Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 46
ÚTSALA
RISA
ÓTRÚLEG TILBOÐ
Á HEILSURÚMUM!
AFSLÁTTUR!
20-60%
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
30
81
6
#2
Birta Fróðadóttir var fyrsta konan á Íslandi sem var menntuð í innanhússarkitektúr og húsgagnasmíði. Birta var fædd Birte Brow
Sørensen í Danmörku árið 1919 og
nú tæpri öld síðar er alnafna hennar
og ömmubarn, Birta Fróðadóttir,
sýningarstjóri sýningarinnar Smiður
eða ekki smiður, sem verður opnuð
á morgun kl. 17 í Listasal Mosfells-
bæjar. Á sýningunni gefst tækifæri
til þess að skoða ævi og störf þess-
arar merku konu og Birta sýningar-
stjóri segir að það sé ekki hægt að
neita því að hönnunarblóðið sé í
fjölskyldunni og að líkast til hafi nú
amma hennar átt heiðurinn af því
að flytja það inn. „Ég náði því miður
ekki að hitta hana en hún var víst
mjög sterkur karakter og hafði upp
á margt að bjóða.
Við erum að taka saman og sýna
hennar verk og margt af því er í
eigu fjölskyldunnar. Það er mikið
til af teikningum og ljósmyndum
og svo sýningargripir sem verða á
sýningunni líka. Þar á meðal er skrif-
borð sem var sveinsstykkið hennar í
Kaupmannahöfn og svo skrifpúltið
sem hún hannaði og smíðaði fyrir
Halldór Laxness á Gljúfrasteini. Sá
gripur er reyndar að yfirgefa húsið
í fyrsta skiptið en púltið er búið að
vera inni í herbergi skáldsins síðan
það var sett upp árið 1945.
Verkstæðisstúlka
Amma byrjaði feril sinn sem hús-
gagnasmiður, var í fjögur og hálft ár
í læri og starfandi á verkstæði. Hún
var mjög ung þegar þetta var og vakti
strax mikla athygli í Kaupmanahöfn
fyrir að vera ung stúlka í þessu fagi.
Það var ekki hlaupið að því fyrir
unga konu að komast á samning en
hún fann þó á endanum snikkara
sem var til í að gefa henni tækifæri og
hún vakti líka athygli fyrir að standa
sig vel. Það voru tekin við hana við-
töl í dönskum blöðum út af þessu
og þar sagði hún frá því að hún væri
mikið í því að fara heim til fólks og
gera við húsgögn. Fólk varð víst alltaf
jafn hissa þegar það opnaði hurðina
fyrir verkstæðismanninum og þá
stóð þar ung stúlka með hendur í
vösum.
Hún fór síðan í meira nám enda
hafði hún á orði að hönnun væri
eitthvað sem hentaði konum ákaf-
lega vel. Þetta var frekar nýtt nám á
þessum tíma og hún sagði að þessi
fínlegi partur starfsins hentaði
konum vel. Þessi skynjun á formi,
litum og efni. Því ákvað hún að
fara í hönnunarnám sem varð síðar
Skolen for boligindretning. Reynsla
hennar úr handverkinu reyndist
henni vel og hjálpaði henni mikið
því hún hafði reynslu og færni við að
handleika hlutina og ég held reynd-
ar að það vanti mikið inn í margt af
hönnunarnámi dagsins í dag.“
Innréttingar og garðyrkja
Birta giftist Jóhanni Kr. Jónssyni í
október 1943 en þau höfðu kynnst
er Jóhann var í námi við Landbún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn
og vann á garðyrkjubúi föður Birtu.
„Þau urðu innlyksa fram yfir stríð en
komu heim með fyrsta skipi, amma
þá ólétt af þeirra fyrsta barni. Fyrsta
veturinn bjuggu þau við Stýrimanna-
stíginn og þar kynntust þær Birta og
Auður Sveinsdóttir Laxness en þær
áttu eftir að verða miklar vinkonur.
Auður fékk ömmu til liðs við sig við
að innrétta Gljúfrastein og að auki
teiknaði hún sérstakt skrifpúlt og
innréttingar í herbergi skáldsins.
Þetta var um svipað leyti og amma
og afi fluttu í Mosfellsdalinn og hófu
búskap í Reykjahlíð en framan af
starfaði afi þar fyrir Garðyrkjustjóra
ríkisins. Seinna leigðu þau svo land
af kirkjunni og byggðu Dalsgarð.
Átta börn og Gljúfrasteinn
Amma og afi eignuðust átta börn á
þrettán árum sem er auðvitað rosa-
legt. Sjálf er ég nú bara með mín
fyrstu hérna sex mánaða svo ég er
mjög mikið að hugsa til hennar
Birtu. En ég efast ekki heldur um
að saga ömmu minnar er líka saga
fleiri kvenna. Það fóru konur héðan
út í myndlistarnám og fleira til
Kaupmannahafnar en svo þegar
þær komu aftur heim þá tók ekkert
annað á móti þeim en húsmóður-
hlutverkið. Það þótti ekkert sjálfsagt
mál að kona færi að starfa sem hönn-
uður eða listamaður. Ég hugsa að
hún hafi nú gjarnan viljað geta sinnt
þessu meira en ég held að hún hafi
líka notið þess fram í fingurgóma
að vera átta barna móðir. Hún var
með drauma um að opna húsgagna-
verslun, geta verið með verkstæði og
svona að fást við sitt fag. Hún hefur
séð möguleika í því hversu skammt
á veg Ísland var komið í þessum
efnum og maður sér aðeins í gegn-
um vinnuna hennar á Gljúfrasteini
hversu mikla útsjónarsemi þurfti til
við íslenskar aðstæður.
Gljúfrasteinn er að mörgu leyti
ekki aðeins hús skáldsins heldur
einnig ein af okkar merkustu heim-
ildum um hönnunarsöguna og okkar
eina dæmi um það frá þessum tíma.
Það mætti því gjarnan segja líka sögu
hlutanna þar og þeirra miklu dönsku
áhrifa sem er að finna í íslenskri
hönnunarsögu. Enda gleður það
mig mikið að fólk geti nú komið á
sýninguna og skoðað þessa fallegu
gripi og kynnt sér sögu þessarar
merku konu.“
Húsgagnasmiður,
innanhússarkitekt
og átta barna móðir
Sýning á verkum Birtu Fróðadóttur sem
var frumkvöðull í innanhússarkitektúr.
Birta Fróðadóttir við skrifpúlt skáldsins sem amma hennar og alnafna bæði hannaði og smíðaði. FréttaBlaðIð/GVa
Birta Fróðadóttir, ung kona við hefil-
bekkinn í húsgagnasmíðinni.
Birta Fróðadóttir og Jóhann Kr. Jónsson ásamt börnunum sínum átta.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R26 M e n n I n g ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
menning
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
5
3
-A
2
6
C
1
A
5
3
-A
1
3
0
1
A
5
3
-9
F
F
4
1
A
5
3
-9
E
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K