda börn að byrja og hætta í skólanum. Vinabekkirnir gera ýmislegt saman og fara í heimsókn hvor til annars. „Ef eitt- hvað er um að vera í skólanum eins og ein- eltisvika eða ámóta þá vinna þessir bekk- ir saman að verkefnum. Ef allur skólinn fer eitthvað saman, til dæmis til kirkju eða á aðra viðburði, þá sitja litlir og stórir vinir saman.“ Þó yngri nemendum finnist gaman að eiga eldri vin segir Anna María að eldri nemendur séu ekki síður spenntir fyrir að eignast litla vini. „Þeir líta á þetta sem ábyrgðarhlutverk og standa sig yfirleit rosalega vel. Sumir hreinlega blómstra í því að vera innan um lítil börn,“ segir hún brosandi. Vinaliðar í Frímínútum Anna María segir Hólabrekkuskóla leggja mikla áherslu á góðan skólabrag. Skólinn vinni gegn einelti með kröftugu Olweusar- teymi en fleiri þættir stuðli að góðum skóla- anda, þar á meðal vinabekkjakerfið. Annað verkefni sem hefur stuðlað að minnkandi einelti í skólanum er vinaliða- verkefnið. „Þetta er þriðja árið sem við starf- rækjum það,“ segir Anna María en verkefn- ið gengur út á að virkja börnin í frímínút- um. Svokallaðir vinaliðar, sem eru hópur nemenda skólans, sjá um að stýra leikjum á skólalóðinni fjórum sinnum í viku. Börn- in geta valið á milli fjölbreyttra leikja, allt frá fótbolta og snú snú upp í kubb og teygjó. „Markmiðið er að börnin leiki sér og enginn sé útundan,“ segir Anna María en töluverður árangur hefur náðst með verkefninu. „Þetta hefur hjálpað okkur með eineltistilburði í frí- mínútum en miklu minna er um það nú en áður. Þá eru börnin mun betur stemmd þegar þau koma inn úr frímínútum.“ Stórir Vinir gera kraFtaVerk Þegar börnin í Hólabrekkuskóla hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk eignast þau ekki aðeins vini í bekkjarfélögum sínum. Þau fá einnig sína eigin stóru vini úr sjötta bekk sem fylgja þeim næstu árin eða þar til þau sjálf gerast stórir vinir. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 mulalundur@mulalundur.is www.mulalundur.is Láttu gott af þér leiða þegar þú verslar skólavörur Vörur frá Múlalundi skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku Takk fyrir að versla við Múlalund Vinnustofa SÍBS Skólavörur Fjölbreytt úrval í fallegri verslun í Mosfellsbæ og vefverslun Múlalundar Sólveig Gísladóttir solveig@365.is 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 5 3 -A C 4 C 1 A 5 3 -A B 1 0 1 A 5 3 -A 9 D 4 1 A 5 3 -A 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.