Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 14
Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því
aðeins 2 ½ mánuður til kosninga.
Alþingiskosningar voru 2013. Þá
héldu stjórnarflokkarnir flokksþing
og samþykktu sínar kosningastefnu
skrár; samþykktu fyrirheit til kjós
enda. Þar voru stór kosningaloforð
við aldraða og öryrkja samþykkt, þar
á meðal stærsta loforðið varðandi
kjara gliðnun krepputímans. Það er
ekki farið að efna þessi loforð ennþá,
nú rétt fyrir kosningar!
Átti að leiðréttast strax
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti
að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax
til samanburðar við þær hækkanir,
sem orðið hefðu á lægstu launum frá
árinu 2009. Þetta er mjög skýrt lof
orð og óskiljanlegt hvers vegna það
var ekki efnt strax 2013 eins og lofað
var; nema aldrei hafi verið ætlunin
að efna það og aðeins meiningin að
blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálf
stæðisflokkurinn tækifæri til þess að
afsanna slíkar hugmyndir og standa
við loforðið strax í upphafi sumar
þings.
Framsóknarflokkurinn samþykkti
að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjara
gliðnunar (kjaraskerðingar) kreppu
tímans. Framsókn hefur ekki fremur
en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á
þetta loforð frá því að ríkisstjórnin
tók við völdum 2013. Fyrst nú „kort
eri“ fyrir kosningar fór Sigmundur
Davíð, formaður flokksins, að tala
um að bæta þyrfti kjör aldraðra og
öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun
því áreiðanlega hjálpa til við efndir á
kosningaloforðinu þó utan stjórnar
sé. En það er stuttur tími til stefnu.
Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta
stóra kosningaloforð, eru það stærstu
kosningasvik við aldraða og öryrkja,
sem framin hafa verið.
Stórt loforð Bjarna óuppfyllt!
Kosningaloforðin, sem gefin voru
öldruðum og öryrkjum 2013, voru
fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borg
urum bréf og lofaði þeim því, að hann
mundi afnema tekjutengingu ellilíf
eyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk
tækifærið strax 2013 en hefur ekkert
gert í því að efna loforðið. Loforðið
þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri
TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og
vegna tekna af atvinnu og fjármagni.
Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu
máli, ef það er efnt. Með því að þingið
er komið saman getur Bjarni efnt þetta
strax á morgun ásamt loforðinu um
leiðréttingu vegna kjaragliðnunar.
Það eina sem stjórnarflokkarnir
efndu af kosningaloforðum á sumar
þinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir
var leiðréttur og frítekjumark vegna
atvinnutekna var leiðrétt en ríkis
stjórnin hefur boðað, að hvort tveggja
verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi.
Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í
að efna kosningaloforðin frá 2012.
Ætla stjórnarflokkarnir að
svíkja kosningaloforðin?
Björgvin
Guðmundsson
viðskipta
fræðingur
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæsta
réttarlögmaður að umtalsefni
gagnrýni Kauphallarinnar á við
skiptahætti á hlutabréfamarkaði
í aðdraganda hrunsins. Finnst
honum sem Kauphöllin gagnrýni
nú viðskiptahætti sem hún áður
viðurkenndi sem góða og gilda.
Helgi ræðir markaðsmisnotkun
armál Landsbankans í þessu sam
hengi en umbjóðandi hans var
dæmdur í Hæstarétti í því máli.
Helgi líkir eftirliti Kauphallarinn
ar við flugumferðarstjóra sem setji
flugstjórum viðmið um eftir hvaða
leiðum þeir megi fljúga. Þannig hafi
Kauphöllin auga með verðbréfa
miðlurum og setji þeim viðmið um
hvað þeim sé heimilt og hvað ekki.
Kauphöllin hafi frá stofnun og til
haustsins 2008 heimilað að farið
væri eftir ákveðnum leiðum. Þessi
samlíking er villandi. Það er ekki
hlutverk Kauphallarinnar að skoða
forsendur tilboða eða viðskipta og
veita samþykki fyrir þeim. Sam
kvæmt reglum Kauphallarinnar er
það á ábyrgð miðlara að allar færsl
ur séu í samræmi við lög og reglur.
Nærtækara væri að líkja hlutverki
Kauphallarinnar við eftirlit lögregl
unnar með umferð. Ökumenn fá
ekki staðfestingu á því að þeir megi
aka á tilteknum hraða heldur er
það á þeirra ábyrgð að aka löglega.
