Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 33
Ingi Rúnar Eðvarðsson bendir á að hagvöxtur sé drifinn áfram af byggingaframkvæmdum og ferðaþjónustu. Hann spyr hvað eigi að verða um háskólaborgarana. FRéttablaðIð/GVa l MS Fjármál fyrirtækja l MS Fjármál MFin l MS Mannauðsstjórnun l MS Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti l MS Nýsköpun og viðskiptaþróun l MS Stjórnun og stefnumótun l MS Verkefnastjórnun l MS Viðskiptafræði l MA Reikningsskil og endurskoðun l Skattaréttur og reikningsskil l MBA nám í viðskiptafræði Framhaldsnám í boði í viðskiptafræðideild yfirgefa land. „Er þetta bara unga fólkið sem fer til þess að sækja sér menntun, eða eru fleiri að fara sem við viljum ekki missa úr landi?“ Ingi Rúnar segir þó jákvæð teikn á lofti þar sem leikjaiðnaðurinn og tölvu- bransinn í heild vaxi mikið. Íslensk- ir háskólar hafi verið að mennta mikið af tölvunarfræðingum. „Og svo er vissulega eitthvað að gerast í nýsköpun. En maður veltir fyrir sér á hverju við ætlum að byggja varð- andi framtíðar atvinnuuppbygg- ingu á Íslandi. Ætlum við að byggja á ódýrri orku og hráefni og lítt menntuðu vinnuafli? Eða ætlum við að fara þá leið að reyna að nýta það menntaða vinnuafl sem við erum með og reyna að auka afkastagetu og framleiðni í fyrirtækjum. Þarna finnst mér við standa á tímamótum og þurfum að huga að því á næstu árum að vera með nýja atvinnu- stefnu og ný sóknarfæri þar sem við nýtum hið háskólamenntaða fólk í ríkari mæli en við höfum gert á síðustu árum.“ Æskilegt að sameina og vinna meira saman Ingi Rúnar telur að það hafi verið til góðs þegar Háskólinn í Reykja- vík hóf starfsemi. Þá hafi orðið til samkeppni og fólk hafi getað valið milli tveggja menntastofnana. Í dag eru fjórir skólar sem bjóða upp á viðskiptafræðinám. Það er Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. „Ég var að kenna lengi við Háskólann á Akureyri og ég held að það megi fækka þessum stofn- unum. Reyna að sameina meira og hafa aukna samvinnu með það að markmiði að nýta féð betur til rann- sókna og hins vegar að bjóða upp á góða þjónustu fyrir nemendur,“ segir Ingi Rúnar. Markmiðið yrði ekki að spara heldur að efla stofnan- irnar sem kennslu- og rannsóknar- stofnanir. Hann leggur þó áherslu á að við sameiningu og samstarf yrði stað- inn vörður um jafnt aðgengi að námi. „Enn er það þannig að það munar miklu á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni hvað það er miklu hærra hlutfall á höfuðborgar- svæðinu sem er með háskólamennt- un. Þannig að aðgengi að menntun skiptir gríðarlega miklu máli.“ Ingi Rúnar segir það þó ekki vera stefnu viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands að auka aðgengi fólks í dreifðari byggðum að námi. „Meðal annars út af því að Háskól- inn á Akureyri er að gera það sem ríkisháskóli. Og við höfum ekki viljað fara út á þann markað,“ segir Ingi Rúnar og bendir á að Háskólinn á Bifröst bjóði líka upp á fjarnám. Hver er þá sérstaða viðskipta- deildarinnar í HÍ? „Ég held að okkar sérstaða felist í því að við erum búin að útskrifa stjórnendur í viðskipta- lífinu síðan 1938. Einnig erum við með mikið úrval af meistaranámi. Það er okkar sérstaða,“ segir Ingi Rúnar og bætir við að enginn annar skóli geti boðið upp á jafn mörg námskeið á meistarastigi. Sérstaðan tengist því bæði þessari löngu sögu, fjölda nemenda og miklu námsúr- vali. „Þetta tengist því að við erum hluti af Háskóla Íslands sem á sér gott orðspor og langa sögu. Við njótum þess.“ Er námið hér á Íslandi sam- keppnishæft við það sem er erlendis? „Maður getur svarað þessu með ýmsum hætti. Okkar nám byggir upphaflega á norrænni fyrirmynd,“ segir Ingi Rúnar og nefnir Copen- hagen Business School í Danmörku sem eina fyrirmynd. „Og yfirleitt er það þannig að þegar okkar nem- endur ljúka B.Sc. námi eiga þeir tiltölulega greiðan aðgang að fram- haldsnámi víðast hvar erlendis,“ bætir Ingi Rúnar við. Þetta bendi til þess að námið í HÍ og flestum íslenskum háskólum sé nokkuð gott. Ingi Rúnar segir að erlendir nemar sæki í vaxandi mæli í nám við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Áhuginn á náminu vaxi með vax- andi vinsældum Íslands. „Já, það er vinsælt og gerist æ vinsælla í grunn- námi að það komi skiptinemar hingað. Ísland er inn. Ég hef nú ekki alveg töluna hvað þeir eru margir. En þeir skipta tugum, þeir erlendu nemar sem vilja koma hingað í eitt misseri eða svo.“ Svipmynd Kristbjörg Edda jóhannsdóttir „Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffi- társ, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svo- lítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Krist- björg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Krist- björg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffi- társ í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðs- málum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamanna- straumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslend- inga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða. ingvar@frettabladid.is Brotthvarf að verða frá Starbucks-menningu Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýráðinn forstjóri Kaffitárs, segir kaffivenjur Íslendinga taka örum breytingum. Leggja þurfi aukna áherslu á sérstöðu fyrir- tækisins sem hafi að einhverju leyti týnst í framboðsflóði síðustu ára. Kristbjörg segir tækifæri fólgin í að auka sérstöðu Kaffitárs. FRéttablaðIð/Hanna Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis. Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, forstjóri Kaffitárs Enn er það þannig að það munar miklu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni hvað það er miklu hærra hlutfall á höfuðborgarsvæðinu sem er með háskólamenntun. Ingi Rúnar Eðvarðsson Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lög- sækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líb- önskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjár- mögnun Hezbollah og fleiri her- skárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendur- skoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkni- efnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Géné- rale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrir- tækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármála- ráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og pen- ingaþvætti vegna vanrækslu stjórn- enda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans. – ih Deloitte lögsótt vegna peningaþvættis Fjárfestingafélag í Dubai telur Deloitte ekki hafa staðið sig í stykkinu. markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . á G ú s t 2 0 1 6 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -B B 1 C 1 A 5 3 -B 9 E 0 1 A 5 3 -B 8 A 4 1 A 5 3 -B 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.