Fréttablaðið - 24.08.2016, Side 4
LANGTÍMALEIGA
Núna er rétta tækifærið til að gera langtímaleigusamning hjá Átak bílaleigu.
Þeir sem gera langtímasamning til 24 mánaða eða lengur fyrir 27. ágúst fá
30% afslátt af fyrsta mánuðinum og 10.000 kr. eldsneytisinneign hjá Olís.
Bifreiðagjöld • tryggingar • sumardekk • vetrardekk • þjónustuskoðanir
dekkjaskipti • olíuskipti • hefðbundið viðhald • 2.000 km á mánuði.
30%
30% afsláttur af
fyrsta mánuðinum
10.000 kr. inneign á
eldsneyti hjá Olís
10Þús. kr.INNIFALIÐ Í ÞJÓNUSTUNNI
Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 554 6040 • atak@atak.is • www.atak.is
Hjá okkur færðu alþrif á bílnum einu sinni í mánuði.
NÚNA ER RÉTTA TÆKIFÆRIÐ
✿ Nærri tvö af hverjum þremur sauðfjárbúum
með færri en 200 ær á vetrarfóðrum
Fjöldi sauðfjárbúa af mismunandi stærðargráðu
1-199 ær
63,5%
4,3%
400-599 ær
11,4%
200-399 ær
20,8%
600+ ær
LaNdbúNaður Nærri tvö af hverjum
þremur sauðfjárbúum á Íslandi eru
með færri en 200 ær á vetrarfóðrum.
Aðeins fjögur prósent sauðfjár-
búa eru með yfir 600 ær á fóðrum.
Prófessor í hagfræði segir íslenska
sauðfjárrækt að mestu leyti hobbí-
vinnu sem sé þægileg með annarri
vinnu.
Svavar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Félags sauðfjár-
bænda, segir marga bændur vinna
önnur störf meðfram sauðfjárrækt.
„Í nýrri skýrslu Arion banka kemur
fram að margir bændur séu í öðrum
störfum svo sem ferðaþjónustu, í
alls kyns verktakavinnu og svo fram-
vegis. Einnig er auðvitað mikið enn
um blönduð bú þar sem sauðfjár-
rækt er með kúabúskap eða hrossa-
rækt svo eitthvað sé talið,“ segir
Halldór.
Tölur um stærð sauðfjárbúa
birtust í skýrslu Byggðastofnunar
um staðsetningu sauðfjár á Íslandi.
Kemur fram í úttekt Byggðastofn-
unar að flest fé er á Norðurlandi
vestra og í Skagafirði. Einnig eru
langflest stór sauðfjárbú á Norð-
vesturlandi.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði við Háskóla Íslands, segir
mjög erfitt að setja upp sauðfjárbú
sem veiti manni fulla vinnu allan
ársins hrings. „Álagspunktar í sauð-
fjárrækt eru fáir þannig að þetta er
vinna sem hentar ágætlega með
öðru. Það yrði erfitt að setja upp svo
stórt bú að það veiti fulla vinnu 365
daga á ári. Svo stór bú myndi landið
í kring svo ekki þola. Menn verða
að horfast í augu við að á mörgum
stöðum ber landið ekki sauðfjár-
rækt og er illa farið,“ segir Þórólfur.
Svavar sér smæð sauðfjárbúa ekki
sem vandamál. „Það eru skýringar
á þessu. Við vitum hins vegar að
menn tala um að bú þurfi að vera
með um 400 til 800 ær á vetrarfóðr-
um til að standa undir sér en það er
að því gefnu að menn séu aðeins í
sauðfjárrækt sem er nokkuð sjald-
gæft á Íslandi,“ bætir Svavar við.
sveinn@frettabladid.is
Tveir af hverjum þremur sauðfjárbændum með mjög fátt fé
Viðskipti Fimm forsvarsmenn
félaga sem halda úti sjónvarps-
stöðvum og efnisveitum skrifuðu
undir áskorun til ráðherra og þing-
manna sem birt var í Fréttablaðinu
í gær. Þar var farið fram á „nauð-
synlegar og tímabærar breytingar“
á löggjöf, sem ætlað væri að jafna
samkeppnisstöðu félaga á íslensk-
um fjölmiðlamarkaði.
Undir áskorunina skrifuðu þau
Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd
Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson,
fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir
hönd Símans, Rakel Sveinsdóttir,
fyrir hönd miðla Hringbrautar, og
Sævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd
365 miðla.
Nokkrar tillögur voru nefndar í
greininni sem yrðu umræddum fjöl-
miðlafyrirtækjum til hagsbóta. Þar
á meðal var að taka Ríkisútvarpið af
auglýsingamarkaði um næstu ára-
mót og mögulega hækka útvarps-
gjald til að vega upp á móti tekju-
missi. Að virðisaukaskattur yrði
ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla.
