Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 10
ÍtalÍa Matteo Renzi, Françoise Hol- lande og Angela Merkel hittust á mánudagskvöldið á Ítalíu, þar sem þau boðuðu til blaðamannafundar um borð í flugmóðurskipi við eyjuna Ventotene, sem er rétt utan við borg- ina Napolí. Þar sögðu þau væntanlegt brott- hvarf Bretlands úr Evrópusamband- inu alls ekki þurfa að marka upp- hafið að endalokum sambandsins. Þvert á móti eigi nú að stefna að nýju upphafi. „Við virðum þá ákvörðun sem íbúar Bretlands tóku, en við viljum skrifa kafla framtíðarinnar,“ sagði Renzi. „Eftir brotthvarf Bretlands mun Evrópa hefja til vegs að nýju hinar öflugu hugsjónir samstöðu og friðar, frelsis og drauma.“ Á fundinum kom til tals að áform- um um sameiginlegan her Evrópu- sambandsins megi hraða, enda hafi það ekki síst verið andstaða Breta sem stóð í veginum fyrir því að þau áform yrðu að veruleika. Merkel Þýskalandskanslari lagði áherslu á að tryggja þurfi öryggi íbúa ESB-landanna auk þess sem baráttan gegn smyglurum með fólk yfir Mið- jarðarhafið verði áfram erfið. Ítalska flugmóðurskipið Guiseppe Garibaldi var ekki síst með hliðsjón af þessu valið til að halda þar blaða- mannafundinn. Efnislega þykir útkoma fundarins á mánudag heldur rýr, en hann var að nokkru haldinn til undirbúnings á óformlegum leiðtogafundi Evrópu- sambandsins sem haldinn verður í Bratislava 16. september næst- komandi. Þar  stendur til að ræða nánar um brotthvarf Bretlands og framtíð Evrópusambandsins. Staðarval fundarins á mánu- dag  var táknrænt vegna þess að á eyjunni Ventotene var árið 1941 samin stefnuskrá um frjálsa og sam- Táknrænn fundur á flugmóðurskipi Leiðtogar Ítalíu, Frakklands og Þýskalands boða nýtt upphaf fyrir Evrópusambandið eftir brotthvarf Bretlands. Líkurnar á sameigin- legum her aukast þegar andstaða Bretlands verður úr sögunni. Blaðamannafundur haldinn á flugmóðurskipinu Garibaldi. Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu og Frakklands við gröf ítalska andspyrnumannsins Altieros Spinelli, sem var einn af upphafs- mönnum Evrópusambandsins. FréttAbLAðið/EPA Við virðum þá ákvörðun sem íbúar Bretlands tóku, en við viljum skrifa kafla framtíðarinnar. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu einaða Evrópu, nefnd Ventotene- stefnuskráin. Höfundarnir voru Altiero Spinelli og Ernesto Rossi, sem voru fangar þar á eyjunni. Þau Merkel, Hollande og Renzi  lögðu meðal annars leið sína að gröf Spinellis, sem er þar á eyjunni. Ventotene-stefnuskráin náði útbreiðslu meðal ítölsku andspyrnu- hreyfingarinnar og til hennar er upp- haf Evrópusambandsins að nokkru rakið. „Í dag sýndum við uppruna Evr- ópusambandsins sóma og með því að leggja blóm á gröf Altieros Spinelli sýndum við að við áttum okkur á því upp úr hverju þetta Evrópusamband er sprottið og að það varð til á myrk- ustu tímum Evrópu,“ sagði Merkel á blaðamannafundinum. gudsteinn@frettabladid.is BelgÍa Tveir af hverjum þremur íbúum Evrópusambandsins vilja að Evrópusambandið leggi meiri áherslu á umhverfismál en gert hefur verið. Þetta sýnir skoðanakönnun sem Eurobarometer gerði fyrir Evrópu- þingið. Spurð voru nærri 28 þúsund manns í öllum aðildarríkjum sam- bandsins. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fjörutíu prósent fyrir árið 2030, efla vinnslu endurnýjan- legra orkugjafa og gera endurbætur á reglum um viðskipti með losunar- kvóta. Mestan áhuga á hertum um- hverfis aðgerðum sýndu íbúar Svíþjóðar, Kýpur, Spánar, Frakk- lands og Rúmeníu, eða frá 76 pró- sentum upp í 83 prósent, en minnst- an sýndu íbúar Eistlands, Póllands, Lettlands og Tékklands, eða frá 45 prósentum upp í 51 prósent. – gb Íbúar í ESB-löndum vilja meiri umhverfisvernd Endurbætur á reglum um losunarkvóta eru á stefnuskrá Evrópusambandsins. FréttAbLAðið/EPA ReykjavÍk Mikil mannekla er nú á frístundaheimilum Reykja- víkurborgar og dæmi eru um að frí- stundaheimili nái ekki að taka inn ný börn. Foreldrar hafa fengið póst þar sem kemur fram að ekki sé vitað hvenær börnin muni fá pláss. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er erfitt að segja til um ástandið í dag þar sem stór hluti starfsfólks séu háskólanemar og ekki sé hægt að ganga frá ráðn- ingum fyrr en stundatöflur þeirra liggi fyrir. „Þetta er svipað ástand og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár, kannski aðeins verra,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Það er eiginlega ekkert hægt að segja fyrr en stunda- töflur háskólanna koma, því að voða mikið af starfsfólki kemur úr háskólunum,“ segir Bjarni. – sg Erfitt að manna frístundaheimilin Þetta er svipað ástand og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár, kannski aðeins verra, Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð v I k U D a g U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a Ð I Ð 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -B 1 3 C 1 A 5 3 -B 0 0 0 1 A 5 3 -A E C 4 1 A 5 3 -A D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.