Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 24.08.2016, Síða 26
„Heilsudrekinn og Íþróttafélag- ið Drekinn Wushu standa að þessu námskeiði í samvinnu við kínverska íþróttasambandið. Tveir sérfræðingar koma hing- að frá virtum háskóla í Kína til að kenna,“ útskýrir Qing, eigandi Heilsudrekans. Hún segir tai chi alhliða leikfimi sem henti fólki á öllum aldri. Fyrirlestrar í Hí „Tai chi er fyrir alla, bæði keppn- isfólk og þá sem vilja einfaldlega hugsa um heilsuna. Þarna gefst fólki tækifæri til þess að læra tæknina og að kynna sér heim- spekina sem liggur að baki tai chi, en námskeiðið verður einn- ig byggt upp á fyrirlestrum sem haldnir verða í Háskóla Íslands,“ segir Qing. Gerir öllum Gott „Tai chi leikfimin byggist á mjúk- um og hægum hreyfingum þótt bakgrunnur leikfiminnar sé bar- dagaíþrótt. Þessar hægu hreyf- ingar hafa áhrif á orkurásir lík- amans og gagnast fólki því vel gegn streitu og kvíða og til þess að ná bæði líkamlegu og andlegu jafnvægi. Tai chi hentar fólki sér- staklega vel sem glímir við hjarta- vandamál, of háan blóðþrýsting og sykursýki. Þá hjálpar tai chi einn- ig þeim sem glíma við svefnleysi eða einbeitingarskort. Til dæmis hafa krakkar verið að æfa tai chi hjá okkur og gengið betur að ein- beita sér í skólanum,“ útskýrir Fólk er kynninGarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að læra tæknina og að kynna sér heimspek- ina sem liggur að baki tai chi. námskeiðið verður einnig byggt upp á fyrirlestrum sem haldnir verða í Háskóla Íslands. tai chi leikfimin byggist á mjúkum og hægum hreyfingum þótt bakgrunnur leikfiminnar sé bardagaíþrótt. mynd/ Heilsudrekinn Virkja innri orku með tai CHi kynningarnámskeið í tai chi, fornri kínverskri sjálfsvarnarlist, verður haldið í Heilsudrekanum í Skeifunni 3j dagana 26. ágúst til 3. september. Leiðbeinendur verða Hou Wen og Yu Jun Ling en þau eru bæði sérfræðingar í faginu. Skráningu á námskeiðið fylgir frítt mánaðarkort. Qing en leggur áherslu á að tai chi geri öllum þeim sem stunda hana gott. „Fullfrískt fólk hefur gott af því að stunda tai chi. Leikfimin gengur út á jafnvægi en ekki bara út á að hreyfa hendur og fætur. Með tai chi virkjum við innri orku til hreyfingar,“ útskýrir Qing. Frítt mánaðarkort „Þeir sem skrá sig á námskeið- ið fá frítt mánaðarkort til viðbót- ar til að æfa í Heilsudrekanum og virkja betur þá tækni sem fólk lærði á námskeiðinu.“ Skráning fer fram í síma 553 8282. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á Facebook-síðu Heilsudrekans. bryngeir Valdimarsson segir ótrúlega gefandi að kenna grunnskólabörnum. „að fylgjast með þeim læra eitthvað nýtt og sjá þegar þau skilja hlutina, það er æðislegt.“ fréttablaðið/ernir „Allra fyrsta kennslustundin mín var mjög skemmtileg. Maður þarf auðvitað að vera sveigjanlegur og uppátækjasamur, geta brugð- ist strax við alls konar aðstæð- um sem upp koma. Það þýðir ekk- ert annað en að hafa gaman af því óvænta í þessu starfi,“ segir Bryn- geir Valdimarsson, spurður út í kennarastarfið en hann er á síð- asta árinu í kennaranámi við HÍ. Meðfram náminu kennir hann í Valhúsaskóla en hefur unnið sem forfallakennari í grunnskólum síð- ustu fjögur árin. „Ég hef kennt öllum aldri og öll fög nema sund. Það er mikill munur á að kenna fyrsta eða sjötta bekk,“ segir Bryngeir og viður- kennir að það sé áskorun að