Að jafnræði yrði tryggt milli inn-
lendra félaga og erlendra varðandi
kvaðir og skilyrði um meðferð á
myndefni. Að sömu reglur giltu um
innlendar og erlendar efnisveitur
svo innlendar veitur sætu við sama
borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.
Að skilgreiningar á hugtökum í
fjölmiðlalögum verði uppfærðar
og að stjórnvöld grípi til úrræða til
að styðja við talsetningu á erlendu
myndefni fyrir börn og textun fyrir
heyrnarskerta.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þing-
kona Sjálfstæðisflokksins og for-
maður allsherjar- og menntamála-
nefndar, segist almennt hafa áhuga
á að efla frjálsa fjölmiðlun. Hún
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta lög-
gjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en er þó hollvinur þess.
sagði tillögurnar í greininni vera
áhugaverðar og hægt væri að skoða
þær frekar. Margar þeirra hafi verið
ræddar áður.
„Það þarf auðvitað að fylgjast
vel með, því eins og fram kemur í
greininni, þegar Netflix kemur þá
breytist allt. Það var ekki til þegar
við vorum að vinna í fjölmiðlalög-
unum,“ segir Unnur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,
þingkona Samfylkingarinnar, segist
vera hollvinur Ríkisútvarpsins og að
hún sé stuðningsmaður þess „að við
eigum hér fjölmiðil í almannaþágu
og eigu“. Hins vegar hefði það verið
stefna Samfylkingarinnar að draga
úr umsvifum RÚV á auglýsinga-
markaði en núverandi ríkisstjórn
hafi hins vegar bætt við.
„Það að draga úr þátttöku Ríkisút-
varpsins á auglýsingamarkaði þýðir
um leið að ríkið verði að vera tilbú-
ið að bæta Ríkisútvarpinu það upp
og reyna að tryggja rekstrarforsend-
ur þess. Ég tel að ríkisfjölmiðill eigi
ekki að vera umsvifamikill á auglýs-
ingamarkaði í samkeppni við aðra
en miðað við núverandi aðstæður
þarf að huga að því með hvaða hætti
rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins
er best tryggt.“ Sem dæmi þurfi eitt
skref í því að vera að aflétta þungum
lífeyrisskuldbindingum sem RÚV
beri. Þá segir hún að íbúar lands-
byggðarinnar hafi áhyggjur af upp-
lýsingaveitunni af landsbyggðinni
ef þjónusta RÚV yrði skert.
Björt Ólafsdóttir, þingkona
Bjartrar framtíðar, hafði ekki kynnt
sér tillögurnar til hlítar en sagði það
„sjálfsagt að skoða alvarlega að taka
RÚV af auglýsingamarkaði eða setja
einhverjar hindranir þar á“, þar sem
RÚV væri með forskot á markaði.
Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segist hafa
talað um þetta árum saman.
Markaðurinn væri mjög skakkur.
Ómögulegt væri að vera með eðli-
legt fjölmiðlaumhverfi á meðan
Ríkisútvarpið væri með fjóra millj-
arða króna í forgjöf.
„Ef menn hafa áhyggjur af ein-
hverju ójafnvægi í mjólkuriðnað-
inum út af MS, þá er þetta ekkert
öðruvísi. Þarna er RÚV tekið út úr
samhengi við samkeppnislögin og
mér finnst óeðlilegt, ef menn ætla
á annað borð að halda út ríkissjón-
varpi, að það hafi forgjöf og sé síðan
í samkeppni við aðra fjölmiðla.
Þetta er í eðli sínu fráleitt.“
Brynjar sagði spurninguna vera
hve stórt RÚV ætti að vera og hvaða
þjónustu það ætti að veita. Það væri
hins vegar önnur umræða.
samuel@frettabladid.is
Það er
sjálfsagt að
skoða alvarlega að
taka RÚV af auglýs-
ingamarkaði.
Björt Ólafsdóttir þingmaður
Ég tel að
ríkisfjölmið-
ill eigi ekki að vera
umsvifamikill á
auglýsingamarkaði.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
þingmaður
Ef menn hafa
áhyggjur af ein-
hverju ójafnvægi í mjólkur-
iðnaðinum út af MS, þá er
þetta ekkert öðruvísi.
Brynjar Níelsson þingmaður
Ég tel að ríkisfjöl-
miðill eigi ekki
að vera umsvifamikill á
auglýsingamarkaði í
samkeppni við aðra.
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður
Fulltrúar einkarekinna fjölmiðla skoruðu á stjórnvöld í Fréttablaðinu í gær að beita sér fyrir því að jafna samkeppnistöðu á fjölmiðlamarkaði.
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M i ð V i k u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
5
3
-8
E
A
C
1
A
5
3
-8
D
7
0
1
A
5
3
-8
C
3
4
1
A
5
3
-8
A
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K