Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 22
Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11.  maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sér- fræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hluta- bréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallar- innar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 pró- sent frá apríllokum. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleika- framlögum slitabúa föllnu bank- anna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hluta- bréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sér- fræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu upp- gjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna ein- hvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöð- ugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reit- um, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 pró- sent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hluta- bréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eign- anna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju. Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum Sérfræðingar telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð þegar það seldi eignarhlut í Reitum á 3,9 milljarða króna. Verðið er 5,6 prósentum lægra en gengi hlutabréfa var í maí. Frekari eignasala ríkisins er framundan. Reitir hafa gefið út að fyrirtækið hyggist opna matarmarkað í Holtagörðum. fRéttablaðið/Hanna Nám fyrir þá sem vilja auka færni í rekstri og fjármálum fyrirtækja og stofnana. Í náminu er farið yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Unnin eru hagnýt verkefni þar sem lögð er áhersla á þátttöku nemenda. Hefst: 19. september 2016 | Lengd: 54 klst. „Í náminu öðlaðist ég betri skilning á rekstri, fékk góða innsýn í markaðsmál fyrirtækja og hef jafnframt aukið afköst í starfi. Leiðbeinendurnir eru miklir reynsluboltar úr atvinnulífinu sem höfðu unun að því að miðla námsefninu og sinni reynslu.“ Maren Lind Másdóttir Stjórnandi farangurskerfa hjá Isavia REKSTRAR- OG FJÁRMÁLANÁM Hagnaður Hamborgarabúllu Tóm- asar jókst um 31,6 prósent á síðasta ári. Fyrirtækið hagnaðist um 27,7 milljónir króna árið 2015 miðað við 21 milljónar króna hagnað árið þar á undan. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins jókst um 9,6 milljónir króna og nam 41,6 milljónum. Í ársreikningnum eru sérleyfis- samningar bókfærðir á 85 millj- ónir króna sem er nýr liður í árs- reikningnum. Hamborgarabúllan mun í haust reka níu staði erlendis en opna á Hamborgarabúllu í Róm. Auk þess er stefnt að opnun annars veitingastaðar í Berlín. Heildareignir félagsins nema 315 milljónum króna og hækka úr 158 milljónum króna árið 2014. Eigið fé nemur 205,2 milljónum króna. Þá nema skuldir félagsins 109,7 milljónum króna og hækka um 44 milljónir króna milli ára. – ih Hagnaður Búllunnar eykst um þriðjung tómas a. tómasson, stofnandi Ham- borgarabúllunnar. fRéttablaðið/gva Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 millj- örðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund millj- örðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian Nati onal Railway Comp- any) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða d a l a m a r k i ð , þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hluta- bréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðar- mála í gegnum Stofn- un Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðar- verkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eigin- kona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góð- gerðarmála að þeim látnum. – jhh Bill Gates sífellt ríkari Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfesting- um þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir. Jóhann Viðar Ívars- son, sérfræðingur hjá IFS greiningu Jóhann Páll Valdimarsson, útgef- andi Forlagsins, hefur selt 42,5 pró- senta hlut sinn í fyrirtækinu. Sam- kvæmt samkomulagi hluthafa mun Forlagið kaupa hlutinn sjálft en við það verður bókmenntafélagið Mál og menning aðaleigandi félagsins ásamt Agli Erni Jóhannssyni. Nýr útgefandi Forlagsins verður Hólm- fríður Úa Matthíasdóttir. Jóhann Páll mun gegna fullu starfi til áramóta eins og verið hefur. Auk þess mun hann gegna ráðgjafastörfum fyrir Forlagið að minnsta kosti næstu tvö árin. Engar breytingar eru fyrirhug- aðar á rekstri og starfsmannahaldi Forlagsins vegna þessa. Egill Örn Jóhannsson mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra eins og verið hefur. – ih Jóhann Páll selur Forlagið 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R4 maRkaðuRinn 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -C 0 0 C 1 A 5 3 -B E D 0 1 A 5 3 -B D 9 4 1 A 5 3 -B C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.