Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.08.2016, Blaðsíða 16
samdi við fulham Ragnar sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, gekk í gær í raðir enska B-deildarliðsins fulham. Ragnar gerði tveggja ára samn- ing við fulham en hann kemur til félagsins frá Krasnodar í Rússlandi. Kaupverð Ragnars var ekki gefið upp. Ragnar er uppalinn hjá fylki en hefur einnig spilað með ifK Gauta- borg og fC Kaupmannahöfn. fulham er sem stendur í fimmta sæti ensku B-deildarinnar eftir fjórar umferðir og hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. sjálfur hefur Ragnar lengi stefnt að því að komast í ensku úrvals- deildina og var eftir góða frammi- stöðu á Em í sumar orðaður við nokkur ensk úrvalsdeildarlið. „hann er alsæll með þetta enda hefur hann haft lengi augastað á því að spila í Englandi,“ sagði sigurður sveinsson, faðir Ragnars, við íþróttadeild í gær. Í dag 17.50 Stjarnan - ÍBV Sport 2 18.40 Man. City - Steaua B. Sport Pepsi-deild kvenna: 18.00 FH - Valur Kaplakrikav. 18.00 ÍA - Fylkir Norðurálsv. 18.00 Stjarnan - ÍBV Samsung-v. 18.00 KR - Þór/KA Samsung-v. GRátlEGt hjá BliKum Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu í gær leik í undankeppni meistaradeildar Evrópu. Blikastúlkur taka þátt í riðli í Wales og efsta lið riðilsins fer beint í 32-liða úrslit keppninnar. Breiðablik er í riðli með spartak subotica, Nsa sofia og Cardiff met og eru liðin í riðli 3. Blikar byrjuðu á því að spila gegn spartak subotica og urðu að sætta sig við jafntefli á grátlegan hátt. markalaust var í leikhléi en rúmum 20 mínútum fyrir leikslok náðu Blikastúlkur að brjóta ísinn. Þá skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrir Blikana. Er uppbótartíminn var að renna út náðu spartak-stúlkur að skora og tryggja sér stig í leiknum. Blikastúlkur áttu 21 skot í leiknum en spartak aðeins 7. Það segir sína sögu um yfirburði Blika í leiknum. á fimmtu- daginn munu Blikastúlkur spila gegn Nsa sofia og lokaleikurinn gegn Cardiff fer fram á sunnudag. Meistaradeild Evrópu V. Plzen - Ludogorets 2-2 ludogorets fór áfram, 2-4, samanlagt. Beer Sheva - Celtic 2-0 Celtic fór áfram, 4-5, samanlagt. Legía Varsjá - Dundalk 1-1 legia fór áfram, 3-1, samanlagt. Roma - Porto 0-3 Porto fór áfram, 1-4, samanlagt. Monaco- Villarreal 1-0 monaco fór áfram, 3-1, samanlagt. Nýjast Fótbolti „mestu máli skiptir að fá alla til að róa í sömu átt, líkt og við gerðum í frakklandi. Það er það allra mikilvægasta,“ segir heimir hallgrímsson landsliðsþjálfari, sem valdi í gær sinn fyrsta leikmanna- hóp eftir Evrópumótið í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn sem landsliðið kemur aftur saman eftir gott gengi liðsins á Em í frakklandi þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit en féll úr leik eftir tap fyrir heima- mönnum. landsliðshópurinn samanstend- ur að langstærstum hluta af sama hópi leikmanna sem fór til frakk- lands. Eiður smári Guðjohnsen, sem er án félags í dag, verður ekki með í för og hjörtur hermanns- son verður fremur notaður í u-21 liði Íslands. inn í þeirra stað koma viðar Örn Kjartansson og hólmar Örn Eyjólfsson. Mun erfiðara verkefni en síðast árangur Íslands á Em í sumar vakti heimsathygli og er á lista yfir stærstu stundir íslenskrar íþrótta- sögu. En fram undan er það erfiða verkefni að koma íslensku knatt- spyrnulandsliði á hm í fyrsta sinn í sögunni. Eins og heimir benti sjálfur á á blaðamannafundi sínum í gær er það mun erfiðara að koma liði á hm en Em. til samanburðar má nefna að þrettán Evrópuþjóðir komast á hm úr undankeppninni en 24 þjóðir tóku þátt í Em síðast- liðið sumar. „Okkar menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvað það var sem gerði það að verkum að við náðum árangri í frakklandi,“ segir heimir. „menn þurfa að finna hvernig liðs- heildin vann saman og hvað við gerðum úti á vellinum. við þurfum að hjálpa þeim að finna rétta hugar- farið og kveikja í mönnum á nýjan leik.