halda stórum hóp af sex ára krökkum við efnið. Sérstaklega fyrir afleys- ingakennara. ForFallakennari kemst upp með ýmis trix „Krakkarnir reyna á nýja kenn- arann, að sjálfsögðu. Í forfalla- kennslu er meira að segja gert ráð fyrir því að erfitt sé að halda fullri áætlun,“ segir hann sposk- ur. „Í forföllum beitir maður líka frekar skyndilausnum sem maður myndi ekki nota í almennri kennslu. Semur við krakkana um að sleppa þeim fyrr út úr tíma ef þau vinni vel og fleira í þeim dúr. Maður reddar sér, frekar en að fá kannski ekkert út úr kennslu- stundinni. Oft verður reynd- ar þá svo gaman að nemendurn- ir gleyma samningnum og vinna af kappi þar til bjallan hring- ir út. Aðal málið er að ná til nem- endanna strax í byrjun, þá vinna báðir aðilar vel og miklu meira kemst í verk.“ ÆðisleGt að sjá þau lÆra eittHVað nýtt Hvað gefur þér mest í starfi? „Að sjá hvaða áhrif ég get haft á ung- mennin, að fylgjast með þeim læra eitthvað nýtt og sjá þegar þau skilja hlutina, það er æðis- legt. Það er ástæða þess að ég fór í þetta nám, að geta mótað æsk- una, haft áhrif og hjálpað krökk- um að komast út í samfélagið sem best undirbúin,“ segir Bryngeir. „Kennari í dag þarf að vera allt í senn sálfræðingur, hjúkrunar- fræðingur, fjölskylduráðgjafi og menntari.“ Þetta er þá ekki „þægileg inni- vinna“? „Ja, sumarfríin eru góð,“ segir Bryngeir hlæjandi. „En nei, þetta starf er ekki þannig að maður stimpli sig út klukkan fjögur. Þetta er vinna sem maður tekur með sér heim og ég vil taka hana með mér heim. Maður er stöðugt í einhverj- um pælingum um það hvernig maður getur kynnt eitthvað fyrir krökkunum. Jafnvel getur atriði í bíómynd sem ég er að horfa á í sófanum heima kveikt hugmynd að einhverju sem ég get nýtt í kennsl- unni. Mitt aðalfag er samfélags- fræði og ég kenni upplýsingatækni með í þeim skólum þar sem hún er sér námsgrein. Í Valhúsaskóla er það svo. Ég er mikið fyrir leiki í kennslu. Ef maður hefur gaman af hlutunum man maður þá frek- ar,“ segir Bryngeir og vill alls ekki meina að íslenskir krakkar séu agalausir og óþægir upp til hópa. „Það má auðvitað vel vera að nútímakrakkar séu eirðarlausir en veruleiki krakka í dag er allt annar en til dæmis þegar ég var í skóla. Skólaumhverfið þarf að breytast með breyttum tímum og það gerist smám saman.“ Vill taka Vinnuna með sér Heim Bryngeir Valdimarsson er á fimmta ári í kennaranámi við HÍ. Hann segir starfið einstaklega gefandi þó það sé krefjandi á köflum. Sem forfallakennari komist hann upp með ýmis trix en hann taki vinnuna með sér heim öll kvöld. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. ENDALAUS GSM 2.990 KR. Endalaust sumar ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG 30 GB GAGNAMAGN* EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF SÍMNOTKUNINNI Í SUMAR! Settu þig í samband og fáðu Endalausan GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is *30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB 2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R2 F ó l K ∙ K y n n I n g A R b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l K ∙ K y n n I n g A R b l A Ð ∙ s K ó l A F ó l K 2 4 -0 8 -2 0 1 6 0 3 :5 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 5 3 -A 7 5 C 1 A 5 3 -A 6 2 0 1 A 5 3 -A 4 E 4 1 A 5 3 -A 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.