Lögreglan beitir síðan sínum eftir
litsúrræðum og grípur inn í, verði
hún vör við lögbrot. Ökumaður sem
er gripinn yfir löglegum hámarks
hraða getur ekki borið fyrir sig að
hafa alltaf keyrt á þeim hraða og séð
aðra gera það líka, án athugasemda
frá lögreglunni.
Það er líka rangt að sú háttsemi
sem dómur Hæstaréttar í umræddu
máli nær til hafi verið við lýði allt frá
stofnun markaða til haustsins 2008.
Afar skýr skil verða í nóvember
2007. Frá þeim tíma og fram að falli
Landsbankans voru kaup hans langt
umfram sölu í pöruðum viðskiptum
(rafræn pörun kaup og sölutilboða)
eða samtals um 47,2% af allri veltu
í slíkum viðskiptum. Fram að þeim
tíma voru kaup Landsbankans „oft
lítil […] miðað við það sem síðar
varð“, eins og segir í dóminum.[1]
Af grein Helga má ráða að í
gögnum markaðsmisnotkunarmáls
Landsbankans hafi komið fram að
starfsmenn Kauphallarinnar hefðu
talið aðkomu bankanna að við
skiptum með eigin bréf mikilvæga
forsendu fyrir því að hér gæti þrifist
hlutabréfamarkaður. Starfsfólk
Kauphallarinnar hefur aldrei haldið
slíku fram.
Alrangt
Helgi fullyrðir jafnframt að Kaup
höllin hafi í bréfi til Fjármála
eftirlitsins á árinu 2011 ekki talið
ástæðu til að gera athugasemdir við
þátt eigin viðskipta bankans. Þetta
er alrangt. Í bréfinu taldi Kaup
höllin þvert á móti viðskiptahætt
ina stangast á við lög enda var það
hún sem uppgötvaði málið og kom
því til Fjármálaeftirlitsins. Útskýrir
Kauphöllin ítarlega hvers vegna við
skiptahættir eigin viðskipta Lands
bankans voru henni huldir svona
lengi. Við greiningu á viðskiptum
bankanna haustið 2008 blasti ekki
við að Landsbankinn hefði verið
umfangsmikill kaupandi eigin
hlutabréfa í pöruðum viðskiptum.
Önnur viðskipti bankans skekktu
myndina og leggja þurfti í nokkra
greiningu áður en málavextir tóku
að skýrast. Niðurstaðan var alvar
legri en nokkurn hafði grunað.
Helgi gefur í skyn að viðskipti
Landsbankans hafi verið í samræmi
við almenna framkvæmd innan Evr
ópu og að markmiðið hafi verið að
tryggja „hnökralausa verðmyndun“.
Þetta er einnig rangt.
Ekkert bendir til þess að viðskipti
Landsbankans hafi verið í samræmi
við almenna markaðsframkvæmd
í Evrópu. Kauphöllin hefur haldið
kynningu á kaupum bankanna
á e i g i n h l u t a b r é f u m f y r i r
lykilstarfsmenn eftirlitseininga
stærstu kauphalla í heimi ásamt
opinberum eftirlitsaðilum. Var
samdóma álit áheyrenda að
umræddir viðskiptahættir fælu
í sér skýrar vísbendingar um
markaðsmisnotkun.
Þá ætti aðili sem hyggst tryggja
hnökralausa verðmyndun og
sjá til þess að fjárfestar geti á
hverjum tíma keypt og selt bréf
að haga tilboðum sínum þannig
að hann hafi sem minnst áhrif
á verð. Fjarstæðukennt er að
halda því fram að Landsbankinn
hafi hegðað sér þannig, enda var
hann umfangsmesti kaupandi
eigin hlutabréfa í tilboðabók
Kauphallarinnar í marga mánuði
en seldi nánast aldrei.
Ef skráð félag hyggst kaupa til
baka eigin bréf á markaði getur
það fylgt endurkaupaáætlun. Eiga
þá ákvæði verðbréfaviðskiptalaga
um markaðsmisnotkun ekki við að
því gefnu að endurkaupaáætlunin
uppfylli ströng skilyrði um
framkvæmd viðskiptanna, svo
sem um hámarksverð, magn og
upplýsingagjöf. Ekkert af þessu átti
við um viðskipti Landsbankans.
Í lok greinarinnar nefnir Helgi að
e.t.v. ætti Kauphöllin að líta í eigin
barm í stað þess að beina sjónum
sínum að þeim sem dæmdir hafa
verið fyrir refsiverða háttsemi á
verðbréfamarkaði.