“ Spila á tómum risavelli Engan óraði fyrir að Ísland myndi ná þeim árangri sem liðið gerði. auk þess var allt umfangið í kringum mótið mun meira en allir í kringum íslenska liðið reiknuðu með. „við vissum að þetta yrði stórt en gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta yrði jafn stórt og það var. fyrir Em óttuðumst við einmitt þetta – að það yrði erfitt að núllstilla sig fyrir næstu keppni,“ segir heimir. Úkraína þarf að spila næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í leik Úkraínu gegn spáni í október á síðasta ári. voru áhorfendur á þeim leik sakaðir um kynþáttaníð. „síðasti leikur okkar var á fullum stade de france þar sem við vorum að spila við frakka fyrir framan fullt af Íslendingum. Nú verðum við að spila á tómum risavelli,“ segir heim- ir. „Það verður því margt skrítið og það verður erfitt fyrir menn að fara af stað af þeim krafti sem þarf.“ Afslappaður undirbúningur heimir segir að landsliðsþjálfara- teymið hafi gefið leikmönnum svig- rúm eftir Em í sumar og mun þar að auki hafa undirbúninginn fyrir leikinn gegn Úkraínu afslappaðan. til að mynda verður ekki spilaður æfingaleikur í vikunni fyrir leik- inn, þrátt fyrir að það hafi staðið íslenska liðinu til boða. Þess í stað mun liðið æfa saman þrjá daga í Þýskalandi áður en það heldur svo til Úkraínu. „við vorum lengi saman í frakk- landi og við teljum að það sé betri kostur að gera þetta svona. við gefum leikmönnum til dæmis auka- dag í frí heima hjá sér áður en þeir koma til okkar, svo þeir geti slakað eins mikið á og kostur er.“ leikmenn landsliðsins eru flestir byrjaðir að spila með félagsliðum sínum á nýjan leik en þó eru margir enn að koma sér almennilega af stað eftir sumarið. „algengt er að leikmenn sem eru lengi í lokakeppni yfir sumarið séu lengur af stað um haustið og því ekki komnir í sitt besta stand. En það sem við höfum séð af leik- mönnum hingað til lofar góðu.“ Þurfum að kveikja í mönnum Íslenska landsliðið verður að stærstum hluta óbreytt þegar það hefur leik í undankeppni HM 2018. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að það verði stórt verkefni að núllstilla hópinn fyrir nýtt verkefni. Óreyndur þjálfari en með mikla reynslu Andriy Shevchenko var í sumar ráðinn nýr landsliðsþjálfari Úkraínu og hans fyrsta verk verður að taka á móti íslenska landsliðinu í undan- keppni HM 2018. Helgi Kolviðsson, nýr aðstoðarlands- liðsþjálfari Íslands, fylgdist vel með Úkraínu á EM í sumar og segir liðið gríðarlega sterkt þó svo að Úkraínu- menn hafi tapað öllum sínum leikjum í Frakklandi og ekki náð að skora mark. Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur og sagði Helgi á blaða- mannafundi KSÍ í gær að mikill undirbúningur sé að baki hjá íslenska liðinu fyrir leikinn til að geta undir- búið leikmenn fyrir hvaða aðstæður sem er. Helgi segir enn fremur að þó að Shevchenko hafi ekki mikla reynslu sem þjálfari komi það ekki að sök. „Hann er stjarnan í Úkraínu enda búinn að vinna alla titla sem hægt er sem leikmaður. Hann veit hvað býr í liðinu og með hans innkomu vilja þeir fá hugarfar sigurvegarans í leikmanna- hópinn,“ segir Helgi. „Hann býr að mikilli reynslu frá leikmannsferli sínum enda hefur hann starfað með mörgum af bestu þjálfurum Evrópu á ferlinum. Hann er líka með stóran hóp í kringum sig í sínu starfsliði.“ Shevchenko verður fertugur í lok næsta mánaðar en hann spilaði með Dynamo Kiev, AC Milan og Chelsea á tæplega tveggja áratuga ferli, auk þess að eiga að baki 111 landsleiki með Úkraínu. Íslenski landsliðshópurinn Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Randers Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, Sandefjord Varnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Haukur Heiðar Hauksson, AIK Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea Theodór Elmar Bjarnason, AGF Rúnar Már Sigurjónsson, Grashopper Arnór Ingvi Traustason, Rapíd Vín Sóknarmenn Kolbeinn Sigþórsson, Nantes Alfreð Finnbogason, Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Örn Kjartansson, Malmö Íslenska þjálfarateymið á fundinum í Laugardal í gær. Frá vinstri eru Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson. FRéTTABLAðIð/ERnIR Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M i Ð V i K U D A g U R16 s p o R t ∙ F R É t t A b l A Ð i Ð sport 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -8 4 C C 1 A 5 3 -8 3 9 0 1 A 5 3 -8 2 5 4 1 A 5 3 -8 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.