Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 18
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, Axel E. Sigurðsson andaðist á Landspítalanum Fossvogi 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á námssjóð dóttur hans, Lindu Rúnar, reikn. 545-26-629, kt. 201000-2890. Laufey M. Jóhannesdóttir Linda Rún Axelsdóttir Hrafnhildur María Axelsdóttir Ledger Vincent Ledger Sigurður Axel Axelsson Bryndís Þóra Gylfadóttir Björn Torfi Axelsson Hafdís Mjöll Lárusdóttir Sigurður Axelsson Hrafnhildur Kristinsdóttir og barnabörn. Elskulegur afi okkar, langafi og langalangafi, Baldvin S. Jónsson Sólvangi, Hafnarfirði, áður til heimilis að Breiðagerði 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 11.00. Helena M.J. Stolzenwald Smári Björgvinsson Baldvin Jónsson Immakulate Phares Mande Berglind S. Jónsdóttir Sævar Sverrisson Líney R. Jónsdóttir Árni E. Eyjólfsson Anna B.J. Stolzenwald Ragnar Þ. Alfreðsson og fjölskyldur. Faðir okkar og besti vinur, Guðmundur Ólafsson Heiðargerði 22, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 19. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 13. Ragnhildur Guðmundsdóttir Jóhann Ámundason Ólafur Guðmundsson Svanhildur Haraldsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Ingibergur G. Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Áslaug Guðrún Harðardóttir verður jarðsungin frá Fossvogkirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 15. Áslaug Svava Jónsdóttir Haukur Marinósson Hörður Hákon Jónsson Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Haukur Jóhannsson Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést föstudaginn 19. ágúst á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar. Útför hans fer fram í Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Ragnhildur A. Theódórsdóttir Guðmundur G. Hauksson Svanhildur I. Jóhannesdóttir Sigrún Hauksdóttir Guðmann Hauksson Þórhildur Svavarsdóttir Dóra Mjöll Hauksdóttir Páll Mar Magnússon Stefanía Dögg Hauksdóttir Árni Sveinn Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Heiðveig Guðmundsdóttir Víðivangi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. ágúst sl. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sævar Örn Jónsson Þráinn Hafsteinsson Bergþór Sævarsson Sæunn Halldórsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Þórunn Pálsdóttir kennari, Goðheimum 20, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 10. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 30. ágúst næstkomandi kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Magnús Kjartan Hannesson Feng Jiang Hannesdóttir Hannes Hermann Mahong Magnússon 1608 Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands stígur á land við Surat á Indlandi. 1841 Bjarni Thorarensen, amtmaður og skáld, deyr 54 ára gamall. Jónas Hallgrímsson orti um hann erfiljóð sem hefst þannig: Skjótt hefur sól brugðið sumri. 1906 Ritsími á milli Skotlands og Íslands um Hjaltland og Færeyjar er opnaður og var sæsímastrengurinn 534 sjómílur á lengd. 1944 Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ræðast við í Hvíta húsinu í Washington, en Sveinn var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. 1938 Halldór Blöndal ráðherra fæðist þennan dag. 1947 Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur fæðist þennan dag. 1968 Norræna húsið í Reykjavík er vígt. Finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði bygginguna. Norðmaðurinn Ivar Eskeland var ráðinn fyrsti forstöðumaður hússins. 1980 Fyrstu alþjóðlegu rallkeppninni á Íslandi lýkur eftir fimm daga keppni. 1983 Fjölmennur fundur í Reykjavík, sem haldinn er í veitinga- húsinu Sigtúni af svokölluðum Sigtúnshópi, krefst breytinga á hús- næðislánakerfinu. 1991 Úkraína fær sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 2006 Á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga er samþykkt að telja Plútó ekki lengur til reikistjarna sólkerfisins. 2008 Ísland vinnur silfurverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 2012 Dómur er kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns sumarið 2011, með öflugri bílasprengju í miðborg Óslóar og svo með skotárásum í Útey. Merkisatburðir Í dag mun Skógræktarfélag Íslands útnefna Tré ársins 2016 við hátíðlega athöfn. Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur segir útnefninguna fyrir löngu hafa fest sig í sessi innan félags- ins en viðurkenningin hafi verið veitt í um tuttugu ár. „Í ár er það alaskaösp við Hákot í Grjótaþorpinu sem hreppir hnossið,“ segir Ragnheiður og segir öspina eiga sér merkilega sögu, líkt og flest tré sem hljóta nafnbótina. „Öspinni var bjargað á síðustu stundu fyrir um þrjátíu árum og þá frá bygginga- framkvæmdum á nágrannalóðinni. Hún var því færð árið 1986 þangað sem hún stendur núna. Þó ekki sé búið að aldurs- greina hana þá bendir margt til að hún hafi verið gróðursett í kringum 1960. Hún setur sannarlega mikinn svip á götuna.“ Spurð hvað tré þurfi að hafa til að hljóta útnefningu svarar Ragnhildur að yfirleitt sé leitað eftir fágætri tegund eða tré sem búi yfir ríkulegri sögu. „Útnefningin er til þess fallin að vekja athygli á merkilegum trjám og þeirri staðreynd að þau búa ekki síður yfir sterkri sögulegri tengingu og menning- arlegu gildi heldur en hús og byggingar,“ bendir hún á og undirstrikar mál sitt enn frekar þegar hún segir fólk oft ekki átta sig á hverslags gersemi það hafi í garðinum. Hún segir nafnbótina þó nokkuð eftir- sóknarverða, sem endurspeglist í því að ár hvert fær félagið fjöldann allan af ábendingum um tré sem réttast væri að verðlauna. Auk þess komi félagar í Skóg- ræktarfélaginu auga á tré á ferðalögum sínum um landið. Verður athöfnin hin vandaðasta og fer eðli málsins samkvæmt fram í garði aspar- innar við Hákot, nánar til tekið við Garða- stræti 11a í Reykjavík. Þar mun Ragnheiður Þorláksdóttir, eigandi trésins, taka við viðurkenningarskjali og sérstökum platta þar sem nafnbótinni verða gerð skil um ókomna tíð. Þá munu Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stíga í pontu í tilefni dagsins auk þess sem tónlist verður leikin. gudrun@frettabladid.is Tré ársins útnefnt í dag Alaskaöspin við Hákot í Grjótaþorpinu hlýtur nafnbótina Tré ársins á slaginu tvö í dag við hátíðlega athöfn. Tréð er hlaðið sögu líkt og önnur sem hlotið hafa titilinn hingað til. Tré ársins 2016 er sannarlega glæsilegt og vel að titlinum komið. Öspinni var bjargað á síðustu stundu fyrir um þrjátíu árum og þá frá byggingaframkvæmd- um á nágrannalóðinni. Hún var því færð árið 1986 þangað sem hún stendur núna. Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R18 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð tímamót 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -9 8 8 C 1 A 5 3 -9 7 5 0 1 A 5 3 -9 6 1 4 1 A 5 3 -9 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.