Fagnar ábendingum
Kauphöllin fagnar ábendingum sem
styrkja starfshætti hennar og efla
verðbréfamarkaðinn. Kauphöllin
sá fullt tilefni til að líta í eigin barm
og hefur hún dregið lærdóm af þeim
málum sem upp komu. Gerðar hafa
verið breytingar á skipulagi, innri
verkferlum og eftirlitshugbúnaði
svo mögulegt sé að uppgötva slík
mál fyrr eða jafnvel fyrirbyggja
þau. Samstarf við Fjármálaeftirlitið
hefur einnig verið eflt. Þessi mál
voru óvenjuleg og kölluðu á afar sér
tæka greiningu, sem eftirlitsaðilar á
verðbréfamörkuðum framkvæmdu
ekki að jafnaði á þessum árum. Þess
vegna hefur verið lögð aukin áhersla
á að greina aðstæður með víðsýni að
leiðarljósi, til þess að geta brugðist
rétt og örugglega við hverjum þeim
óvenjulegu aðstæðum sem komið
gætu upp í framtíðinni.
Afleiðingar brota af því tagi sem
hér um ræðir geta verið mjög alvar
legar. Í dómi Hæstaréttar í markaðs
misnotkunarmáli Landsbankans
segir: „Brotin leiddu til alvarlegrar
röskunar á verðbréfamarkaði með
víðtækum afleiðingum fyrir fjár
málamarkaðinn hér á landi og allan
almenning, en tjónið, sem af þeim
hlaust, verður ekki metið til fjár.“
Orkunni er betur varið í að fyrir
byggja að svo alvarleg brot endurtaki
sig en að réttlæta viðskiptahætti sem
ollu stórkostlegu tjóni.
[1] Þessa þróun má sjá mynd
rænt á mynd 30 í 4. hefti skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis um
aðdraganda og orsakir falls íslensku
bankanna 2008 og tengda atburði.
Litið í eigin barm
Páll Harðarson
forstjóri Nasdaq
Iceland
Baldur
Thorlacius
for stöðu maður
eft ir lits sviðs
Nas daq Iceland
Helgi fullyrðir jafnframt að
Kauphöllin hafi í bréfi til
Fjármálaeftirlitsins á árinu
2011 ekki talið ástæðu til að
gera athugasemdir við þátt
eigin viðskipta bankans.
Þetta er alrangt.
Efni stjórnarflokkarnir ekki
þetta stóra kosningaloforð,
eru það stærstu kosningasvik
við aldraða og öryrkja, sem
framin hafa verið.
Pólitísk hugmyndafræði kennd við járntjaldið í AusturÞýskalandi eftir miðja síðustu
öld þoldi ekki málefnalega umræðu
og var eitur í beinum stjórnvalda, en
pólitískir sérfræðingar skyldu öllu
ráða og hafa vit fyrir fólki. Þröstur
Ólafsson hagfræðingur þekkir vel til
þeirrar sögu og eplið fellur sjaldan
langt frá eikinni eins og greinilega
kom fram í viðbrögðum hans í pistli
hér í Fréttablaðinu við grein minni
„Dekrið við skrumið“ í sama blaði.
Þar benti ég m.a. á tvískinnunginn
í öfgafullri sérfræðihyggjunni sem
nærist af skriffinnsku og dekri
við skrumið í fílabeinsturnum
í Reykjavík og virðir einskis
reynslu og þekkingu fólksins
sem deilir kjörum með lífríkinu.
Yfirskrift pistils hagfræðingsins er
táknræn, „Að sá tortryggni og ala
á óvild“. Tískubylgjur nútímans
bera stundum keim af pólitískri
hugmyndafræði járntjaldsins,
rétttrúnaði um málstað sem enginn
má efast um, af því að sérfræðingar
eiga að ráða skoðunum og verkum.
Þeir sem þora að benda á skrumið
skulu þá sakaðir um óvild gegn
ríkinu eða öllu lífríkinu, eins og
Þröstur hagfræðingur boðar. Þá er
dekrið við skrumið komið út í öfgar.
Dekrið við óvildina
Gunnlaugur
Stefánsson
Heydölum
APPLE TV 4 Á 0 KR.
með 12 mánaða áskrift að völdum sjónvarpspökkum 365
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS
365 SJÓNVARP Í APPLE TV
TILBOÐINU
LÝKUR EFTIR
7 DAGA!
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R14 s K o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
5
3
-8
9
B
C
1
A
5
3
-8
8
8
0
1
A
5
3
-8
7
4
4
1
A
5
3
-8
6
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K